Leita í fréttum mbl.is

Við erum svo smá og varnarlaus í veröldinni, þegar slík vá skellur á...

sem var þegar jarðskjálfti 7,0 á richter skók Haiti þann 12 jan. s.l. ásamt eftirskjálftum og virðist allt benda til, að verði einn mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar...

Haiti_jarskjlfti_2_jpg_550x400_q95

En sameining gefur styrk og hjálp til að takast á við afleiðingarnar...

Það getur ekki annað verið, en að heimsbyggðin öll muni taka saman höndum til hjálpar Haitibúum eftir þær skelfilegu hörmungar sem þar dundi yfir við þennan svakalega jarðskjálfta... Leggi niður vopnaskak, stríð og erjur og sameinist til hjálpar...

Alþjóða björgunarsveitin ( rústabjörgunarsveitin ) frá Íslandi, fólkið okkar sem nú leggja nauðstöddum lið á Haiti og hér heima. Landsbjörg og Rauði krossinn eiga heiður skilið hversu brátt þau brugðust við...

519738

RKÍ hefur hafið símasöfnun vegna jarðskjálftanna

logo_raudi_krossinn 

Rauði kross Íslands hefur hafi símasöfnun vegna jarðskjálftans í landinu. Hægt er að hringja í símanúmerið 904 1500 til að gefa í söfnunin og þá bætast þá 1.500 kr. við símreikninginn viðkomandi. Það skal þó tekið fram að símtalið kostar 79 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum rennur andvirði símtalsins inn á reikning söfnunarinnar.

Einnig er hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða krossins með því að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.

Hér má sjá fréttir frá hinum ýmsu löndum til bjargræðis Haitibúum...

http://www.youtube.com/watch?v=i_UhUdPUV1s

Allt er svo hverfult og við slíkar hörmungar verður einhvern veginn allt það veraldlega ( peningar, völd og eigur ) sem hismi eitt...Verðmætin eru hvert mannslíf og það þau hafa að geyma...

http://www.youtube.com/watch?v=xAKGAYwqUrw&feature=channel

Mikill er vanmáttur okkar gagnvart slíkum náttúruhamförum sem og öllum öðrum...

Hræðilega erfitt að horfa á...

http://www.youtube.com/watch?v=tb8GaAJzfI0&feature=channel

http://www.youtube.com/watch?v=CQk7zkLXU6c&feature=channel

Nýjar fréttir af aðstöðu fólks, sem bíður læknahjálpar...

http://www.youtube.com/watch?v=JMfLGIB23zw&feature=channel

Biðjum fyrir Haitibúum og hjálparfólki öllu...

 

josira


mbl.is Eymd og örvænting hvarvetna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 123107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband