3.2.2010
Hugsjón um Haiti...
Í hjarta mínu ber ég ósk og von til þess að þær hörmungar, sem yfir Haiti hafa dunið verði til þess að alþjóðasamfélagið vakni til vitundar og samstöðu. Allt það veraldlega vafstur sem fylgir hinu daglega lífi okkar hverfur einhverveginn í fjarska, þegar svona náttúruhamfarir dynja yfir. Eitthvað hreyfist innra með manni og samkennd vaknar. Þessi mannlegi þáttur í okkur að vilja halda utan um þann er bágt á.
Hjálparsveitin okkar íslenska á heiður og þakkir skildar fyrir störf á Haiti, svo og allt það fólk sem leggur hönd til hjálpar þarna úti, þá, nú og síðar.
Það getur eflaust engin sett sig í spor þess fólks sem lendir í slíkum hamförum sem Haitibúar nú, nema þeir er í því lenda eða koma að björgunarstörfum.
Óskin og vonin sem í hjarta mínu búa um að jarðarbúar geti lifað saman í sátt og samlyndi, tengist til atburðanna á Haiti. Ef slíkar náttúruhörmungar verða ekki til að vekja okkur mannfólkið til vitundar um líf og tilveru okkar hér og sterka tengingu innbyrðis veit ég ekki hvað þarf til.
Þessi stóri jarðskjálfti dynur yfir þegar einar mestu hagkerfis-hremmingar hafa gengið yfir heimsbyggðina á s.l. mánuðum. Atburðirnir í efnahagskerfi heimssins snerta hundruð milljónir manna og lífsafkomu þeirra. Og við vitum það fullvel að þau stóru áföll tengjast öll mannanna verkum, sem stjórnast hafa að græðgi og valdabaráttu.
Má segja að þau mannlegu öfl hafi einnig stýrt lífi og lífsafkomu fólkssins á Haiti fyrir náttúruhörmungarnar. Hér má lesa lítillega um sögu eyjamanna, en valdabarátta og hervald þeirra aðkomnu, hafa ráðið ríkjum og hafa haldið almúganum í sárri fátækt um langa tíð. Hér má einnig lesa pistil um Haiti, sem Þorleifur Örn Arnarsson hefur skrifað.
Hugsjón mín Haiti til handa er sú, að í öllu þessu niðurbroti þjóðarinnar og þjáningum, felist tækifæri fyrir þjóðir heims að vakna til vitundar sinnar og tengjast í gegnum mannkærleikann, virkja samvitundina ( hugsun og gjörð )
Að þau muni starfa sameiginlega að hjálp og uppbyggingu þessa fallega, en fátæka lands. Koma lífi og lffsýn fólkssins í annan farveg. Hersstórnin harða þarf að víkja og lýðræði fólkssins að rikja.
Það sem ég er að reyna að koma frá mér er einfaldlega það, að Haiti gæti orðið að fyrirmyndar landi þar, sem þjóðir heims hafa lagst á eitt með að endurreisa þjáða þjóð, sem mein sín ber bæði af manna- og náttúruvöldum.
Og að skilningur manna opnist meir og betur fyrir veru okkar hér og jarðlífi. Við eigum í raun hvert og eitt okkar tilverurétt og með friði, jafnrétti og meiri kærleik mun svo margt samstillast.
Ýmislegt mætti t.d. læra af því sem við köllum: Höfuð syndirnar sjö - og dyggðirnar sjö ( fengið af vísindavef HHÍ. )
josira
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.