Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Magnað sjónarspil...Máttug mynd...( er hulin vernd í Burma ? )

Ég fann þessar myndir af tilviljun...Ég varð agndofa...Mátti til með að deila þessu magnaða sjónarspili náttúrunnar í Burma...Sjón er svo sannarlega sögu ríkari þarna...Ef þetta er ósvikin mynd, sem og ég vil trúa, þá vaka og biðja guðdómlegir verndarvættir í Burma fyrir landi og þjóð...við skulum senda huglægt ljós og friðarbæn í hjarta þeim til handa...frá litla Íslandi, þar sem ríkir sameining, en ekki sundrung og réttlæti, en ekki ranglæti þegar upp er staðið...

 

An Amazing Scene in Burma...

burma_scene_1

What‘s so special about this?

This is a picture of a rock formation near a lake in Burma. The photo can only be taken on a specific day once a year when the sun rays touch the rocks at a certain angle.

Tilt your head to the left and then look at it again  ….

burma_scene_1

Did you notice anything different? yes or no?

Now we will turn the whole scene vertical

burma_scene_2

 

josira 

 

 

 

 


Hvað veistu um Eckhart Tolle ?...

opendoorCD

Heil og sæl... 

Fann mig knúna til að setja hér inn slóðir um magnaðan, lítillátan núlifandi lífsspeking, ef hugsanlega einhver hefði hjálp, gagn eða gaman af. Fékk íslensku slóðina að láni af síðu Jóns Steinars ( prakkarans )

Hin Hljóða Bylting Eckhart Tolle.  og hér má finna ;

upplýsingar um þennan merka mann á ensku

josira

 


Mikilvægi mannúðar, er menntun mannkyns...

kindness

Allsstaðar

Ef á öllum sviðum,
allsstaðar
andinn, birtu baðar.

Brátt eyðast þjóða-þjáningar,
og jarðarbúar, sem jafningar.
Jákvætt, í hendur haldast
hér, þroski þúsundfaldast.

josira


Litla rósin...

 

ros

Vonina vekur lífsins ljós
lokkar og umvefur litla rós,
sem reisir sig úr rökkva í yl
og ilmandi lokar óttans hyl.

Hrakin var af lífsins vegi
og visnandi lá á þeim degi,
er daggardropi sendur var
vonina aftur til hennar bar.

Bjarmi lífs frá himnaþaki
hennar höfga endurvaki,
eilífur faðir, gjöfull gefur
lífsaflið aftur rósin hefur.

Hennar rætur rósemd fundu
fegurð lífsins aftur mundu.
myrksins ótta, þján og þraut
þróttur vonar, vék á braut.

Bænheyrð var hún, litla rós
rís hún aftur, vitund ljós
löngun hennar, nú lýsir bjart
bjargræði öðrum, ef líf er svart.

josira


Öll hreyfing er jákvæð...

 

mom

Að innan sem og að utan og kemur orku af stað...

Mér finnst t.d. alltaf þegar ég nenni að taka tíl hendinni í óreiðunni, sem virðist ætíð myndast í skápunum mínum á einhverjum óræðum örsökum...Shocking ( skil bara ekki hvernig stendur á því ! ) hmm...Þá meina ég bæði eldhús-og fataskápum...Að eftir hverja tiltekt, líður mér svo undur vel, ég hreinlega svíf um, svo létt og lipur bæði á sál og líkama...Það er líkt og þungu fargi sé af manni létt...púff...Mér finnst hreinlega að maður taki til í sálartetrinu um leið...Smile og sé tilbúin að takast á við hvað sem er...

Og fyrir nokkru síðan flutti ég. Eftir flutninga hef ég verið að finna hjá mér ýmislegt, sem hefur verið geymt- og eða orðið gleymt, í kössum og kislum. Hef ég svona verið að sortera ýmsa hluti undanfarið. Þar á meðal hef ég verið að finna pappíra og blöð, sem ég hef einhvern tíma t.d. á síðustu öld verið pára niður á, ýmsar hugleiðingar um lífið og tilveruna.

Hér er t.d að sjá nokkur heilræði eða leiðsögn :

MedicineMandala

 

Erfiðleikarnir eru til að læra af.

 

Vandamálin eru til að leysa þau.

 

Skipuleggja hvern tíma. Tíminn er dýrmætur.

 

Ekki bíða með neitt sem hrjáir huga hverju sinni, heldur vinna á vandamálum strax.

 

Ekki þjaka hug, líkama og sál til lengri tíma að óþörfu

Þakklátur skal hver vera fyrir alla þá erfiðleika og raunir sem mæta þarf á lífsleiðinni.

Því það er liður í þroskagöngu hvers og eins, hvernig  tekið er á málum

.

Áætla tíma fyrir sjálfan sig.

Fyrr að sofa .

Fyrr á fætur.

 

Sinna andlegu hliðinni til jafns við þá líkamlegu.

þú ert það sem þú hugsar

þú ert það sem þú borðar

þú ert það sem þú gerir

 

Svo mörg voru þau orð...Þegar ég fór að ath. hverja setningu fyrir sig og skoða  sjálfa mig um leið, sá ég að auðveldara er að gefa heilræði en halda þau. Í dag þarf ég greinilega á að halda nánast öllum þessum ráðleggingum og byrja, helst í gær að halda þau. Að svo mörgu leyti hef ég verið í stöðugi frestun með svo margt, nú hin síðari ár. Sérstaklega hvað varðar heilræðið að þjaka ekki hug, sál og líkama að óþörfu heldur fara að vinna á vandamálum strax. 

Það er viss ótti sem hefur haldið mér hreinlega í gíslingu og skapað þar með hegðunarmynstur hjá mér, sem ég kalla í dag... frestunaráráttu...og það verður viss ( orku ) stöðvun með svo margt... 

Allt gerist þetta meira og minna í huganum. Þar bíður óttinn, sem aldrei sefur.Óttinn sem leikur sér og tekur á sig hinar ýmsu myndir og dregur úr manni á svo marga vegu.  Og þá er ég komin að öðru, sem ég hafði líka skrifað fyrir mörgum árum og er farið að rifjast upp í gagnabankanum...( Harði diskurinn er orðinn svo yfirfullur og hæggengur hjá mér...) Það er orðið tímabært að hreinsa þar til líka...  

...Allt er undir viðhörfum komið, hjá hverjum og einum, hverju sinni, hvernig tekið er á málum og úrlausn skapast eftir því... 

Viðhörf mín ( í huganum  ) þurfa að breytast, greinilega . 'Eg vil ekki lengur að vera í viðjum óttans. Hann er á vissan hátt búinn að stjórna huga mínum og gjörðum hin síðari ár og valdið mér bæði kvíða og þunglyndi...Nú skal verða breyting á...Hann skal feykjast á brott, út um gluggann með ilmandi ajaxlykt í miðri tiltekinni og berast með haustvindunum...Hann verður að engu, leysist upp, hlutlaus og hefur enga merkingu lengur í huga mínum. Er ekki lengur hugarfóstur, sem óx og dafnaði, dvaldi of lengi og var farinn að verða full gamall í ráðvilltum huga mínum... 

En takk samt fyrir samveruna, gamli minn, því þú hefur kennt mér að horfast í augu við þig og þar af leiðandi sjálfa mig. Það var heilmikill lærdómur... 

Nú tek ég við stjórnartaumum huga míns og ákveð hverju sinni, hvaða merkingu ég gef hverri hugsun og hvert skal haldið. Gef samt farkosti mínum merki um, að hann megi stundum bera mig á vit ævintýra og nýrra slóða. Óttalaust, gagnkvæmt traust skal ríkja okkar á millum...Hugur minn er nú kraftmikill, en léttur og lipur, fullur af lífsvilja, tilbúinn að bera knapa sinn  og eiganda um óravíddir hugarheims og alheims og takast á við hin jarðnesku verkefni eins vel og unnt er.  

Í samvinnu og sameinuð munum við, í flæði lífssins hér og nú öðlast frelsi, kærleik, kjark  og bjóðum vonina og lífsgleðina í för með okkur. Saman munum við í jákvæðni, óttalaus og tilfinningalega óheft, stefna staðföst og fylgin að markmiðum okkar...   

WounderingVá, vá það stefnir bara í flikk, flakk og heljarstökk hjá minni...Joyful 

Held ótrauð áfram, staldra við og við hér og veiti hlutdeild í flugi hugsana minna....

..Heil og sæl að sinni... 

josira 

 

   

 


Veröld okkar spannar margar víddir…

 

 Ascension

Hér má t.d. finna ýmislegt til leiðbeiningar á fyrstu skrefunum;

... inná hinar andlegu leiðir... 

josira


Til heiðurs kvenþjóðinni...

 dk_women

Þessa áhugaverðu síður fann ég;  til allra kvenna og manna til umhugsunar :

- fortíð-nútíð-framtíð- og - FriðarKonur-

josira


 


Gjafir jarðar...andleg verslun

 

Meiriháttar verslun sem ég rakst á í Ingólfsstræti...Ætlaði ekki að hafa mig út aftur...þar má finna ýmislegt sálarfóður, yndislega steina, hugræna tónlist, og skemmtilegar gjafavörur...ég mæli með að staldra þar við og hvíla sig aðeins frá önnum dagssins...þar má einnig finna... http://www.gjafirjardar.is/

 josira

 


Lífsgleði...

waterhaven3 

Margt er það sem léttir lund,
eflir gleði, veitir stund.
Frá hugarangri, þraut og pínu
leiðsögn fá frá hjarta sínu.

Fylgja eftir hjartans rómi,
svo að sálarljósið ljómi.
Lifsins njóta hér og nú,
skulum bæði ég og þú

Hafa gaman af hinu og þessu,
þrautir kveðja og ganga til messu.
Moka mold, hlaupa og hjóla
taka stökk eða skoöa njóla.

Pissa úti uppí vind,
horfa á hund elta kind.
Sparka bolta, hengja upp lak,
fara í snúsnú og á hestbak.

Horfa á daggardropa detta,
sólina skína og magann metta.
Elska engil, dansa dátt
taka allt og alla í sátt.

Læra að ganga á lífsins línum
og fylgja eftir draumum sínum.
Sýna bæði þor og dug,
njóta allt sem fangar hug.

Horfa á fallegan fjallahring,
finna fegurðina allt um kring
Opna fyrir lífsins flæði,
fagna og þakka öll þess gæði.

josira


Sálarflækjur...

 image_035

Hvað er lífið! Hví þarf það að vera svo erfitt á stundum. Hversvegna þarf að upplifa

og ganga í gegnum þvílíkar þrengingar andlega og líkamlega ?

Tilfinningalega tættur, með kökk í hálsi. Hver er tilgangurinn ! Rifrildi, nöldur, jag. Engjast sundur og saman með tætta sál  Finna hvernig orð og hegðun hjá öðrum og sjálfum sér fara í mann. Taugakerfið nötrar. Finna eins og sveiflukenndar öldur skella á manni. Af hverju þetta umburðarlyndi eilíflega í garð annara ! Af hverju fæ ég ekki að vera ég sjálf ? Að finna að heitasta óskin er að vilja mega vera hamingjusamur, eiga til hnífs og skeiðar og lifa lífinu eins og maður er, sáttur við menn og dýr.

 

Af hverju ætíð að taka tillit til allra annara, en manns sjálfs ? Að vera ekki nógu sterkur og ákveðin að finna sjálfan sig og fylgja ekki eftir er sannleikurinn fer að birtast manni. Hræddur við afleiðingar þess að taka af skarið og koma fram sannur. Hve margir sem berjast í glímu við sjálfan sig. Af hverju einhver innri rödd, sem segir að maður sé ekki sáttur við þetta eða hitt. En samt vill maður halda að svo sé. Það er engin nema maður sjálfur sem kemur sér í aðstæður og kringumstæður sem skapast og viðhaldast í lífi manns. En af hverju er þetta líf svona flókið á stundum og erfitt. Til hvers? Ég er ekki fullkomin. Af hverju þessi árátta að reyna að halda öllu gangandi, særa ekki aðra ! Hvað með mig. Já hver er ég ? Af hverju er einhver þarna innra með mér, sem sífellt kemur með þessar eða hinar aðfinnslur með gerðir mínar og ákvarðanatökur.

Hver er það sem truflar mig. Einhver önnur ég ? Skyldi það vera þessi svokallaða sál. Er ég þá einhver önnur en ég er hér ?

Og hver er svo þessi sál mín. Hvaðan kemur hún ? Hver er þessi innri ég. Af hverju veit hún svo margt, en ég ekki, en samt veit ég.

Af hverju er þetta allt svona flókið, en samt ekki ?

Ég finn að við erum smán saman að samlagast. Það er á einhvern einkennilegan hátt, þó svo eðlilegt.´Eg er farin að skilja og skynja, að hún þessi hin ég, er sálin mín. Það skildi þó ekki vera einhver tilgangur með þessu lífi ! Og ef hún ,þessi hin ég er svo vitur og skynsöm. Hvenær og hvernig varð hún þannig ! Hún hlýtur að hafa safnað þessari vitneskju og viturleika á lengri tíma en á einni mannsævi ? Það er útilokað að fara í gegnum alla þessa margslungnu flóru mannslífsins og vita svo margt um alla mögulega hluti neikvæða og jákvæða á einni mannsævi. Þroskaferillinn hlýtur að taka lengri tíma og eða að vitneskjan, þroskinn og Sannleikurinn sé greyftrað í sálu manns?  Stórt er spurt en fátt um svör. Lífið áfram heldur. Sennilega koma svörin innra með hverjum og einum þegar rétti tíminn kemur.Tíminn er svo afstæður, einn dagur, sem þúsund ár og þúsund ár, sem einn dagur,hve mikin sannleik geyma ekki þessi orð! Meir en margan grunar. Allt hefur sinn tíma.Tíminn finnur sjálfan sig.

Hlutirnir koma og fara á sinum tíma, í hverfulleik lífsins

p.s. fann þessar gömlu pælingar hjá mér ( skrifaðar í nóv. 1998.)

Kannski kannast einhver við þetta Woundering  

josira


Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 123251

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband