30.10.2009
Skaparans sköpunarverk...
Mín skynjun og skilningur er, að Lögmálum lífssins stýrir og stjórnar Skaparinn, Almættið, æðri máttur, orka, kraftur, kærleikur. Allt er svo fullkomið, sem smurð vél í eilífðar lífssins hringrás, sem gengur í raun svo áreynslulaust. Og innan alls þessa rúmast sköpunin í heild sinni, þannig að hver agnarögn hefur sínu hlutverki að gegna og áhrif hefur á vöxt og þroska sjálfs síns, sem og annara agna í takti endalausrar endurnýjunar. Þar sem hver agnarögn færist í sífelldri leit sinni, nær uppruna sínum.
Hljómkviða alheims í öllu er, litirnir líka tengjast hér. Átakalaust fuglinn flýgur, frjókorn upp úr moldu smýgur. Hlutverkin eru, að snúa lífshjólin, lífsorku í té lætur, sjálf sólin. Sálarljós í kjarna alls býr og kærleiksaflið öllu snýr.
Himinhvolfið með sínum fullkomnu brautum himintunglanna, sólanna og stjarnanna, sem áhrif hafa á hringrás sinni á okkar litlu jörð og öllu hennar lífríki þar á meðal okkur mannkynið, sem er fullkomið í ófullkomnleika okkar sjálfs.
Þar af leiðandi hlýtur hver hugsun, hvert orð og hver gjörð að hafa áhrif á himinn og jörð. Og þessvegna er í raun þau mannanna neikvæðu og jákvæðu verk og öfl, sem stjórna og stýra hér á móðir jörð því lífi og þeim aðstæðum, sem við mannkyn búum við hverju sinni því við erum öll sköpunin, samtengd í samvitundinni.
Hér á jörðu eru í raun hin bestu skilyrði til vaxtar og þroska, því hér er nóg til alls fyrir alla og hver maður á sinn tilverurétt. Í gegnum frið og sameind mannkærleikans liggur leiðin.Magnaðar myndir að sjá, Skaparans sköpunarverk...
http://hubblesite.org/gallery/album/
og ýmis hljóð alheimssins,
Hjartsláttur sólarinnar, Hljóð jarðar frá gervihnetti Hljóð Júpíters
Hljóð Neptúnusar 1ár jarðar á 40 sek. andardráttur jarðar
og The Om Hinn titrandi ómur tilverunnar
josira
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Heimspeki, Vísindi og fræði | Breytt 31.10.2009 kl. 12:26 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 123092
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hvað er svona 'fullkomið' við þær?
Og skemmtilegt að þú minnist á Hubble. Veistu að Hubble hefur numið ljós sem hefur verið að ferðast í +13 miljarða ára áður en það barst til okkar? Veistu að Hubble staðfestir að alheimurinn er að þenjast út sem gefur til kynna að hann hafi einhvern tíman áður (búið að reikna það í 13.8 miljarð ár minnir mig) allur verið saman kominn í einum punkti? Veistu að á hverri sekúndu springa tugir ef ekki hundruð stjarna út um allann heim og annar tugur eða hundruð myndast?
Ef það er eitthvað sem passar ekki við 'sköpun skaparans' þá er það himingeimurinn.
Sé að þú ert virk á Youtube, mæli þá með því að þú kíkir á efni frá AndromedasWake í þessu samhengi. Stjörnufræðingur með mjög fróðleg myndbönd í tengslum við himingeiminn.
Arnar, 30.10.2009 kl. 13:24
Kæri Arnar, stutti Dreki velkominn og takk fyrir innlitið og orð þín.
Mín skynjun á Guðdómleikann í okkar sólkerfi sem snýr að jörðinni er hversu allt er fullkomið, jaðrar við að ei megi skeika um millimetra, því þetta er allt eitt stórt klukkuverk og hvert minnsta tannhjól jafn mikilvægt og það stærsta. Og hvert um sig á sinni braut og sínum stað og sínum hraða, svo allt verkið gangi rétt.
Mín skynjun á himingeimana í heild er að alheims lífshringrás Skaparans-Sköpunin sjálf er í endalausri endurnýjun og er síbreytileg í óbreytanleika sjálfs síns í eilífðinni sem vex, þroskast. Líkt og gerist í heilbrigðri mannveru, dýri eða jurt.
hér má lesa svar vísindavefssins um hvernig og hve oft endurnýjast frumur.
Síðan þegar stjarna, maður, dýr eða jurt deyr verða ýmis konar efnabreytingar og hlýtur einhver hluti að samlagast alltaf einhverju öðru. Öreindir stjörnunnar sameinast einhverju úti geimnum og það jarðneska náttúrunni. Þannig að vöxtur og þensla á sér sífellt stað.
Ég þakka þér Arnar fyrir upplýsingarnar um og frá Hubble ásamt videoinu sem og ég horfði á. Magnað hve vísindin hafa þróast hratt. Ég á örugglega eftir að eyða einhverjum tíma í að vafra um á þessum slóðum. Stórkostlegt í rauninni, að við þessar smáu mannverur fáum að njóta þess orðið að sjá þennan mikilfengleika sem geymist út í óravíddum himingeimana. Það er ekki laust við að fyllast lotningu yfir þessu sköpunarverki Skaparans sem við tökum einnig þátt í.
Hér er að finna eldra blogg um upplifun mína, þegar vitund mín fór að vakna.
kveðja josira
josira, 30.10.2009 kl. 17:20
hæ vonandi ert þú hress
Guðný Einarsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:46
Gulla mín takk fyrir innlitið og kveðjuna mín kæra. Og jú, sú gamla er bara nokkuð spræk ennþá og svona yfir heildina séð, er allt gott að frétta af mér og mínum...
Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur þó erfitt sé á sumum sviðum. Þ.e. svona almennt tengt blessuðu þjóðfélagsástandinu....
Og mínar bestu kveðjur sendi ég austur...
josira, 3.11.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.