Leita í fréttum mbl.is

Trúarbrögð heimssins ... er ekki eitthvað gott hægt að finna í þeim ?

 

home-image

 

     m_and_d 

 

Mikið vildi ég; að hægt væri að sameina trúarbrögð- (stefnur) heimssins. Því eigi er víst hægt að leggja þau niður, þó hjá allflestum þeirra séu undirót af valdabaráttu, spillingu ýmisskonar og ófriði manna á millum og heilu þjóðana í gegnum aldirnar þar að finna ...

 

MillenniumTree   648005nw8134egz3

Mikið vildi ég; að hægt væri að taka fram, samstilla og leggja áherslu á þau lífsgildi, sem er að finna í allflestum trúarbrögðum-(stefnum), sem snúa að friði, kærleika, fyrirgefningu, mannúð, andlegri og líkamlegri heilsu og geta haft að sameiginlegu leiðarljósi og veganesti út í lífið ásamt því að læra að elska, virða, vernda og lifa í jafnvægi við sjálfan sig og aðrar manneskjur, lífríki náttúrunnar, móðir jörð og alheim allan ... finna og upplifa ljóssins leið ...

natures Ascension 

 

nokkur lífsspeki - eða  heilræðisorð mín, sem mig langaði hér fram að færa;

 

Innsigluð í vitund okkar, er þráin eftir leit að sannleika lífssins ...

Vegur sannleikans leiðir okkur, að uppruna okkar ...

Innst í hjörtum allra það býr. kærleiksaflið, sem öllu snýr ...

Verkir í lífsins þrautargöngu, verða okkur síðar til góðs er vitund okkar vaknar ...

Er vitund okkar vaknar, sameinast hugur, líkami og sál ...

Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð, áhrif hefur á alheim og jörð ...

Andans auður er dýrmæt perla ...

 

image_035  

 

josira

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sælar, takk fyrir athugasemdina þína hjá mér.  Ég held að öll trúarbrögð heims séu svona 90% góð kannski meira. Svo er þetta litla sem skemmir fyrir,  sem er þó svo stórt. Allt sem tengist ójafnræði manna.  Kynþáttahyggja, kynhneigðarhyggja, karlremba (kvenremba?) ..

Ég á svipaðar óskir og þú ...  

Mér finnst líka merkilegt að eflaust vill stærsti hluti mannkyns búa við frið, hamingju og gleði - en samt sem áður tekst þessum meirihluta ekki að framkvæma það .. það er pæling! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jú eins og Jhon Lennon óskar í lagi sínu "Imagine" er jú mjög falleg ósk og þrá. Eins var boðun Krist hrein og falleg, þar sem að hann bendir okkur á að skoða fyrst og fremst okkur sjálf og ég trúi því að með því að kannast við sjálfan sig eins og maður er, þá sé maður nær því að geta breytt vel. Ef við sjáum ekki okkar eigin veikleika og hégóma, hvernig eigum við þá að geta verið heiðarleg. Ég þarf á hverjum degi að skoða mig og kannast við að það voru hlutir, gjörðir og hugsanir þann dag sem ég hefði mátt gera betur. En Guð sé lof fyrir nýjan dag og nýtt tækifæri.

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 23:21

3 Smámynd: josira

Takk fyrir innlitið kæra jóhanna og þessi raunsönnu orð þín. Ég veit ekki hvernig hægt er að snúa vörn í sókn, um að vakning og samstaða náist hjá meirihluta mannkyns til að ná yfir tökum á stjórnartaumum og virkja getu þess til betra lífs.

Ég hélt að alheims-efnahagshrunið myndi í raun færa okkur inn á önnur lífsplön og jöfnuð. Ef hægt er að segja sem svo. En einhvern vegin finnst mér að allar þær umbreytingar og hreinsanir, sem hafa átt sér stað vera missa marks.

Þegar upp er staðið eru það þessar blessaðar tölur og útreikningar þeirra ( örfárra mannana verk) sem ráða ríkjum enn og hagkerfin "góðu" byggja á og tengingar þeirra og net liggja um lönd og þjóðir og halda niðri almúganum. Hvort sem það tengist stjórnmálum og eða jafnvel trúarbrögðum ..

josira, 28.10.2010 kl. 23:34

4 Smámynd: josira

Sæl kæra Guðlaug og takk fyrir að líta við. Ég er einnig alveg viss um það ef, að ef hvert og eitt okkar litum í eigin barm, myndum kannast við og þekkja það, sem er jákvætt og neikvætt í fari okkar, kosti okkar og galla og reyna að bæta okkur og vera betri manneskja í dag heldur en í gær. Þá myndi heimurinn brátt breytast meir til þess góða.

Því okkar framkoma í eigin garð, lífsviðhorf og lífsgildi speglast einnig í framkomu og fasi annara við okkur. Erfiðleikar eru til að læra af og vandamálin til að leysa þau stendur einhvers staðar. Hver jákvæð innri breyting hjá hverjum og einum, hefur áhrif á heimili og fjölskyldu - samfélög - þjóðir - heiminn. Og eins og jóhanna sagði þá er örugglega yfir 90% mannkyns, sem þráir að lifa í frði, hamingju og sátt  Það er verðugt verkefni, sem aðeins tekst ef gengið er á ljóssins leiðum. Mannúð er menntun mannkyns.

Í hjarta hvers manns var fræi sáð
og öll sú vitneskja, ef að er gáð.
Sem hver og einn þarfnast hverju sinni
í hlutverki sínu í lífsgöngunni.

Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð
áhrif hefur á alheim og jörð.
Í öllu sem lifir er lífsins eldur
frá Almættinu sem um okkur heldur

josira 

josira, 29.10.2010 kl. 18:25

5 identicon

Sæl Josira. Að sjálfsögðu er umburðarlyndi, kærleika og góðvild að finna í öllum trúarbrögðum en þar er einnig miskunnarleysi,dráp og valdagræðgi og það er einmitt það sem bókstafstrúaðir nota sem valdatæki í heiminum í dag og á það sérstaklega við í heimi múslima.Taka þyrfti hið besta úr öllum trúarbrögðum og kasta hinu á brott.Sjálfur hef ég trú á að mannssálin endurfæðist aftur og aftur í nýjan líkama og öðlist þannig visku og reynslu sem er svo mismunandi hjá einstaklingum hverjum fyrir sig.Tel að sálin sé eilíf og sameinist guðdómnum að endingu þegar hún hefur náð fullkomnun eins og Kristur,Búdda og fleiri andans leiðtogar hafa náð,en það tekst ekki nema í gegnum mörg jarðlíf við mismunandi aðstæður.Bókstafstrúin er blind trú er leiðir af sér árekstra og  ágreining á milli manna vegna harðýðgi í boðun hennar.Í mörgum tilfellum er guðinn þar harður og miskunnarlaus og mennirnir haga sér þá þannig gegn náunga sínum. En eru þá um leið að skapa sér skuld gagnvart öðrum er þeir verða að bæta fyrir í einhverju seinna lífi, þannig er komið út í lögmál orsaka og afleiðinga, er ekki tekst að rjúfa nema með sátt og fyrirgefningu við viðkomandi sál.   

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 11:13

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jesús sagði við lærisveina sína, þið hafði séð mig og þá hafið þið séð Föðurinn, en ég geri ekkert af sjálfum mér, einungis vilja Föðurins, Ef ég skoða göngu Krists, þá sé ég hana endurspegla skilyrðislausan kærleika og miskunsemi, ekki kúgun eða dráp. Þess vegna líður mér vel að leita til hans, hann segir mér alltaf að skoða mig sjálfa vel, áður en að ég fer í að gagnrýna nágunga minn, fyrir mig er hann því góð fyrirmynd. Ég vil ekki standa í þrasi og takka-ýtingum við fólk, vissulega hef ég oft lent í því, enda þver og fylgin sjálfri mér, það er mín skapgerð, en ég er ekki óskeikul, það er hins vegar minn Guð, hann bregst mér ekki frekar en neinum öðrum sem til hans leita. Ég bið ykkur öllum Guðs blessunar og vona svo sannarlega að við stöndum vörð um frelsi og reysn mannkynsins, gegn kúgun, stríði, mannfyrilitnigu og annari tortímingu á jörðinni okkar, sem að okkur ber að gæta.

G.Helga Ingadóttir, 30.10.2010 kl. 12:12

7 Smámynd: josira

Kæri Sigurgeir ég þakka fyrir innlit þitt og orð. Ég se að lífsýn okkar er lík. Ég tek undir það sem þú skrifar.  Þú segir allt sem segja þarf og meira til. Hér má glugga í gamlar færslur frá mér síðan í nóv. 2007 þar sem ég kem örlítið inn á hugsun mína um að vera í lífsins skóla . Að vakna; http://josira.blog.is/blog/josira/entry/369766/ og Afmælisganga ; http://josira.blog.is/blog/josira/entry/363289/ 

og kæra Guðlaug takk fyrir þín einlægu orð. Það er yndislegt að lifa í Kristsvitundinni. Ég á mér mína djúpu barnstrú í mínu hjarta með honum. En með árunum upplifi ég hann nú, sem einn af hinum mörgu upprisnu meisturum, sem í gegnum aldirnar leitast við að hjálpa okkur og leiðbeina inn á ljóssins leiðir.

" Spámenn Biblíunnar og annarra trúarbragða eru talsmenn hvítbræðralagsins. Meistararnir eru eldri bræður okkar og systur sem vísa veginn til eilífs lífs. Á meðal þeirra má nefna Gautama Búddha, Maitreya, Jesú Krist, Kúthúmi (betur þekktur sem heilagur Frans frá Assisí og Pýtagóras), El Morya (þ.e. Abraham og Akbar mógúlakeisari), St. Germain (þ.e. heilagur Jósef, Roger og Francis Bacon), Hilaríon (þ.e. postullinn Páll), erkiengilinn Mikjál, Saraþústra, Móðir María og fleiri þekkt sem óþekkt nöfn " ( fengið að láni af síðu hugi.is ) http://www.hugi.is/dulspeki/articles.php?page=view&contentId=3022514 

josira, 1.11.2010 kl. 11:49

8 Smámynd: josira

Tekið úr bloggfærslu minni þann 9 okt.2007 http://josira.blog.is/blog/josira/entry/333083/ þegar 40 ára draumur þeirra hjóna Johns Lennons og Yoko Ono rætist, hér á litla Íslandi...

Í formi friðarsúlunnar í Viðey og boðskapnum sem fylgir tendrun hennar...

" Mig innlegg til friðar i heiminum er lítið ljóð, sem varð til fyrir nokkrum árum og það fyrsta, sem kom til mín á ensku, svo einkennilegt sem það var...ég sem varla var skrifandi á ensku þá...og draum sem mig dreymdi stuttu síðar...

Ljóðið er hér og heitir ;

Light Bearer.

One beautiful morning it came clear to me
our purpose in life and earthly view to see.
Our Creator from Heaven gives us the spark
which is light, secretly hidden in our heart.

Mankind will continue bleeding
as long as we are unconsciously sleeping.
All disunion and terrors of war
we ourselves, are responsible for.

Society’s abuse, greed and conflict in race
and religious wars are not the right pace.
As soon as we awake to awareness of truth
the beauty of charity we teach to our youth.

Love and forgiveness have such power
more than anyone will ever know.
Healing, embracing everyone in serenity
every little grain has its role in eternity.

Listen to our secretly heart hidden spark
It is our guiding light from the dark.
In it, is the power of peace, the bearer of truth
which connects to the Almightiness sleuth. "

josira

josira, 1.11.2010 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband