Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hver dagur...

 

Vetrarsól

Er dagurinn, daglega vaknar

veraldarvanda, ei saknar.

Því amstur, gærdags eftirlætur

eilíflega, í faðm hverrar nætur

 

Joyful Hver dagur, er nýr, ný sköpun, núið...Berum bjartsýni á borð í dag...reynum að sjá, heyra eða skynja eitthvað nýtt, eitthvað jákvætt, eitthvað skemmtilegt...eigið góðan dag sem og alla aðra...

Og svona til gamans....ég lofa ykkur, að ef þið gefið ykkur smá tíma til að hlusta, verðið þið ekki fyrir vonbrigðum...ef þið verið það, þá hljótið þið að vera með steinhjarta...

og 4 ára pianosnillingur og hefur gaman af ;

Child japanese girl playing the piano

og nú mun endanlega molna steinhjartað, sé það til...

Hin 6 ára Connie Talbot... magnaður söngur...frí gæsahúð...

og hlusta og sjá Cleopatru Stratan  fædd 2002. ..

 

það er svo gaman að sjá og heyra hvað þessi kríli eru stórkostleg...

josira.

 

 


Afmælisganga...

Fór í bænagönguna á afmælisdaginn minn þann 10 nóv. ásamt ungum frænda. Ákvað að fara án allra fordóma til að styðja málefnið ; að ganga saman í einingu og biðja gegn myrkrinu...sem birtist okkur í svo mörgum myndum og mynstrum...á Íslandinu í dag, svo og annarsstaðar í heiminum öllum...

baenaganga1

Án fordóma þá meina ég, að ekki eigi að skipta máli hvaðan gott kemur...þessi ganga hefði þess þess vegna getað verið í nafni hvers sem var; trúleysis eða einhverrar annarar trúarbragðastefnu...

baenaganga_biskup

Svona baráttu-eldmóður er nú eiginlega öfundsverður og ætti að vera hvatning öllum sem vantar kjark og þor til að ljá máls á sínum hugar-og hjartans málum...Hver þó sem þau eru. Öllum eru allir vegir færir, ef viljinn er fyrir hendi...segi ég nú bara...Það magnaðasta var að sjá gamla biskupinn okkar, Sigurbjörn Einarsson standa í ræðupúltinu orðinn 96 ára, ótrúlegur háaldraður baráttumaður hinnar lútersku íslenskrar kirkju, sem flest okkar hafa alist upp við.

Ég ber mína barnstrú í mínu hjarta...hún í rauninni tengist ekki neinni ákveðinni trúarstefnu...hef uppgvötað það nú á síðustu árum...

Og hefði ég verið uppá miðöldum, með minn skilning og mína skynjun á lífinu í dag og tjáð, hefði ég sennilega verið brennd á báli fyrir villutrú...

Á unglingsárunum mínum upplifði ég að einhverju leiti trúleysi. Hafði ég þó afar mikla trú sem barn, gat ekki sofnað nema segja bænirnar mínar og jesús besti vinur barnanna var minn einlægi vinur, gat talað við hann um allt sem ég þurfti…og ef mikið lá að, þá við Guð sjálfan.

En síðan missti ég trúna á Guð...hætti að trúa á einhvern persónugerðan gráhærðan öldung sem á að sitja í hásæti uppá himni og stjórna þaðan hver fer til himna eða helvítis eftir dauðan...fannst hann ekki vera lengur góður né rérttlátur heldur vondur og óréttlátur að láta allt það slæma gerast í heiminum...t.d. stríð, hungur, fátækt og allra handa óhamingju…

og ég lét minn besta barnæskuvin hverfa með trúmissinum...

Síðar breyttist skilningur minn og upplifun…Það eru mannanna verk í nafni allsskonar trúarstefna, mannanna afbakaðar túlkanir á trúarbrögðum og trúarstefnum. sem orsaka stríð og valdabaráttu sem viðhalda þessum mannlegu hörmungum…( þroskavitund viðkomandi þjóða )

það er stundum erfitt að vera umburðarlyndur og virða trúar-brögð annara og stefnur, sem margar kynslóðir manna hafa alist upp við og eru hreinlega þeim í blóð borin...sem sífellt þurfa að hefna bróður-systur-föður-móður og annara áa frændgarðs-harma...Líkt og var með víkingana forðum daga, okkar forfeðra-og mæðra hér á Íslandinu litla...Og ekki var nú fagur vegur kristninnar á miðöldum t.d í Evrópu...blóði drifinn með valdatökum í nafni Krists...sannlega ekki það sem bjó i hans boðskap á sínum tíma...Var það annars ekki friður, kærleikur og fyrirgefning...?

Og hvað skyldu vera margar kirkjur og kirkjudeildir t.d. bara hér á Íslandi í dag sem teljast til kristinnar trúar, en eru með sínar túlkanir, mismunandi áherslur og sínar stefnur sem eiga að teljast þær einu réttu...en hafa þó sömu bókina að lesa í leiðsagnar og fara eftir. Biblíuna..

Margar pælingar í litlum kolli kellu þessa stundina...

En á ögurstundum í lífi mínu síðar hafði ég samt þörf fyrir að biðja um hjálp til einhvers-eitthvað þarna úti í alheiminum…einhvers-eitthvað æðra ofar öllu…einhvers-eitthvað sem ég fann fyrir að hjartað kallaði til…Og ég held að allflestir finni í sínu hjarta, þó jafnvel sá eða sú kalli sig trúleysingja, til þarfar einhvern tíma ævi sinnar, í vanmætti sínum, til að leita til einhvers sem æðra er...

image_035 

Það er einhver innbyggð samsvörun, einhver tenging við eitthvað sem kallar, sem hefur og gefur ljós í myrkri, von, vernd, traust, trú, kærleik, og styrk, sem er svo gott að finna fyrir og vita af, að eftir hverjum stormi á lífssins ólgusjó kemur aftur logn og heiðríkja…Og að einhver tilgangur sé í þessu blessaða lífi, sem oft virðist vera svo harður skóli…

Ætli það sé ekki bara tilgangur-lífsverkefni hvers og eins að taka á kostum og löstum sjálfs sins, hverju sinni…

Hver vill sína sælu hafa, eða sinn djöful að draga…

Vinna að því að læra að þekkja sjálfan sig frá öllum hliðum á öllum sviðum…Og að lifa hér og nú í núinu, sem sannastur við sjálfan sig og í samhljómi náttúru og alheims…T.d. gera betur í dag en í gær í markmiðum sínum. Stefna frá lífi sjálfsblekkingar í átt til meiri sjálfsþekkingar og betri sjálfsræktar og mannræktar...

Hætta að dæma sjálfa sig og aðra. Læra af því neikvæða í fari okkar og annara og umbreyta í jákvæðara viðmót og viðhorf…Þegar við lærum að elska okkur sjálf, getum við ekki annað en elskað náungan og náttúruna alla og sendum þau skilaboð út í sköpunina sjálfa, alheiminn og þá samvitundina, sem endurspeglar og sendir til baka það jákvæða eða það neikvæða sem býr í hverri hugsun og gjörð…

Kannast ekki flestir við þessar svokallaðar, hefðbundnu ;            

dauðasyndirnar 7 og höfuðdyggðirnar 7 ?

( hef þó einhvern grun um að þær séu fleirri, jafnvel 12, á eftir að finna útúr því )

Það er nú heilmikið sem býr í hverju orði fyrir sig, ærið verkefni að spá og spegluera í, finna kannski út hvar maður stendur gagnvart þeim…

Grægi, Dramb, Óhóf, Öfund, Reiði, Losti og Leti...og þá Viska, Hófstilling, Hugrekki, Réttlæti, Von, Trú og Kærleikur...

Og að auki til gamans má nefna hér, að gerð var könnun á vegum Gallup árið 2000 á því hvað Íslendingar meti helst í eigin fari og annarra. Sem og reyndust vera þessi orð og mætti svosum kalla, að séu hinar íslensku höfuðdyggðir: 

Hreinskilni, Dugnaður; Heilsa, Heiðarleiki, Jákvæðni, Traust og Fjölskyldu- og vináttubönd…

Að reyna að vera, gera eða bera eru hin endalausu verkefni vor…

Josira

p.s. var söfnuð en vaknaði, varð andvaka og ákvað first svo var að pikka nokkur orð út í bloggheiminn…

 


Bænagangan...

Bænaganga... Göngum saman í einingu gegn myrkrinu 10 nóv...

baenagangan

http://www.baenaganga.com/

Crystal_Cathedral

Mig langar að hvetja alla sem einn, að fylkja liði í bænagönguna, sem hefst kl. 14 í dag við Hallgrímskirkju...Beðið verður fyrir myrkrinu í Krists nafni...

Sameinumst í göngunni, burtséð frá trúleysi og trúarbragðastefnum...

Sameinumst í vinsemd með ljós og kærleika í hug og hjarta...

 

josira

 


Lítil síða lífsseig er...

Vonina vekur lífsins ljós
lokkar og umvefur litla rós,
sem reisir sig úr rökkva í yl
og ilmandi lokar óttans hyl.

ae7aae61-d0a8-4908-828f-d584397b2ce9

Kæru bloggvinir, komin aftur ég er...

Í smá tiltekt á síðunni minni um daginn ætlaði ég að breyta og eyða örlitlu af henni, en hún hvarf út í geim svo ég ætlaði nú bara að kveðja hana endanlega.

En hún ákvað að koma aftur eftir sitt ferðalag og er lent, kannski með eitthvað forvitnilegt í farteskinu, hver veit...kemur í ljós...

Þakkir stjórnenda bloggsins sendi ég fyrir að hafa getað afstýrt eyðingu hennar og kallað hennar forritun heim aftur..

kveðja að sinni josira


« Fyrri síða

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband