Fæðing nýs lands ...
20 mars tvöþúsund og tíu
í titrandi tjáningu hóf að nýju
Eyjafjallajökull, að spúa eldi.
endurvakinn, síðla að kveldi.Kvöldroði hins nýlega mána
minnkaði, er loft fór að grána.
Gosmökkurinn á vorjafndægri,
vöðlast um til vinstri og hægri.
Krafturinn undir kraumar og mallar
máttugur mjakast, á logann kallar.
Klofnar þá jörðin við jöklana rönd
rösklega rifna bergssins bönd.Brátt ber við himinn bjartan bjarma
breyting er á staðhættis sjarma.
Snarbrattir klettar, klungur og gil
glóa við eldgossins sjónarspil.Snævi þakta jöklanna jörð
jarðeldar breyta í svartan svörð.
Sökkla nýsköpunar, þó má sjá
snarplega stækka, Fimmvörðu á.Ásýnd átthaga, eldstöðva verk
vísindamönnum þykja merk.
Mörgum öðrum einnig líkar
loga leiftra og hamfarir slíkar.Sjónarsviðið sjóðheitt brennur
bylgjast áfram, hraunið rennur.
Reykjabólstar til himins berast,
brak og brestir, mikið að gerast.Gætilega gestir, vanda skulu spor
stafað getur hættu, ef heillar þor.
Þroska skal sýna og virða ráð
rými víðu, vel sé að gáð.
josira
Frábært yfirlit ásamt mögnuðum myndum frá
fréttavef ruv. af eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi;
Og ekki gleyma að skoða nýju gossprunguna, sem sjá hér fyrir neðan;
Nýtt mynband mbl. af gosstöðvunum.
sæl að sinni
josira
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt 14.4.2010 kl. 02:47 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Flottar myndir.. En þetta video frá gosstöðvunum sýnir eitthvað fljúgandi fyrirbæri sem ekki er flugvél eða þyrla...líkist UFO
Ultimate UFO Collection-Iceland Volcano March 2010
http://vodpod.com/watch/3369137-ultimate-ufo-collection-iceland-volcano-march-2010?pod=ingaorama
Agný, 5.4.2010 kl. 19:47
Agný, ég Kíkti á videóið og er ekki frá því að það er eitthvað torkennilegt að sjá þarna á stundum :::
Við vitum að það eru óteljandi flugvélar af öllum stærðum og gerðum ásamt öllum þyrlunum, búnar að vera þarna á ferð og flugi á hinum ýmsu tímum sólarhringssins, en sumt sem glampar á þarna fer ansi hratt og hverfur og kemur uppúr þurru ?
Það væri gaman að fleirri skoðuðu og gæfu álit sitt um hvort hugsanlega sé ekki eitthvað annað en flugvélar eða þyrlur á sveimi þarna ?
josira, 5.4.2010 kl. 22:42
Sæl aftur Agný, þú vaktir áhuga minn með myndbandinu ...
Þannig ég ákvað að ath. með fleiri, sem og ég fann og lét fram á bloggið hjá mér ...
josira, 6.4.2010 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.