Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Nú þegar þessi magnaði listamaður hefur kvatt sitt jarðarlíf, örmagna á sál og líkama, skilur hann eftir sig spor, sem aldrei mun fenna yfir...Gullsjóð orða, sem skína og lifa munu með okkur, samtíða ferðafólki hans og síðar til ókominna kynslóða...
Dánarorsök hans er ekki enn fullkomlega ljós.
Í mörg ár hef ég kallað hann misskilda Michael...
Í mínum hug og hjarta var hann maður kærleika, friðar, réttlætis og mikill barna-og dýravinur...
Óð hans til mannkyns og náttúru jarðar bar hann til okkar gegnum tónlist sína...
Heal the World... http://www.youtube.com/watch?v=beFTORlM6TU&feature=related
Manneskjur eru eins ólíkar og þær eru margar...og lífsleiðirnar margvíslegar, sem fólk fer eða lendir í...
Margir eru fyrir frægð og frama, aðrir kjósa venjulegt heimilislíf eða ganga sína leið einir...
Það er eflaust ekki öfundsvert að vera eign heimssins, eins og margar stjörnur eða þekkt fólk lendir í...
Að geta varla snúið sér við án þess að heimsbyggðin viti af því...
Og margir breytast og missa tök á raunveruleikanum...
Michael Jackson f.v. barnastjarna og síðar poppgoð var einn af þeim...
The Jackson 5 - Rockin' Robin 1972 RARE
Diana Ross and Michael Jackson in 1969 - RARE
og stutt var í leikarann..
.
young Michael Jackson acting VERY OLD
Þennan jafnaldra minn dáði ég og dýrkaði strax þegar við vorum börn og fannst mér unun að hlusta á þennan fallega og lífsglaða strák og sönginn hans...
Hann var alinn upp í showbisnessinum, strax frá unga aldri í stórum systkynahóp og bræðurnir Jackson 5 urðu heimsþekktir og síðar hans systir Janet.
I Want You Back - A Tribute to the Jackson 5
Michael var hluti af ævintýrinu sem hann lifði en einhversstaðar í lífshlutverki sínu, tapaði hann sjónar á sjálfum sér og rann saman við ævintýraveröldina...
Nokkrar ótrúlegar sögur af Michael...
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/06/27/otrulegar_sogur_af_jackson/?ref=morenews
Michael Jackson "I've Gotta Be Me" (very rare) endilega að hlusta á textann, hann segir svo margt...
Flest munum við eftir honum syngja eitthvað af þessum lögum...
Og þegar ég heyrði textann í lagi hans hér fyrir neðan, sá ég hann í nýju ljósi...
Mín skynjun og skilnigur var sá að þarna hafi hann í raun,
verið að syngja um sjálfan sig og það sem hann þráði í sínu lífi..frelsi,ást og kærleik..
en lagið var aðallag myndarinnar Free Willy...sem við Íslendingar þekkum öll...
Michael Jackson Will You Be There ( saga Keiko-iceland )
Michael var löngu orðin brotinn andlega, með skerta sjálfsmynd og lifði í hálfgerðum einangruðum draumaheimi...
Og ýmsar getgátur um kynhneigð hans, heyra mátti...
Mér er ómögulegt að trúa því, sem haldið var fram um hneigð hans til barna, aðra en kærleik...
En ekki finnst mér það óhugsandi, að hugur hans hafi kannski leitað til ungra manna...
Og hafi svo verið, kann að vera, að hans líf hefði tekið aðra stefnu ef hann hefði viðurkennt það ( komið úr skápnum ) og getað lifað heill og sáttur...
Og að síðustu er hér að finna ógleymanlegan og einstakan söng okkar fremstu og bestu söngvara samtímans
í heiminum, taka sig saman og syngja ljóð og lag eftir Michael Jackson og Lionel Richie...
Og langar mig nú, að láta sameinaðan söng okkar fjölmörgu, frábæru íslensku tónlistarmanna
Hjálpum þeim (Help them) friðarljóð
hljóma og óma...og tileinka minningu Michaels...
josira
Krufningarskýsla ekki frágengin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bara orðið hestar fylla hug minn og hjarta einhveri tilfinningu um óendanleikan...
kraft, frelsi, fegurð, fimi, gleði, hreyfanleika, tryggðar-og vinabönd...og ómældar gleðistundir...
Oft hér á árum áður var gert létt grín af mér yfir hversu tengingar
voru sterkar til hestana. Að ég hugsaði um þá sem einhverja fjöldskyldumeðlimi...
Og þannig er það bara, tengslin verða þannig...
Ég veit að margir þekkja þessa tilfinningu, sem eiga og eða umgangast dýr
Það myndast einfaldlega einhver órjúfanleg bönd...
Og þegar kemur að kveðjustund eða vinuna-vininn þarf að fella
eftir marga ára samveru er sorgin oft ekki minni en þegar ástvinir fara.
Hugsanir mínar núna ertu tengdar hestum, löngun til að fara á hestbak,
fara út í sumarið og njóta stundarinnar með þeim...
En einhvern veginn vantar löngunina...
Það er eitthvað tómarúm...
Ég sakna þeirra sem horfin eru...
Og lífið heldur áfam...
En fjársjóðinn, minningarnar... geymir maður í hug og hjarta
og þakkar fyrir allar samverustundirnar í gleði og sorg...
Ef ríður þú góðum gæðingi,
geta þín leysist úr læðingi.
Lyftast munt á æðri svið
og sálarsæla tekur við.
Ef andartakið þú grípur
guðsgjöf, að launum hlýtur.
Á allan hátt, næmari verður
líkaminn er þannig gerður.
Veraldleg gæði gleymast þá
andans auð, vilt í ná.
Nálægðin nær tökum á þér
þegar tíminn, tímalaus er.
Yrja.
Hryssan mín gráa,
hún djásnið mitt er.
Dásemd er í heimi hér,
hana sitja fangreista og fráa.
Með leiftrandi lund
fer um græna grund.
Djúpa dali, sanda lága.
leikandi læki og fjallvegi háa
Fótviss hún stígur
á tölti hratt.
Tignarleg sem tígur
niður fjallið bratt.
Yrja hún heitir
þetta magnaða hross.
Þó lengi þú leitir
ei finnur slíkt hnoss.
Kraumandi kraft, ótrúleg geta
frelsi í faxi verður að meta
Í fjallaferðum nýtur hún sín
elskulega merin mín
Þegar sest er í hnakkinn,
þá reisist makkinn
Forustuhross, mikið í reið
henni liggur gatan greið
En á lokuðum velli, frelsini týnir
og bestu hliðarnar ekki sýnir.
Þá þarf hana að hemja
og stöðugt við að semja.
Minningarnar sem koma fram hér
saman streyma um hjarta mér.
Tengdar urðum órjúfa böndum
í faðmi frelsis, á fjöllum og söndum
Kolsvart folald með hvíta sokka
í tagli og faxi fallega lokka.
Leiftrandi ljúfleik bar með sér,
strax á þeim degi, er fæddist hún mér.
En litur hennar breyttist brátt
frá svörtu yfir í grátt.
Galvösk ennþá, 17 vetra er,
hagaljómi hvar sem hún fer.
Móðurhlutverki að sér snéri,
og eignast hefur litla meri.
Litla dóttur, lítið djásn
dansadi lipur, til hennar sást.
( folaldið er Héla frá Miðhúsum )
Lukka frá Lyngbæ
Á Lyngbæ, í loga himnabláma,
blíðum blæ og nýjum mána.
Meðgöngu lauk hjá Yrju minni
er móðurleg mætti dóttur sinni.
Svo fagurrauðri með hvíta sokka
skjóttan feld og sveipfagra lokka.
Leyndist líka, stjarna á enni
alveg eins og hjá ömmu henni.
Heilluð ég horfði á nýkviknað ljós
lukkan mér færði, langþráða rós.
Þórisstaða-Þyrnir, faðirinn er
fasmikill og fagur svo af ber.
Blessunarorð frá brjósti mér sendi
er folaldasnoppan, snerti mína hendi.
Hjálpaði ég henni, lífsandanum að ná
í ljósaskiptunum, þar sem hún lá.
Lukka frá Lyngbæ , nafnið skal vera
vænleik og vilja, hefur til að bera.
Bærilega báða, foreldrakosti hefur
háfætt og háreist og góðganginn gefur.
Gæðinga gjöful hún Yrja mín er
einnig þau, vil ég telja upp hér.
Hléð, Stíll og Héla, svo glæsileg að sjá
sammæðra systkin, sem Lukka litla á.
fyrr en á himnavöllunum háum.
josira
hér má sjá fallegt myndband um hesta...
HORSES ~ Natures Greatest Gift:
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2009
Dalai Lama friðarleiðtogi...
Það hefur nú örugglega ekki farið framhjá mörgun hér á Íslandinu,
hina síðustu daga að Dalai Lama hinn merki friðarleiðtogi er hér staddur.
Mig langaði nú bara að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og
unnið að þessum stórkostlega viðburði,
Þar sem stjórnvöld starfa í sameiningu en ekki í sundrungu.
Þar sem friður ríkir en ekki stríð.
En það var allavega gott að eitthvað af ráðamönnum þjóðarinnar
sáu að sér og buðu honum til Alþingis í dag...
Það er bæði heiður fyrir okkur, friðarþjóðina í norðri að fá hann í heimsókn.
Dalai Lama í Alþingishúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dag einn í vetur hjúfraði ég mér niður í stól,
inní stofu og var ákaflega langt niðri.
Yfirþyrmandi depurð, sorg og margþætt innri vanlíðan,
sem safnast hafði upp á töluvert löngum tíma,
var við það að yfirbuga mig... andlega og líkamlega.
Allt í einu fannst mér einhver standa mér við hlið,
( en ég var ein heima )
Ég hélt augunum lokuðum, en ég hafði verið grátandi.
Fannst mér ég þó horfa á bjarta veru, sem engill væri.
Skynjunin eða sýnin var mjög skýr.
Ég fann er hún snerti mig og á þeirri stundu var sem eitthvað
undursamlegt gerðist. Það er vart hægt að lýsa því með orðum...
vildi að ég gæti það með tónum...eða litum...
Það var sem við hefðum tjáskipti í huganum, en ekki upphátt í tali.
En samt þurfti ég ekkert að segja, því hún vissi allt...
Um líkama minn flæddi vellíðan, hlýja, kærleikur og það var sem öll
vanlíðanin hyrfi á brott. Ég fann að ég brosti og hjarta mitt fylltist
af þakklæti til þessarar dásamlegu veru og ég fann vonina vakna.
Hversu langan tíma sem þessi magnaða upplifun átti sér stað,
get ég ekkert sagt um, var það sekúnda !, mínuta ! hálftími !
Tíminn er svo afstæður... stundum er líkt og hann standi í stað eða
þá hreinlega að hann sé tímalaus...Svo allt í einu var hún farin...
en ég vissi að hún yrði mér ætíð nálæg, þyrfti ég hennar með...
Stuttu eftir að ég var búin að jafna mig og finna allan þennan léttleika
sem umvafði minn hug, sál og líkama, greip ég penna og blað og
skrifaði lítið ljóð, um verndarengilinn minn guðdómlega.
Þessa fallegu mynd hér fyrir neðan, fann ég á netinu...
Ljóshærður engill,
hún leit til mín
með tímalausum,
tindrandi augum.
Hún sagði ekki neitt,
því hún vissi allt
ekkert þurfti að segja.
Blíðlega, hún strauk
minn augnahvarm,
Sem votur var
af tárum sálar minnar.
Sorgin svo mikil,
máttvana ég var.
Svo buguð og brotin,
sem líflaust skar.
Kyssti hún mig
síðan, létt á kinn
og ljúfleika
um mig vafði.
Hjarta mitt fylltist
af gleði og von.
Er friðinn og kærleikann
frá henni fann.
Á þeirri stund
er stóð, hún hjá mér
mildi og ástúð
bar með sér.
Sérstök sæla
um mig rann
og raunir allar hurfu.
Ég viss var um það
að engill hún var.
Send af himni,
hjálp til min bar.
Hún sagði ekki neitt,
því hún vissi allt
ekkert þurfti að segja.
Hún ætíð verður
nú, mér við hlið,
englamærin bjarta.
Vekur von
og veitir styrk,
lífsgleði í mitt hjarta.
josira
Flest okkar hafa eflaust eitthvað fengið að heyra um engla, sem börn...
það var eitthvað blítt og gott sem fylgdi þeim frásögnum...
í gegnum barnsbænirnar og fallegu myndirnar...
verndartilfinning í hjartað...
En svo dofnar oft yfir minningarnar í öllum lífshraðanum og þær fjarlægast.
Og við gleymum hversu gott er að geta leitað,
innra með okkur að ljósinu sem þar býr.
Sem gefur trú, von og kærleik
og tengist einhverju æðra og meira,
en við getum skilgreint eða skilið fullkomlega,
nema hver fyrir sig...
Nú bið ég engla og vætti í guðdómlegri orku,
að umvefja landið okkar, vernda og blessa,
íbúa alla og náttúru þess.
Og hjálpa hverjum og einum að nálgast
sín andlegu auðævi...
josira
Við erum aldrei ein, hjálpin er nær en margur heldur...
og getur birtst á hina ýmsu vegu...
Vefurinn | Breytt 11.5.2011 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði