Leita í fréttum mbl.is

Óttaviðbrögð líkamans ...

eru ótrúlega marvísleg og mikið ferli, sem fer í gang í líkamanum t.d. þegar fólk upplifir ótta, hræðslu eða kvíða, sem geta komið fram við alls konar aðstæður og kringumstæður, ásamt því að vera af ólíkum toga og uppruna.

Og ekki skal gera lítið úr því. Það verða raunverulegar breytingar á líkamsstarfseminni, sem vert er að vita aðeins um.

fear-face

Fengið af Vísindavefnum ;

Þegar fólk verður óttaslegið fara ákveðin líffræðileg ferli af stað í líkamanum sem oft eru kölluð "flótta- eða árásarviðbragð" eða "fight or flight response". Líkaminn seytir þá hormónunum adrenalín, noradrenalín og kortisól sem koma líkamanum í viðbragðsstöðu og búa hann undir átök.

Þessi hormón hafa áhrif á efnaskipti líkamans með því að losa næringarefni úr vöðvum og hækka þannig blóðsykurinn. Þau örva einnig hjartsláttinn og víkka æðar sem liggja til vöðva, hjarta, lungna og heila. Á sama tíma valda þau samdrætti í æðum til innyfla og húðar til að draga úr blóðflæði til þeirra. Þetta hækkar blóðþrýstinginn og eykur blóðflæði til líkamshluta sem eru mikilvægir fyrir átaksviðbrögðin. Öndun verður jafnframt hraðari, loftvegurinn víkkar og það dregur úr starfsemi ónæmiskerfisins.

Noradrenalín hefur einnig áhrif á heilasvæði sem stýra hvatvísi og einbeitingu. Nánar má lesa um adrenalín og áhrif þess í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum? og um kortisól í svari hennar við spurningunni Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?

Það er því ljóst að hræðsluviðbrögð valda talsverðu álagi á líkamann. Þetta getur verið mjög hættulegt fyrir fólk sem þjáist af háþrýstingi eða hjartasjúkdómum. Verði slíkir einstaklingar mjög hræddir getur álagið á hjarta- og æðakerfið valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli. „

Þegar fólk veit þetta,

overcome-fear-of-flying-2

fear-of-flying

þá er t.d. vel skiljanlegt hversvegna var óskað eftir áfallahjálp fyrir flugfarþegana, sem voru að koma frá Kaupmanahöfn, sem og lentu í þessum erfiðum veðuraðstæðum í gær þar, sem allt skalf og hristist í vindkviðunum svo  ekki var einu sinni hægt að lenda og varð að auki fljúga til Akureyrar eftir meira eldsneyti.

josira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband