27.4.2010
Raunsönn orð Lilju Mósesdóttur ...
" Skuldarar hrópa á réttlæti, norrænt réttlæti "
og að koma verði í veg fyrir að bera eigi fólk út úr húsum sínum.
Þessum orðum Lilju er ég svo sannarlega sammála.
Get ekki neitað því að á síðustu dögum hef ég verið komin með æluna upp í háls yfir þessu ólgandi hafi talnanna og útreikningum þeirra, sem stjórna hér landi og þjóð
Allur lífsins dans virðist eilíft vera háður takti talnanna og örfárra manna er sjá um útreikning þeirra.
Við erum föst í viðjum danssins.
Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku,fátækari
(Þeir ríkari þurfa ekki að standa í biðröð til að þiggja matarbita frá hjálparstofnunum eða sætta sig við hafragraut í annað hvort mál, smjörlíki oná brauð eða gamlar servíettur - kaffipoka eða krumpuð dagblöð fyrir wc pappír þegar líða fer á mánuðinn).
Hvernig vinnur t.d. þessi blessaða ríkisstjórn eftir útreikningum talnanna, sem lúta að björgun fjölskyldna í landinu og stóru loforðunum um Skjaldborg Heimilanna. Örfá orð um þau góðu loforð;
Lykilatriði er að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga.
Að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa þar til verðmætasköpun atvinnulífsins tekur aftur að aukast.
Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda.
Og hver er svo nýasta ákvörðun þessarar margumtöluðu ríkisstjórnar ;
Jú, að fylgja eftir skipun AGS um að taka af öll tvímæli um það að engar almennar afskriftir verði á skuldum almennings, sama hvaða nafni þær nefnist . Svona til að hagvöxturinn hér komist á rétt ról svo þeir geti veitt með höfðingsskap sínum, lán sitt til okkar. Eða þannig
Ég veit nú ekki betur en, að almenningur er nú kannski ekki beint að kalla eftir afskriftum lána sinna, líkt og fjölmargar stofnanir og fyrirtæki hafa fengið ásamt nokkrum einstaklingum, sem hleypur á milljörðum.
Heldur t.d. að húsnæðis-og bílalánum verði komið í farsælan og sanngjarnan útreikning í farveg talnanna. Þannig að grundvöllur sé fyrir fólk að standa sínar skuldbindingar, sem það lagði upp með og var viðráðanlegt samkvæmt greiðslugetu þess á þeim tíma, sem eignir voru keyptar.
Færa t.d. afborganir aftur fyrir um 2-3 ár (lengja lánstímabilið) án einhverra flókinna útreikninga. Finnst mér að það ætti að vera frekar einfalt mál .
Ef þessi blessaða þjóð okkar á að eiga sér viðreisnar von, verðum við að horfast í augu við, að sameinuð verðum við að standa saman hönd í hönd.
Lækkun bankavaxta og út með verðtrygginguna gömlu. Sem hvergi þekkist nema hérlendis, að ég best veit um. Koma hjólum atvinnulífssins af stað. Það er auðvitað grundvöllur alls mannlífssins og afkoma heimilina, sem í raun heldur öllu battiríinu gangandi <> þjóðin sjálf.
Það er engu líkara, en að stjórnvöld séu blind á að hvernig og hvert tannhjól þarf að virka svo allt snúist í öllu kerfinu. ..Nei,nei bara meiri skatta álögur og eignir á uppboð og annað fleira í boði talnanna.
Ég sé nú ekki að lausn efnahagsástands felast í því. Einungis niðurbrot margra fjölskyldna. Og hver verður kosnaður ríkis og bæja þegar upp verður staðið, þurfi þeir að sjá fólki fyrir húsaskjóli og framfærslu þegar ríkisstjórnin heldur svona áfram að loka hverri dyr af annari hjá fólki.
Þetta er að verða ein hringavitleysa.
Ég vil endilega benda á bloggfærslu mína þann 13 apríl s.l. um hina stjórnslyngu 89 ára Hazel McCallion, sem heldur um stjórnvölinn í Mississauga, sjöttu stærstu borg Kanada, en þar hefur hún verðið borgarstjóri í 31 ár.
Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada til fyrirmyndar ...
Hennar mottó hefur alltaf verið að halda fólki í vinnu og sköttunum lágum.
Það er eitthvað annað, en stefnan hérlendis !
En er það endilega svo, að við þurfum lán frá AGS. Er ekki t.d. hægt að nota eitthvað af fjármagni þess er Seðlabankinn hefur hagnast um í gjaldeyrishöftunum.eða taka lán hjá lífeyrissjóðunum okkar á viðráðanlegum kjörum ? (sem eru eign landsmanna)
Hrein eign lífeyrissjóðanna 1.797 milljarðar
(En þó held ég að við eigum væntanlega eftir að heyra eitthvað meir um mál lífeyrissjóðanna, held ég að ekki séu öll kurl komin til grafar á þeim bænum).
Og hvernig er með bíla-lánafyrirtækin ? Afskrifaðu ekki bankar erlendis, lán þeirra hingað ?
( p.s. finnst mér einnig eilítið undarlegt hve mörg fyrirtæki og stofnanir og jafnvel fólk víða um heim og hér heima eru farin að sýna góðar hagnaðartölur)
josira
Skuldarar hrópa á réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 123068
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.