Ég var aðeins að velta vöngum yfir hver framtíðasýn mín væri í landslagi stjórnmálanna, eftir allt það sem er undan gengið...hvaða áherslur ætti að skoða t.d. hjá þeim hreyfingum-stjórnmálaöflum-hugsjónum, sem eru í burðaliðnum eða eru fæddar...
Ættum við að stokka alveg upp þetta hefðbundna flokkakerfi ?
hægri-vinsti-miðvængur...og hvað þetta kallast nú allt saman...
Og fá eitt afl, þverskurð af öllu samfélaginu, þar sem allir hefðu eitthvað til málanna að leggja ?
Og þá yrði þetta nýja afl að safnast saman í einn flokk væntanlega...og flokkast sem ópólitískur, eða hvað ?
Og þá yrði það einhversskonar t.d. ný-lýð-frelsis-hugsjóna-grasrótar-hreyfing...eða þannig...
Ég fór aðeins að kanna málin, hvað væri svona almennt komið í gang og eða gerjun...
Og það er á hreinu, að sáning er hafin og upp eru sprottin nú þegar nokkur fræ upp úr nýrri, grasrótinni...
Og eflaust eru þarna úti einhver fræ, sem ég fann ekki...þau koma þá síðar í ljós...
hér má sjá þau sem ég fann; ég vona að allir hlekkirnir séu á réttum stað.
í nafni lýðræðis og réttlætis...
og að síðustu,
sem er þá elsta fræið í framansögðum hóp og að mér finnst, það þroskaðasta...
Ég er þó ekki að gera hin neitt minni, því öll hafa þau sitthvað í sínum kjarna að gefa...
Svo ég fór að hugsa, að nú þegar, væru farnir að myndast sjálfstæðir hópar ( flokkar )
eins og sjá má, allavega 5 hér ef ég tel rétt...ekki satt !
( vona að þeir endi svo ekki allir í gamla jarðveginum, tvístraðir vegna þess að )...
Oftast hefur verið argast og gargast yfir hverjir gerðu hvað, hverju sinni, hverjir eigna sér heiðurinn af þessu eða hinu og hverjir ætla að verða bestir næst. Meirihluti-minnihluti...Minnihluti-meirihluti.
En aftur að nýju öflunum, ef maður skoðar stefnur og markmið hjá þeim öllum, sér maður og finnur að allir hóparnir vilja miklar breytingar inn í íslenska stjórnmálalandslagið...meiriháttar umbyltingar...það eiga þeir þó sameiginlegt..vilja sá fræjunum í nýjan og frjóan jarðveg...
Því allir vilja stefna að því að bæta kjör fólksins í landinu, allt frá yngstu kynslóðinni til þeirra elstu...á öllum sviðum...frá öllum hliðum...og nýrra hugsjóna, framfara, náttúru-og umhverfismála...
Hvernig væri að reyna að sameina það besta frá þeim öllum, svo úr yrði eitt feiknastórt blómstrandi fólksins afl...
Svona eins og falleg þjóðar-sameiningar-blóma-breiða ,
Og þjóðarblómið gæti verið merki hins nýja vaknandi þjóðarafls og sprota ...
En eins og við munum var Holtasóley kosin árið 2004 sem þjóðarblóm okkar Íslendinga...
Og svona til fróðleiks um hana;
Tilgangur verkefnisins ,,leitin að þjóðarblóminu var að finna blóm sem hefði táknrænt gildi og yrði sameiningartákn þjóðarinnar...
Og blóm sem nýta mætti til kynningar- og fræðslustarfa bæði hér á landi og erlendis. En jafnframt var markmið verkefnisins að skapa umræður um blóm og gróður til að auka samstöðu um gróðurvernd.
Áður en leitin að þjóðarblóminu hófst var ákveðið að gera ákveðnar kröfur til þjóðarblómsins. Það þurfi að vera vel sýnilegt víða um land og einkennandi fyrir gróðurfar þess. Það þurfi að vera lengi í blóma, vera auðvelt að teikna, og vel fallið til kynningarstarfa.
Og sjáið hvað það dreifir sér vel um landið og hefur marga eiginleika sér til lífs...
Holtasóley (Dryas octopetala) er af rósaætt en ekki sóleyjarætt eins og halda mætti af nafninu. Það vex á norðurhveli jarðar. Blómin eru stór með hvítum krónublöðum sem oftast eru átta eins og viðurnafnið octopetala (8 krónublöð). Holtasóleyin kallast hárbrúða eða hármey við aldinþroskun því frævurnar eru margar og verða eins og hárbrúskar. Blöðin eru gljáandi á efra borði en hvítloðin á neðra borði. Þau eru sígræn og kallast rjúpnalauf því þau eru mikilvæg fæða rjúpunnar. Plantan er algeng um allt land bæði á láglendi og hálendi. Blómgunartími er í maí og júní. Te af blöðunum þykir gott. Tegundarnafn sitt oktopetala dregur plantan af octo (átta) og petalon (blað) en blómið hefur átta krónublöð.
Svo mörg voru þau orð...og annað sem þið getið séð af lýsingu blómsins, sem er þetta...
Tegundarnafn sitt oktopetala dregur plantan af octo (átta) og petalon (blað) en blómið hefur átta krónublöð.
Og svona til gamans eitthvað táknrænt um áttuna úr talnaspekinni, fundið af netinu... ;
Köllunartala; 8
Þessi tala leggur lið sitt öllum framkvæmdastörfum. Áhrif hennar styrkja þá, sem stjórna verslunarfyrirtækjum, iðnaðarreksti eða fjármálum, og hún er sérstaklega hliðholl þeim, sem setja sér það markmið að vinna sér stöðu, auðæfi og völd, þótt við ofurefli sé að etja. Hún veitir stefnufestu og hagsýni. En þótt hún lofi ríkulegum launum að lokum, þá er hún ekki tala skjótra og auðunninna sigra. Talan 8 táknar erfitt starf og mörg vonbriði, en sigurvonir eftir margra ára harða baráttu. Þeir, sem láta fljótt bugast, meiga ekki vænta mikils af henni, því að hún gæti orðið til þess eins, að auka áhyggjur þeirra og mistök, þegar aðrir, sem gæddir eru meiri viljaþreki, halda leið sína, þrátt fyrir öll vonbrigði og alls konar öfugsteymi.
Átta er einkennandi tala fyrir byrjun eða "nýtt upphaf" - t.d. byrjun vikunnar, ný áttund í tónlist, átta sálir um borð í Örkinni hans Nóa o.fl. Talan átta er einnig tengd setningunni "Work Smarter, Not Harder", sköpun og frumkvæði.
Talan átta er tákn björgunar og hjálpræðis, nýtt upphaf, ný tækifæri, ný framrás...
Talan átta táknar endurfæðingu eða upprisu...
Og nokkur dæmi um hjátrú í kína:
Hvítur er litur móðurmjólkur. Hann stendur fyrir hægversku, heiðarleika og lífið sjálft...
og mesta happatalan í Kína er 8. Átta á kínversku hljómar líkt og kínverska orðið yfir velmegun...
Nú verð ég að fara að hægja á mínum hugsunum...það er svo auðvelt að láta sig berast á vængjum þeirra...
En samantektin úr þessum pisli, mætti einhvern vegin vera svona í færri orðum...
Væri ekki upplagt að nýta sér þann vöxt, sem kominn er af stað t.d. hjá íslandshreyfingunni
og að hin hóp-fræin myndu sameinast í þann jarðveg hvert með sína bestu eiginleika, svo upp myndi vaxa sterkur stofn sem myndu í skjóli hvers annars, bera blóm sín í fyllingu tímans...Og hafa að auki fylkingar fólks, sem stæðu vökul á vaktinni, sameinuð, fylgjandi eftir vextinum...jafnframt mætti gróðursetja með, ósýkt fræ, sem laus væru við spillingu úr gamla jarðveginum, svona til styrktar ungfræjunum...
Og að tákn hins nýja breiðfylkingar-þjóðarafls-sprota yrði hið hvíta, átta krónublaða, þjóðarblómið Holtasóley...
semsagt 1 flokka stjórnarkerfi á Íslandinu góða...
bara svona smá pælingar...josira
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góðar pælingar hjá þér. Ég er alveg sammála með Íslandhreyfinguna, kraft og sameiningu grasrótina..þann kraft sem jörðin gefur þjóðinni til að lifa á. Gömlu flokkarnir breyta ekki svo glatt um gír. Ég er reyndar alveg undrandi á hvað Sjálfstæðismenn fá strax mikið fylgi í könnunum. Sennilega er þjóðin svona skipt í prósentum til ríkra og fátæktar. Sjálfstæðis hvað..
Ljós til þín ljúfust mín.. og smá galdrar
Sigríður B Svavarsdóttir, 5.2.2009 kl. 15:59
Kvitta fyrir innliti mínu.
Knúsur á þig
Guðný Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 20:18
Takk fyrir góða færslu og gott að þú ert komin úr "bloggpásu"
Margrét Guðjónsdóttir, 7.2.2009 kl. 13:17
takk kæru vinkonur fyrir innlit og hvatningarorð...
ég hef nú pínu gaman af að blogga, skal alveg viðurkenna það
finn það líka nú, eftir svona langt bloggstopp...
josira, 7.2.2009 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.