Leita í fréttum mbl.is

Litla rósin...

 

ros

Vonina vekur lífsins ljós
lokkar og umvefur litla rós,
sem reisir sig úr rökkva í yl
og ilmandi lokar óttans hyl.

Hrakin var af lífsins vegi
og visnandi lá á þeim degi,
er daggardropi sendur var
vonina aftur til hennar bar.

Bjarmi lífs frá himnaþaki
hennar höfga endurvaki,
eilífur faðir, gjöfull gefur
lífsaflið aftur rósin hefur.

Hennar rætur rósemd fundu
fegurð lífsins aftur mundu.
myrksins ótta, þján og þraut
þróttur vonar, vék á braut.

Bænheyrð var hún, litla rós
rís hún aftur, vitund ljós
löngun hennar, nú lýsir bjart
bjargræði öðrum, ef líf er svart.

josira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Þetta er bara lífið en ég vildi gjarnan vera rósin sem rís

Unnur R. H., 26.9.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: josira

 þú ert rísandi rós mín kæra 

josira, 26.9.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ofsalega eru þetta falleg ljóð..eru þau þín?

Takk fyrir fallega ljóðið sem þú settir í athugasemdir hjá mér...hlyjaði hjartarótum.

Kærleikskveðja

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: josira

Kæra Katrín, takk fyrir innlitið og hlý orð. Og ljóðin eru mín, orð skrifuð á blað frá alheimsvitundinni komin, líkt og fallegu myndirnar þínar sem formbirtast í gegnum pensilinn...

josira, 27.9.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband