Leita í fréttum mbl.is

Gott að vera komin með hraðskreiðari tölvu...

 

Ekki hefði ég trúað því fyrir fáum árum síðan að ég ætti eftir að verða svolítið mikið háð þessu undratæki...tölvunni minni...Sem var upphaflega samansafn af gömlum tölvuhlutum frá öðrum fjöldskyldu-meðlimum og var raðað pent saman...Þannig hefur það síðan verið...Ef verið er að endurnýja eitthvað, einhversstaðar gengur það gamla yfir í mína tölvu, sem hefur svosem verið ágætt því við vinkonurnar höfum verið að þróast saman í hugviti, færni og hraða...Joyful...

En er haustið s.l. vék fyrir vetur konung, var tölvu-vinkonan mín kæra, að niðurlotum komin...orðin yfirfull og hæggeng...Þannig að hún fékk langt og kærkomið gott frí líkt og kanarífari... 

InLove Komin er hún endurnýjuð til baka og fékk að auki extra makeover...öll yfirfarin og að þessu sinni með nýjan harðan disk og geisladrif...er barasta sem ný, en svo hraðvirk að það horfir eiginlega til vandræða...Shocking...mín hugsun og mitt fingrapikk hefur vart við slíkum léttleika...

 

sick_computer 

Hún var orðin svo hægvirk og yfirfull...blessunin !

Scribe-books-computer 

Hægt var orðið að finna gráu hárin vaxa á meðan hún var að hugsa næstu skipun...

c_documents_and_settings_ragnhei_ur_my_documents_my_pictures_flottar_myndir_grin_tolva 

Núna er hún svo viljug að erfitt er að hemja hana...

Verð bara að æfa mig á fullu með að auka við bragsflýti mína...Whistling

En eitt verð ég að segja að ekki vildi ég vera án hennar... ( á mér þó leynda ósk um að einhvern tíma muni ég eignast fartölvu- ( semsagt færanlega tölvu. )) 

Svo ég víki nú aftur að gömlu-nýju borðtölvunni minni, þá er ég  t.d. komin með http://earth.google.com/ sem er meiriháttar...og hef verið aðeins upptekin að vafra þar um...magnað að geta farið á svipstundu um víða veröld...

Já það er bara gaman að upplifa og leyfa sér aðeins að vera til á gerfihnattaöld...

Heimsmyndin er svo sannarlega breytt frá tímum hugumdjarfra sæfara og landkönnuða, sem leituðu þess sem handan var við sjóndeilarhringinn í hættu-og háskaförum...

Og þess að geta setið á stól sínum með púða við bak og pullu undir fót...við tölvuna og fundið og séð nánast hvað svo sem hugur leitar til...og helsta váin er tölvuvírus.

 sæl að sinni...josíra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

gamlar og hægvirkar tölvur kannast aðeins við það,ég hef aldrei eignast splunkunýja tölvu,bara átt góða að sem hugsa um Gullu sínasamt er þessi best allavega hraðvirkust..En til hamingju með þína fljótfæru tölvu...

Góða helgi..

Guðný Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Unnur R. H.

Gaman að hafa þig aftur meðal vors, mín kæra

Unnur R. H., 15.3.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband