Leita í fréttum mbl.is

Bið þess í hug og hjarta mínu, að allt fari vel fyrir austan fjall ...

 

Það hlýtur að reyna verulega á fólk, að þurfa að yfirgefa heimili sín og þurfa að skilja skepurnar eftir í því óvissu ástandi, sem nú ríkir, vegna hættu á yfirvofandi eldgosi í kjölfar jarðskjálftavirkninnar, sem nú hefur staðið yfir á Eyjafjallajökli.

Einnig leitar hugur minn hinum megin hnattarins, til Kína, en ég var að sjá, á mbl. að fréttir hafa borist af mannskæðum jarðskjálfta, sem reið yfir Kína.

Skyldi óróinn í Eyjafjallajökli, tengjast eitthvað þangað !

Kæmi mér ekki á óvart, að skjálftadans jarðarinnar geti borist hringinn um kring, ef hreyfingarnar eru öflugar.

josira


mbl.is Um 700 yfirgefa heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Fann fyrir sljálfta í gærkvöldi ,og er búin að vera viss um að eitthvað meira væri á leiðinni...vonandi fer þetta nú bara samt allt vel..Góð lesning hjá þér Hanna mín..

Kveðja...

Guðný Einarsdóttir, 14.4.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: josira

Takk fyrir innlitið, mín kæra. Við vonum að allt fari á þann besta veg, sem unnt er ... ég er viss um að allmargir hafi verið búnir að finna eitthvað á sér, varðandi þessi umbrot, sem og jafnvel önnur.

Við erum öll gædd vissri næmni, sem við finnum og tökum á móti í gegn um innsæið okkar... síðan er það hvernig við vinnum úr þeirri skynjun ... Þú kannast eflaust við þessa blessaða innri rödd, sem stundum er erfitt að hlusta á eða fara eftir   Og enn aðrir finna eitt og annað á sér í gegn um tungumál líkamans ...

josira, 14.4.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 123277

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband