Færsluflokkur: Mannréttindi
19.9.2009
Kominn tími til þó fyrr hefði verið...
Annars er ég fyrir löngu hætt að skilja allt báknið með lífeyrissjóðina...Og ekki kæmi mér á óvart einhverjir maðkar í mysunni þar...sem væntanlega eiga þá eftir að koma upp á yfirborðið með nýjum stjórnendum úr röðum launafólksins sjálfs þegar atvinnurekendurnir víkja...
Úr gömlum hugleiðingum mínum ;
Öllum er skylt að borga í lífeyrissjóði landssins. Og sjóðirnir þá væntanlega fyrir fólkið sem í þá borgar skyldi maður ætla, en með síbreytilegum lögum, sjóðana er passað að ekki of mikið megi greiða og komið hefur fyrir að launþegar hafa staðið nær réttindalausir vegna nýrra reglugerða og eða of fárra punktaútreikninga. Og sjóðirnir gildna og gildna af allskonar verðbréfaviðskiptum ásamt ávöxtun af peningum þegnanna, sem þeir eigi fá notið...
josira
Launafólk taki yfir sjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009
Atvinnuleysi og menntun...
Hef verið að husga um ungmennin okkar undanfarið...Hvar eru þau stödd núna í kreppunni og atvinnuleysinu...svona almennt...Og þá er ég aðallega að hugsa um aldurshópinn 16-20+ára.
Við vitum auðvitað að all mörg ungmenni þurfa að sækja námið í framhaldsskólana burtu frá heimilum sínum. T.d. sérstaklega þau sem búa á landsbyggðinni, sem og annarsstaðar.
Hvað skyldu mörg þessara ungmenna hafa hætt námi vegna aðstæðna fjöldskyldanna í þjóðfélaginu ? Eflaust margir foreldrar sem geta ekki stutt þau fjárhagslega til náms í burtu nú í þessu þjóðfélagsástandi. Og ákaflega litla atvinnu með skóla að fá fyrir þennan aldurshóp og sennilega barist um hvert aukastarf t.d. í verslunum og þjónustustörfum.Hvað ætli sé stór hópur ungmenna heima í iðjuleysi og bið vegna peningaskorts til menntunar.? Því eflaust er einhver hluti þeirra væntanlega á atvinnuleysisbótum og hugsanlega stór hluti þeirra frá 18-20 +ára. Og eru föst þar. Því atvinnubætur falla niður ef þau hefja nám t.d. í mennaskóla og fjölbrautaskóla, og þá er enginn framfærslueyrir. En fá þó lán frá LÍN http://lin.is/Forsida.html ef þau stunda iðnskólanám.
En ekki hafa allir huga þangað. Nú, börn eru á framfæri foreldra til 18 ára og hvað svo...?
Hvað tekur við ef þau eru flutt að heiman og farin að sjá um sig sjálf ? Og löngun þeirra liggur til mennta. Hvaða úrræði eru fyrir þau ungmenni, sem ekki geta notið aðstoðar foreldra vegna þeirra eigin bágs fjárhags eða annara aðstæðna ?Hvaða skilaboð er þjóðfélagið að senda til þessa unga fólks sem tekur við blessaðri framtíð þessa lands. Á hvaða grunni byggist þeirra líf.
Það er ekki þeim að kenna að þjóðfélagið sé eins og það er í dag og hræðilega ósanngjarnt að gjörðir annara, þ.e. þeirra er settu landið í forina, sem og hafa jafnvel úr milljónum úr að moða í dag.
Ákvörðunartökur þessara manna fara víða og hafa áhrif á svo ótrúlega marga þætti í þjóðfélaginu og inn í framtíðina og hart er það, að þau teygast jafnvel til menntunarmöguleika.
Þannig var að dóttir mín sem farin er að heiman og fetar sín spor sem einstaklingur nú, var við að gefast upp andlega að vera heima á atvinnuleysisbótum, nú á haustdögum.
Alveg búin að fá nóg af iðjuleysi og dofa og ákvað að venda sínu lífi við og hefja nám að nýju eftir nokkurt hlé. Lét hún vita hjá atvinnuleysissjóði og féllu bæturnar auðvitað niður. Ekki var peningur aflögu frá mér til að hjálpa henni, svo hún hringdi í Félagsþjónustuna í sínu bæjarfélagi til að panta tíma og til fara yfir sín mál þar.Hringdi hún í mig síðan, frekar niðurbrotin, því henni var tjáð í símasamtalinu að fyrst hún væri ekki sjúklingur eða í atvinnuleit ætti hún engan rétt að svo stöddu, á aðstoð, en henni var sagt að hún hefði getað sótt um námstyrk 2 mánuðum áður en skólinn byrjaði. En hún var of sein að sækja um núna, þannig að hún skildi sækja um fyrir vorönnina.
Og að hún ætti engan rétt á fjárhagsaðstoð samkvæmt ofansögðu ( sjúklingur eða í atvinnuleit ) og að hún hefði átt að hugsa fyrirfram um hvernig hún hefði ætlað að framfleyta sér. Og fyrst hún hefði ekki efni á skólagöngu, þá ætti hún bara að fá sér vinnu eða fara á atvinnuleysisbætur.
Svo mörg voru þau orð. Mér féllust hendur þegar hún sagði mér þetta og fékk sting í hjartað og tár í augun. Fann fyrir vanmættinum að geta ekki stutt hana og hjálpað henni með fjárhagslega. Ég kannaðist alveg við tilfinninguna að geta ekki verið eða farið i skóla. Ég hætti á sínum tíma í námi vegna svipaðra aðstæðna. Og tók 3 og 4 bekk í gaggó forðum daga, í kvöldskóla og vann á daginn og missti þar af leiðandi tengsl við mína jafnaldra og skólafélaga. Því ekki var til peningur í strætó til að komast í skólann. Er það bara ríkt fólk sem á rétt til að mennta sig? Þetta er spurning sem ég spurði sjálfa á þeim tíma og finnst við standa í sömu sporum og fyrir 35 árum...
En svo fór að ég kannaði betur með þátt Félagsþjónustunar vegna dóttir minnar og sé að ;
Félagsþjónusta í hverju bæjarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar.
Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, m.a. vegna heimilisaðstoðar, náms eða óvæntra áfalla.
En kanna þarf til þrautar rétt til annarra greiðslna áður en leitað er eftir fjárhagsaðstoð, þar með talið frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Og létti mér mikið þegar ég sá að það er von fyrir ungmennin okkar, sem eru stödd á sjálfs síns vegum að stunda nám, með fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunar. Þó svo að svörin segðu annað en dóttir mín fékk í símtalinu...
En eflaust er ekki öfundsvert að vera í sporum þeirra er vinna hjá Félagsþjónustunni og þurfa jafnvel að neita aðstoð. En væntanlega er hvert mál sérstakt og ætti að vera skoðað frá öllum hliðum í gegn um viðtal, áður en eitthvað er staðhæft í gegnum síma...
Josira.
Mannréttindi | Breytt 28.9.2009 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2009
Dalai Lama friðarleiðtogi...
Það hefur nú örugglega ekki farið framhjá mörgun hér á Íslandinu,
hina síðustu daga að Dalai Lama hinn merki friðarleiðtogi er hér staddur.
Mig langaði nú bara að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og
unnið að þessum stórkostlega viðburði,
Þar sem stjórnvöld starfa í sameiningu en ekki í sundrungu.
Þar sem friður ríkir en ekki stríð.
En það var allavega gott að eitthvað af ráðamönnum þjóðarinnar
sáu að sér og buðu honum til Alþingis í dag...
Það er bæði heiður fyrir okkur, friðarþjóðina í norðri að fá hann í heimsókn.
Dalai Lama í Alþingishúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði