24.10.2009
Yndisleg frétt um náungakærleikann...
Settu vatn í skál og kertið ofan í, sestu svo niður á rólegum stað og tendraðu ljósið, fyrir vonina, trúna og kærleikann, segir í bréfi kærleikshópsins dularfulla á Patreksfirði...
Við gleymum svo oft hversu gott er að geta leitað, innra með okkur að ljósi hjartans sem þar býr. Fyrir okkur sjálf og gefið af til annara.
Ljósið sem gefur trú, von og kærleik og tengist einhverju æðra og meira, en við getum skilgreint eða skilið fullkomlega, nema hver fyrir sig...
(tekið af öðrum bloggfærslum mínum;)
Verndarengillinn sem færði mér vonina...
Orð mín tengd kærleikanum;
Í orðunum Trú Von og Kærleikur felst meiri sannleikur, en nokkurn grunar
Lát trú, von og kærleik kenna þér, að lifa og njóta í lífsgleði hér
Kærleikurinn opnar allar leiðir...
Innst í hjörtum allra það býr kærleiksaflið, sem öllu snýr...
Umvefðu aðra í kærleik og stráðu fegurð í kringum þig,
í formi hugsana og gjörða. Því orka býr í öllum hlutum !
Láttu það neikvæða hörfa undan og víkja fyrir því jákvæða...
Mikilvægi mannúðar, er menntun mannkyns...
Ást og kærleikur hafa þann mátt meir
en nokkurn mun gruna.
Græðandi, umvefur, alla í sátt
og eftir því skulum við muna.
Þegar orðin fóru að berast mér fyrir mörgum árum, stundum í formi ljóða eða...var ég ekki viss um hvernig ég ætti að skilgreina þau, lífsspeki - heilræði - spakmæli. ( en þau koma til mín sem lífsspeki ljósbera )
Ég kalla þau heilræði Hönnu hér...
Er ekki orðið tímabært að við virkjum ljóskraft samvitundarinnar. Að við biðjum þess að heilunar-og kærleiksorka umvefji okkar fagra land, náttúru þess og þjóðina alla.
Og að ráðamenn upplifi hana og eða uppgvöti í hjörtum sínum, ásamt ráðamönnum erlendis, sem þó hafa brugðist okkur á óverðskuldugan máta, enn sem komið er. Svo allir munu finna fyrir kærleiksloganum, sem guðdómleikan geymir, sem hafin er yfir öll trúarbrögð og trúarstefnur, þar sem hann er þó að finna undir mismunandi túlkun mannanna.
Sú reiði er réttlát, sem hér hefur ríkt, hún hefur hjálpað til með hreinsun og kallað á umbreytingar í þjóðfélaginu, sem þurftu að gerast á öllum sviðum. Og við skulum öll eftir bestu getu og aðstæðum hlúa að þeim, sem minna mega sín og styrkja fjölskyldu-og vinatengsl á þessum umbrotatímum.
Og stöndum vörð um arfleifð okkar og auðlindir.
Hér má lesa um hugleiðingar mínar um komu sporðdrekamóðurinnar Náttúrunnar tal og val... og virðist sem hægt sé að lesa hér heilmikið og tengja við líðandi stund í sambandi við margt sem gerðist í þjóðfélaginu áður sem og núna. Sem og úti í hinum stóra heimi. Mannkyn allt stendur á þröskuldi nýrra tíma með breyttum áherslum á lífsgildum, lífsháttum og lífsviðhorfum.
Og hvert við stefnum í átt til breytingana, sem við þurfum að takast á við, bæði ytra sem og hið innra. Hvert um sig og í sameiningu...
Í þessum skrifuðu orðum mínum fékk ég símtal frá systir minni sem býr í Noregi. Hafði hún rekist á gamlar hugleiðingar um blekkingar í þjóðfélaginu, sem ég hafði skrifað og ákvað að hringja um leið í mig, fyrst ég kom í huga hennar. Og spjölluðum við aðeins saman um lífið og tilveruna. Spurði hún mig síðan hvort ég hefði fest á blað eitthvað nýlega tengdu tilverunni. Þannig að ég ákvað eftir ýtni hennar til að setja hér orð niður, sem komu til mín 16 september s.l. og tengjast því sem ég var að skrifa um hér að ofan þ.e. kærleikanum. ! Það er svo margt óútskýranlegt sem gerist í þessu blessaða lífi. Þarna tengdust hugar okkar systranna yfir hafið og hefði ég ekki sett þessi skilaboð hingað ef hún hefði ekki hringt...
Mannkyn stendur á þröskuldi nýrra tíma, sem birtast sem ný lífsgildi, er standa þó á fornum meiði. Dyrnar standa opnar þeim er tilbúnir eru að stíga skrefin til fulls til vitneskju sannrar tilveru þeirra, í alheimslífi. Að uppgvöta og upplifa sitt innra líf. Skuggi ytra lífs mun víkja. Hulunni verður svipt af innri sýn. Og stöðvar í heilanum verða virkjaðar að nýju Og óvirkir lyklar í DNA erfðarkeðjunni verða virkir. Og opinberast þá sannleikur týndra kynslóða, sem reynt hefur verið að dylja. Og kærleiksljósið tendrast á ný. Og í loga þess er ekkert myrkur eða skuggar ótta, sem viðhalda hinum andlegu fjötrum mannsins. Kærleikurinn er aflið, orkan, krafturinn og ljósið, sem sameinar og upplýsir tilveru og markmið Almættisins, sem öllu snýr í óendanleikanum, því hann er í okkur og við í honum.
josira
Bæti hér við nokkrum kærleiksríkum slóðum;
íslensk fræði-kærleikur frá Árnastofnun,
Gáfu kærleikskerti í skjóli nætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2009 kl. 11:04 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Yndisleg færsla Hanna mín.. Takk fyrir fegurð þína og að kunna að njóta hennar, gefa frjáls af fegurð þinni á lífið og vera einlæg í hjarta þínu. Þú ert búin til úr kærleik fallega kona.
Sigríður B Svavarsdóttir, 24.10.2009 kl. 17:50
Kærleikurinn býr í öllum mín kæra
Veröldin vakir, tengingin tær
trú og traust í farveginn ljær.
Ljóssins ljómi, frelsi gefur
góðvild í hjarta, og veginn vefur.
josira, 26.10.2009 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.