Leita í fréttum mbl.is

Verndarengillinn sem færði mér vonina...

 

l_fee4bd544fcccaaad3daee4effe13d06_xibx 

Dag einn í vetur hjúfraði ég mér niður í stól,

inní stofu og var ákaflega langt niðri.

Yfirþyrmandi depurð, sorg og margþætt innri vanlíðan,

sem safnast hafði upp á töluvert löngum tíma,

var við það að yfirbuga mig... andlega og líkamlega.

 

Allt í einu fannst mér einhver standa mér við hlið,

( en ég var ein heima )

Ég hélt augunum lokuðum, en ég hafði verið grátandi.

Fannst mér ég þó horfa á bjarta veru, sem engill væri.

Skynjunin eða sýnin var mjög skýr.

 

Ég fann er hún snerti mig og á þeirri stundu var sem eitthvað

undursamlegt gerðist. Það er vart hægt að lýsa því með orðum...

vildi að ég gæti það með tónum...eða litum...

Það var sem við hefðum tjáskipti í huganum, en ekki upphátt í tali.

 

En samt þurfti ég ekkert að segja, því hún vissi allt...

Um líkama minn flæddi vellíðan, hlýja, kærleikur og það var sem öll

vanlíðanin hyrfi á brott. Ég fann að ég brosti og hjarta mitt fylltist

af þakklæti til þessarar dásamlegu veru og ég fann vonina vakna.

 

Hversu langan tíma sem þessi magnaða upplifun átti sér stað,

get ég ekkert sagt um, var það sekúnda !, mínuta ! hálftími !

Tíminn er svo afstæður... stundum er líkt og hann standi í stað eða

þá hreinlega að hann sé tímalaus...Svo allt í einu var hún farin...

en ég vissi að hún yrði mér ætíð nálæg, þyrfti ég hennar með...

 

Stuttu eftir að ég var búin að jafna mig og finna allan þennan léttleika

sem umvafði minn hug, sál og líkama, greip ég penna og blað og

skrifaði lítið ljóð, um verndarengilinn minn guðdómlega.

 

Þessa fallegu mynd hér fyrir neðan, fann ég á netinu...

angel-15  

 

Ljóshærður engill,

hún leit til mín

með tímalausum,

tindrandi augum.

 

Hún sagði ekki neitt,

því hún vissi allt

ekkert þurfti að segja.

 

Blíðlega, hún strauk

minn augnahvarm,

Sem votur var

af tárum sálar minnar.

 

Sorgin svo mikil,

máttvana ég var.

Svo buguð og brotin,

sem líflaust skar.

 

Kyssti hún mig

síðan, létt á kinn

og ljúfleika

um mig vafði.

 

Hjarta mitt fylltist

af gleði og von.

Er friðinn og kærleikann

frá henni fann.

 

Á þeirri stund

er stóð, hún hjá mér

mildi og ástúð

bar með sér.

 

Sérstök sæla

um mig rann

og raunir allar hurfu.

 

Ég viss var um það

að engill hún var.

Send af himni,

hjálp til min bar.

 

Hún sagði ekki neitt,

því hún vissi allt

ekkert þurfti að segja.

 

Hún ætíð verður

nú, mér við hlið,

englamærin bjarta.

Vekur von

og veitir styrk,

 

lífsgleði í mitt hjarta.

 

josira

 

Flest okkar hafa eflaust eitthvað fengið að heyra um engla, sem börn...

það var eitthvað blítt og gott sem fylgdi þeim frásögnum...

í gegnum barnsbænirnar og fallegu myndirnar...

verndartilfinning í hjartað...

 

print_guardian_angel_watching_over_children_bridge_litho

 

En svo dofnar oft yfir minningarnar í öllum lífshraðanum og þær fjarlægast.

Og við gleymum hversu gott er að geta leitað,

innra með okkur að ljósinu sem þar býr.

 

Sem gefur trú, von og kærleik

og tengist einhverju æðra og meira,

en við getum skilgreint eða skilið fullkomlega,

nema hver fyrir sig...

 

Ljósberi

 

Nú bið ég engla og vætti í guðdómlegri orku,

að umvefja landið okkar, vernda og blessa,

íbúa alla og náttúru þess.

Og hjálpa hverjum og einum að nálgast

sín andlegu auðævi...

 

josira

 

Við erum aldrei ein, hjálpin er nær en margur heldur...

og getur birtst á hina ýmsu vegu...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband