Leita í fréttum mbl.is

Margir merkir veðurdagar í marsmánuði ...

Jeppaferd_da_ko

Vorjafndægur og einmánuður hafinn; http://ruv.is/frett/vorjafndaegur-og-einmanudur-hafinn

og vonandi fer nú að styttast í vorið okkar fallega, sem við bíðum orðið óþreyjufull eftir þennan erfiða vetur veðurfarslega um land allt, þó skaplegastur hafi hann einna verið, má segja hér á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Eitthvað varð mér hugsað til skrifa minna í desember s.l. og fór að glugga í færslu hjá mér, síðan í lok desember s.l. Draumur fyrir fannfergi ? ,en þar koma t.d. fyrir margar hvítar kindur og hafði ég meðal annars nefnt Gvendardag, sem er 16 mars og ákvað nú að skoða ýmsa aðra daga í marsmánuði á netinu í framhaldi af drauma-hugleiðingunum mínum. (vissi eiginlega lítið, sem ekkert um alla þessa merkilegu marsdaga, sem ratað hafa nú hingað inn, eftir krókaleiðum netheimana.)

Og marga áhugaverða daga er að finna í þessum mánuði, sem á einn og annan hátt tengjast veðri.

Þá var talið vita á gott vor ef veður var vont á Gvendardag og Geirþrúðardag, sem eru 16 og 17 mars ár hvert.

17.mars er Geirþrúðardagur. Í sögu daganna eftir Árna Björnsson segir svo frá þessum degi: „Geirþrúður þessi var abbadís í Nivelles í Belgíu á 7.öld. Hennar sést naumast getið hérlendis nema þá helst á Suðurlandi í sambandi við veðurfar. Sennilega er það vegna nálægðar við Gvendardag.

Langflestir bjuggust við að veðrabrigði yrðu til hins verra og margir að það yrðu hörðustu dagar vetrarins. Töldu sumir jafnvel ills vita ef svo var ekki.

Og mikið kuldakast gekk einmitt yfir landið á þessum tíma nú. (væntanlega þá jákvætt fyrir vorkomuna)

Spáir 15 stiga frosti; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/17/spair_15_stiga_frosti/

20 stiga frost við Mývatn; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/20_stiga_frost_vid_myvatn/

Vara við versnandi veðri; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/vara_vid_versnandi_vedri/

 

25jan2012_13   25jan2012 005

19. mars Góuþræll

Síðasti dagur góu kallast góuþræll en einmánuður hefst þann 20. mars og er hann síðasti mánuður vetrar. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. Í gamla daga gat þessi síðasti dagur vetrar verið fólki erfiður. Ef til vill var matur af skornum skammti og lítið hey handa búfénaði. Eftirfarandi vísa um mánuðina er úr Rangárvallasýslu og er eignuð álfkonu:

Langi Þorri leiðist mér
lata Góa á eftir fer.
Einmánuður yngstur er,
hann mun verða þyngstur þér.

20. mars Vorjafndægur
Þennan dag eru þrír mánuðir liðnir frá vetrarsólstöðum og þrír mánuðir í sumarsólstöður. Segja má að dagur og nótt séu jafnlöng en upp frá þessum degi fer birtan að hafa yfirhöndina.

22. mars Nýtt tungl (páskatungl)
Þegar tunglið er á milli jarðar og sólar snýr næturhlið þess að okkur og þá er talað um nýtt tungl. Nýtt tungl rís með sólinni við sólarupprás en sest við sólsetur. Nýtt tungl sést þar af leiðandi ekki á himninum. Hér má lesa fróðlegar upplýsingar um tunglið.

(fengið af síðu námsgagnastofnunar) http://www.nams.is/i-dagsins-onn/pistill/?NewsID=ba931fa9-3105-4600-86a4-45f9dc37834f

Ýmsar aðrar slóðir ... (get ekki tengt þær frekar, en hinar fyrri)

Á vísindavefnum; http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1132 má til gamans lesa um mánaðanöfnin, sem notuð voru samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og tímabil, sem þau náðu yfir.

dagatal

 Vel viðrar á yngismannadegi; http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/20/vel_vidrar_a_yngismannadegi/

Vorjafndægur. Kveikt verður á Friðarsúlunni í viku;

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/20/fridarsulan_kveikt_a_vorjafndaegri/

fridarsula---nordurljos-vef

Lóan að kveða burt snjóinn - mikill hiti um helgina; http://visir.is/loan-ad-kveda-burt-snjoinn---mikill-hiti-um-helgina/article/2012120329947

loan-elg

Vorið á leiðinni: Von á 15 til 16 stiga hita; http://www.dv.is/frettir/2012/3/19/vorid-leidinni-von-15-til-16-stiga-hita/

Vor- og páskahret á Íslandi - yfirlit 1846 til 2009; http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1849

Árni Björnsson. 1993. Saga daganna; http://landogsaga.is/section.php?id=2684&id_art=2710

Nú er að bíða og sjá til hvernig veðrið kemur til með að vera á komandi vikum. Og hvort eða hvað af þessari eldri visku dagana gangi eftir ...

 

josira

p.s. mikið búið að reyna á mitt þolgægi í allt of langan tíma hér að sinni, hef ekki tölu á hve mörgum sinnum ég er búin að byrja uppá nýtt. Bloggumhverfið er ekkert að virka. Margbúin að reyna að stilla hér aftur á bak og áfram, bæði með myndir, stafastærð og að tengja slóðir, en ekkert gengur. (arrgg) ... kannski er komin tími á bloggpásu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband