Leita í fréttum mbl.is

Draumsýn ...

edmund_dulac_princess_and_pea

Vaknaði í fyrrinótt við draum, sem situr í mér. Man ég þó einungis bláendann á honum, sem er á þessa leið;

Mannmergð er að berjast fyrir lífi sínu í ölduróti vatns eða sjó, Birtist þá stærðarinnar blóm yfir höfði þeirra, sem geislaði ljósi-ljóma frá sér. Fannst mér í augnablik svona í fjarlægð séð, að þetta væri rós, en samstundis breyttist hún í Lótusblóm. Vatn streymdi undan Lótusblóminu niður yfir fólkið. Og reyndi fólkið, sem lengst var frá, að synda að því.

Það einkennilega var, að ég sá gleði og bros færast yfir andlit fólkssins, við þetta. Líkt og óttinn, sem áður hafði heltekið þau, hefði verið svipt í burtu.

Og þarna vakna ég.

shining_lotus_jpg_w180h175

Þegar ég fer að hugsa um hvaða merking gæti legið í draumnum þá finnst mér, að sýnin hljóti að tengdist til austurlanda. Því lótusblóm eru mikil tákn (symbol) og samofin menningum landanna í austri.

Það leiddi huga mínum að hvort flóðalda-bylgja væri að fara að skella á eða yfir svæði þar, en að allflestu fólkinu yrði bjargað.

Samt finnst mér jafnvel önnur merking liggja að baki draumnum. Gæti aukin vitundarvakning verið á leiðinni til vestus frá austri, sem ljósi lýsir á lífssins veg í ölduróti hugans. ! (sem stillir strengi, gleði gefur og veitir von hið innra) 

Á vissan hátt má segja, að í hinum vestræna heimi, sé undirliggjandi bylgja til breyttra lífshátta og lífsviðhorfa nú þegar hafin, sem leitt hefur til hollari og heilbrigðari lífsstíls á marga vegu.

image_035

Sem og tel ég, að megi rekja til aldagamalla austrænna hefða, sem þekking liggur í til jafnvægis hugar, sálar og líkama, sem og leiðir til vitneskju og vitundar manna um sjálfa sig og tilgang lifs síns, hverju sinni. 

MillenniumTree

Að læra að þekkja sjálfan sig og takast á við kosti og galla sjálfs síns í gleði og sorg lífssins er mesta verkefni, sérhvers manns tel ég vera.

flower_of_life

Hér má lesa um merkingu rósar, lilju og lótusblóma; (enska) Bjöguð ís. þýðing frá google;

josira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband