Sagt er að fjöldskyldan sé hornsteinn íslensku þjóðarinnar.
En í raunveruleikanum er það svo sannarlega ekki. Heldur eru það tölur og útreikningar "snilldarlausn sem ráðamenn þjóðarinnar hafa að leiðarljósi og hagkerfið "góða" byggist á. Blekking, sem er leikur að tölum frambærilegar á hvítu blaði. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Þjóðin er að festast í blekkingarvef, sem hún sjálf hefur ofið sér.Þetta er úr gömlum hugleiðingum mínum frá 2003...Og hvað hefur breyst ? þrátt fyrir allt það sem dunið hefur yfir íslensku þjóðina síðan...Margt smátt gerir eitt stórt, stendur víst einhversstaðar, en allavega nú, er varla að sjá teikn um að eitthvað smátt sé einu sinni að gerast með að hinn almenna þjóðfélagsþegn, heimili eða fyrirtæki og ekkrt sjáanlegt að séu á leiðinni að losna úr vefnum...Vefurinn virðist frekar stækka og þéttast og margir að bugast...
Því tölurnar og útreikningarir hagtölurnar góðu ráða greinilega hér ríkjum enn. Við þurfum sterkt afl strax, nú þegar, í gær...Einhvern, eitthvað sem tekur af skarið, Allavega virðist sem stjórnvöld og þingflokkar séu ekki alveg að höndla eða ráða við aðstæðurnar í þjóðfélaginu...
Fann t.d. eftir fallið mikla í haust og óstjórnina sem yfirtók allt, bæði fyrir og eftir áramót að ég vildi að í forsetaembættinu fælist sterkt og öflugt afl. Ég fann það þá, þegar þáverandi ríkisstjórn liðaðist í sundur, að ég vildi bara, að sett yrði strax þjóðarstjórn, En þó ekki með einhverjum skilgreindum meirihluta, heldur skipuð og valin af forsetanum, burtséð frá hvaða flokkum hverjir tilheyra. Heldur sé valið í hvert sæti af yfirvegun og útsjónarsemi um hverjir væru hæfastir í hvert verkefni fyrir sig. Og unnið yrði dag og nótt, þess vegna á vöktum ef þyrfti. Engann tíma mátti missa. Einn fyrir alla og allir sem einn, til bjargræðis þjóöar og lands. Og þess vegna kalla til fólk úr röðum hinna ýmsu starfstétta og jafnvel erlendis frá. Þannig er nú mín sýn á málið...
Sumir vilja að forsetaembættið sé lagt niður, en ég er ekki sammála því. En við gætum líka kallað embættið öðrum orðum ef við kjósum það frekar...
Ég fer ekki ofan af þvi, að sá eða sú sem gegnir forsetaembætti Íslands hverju sinni ætti að vera okkar þjóðhöfðingi, þjóðarráðgjafi, landsfaðir-og eða móðir og hafa meiri völd en fylgir embættinu nú. Og vera sameiningatákn fyrir þjóðina hérlendis og erlendis og vinna á sem heiðarlegastan hátt í þjóðarhag og vera hafinn yfir pólítískar stefnur.
Að forsetinn sé okkar fulltrúi, þjóðhöfðingi og sameiningartákn...
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum er forseti okkar hann Ólafur skyldi þora að ekki taka af skarið um daginn og hlusta á þjóðina sjálfa í sambandi við icesave og nota vald sitt í hennar þágu.En ég get ekki dæmt hann fyrir sína ákvörðun að sinni fyrr, en allt er komið upp á yfirborðið með þá ákvörðun. Og þó allflestir tengja hann eða þau hjón í neikvæðri merkingju við útrásavíkingana, finnst mér samskipti þeirra meira allavega í upphafi vera tengd því að hrífast með þessum stórhuga mönnum líkt og margir aðrir sem og hverjir tóku sér far með flottu hringekjunni...
Og ekki gleymi ég því, þegar þingið fór frá svo mörgum lausum endum í jólafrí... auðvitað voru allir orðnir úrvinda af þreytu andlega og líkamlega, en þá átti bara annað teymi að halda áfram á vaktinni... Og mátturinn fór þverrandi á þessari svokallaðri björgun okkar...Ég fann fyrir reiði, sem ólgaði undir niðri hjá mér. Ég sá bara fyrir mér þegar allir lögust á eitt í sveitinni, að bjarga heyjum og helst í hús ef eitthvað var að gerast með veðrið. Eins var í fiskinum. Þar var lögð nótt við dag ef því var að skipta, að vinna aflann, svo að sem minnst færi i gúanóið. Og á vertíðunum hér áður fyrr, runnu ekki dagarnir saman, heldur vikurnar, þar til bannað var að vinna á sunnudögum. Og í sláturhúsavinnslunni þurfti líka allt að ganga sem smurð tannhjól, því hver töf kjötsins á leið til frystingar gat komið niður á gæðum.
Ég byrjaði snemma að vinna fyrir launum, líkt og flestir þegnar þessa lands. Byrjaði sem barnapía, barnung sjálf. Með barnaskólanum á veturna seldi ég vísir niðrí Austurstræti , bar út moggann áður en ég fór í skólann. Byrjaði hjá gamla ritsímanum um 11-12 ára hlaupandi með skeyti út og suður í miðbænum eftir skóla. Og beint í sveitina eftir síðasta próf á vorin. Ég vann í fiski í átta ár, síðar við matreiðslustörf, sláturhúsastörf ásamt þrifum og iðnaðarstörfum ýmisskonar...Og einhvern tíma tók ég meiraprófið og keyrði vörubíl. Þótti nokkuð dugleg, ósérhlífin og samviskusöm og reyndi ætíð eftir bestu getu, á meðan heilsan var í lagi, að skila öllum verkum eins vel af mér og ég gat. Átti svo börn og buru, einhvern tíma í öllu þessu samkrulli. Þannig að í hnotskurn var ég og er þessi venjulegi íslenski verkamaður og hefðbundna húsmóðir. Enda komin af alþýðufólki í báðar ættir og er stolt af Og vön því að verkin þarf að vinna, því ekki vinna þau sig sjálf.Ja hérna, ég ætlaði mér nú ekki að fara svona langt frá viðfangsefninu, sem ég lagði upp með...
Mér fannst bara ráðamenn þjóðarinnar einfaldlega ekki taka samtaka og sameineinuðum höndum um þjóðarreipið til björgunar og að draga þjóðarskútuna á flot aftur.
En allt á víst sinn tíma...Kannski verður öll þessi töf og oft á tíðum að manni finnst, margar rangar ákvarðanatökur ráðamanna til þess þegar upp verður staðið, að margt muni koma í ljós, sem ekki hefði orðið nema fyrir þennan seinagang og oft á tíðum illskiljanlegan forgang ýmissa mála.
En þolgæðið mitt er á þrotum og mér er nú alveg að fallast hendur og er að verða nóg boðið...
Hver forgangsröðunin er hjá ráðamönnum...
Hvað um stærstu loforðin um að slá skjaldborg um heimili og fyrirtæki og koma þjóðaskútinni á flot.
Hættum að týnast í orðaskrúði ólgandi hafi, talna og orða, sem stjórna hér öllu enn...
nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...og mætti áfram telja...
þetta eru allt mannanna verk, við hljótum að geta leitað ráða hjá þjóðum sem öðruvísa vinna að uppbyggingu og jafnvægi og breytt áherslum til bjargræðis.
þessi orð fyrir neðan var ég reyndar búin að skrifa annarsstaðar en læt þau fljóta hér með...
Mér dettur í hug þegar kreista þarf kýli, verður stundum að bíða eftir að það sé tilbúið að taka á því, svo mest af greftrinum sé komin upp á yfirborðið, eða ef skera þarf mein í burtu, er það oft opið um óakveðinn tíma á meðan það er að hreinsa sig innanfrá og út. Og eftir því sem tíminn tifar, erum við meir og meir almúgurinn, að vakna til vitundar með svo margt sem við höfum látið reka á reiðanum, þar á meðal lagt traust okkar sennilega fullmikið í gegnum tíðina til ráðamanna svona almennt séð og leyft þeim að leika sér með það að eigin vild.
En þjóðin er að vakna, svefndrunginn er á förum og sjón að skýrast. Og líf að færast í dofna útlimi...Og er þjóðin mun uppgvöta sinn innri styrk, hinn andlega auð, mun hún sameinast, sem einn maður með nýjum formerkjum, breyttum áherslum til lífviðhorfa, lífshátta og sterkari en nokkru sinni fyrr. Og verður sú fyrirmynd, sem önnur ríki munu leita til og hafa að leiðarljósi. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.Allt sem á undan hefur gengið hefur hjálpað til að koma okkur þar, sem við erum í dag. Reynslunni ríkari, þó erfið sé hún. Og nú munum við taka þátt í mótun hins nýja Íslands, sem rísa mun úr öskunni, líkt og fuglinn Fönix förðum daga. Og væntanlega hefur þessi ferill það í för með sér að sérhver verður að vinna að sjálfum sér...
josira
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2009 kl. 01:31 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 123110
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.