Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
16.11.2009
Kóróna landssins...eftir Ómar Ragnarsson
Langaði bara að minna á okkar yndislega og magnaða land, sem hefur í raun, okkur allt það að gefa, sem við ætíð þörfnumst hér.
Finnst mér þessi orð hans Ómars með fegurstu ljóðaóðum til landssins okkar. Njótið lesturssins. Vildi að ég gæti einnig boðið uppá þann stórkostlega söng og það fallega lag sem er við textann.
Kóróna landssins
Svíf ég af sæ
mót suðrænum blæ
upp gljúfranna göng
gegn flúðanna söng.
Þar færir hver foss
fegurðarhnoss
og ljúfasta ljóð
um land mitt og þjóð.
Allvíða leynist á Fróni þau firn
sem finnast ekki´í öðrum löndum:
Einstæðar dyngjur og gígar og gjár
með glampandi eldanna bröndum.
Við vitum ekki´enn að við eigum í raun
auðlind í hraunum og söndum,
sléttum og vinjum og auðnum og ám
og afskekktum sæbröttum ströndum.
Því Guð okkur gaf
gnægð sinni af
í sérhverri sveit
sælunnar reit.
Í ísaldarfrosti var fjallanna dís
fjötruð í jökulsins skalla
uns Herðubreið þrýsti sér upp gegnum ís,
öskunni spjó og lét falla.
Er frerinn var horfinn var frægð hennar vís, -
svo frábær er sköpunin snjalla.
Dýrleg á sléttunni draumfögur rís
drottning íslenskra fjalla.
Að sjá slíkan tind
speglast í lind
og blómskrúðið bjart
við brunahraun svart.
Beygðir í duftið dauðlegir menn
dómsorði skaparans hlíta.
Framliðnar sálir við Öskjuvatn enn
sig ekki frá gröf sinni slíta.
Tunglfarar upplifa ósköpin tvenn:
Eldstöð og skaflana hvíta.
Alvaldsins sköpun og eyðingu í senn
í Öskju þeir gerst mega líta.
Höll íss og eims, -
upphaf vors heims, -
djúp dularmögn,
dauði og þögn.
Endalaus teygir sig auðnin, svo víð, -
ögrun við tækniheim mannsins.
Kaga við jökul með kraumandi hlíð
Kverkfjöll í hillingum sandsins.
Ísbreiðan heyr þar sitt eilífa stríð
við eldsmiðju darraðardansins.
Drottnandi gnæfa þau, dæmalaus smíð,
djásnið í kórónu landsins.
Seytlar í sál
seiðandi mál:
Fjallanna firrð,
friður og kyrrð.
Á Þingvöllum aðskiljast álfurnar tvær.
Við Heklu´er sem himinninn bláni.
Í Kverkfjöllum glóðvolg á íshellinn þvær.
Í Öskju er jarðneskur máni.
Ísland er dýrgripur alls mannkynsins
sem okkur er fenginn að láni.
Við eigum að vernda og elska það land
svo enginn það níði né smáni.
Seytlar í sál
seiðandi mál:
Fjallanna firrð,
friður og kyrrð,
íshvelið hátt,
heiðloftið blátt,
fegurðin ein
eilíf og hrein.
Höfundur:
Ómar Ragnarsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2009
Hvað er með þetta Moody's matsfyrirtæki...
Var að rekast á gamla færslu, frá s.l. nóv. sem ég hafði ekki sett út, læt hana flakka nú óbreytta...
Hvað hefur þetta blessaða fyrirtæki með að gera að meta eftir sinni vissu hverju sinni hvernig hin og þessi fyrirtæki, stofnanir eða heilu löndin standi í lánshæfi og öðru. Hvað hangir á spítunni ! Hver tapar og hver græðir á einhverjum tölum á blaði ! Hvernig eru þeir að meta okkur ! Fyrirtækin okkar og landið okkar verðmæta...
Hvað eiga þeir með að gefa lægstu einkunn í lánshæfi? Er verið að lækka, svo á endanum komi hingað einhverjir erlendir risar og kaupi hin og þessi fyrirtæki og jafnvel stofnanir t.d OR til að komast hingað inn í landið með klærnar...Eru þeir eða einhverjir á þeirra snærum ekki bara að ásælast landið, byggð ból og auðlindir þess ?
Þetta gamla Moody's hefur bara verið eitthvað að trufla mig um töluvert langan tíma. Þoli ekki orðið hvernig öllu virðist enn vera stjórnað af einhverju neti talna sem mannleg öfl skapa og stjórna með á hinum ýmsu sviðum frá öllum hliðum...
Læt hér fylgja með einhverjar uppl. úr wikipedia.org um félagið...
Moody's Corporation (NYSE: MCO) is the holding company for Moody's Investors Service which performs financial research and analysis on commercial and government entities. The company also ranks the credit-worthiness of borrowers using a standardized ratings scale. The company has a 40% share in the world credit rating market.
Moody's was founded in 1909 by John Moody. Top institutional owners of Moody's include Berkshire Hathaway and Davis Selected Advisers.
Criticism
See also: Credit rating agency#CriticismCredit rating agencies such as Moody's have been subject to criticism in the wake of large losses in the Asset backed security collateralized debt obligation (ABS CDO) market that occurred despite being assigned top ratings by the CRAs. For instance, losses on $340.7 million worth of ABS collateralized debt obligations (CDO) issued by Credit Suisse Group added up to about $125 million, despite being rated Aaa by Moody's.[6]Abusive business practices
Moody's has also been accused of "blackmail". In one example the German insurer Hannover Re was offered a "free rating" by Moody's. The insurer refused. Moody's continued with the "free ratings", but over time lowered its rating of the company. Still refusing Moody's services, Moody's lowered Hannover's debt to junk, and the company in just hours lost $175 million in market value. [7]"As the housing market collapsed in late 2007, Moody's Investors Service, whose investment ratings were widely trusted, responded by purging analysts and executives who warned of trouble and promoting those who helped Wall Street plunge the country into its worst financial crisis since the Great Depression. A McClatchy investigation has found that Moody's punished executives who questioned why the company was risking its reputation by putting its profits ahead of providing trustworthy ratings for investment offerings." [8]
josira
Lánshæfi OR í ruslflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.1.2010 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009
Hvað er í gangi með BLOGGIÐ...
HALLÓ, HALLÓ... hó hvað er í gangi með bloggið hérna, allar myndirnar mínar horfnar og stillingarnar á síðunni út og suður ??? Tók einnig eftir því áðan að nokkrar síður eru úti-horfnar-lokaðar í ath. við fréttina um " Bólusetning án endurgjalds " Eru einhverjir fleirri þarna úti að lenda í einhverjum vandræðum líka. !!!
Ég er bara að hugsa hver kemst inná síðuna mína eða gefur sér leyfi til þess og breytir öllum stillingunum á henni, Dálkarir eru t.d. allir breyttir meira og minna í uppröðun...Ég get kannski skilið með að eitthvað forrit hjá mbl. sem hefur eitthvað með myndirnar að gera ( geymsluhólf !) hafi eitthvað klikkað, en er ekki alveg að kaupa að útlitsstillingarnar breytist eitthvað sjálfkrafa...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2009
Í fræðslu felst forvörn...
Ég hafði almennlega ekki gert mér grein fyrir, hversu mikið, ólíkt og víðtækt forvarnastarf er unnið hér á landi, fyrr en ég fór að kynna mér það. Stöðugt þarf vinna að og sinna forvörnum svo árangri skili. Auðvelt er að nálgast upplýsingar um þau verðugu verkefni sem í forvörnum felast t.d. á netheiminum, því stóra veraldarbókasafni. Forvarnir eru ein sú öflugasta leið til að ná til allra aldurshópa með miðlun fræðsluefnis og leiðbeininga, sem leiða til meiri vitneskju um ábyrgð, yfirsýn og öryggi á ólíkum málefnum. Almennar forvarnir á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins eru orðnar þekktar í dag og notaðar víða á markvissan hátt.
Í fræðslu felst forvörn, sem er dýrmæt vitneskja til framtíðarinnar...
Hér má finna nokkrar áhugaverðar og fróðlegar vefslóðir sem ég hef safnað saman;
Áfengis- og vímuvarnaráð-Gallup
Landssamtökin heimili og skóli
Unglingar og ungmenni- hitt húsið
Forvarnir á heimilum og vinnustöðum
Sjóvá-Almennar - Forvarnarvefur
p.s. og ef einhver hefur ábendingu um áhugaverðar slóðir, tengdar forvörnum, endilega að skilja eftir í gestabókinni og ég bæti þeim við...:-)
josira
Bloggar | Breytt 9.11.2009 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að hugsa um þetta magnaða og einstaka land okkar og hve mikinn fjársjóð það hefur að geyma. Hér er allt til alls ef að er gáð...
Náttúra Íslands... Falleg myndbönd frá youtube...
http://www.youtube.com/watch?v=S0KuZS9JzOU&feature=related
Pálmi Gunnarson syngur Ísland er land þitt...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009
Ljóssins ljómi...
Innsigluð í vitund okkar er þráin, í leit að sannleika lífssins...
Vegur sannleikans leiðir okkur, að uppruna okkar..
Vitund vaknar, á þeim degi er ljósið þú finnur, á lífsins vegi...
Ljóssins ljómi, frelsi gefur, góðvild í hjarta, og veginn vefur...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 123254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði