Dag einn í vetur hjúfraði ég mér niður í stól,
inní stofu og var ákaflega langt niðri.
Yfirþyrmandi depurð, sorg og margþætt innri vanlíðan,
sem safnast hafði upp á töluvert löngum tíma,
var við það að yfirbuga mig... andlega og líkamlega.
Allt í einu fannst mér einhver standa mér við hlið,
( en ég var ein heima )
Ég hélt augunum lokuðum, en ég hafði verið grátandi.
Fannst mér ég þó horfa á bjarta veru, sem engill væri.
Skynjunin eða sýnin var mjög skýr.
Ég fann er hún snerti mig og á þeirri stundu var sem eitthvað
undursamlegt gerðist. Það er vart hægt að lýsa því með orðum...
vildi að ég gæti það með tónum...eða litum...
Það var sem við hefðum tjáskipti í huganum, en ekki upphátt í tali.
En samt þurfti ég ekkert að segja, því hún vissi allt...
Um líkama minn flæddi vellíðan, hlýja, kærleikur og það var sem öll
vanlíðanin hyrfi á brott. Ég fann að ég brosti og hjarta mitt fylltist
af þakklæti til þessarar dásamlegu veru og ég fann vonina vakna.
Hversu langan tíma sem þessi magnaða upplifun átti sér stað,
get ég ekkert sagt um, var það sekúnda !, mínuta ! hálftími !
Tíminn er svo afstæður... stundum er líkt og hann standi í stað eða
þá hreinlega að hann sé tímalaus...Svo allt í einu var hún farin...
en ég vissi að hún yrði mér ætíð nálæg, þyrfti ég hennar með...
Stuttu eftir að ég var búin að jafna mig og finna allan þennan léttleika
sem umvafði minn hug, sál og líkama, greip ég penna og blað og
skrifaði lítið ljóð, um verndarengilinn minn guðdómlega.
Þessa fallegu mynd hér fyrir neðan, fann ég á netinu...
Ljóshærður engill,
hún leit til mín
með tímalausum,
tindrandi augum.
Hún sagði ekki neitt,
því hún vissi allt
ekkert þurfti að segja.
Blíðlega, hún strauk
minn augnahvarm,
Sem votur var
af tárum sálar minnar.
Sorgin svo mikil,
máttvana ég var.
Svo buguð og brotin,
sem líflaust skar.
Kyssti hún mig
síðan, létt á kinn
og ljúfleika
um mig vafði.
Hjarta mitt fylltist
af gleði og von.
Er friðinn og kærleikann
frá henni fann.
Á þeirri stund
er stóð, hún hjá mér
mildi og ástúð
bar með sér.
Sérstök sæla
um mig rann
og raunir allar hurfu.
Ég viss var um það
að engill hún var.
Send af himni,
hjálp til min bar.
Hún sagði ekki neitt,
því hún vissi allt
ekkert þurfti að segja.
Hún ætíð verður
nú, mér við hlið,
englamærin bjarta.
Vekur von
og veitir styrk,
lífsgleði í mitt hjarta.
josira
Flest okkar hafa eflaust eitthvað fengið að heyra um engla, sem börn...
það var eitthvað blítt og gott sem fylgdi þeim frásögnum...
í gegnum barnsbænirnar og fallegu myndirnar...
verndartilfinning í hjartað...
En svo dofnar oft yfir minningarnar í öllum lífshraðanum og þær fjarlægast.
Og við gleymum hversu gott er að geta leitað,
innra með okkur að ljósinu sem þar býr.
Sem gefur trú, von og kærleik
og tengist einhverju æðra og meira,
en við getum skilgreint eða skilið fullkomlega,
nema hver fyrir sig...
Nú bið ég engla og vætti í guðdómlegri orku,
að umvefja landið okkar, vernda og blessa,
íbúa alla og náttúru þess.
Og hjálpa hverjum og einum að nálgast
sín andlegu auðævi...
josira
Við erum aldrei ein, hjálpin er nær en margur heldur...
og getur birtst á hina ýmsu vegu...
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Trúmál og siðferði | Breytt 11.5.2011 kl. 19:56 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.