Leita í fréttum mbl.is

Lítið vissi ég um Papua í Nýju Gíneu, en þar gaus eldfjallið Tavurvur í nótt ...

Eins og margir vita eru virk eldfjöll víða um heiminn, líkt og hér. Stuttu eftir að eldgosið í Holuhrauni, hófst hér á Íslandi s.l. nótt urðu einnig eldsumbrot, stuttu síðar, hinumegin hnattarins, í hinu virka eldfjallli Tavurvur á Papua í Nýju Gíneu. Við megum þakka fyrir, hversu náttúran hér, er okkur hliðholl og léttir á sér í óbyggðunum.

Stórt eldgos hafið á Papúa Nýju Gíneu (visir)

Hugur minn er hjá blessuðu fólkinu og því sem það þarf að takast á við. Það eina sem maður getur gert er, að biðja máttarvöldin og verndarvætti um vernd og blessun þeim til handa.

Ég fór aðeins á veraldarvefinn til að kynna mér aðeins nánar um landið og fólkið, því ég viðurkenni, að lítið sem ekkert vissi ég um þessa eyju; http://en.wikipedia.org/wiki/New_Guinea 

Tengingar urðu á milli Íslendinga og Papua manna s.l. haust þegar samvinna og samningar voru gerðir í formi jarðhitavirkjana

Í landinu er dýralífið með því fjölbreyttasta sem fyrir finnst í heiminum og um 840 tungumál töluð, og vinsælt er að kafa um falleg kóralrifin og geta má þess að þar er að finna einstakt vatn í heiminum,  Jellyfish Lake (marglyttu vatn) en þar eru heimikynni milljóna marglyttna.

http://www.papuanewguinea.travel/

http://www.papuanewguinea.travel/papua-new-guinea-map

Þegar ég las um allar þessar marglyttur þarna hjá þeim (jelly fish) mundi ég eftir blogginu mínu um daginn, þar sem ég minntist á þegar milljónir margglittna (jelly fish) skolaði á land. (Reyndar var það á vesturströnd Norður Ameríku, frá Suður Californiu til Bresku Columbíu. )

26.8.2014

Víða um veröld hefur fiskidauði verið og öðrum sjávarlífverum, skolað upp á land ... 

Við lifum jú á þessari mögnuðu jörð, sem er svo sannarlega lifandi náttúran okkar.

26.4.2010

Andardráttur jarðarinar ... og hljóð hennar í geimnum  

 

- josira -

(einhver bið í myndir hér - búin að fylla kvótann !)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 115759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband