2.11.2010
Tími til kominn - þjóðstjórn núna ...
Tími til kominn að einhverjar umbreytingar eigi sér stað hér í þessu blessaða þjóðfélagi. Þar sem kyrrstaða ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og afkomu fjölskyldna og fyrirtækja hefur ríkt allt of lengi og í raun löngu komið út fyrir öll velsæmismörk hve lágt ríkisstjórnin hefur beygt almúgann.
Það er ekki annað að sjá, en að útreikningar hinna ýmsu talna í hagkerfinu góða stjórni í raun enn og stýri ákvarðantökum ráðamanna á þingi og má þá nefna hér t.d. fjármálafyrirtækin, sem dafna á kostnað lántakandanna, sem er verið að mergsjúga.
Hættum að týnast í orðaskrúði ólgandi hafi, talna og orða, sem öllu virðast stjórna.
nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...og mætti áfram telja...
Þetta eru allt mannanna verk, við hljótum að geta leitað ráða hjá þjóðum sem öðruvísa vinna að uppbyggingu og jafnvægi og breytt áherslum til bjargræðis. Því ekki virðist ráðamönnum hérlendis geta ráðið við loforð sín um afkomu fjölskyldnanna í landinu. Umburðarlyndi þjóðarinnar, sem beðið hefur álengdar eftir úrlausnum mála sinna á hinum ýmsu sviðum hefur í raun verið með ólíkindum.
Tími finnst mér vera kominn til, að forseti vor taki nú af skarið strax og komi á þjóðstjórn, þó með breyttum formerkjum þannig, að ekki einhver skilgreindur meirihluti hafi valdið.
Heldur verði skipað og valið af kostgæfni, burtséð frá hvaða flokkum hverjir tilheyra. Í hvert sæti yrði valið af yfirvegun og útsjónarsemi um hverjir væru hæfastir í hvert verkefni fyrir sig. Og unnið yrði dag og nótt, þess vegna á vöktum ef þyrfti. Engan tíma má orðið missa. Einn sem allir og allir sem einn, til bjargræðis þjóöar og lands.
Og þess vegna mætti kalla til fólk úr röðum hinna ýmsu starfstétta og jafnvel erlendis frá ( tengsla- og venslalausa) Eitthvað verður að fara að gerast !!!
Þannig er nú mín sýn á málið.
Reyndar er nú komin hópur frambjóðenda, áhugasamra manna og kvenna, sem fylkja vilja liði til stjórnlagaþings. Og er það vel.
Einnig verður spennandi að fylgjast með framgangi mála á þingi Norðurlandaráðs, sem hefst í dag. Kannski verður einhverja úrlausn þar að finna.
p.s. Og enn og aftur langar mig að segja frá hinni stjórnslyngu 89 ára Hazel McCallion, sem heldur um stjórnvölinn í Mississauga, sjöttu stærstu borg Kanada, en þar hefur hún verðið borgarstjóri í 31 ár.
Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada til fyrirmyndar ...
Hennar mottó hefur alltaf verið að halda fólki í vinnu og sköttunum lágum.
Það er eitthvað annað, en stefnan hérlendis !
josira
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 123108
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.