Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
29.12.2011
Draumur fyrir fannfergi ?
Draumar eru eins misjafnir og mennirnir eru margir. Suma dreymir mikið á meðan aðrir segast aldrei dreyma neitt. Ég held samt að allflestum dreymi eitthvað sérhverja nótt, þó ekki sé ætíð munað eftir.
Stundum kemur fyrir, að mig dreymir það mikið, að ég vakna yfir mig þreytt. Er þá búin að vera á ferð og flugi um draumheima og farið ansi víða. Síðan koma rólegar og draumlitlar nætur. Oftast er ég minnug á hina ýmsu drauma mína. Og stundum kemur það fyrir að í gegn um þá hefur mér borist ýmis vitneskja. Stundum segi frá þeim, mínum nánustu og margt eitt hefur komið þar fram. Skemmtilega oft fæ ég t.d. að vita ef von er á nýjum meðlimum í fjölskyldunni. Jafnvel á fyrsta eða öðrum mánuði meðgöngu.
Undir morgun í gær 28 des. vaknaði ég við draum. Man ég aðeins bláendann á honum, en hann var á þá leið, að gamall bóndi, sem ég eitt sinn var ráðskona hjá í Fljótshlíðinni, Guðmundur á Kvoslæk, kom til mín og bað mig um að fara ásamt annari dóttir minni ( man ekki hvor þeirra var) austur og athuga hversu margar af kindunum hans hvítu hefðu skilað sér til byggða. (En Mundi gamli kvaddi þetta jarðlíf fyrir allmörgum árum síðan.) Fannst mér síðan, að við værum staddar mæðgurnar í réttum, þó ekki alveg viss, en þarna var allavega margt af fólki og fé saman komið.
Þegar ég var komin á ról í gærmorgun var ég eitthvað að hugsa um drauminn og ákvað að ath. með einhverja merkingu í honum og datt í hug að eitthvað hlyti það að vera í sambandi við kindurnar. Ekki fann ég draumráðningabókina mina, þannig að ég vatt mér á netið. Nafnið Guðmundur er fyrir góðu. og á síðu draumur.is er þetta að finna um sauðfé;
" Að dreyma sofandi kindur er fyrir söknuði. En ef þú átt í einhverjum erfiðleikum og þig dreymir sauðfé á beit, mun fljótlega birta til. Ein og ein kind er fyrir örðugleikum. Að rýja kindur er fyrir peningum. Margar hvítar kindur eru fyrir snjókomu."
Datt mér þá í hug að kannski færi að snjóa allverulega í Fljótshlíðinni eða fyrir austan fjall. En ég sé nú, að væntanlega hefur þetta átt við Suðurlandið allt, samkvæmt fannferginu nú síðasta sólarhring hér á höfuðborgarsvæðinu. Eða jafnvel á landinu öllu.
Síðan er þá kannski spurning um hversu lengi snjórinn verður eða hvort það verði snjóléttur eða snjóþungur vetur. (náði ekki að telja féð, vaknaði áður)
Í dag varð mér eitthvað hugsað til og mundi eftir að þann 16 mars er Gvendardagur svokallaður. Spurnig hvort hinn hvíti vetrarfeldur hjúpi landið fram í miðjan mars ?
En hver veit, það kemur ekki í ljós fyrr en með vorinu hvernig veturinn verður (varð) hjá okkur.
(lítið gamalt ljóð eftir mig)
Draumurinn.
Kemur kvöld, er hallar að degi
dásemd það er, satt það segi.
Svífandi um í draumalöndum,
frelsisfjötra leysi úr böndum.
Ber mig um víðann völl
veröld vitja, kot og höll
Hafið hitti, upp fjallið fór
farkostur minn, er vængjaður jór.
josira
Bloggar | Breytt 30.12.2011 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2011
Rúnir ... að fornu og nýju
Eitthvað varð mér hugsað til rúna nú og ákvað til gamans, að setja hér inn nokkrar fróðlegar slóðir, sem ég fann tengdum þeim.
Rúnir hafa fylgt okkur íslendingum, svo og öðrum þjóðum öldum saman. Að vísu hafa þó einungis tæplega hundrað rúnaristur fundist á Ísland.
Ein sú elsta rúnarista, sem fundist hefur á Íslandi frá söguöld er spýtubrot, sem fannst í Viðey 1993 og er að öllum líkindum frá 10. eða 11. öld.
Hins vegar eru fjölmörg dæmi um rúnir og rúnanotkun í Íslendingasögunum, til dæmis í Egils sögu Skallagrímssonar og Sturlungasögu. Varla er hægt að draga aðra ályktun en að rúnir hafi verið álíka mikið notaðar á Íslandi á söguöld og annars staðar á Norðurlöndum.Rúnir voru að sækja á hug minn nú, þannig að ég ákvað til gamans að taka saman nokkrar slóðir tengdum þeim. (fengið af wikipediu)
(Engilfrísísk rúnaröð)
Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir
Saga rúnanna og merking þeirra
Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og
var letrið rist á horn, tré og steina.
Í dag er eru ýmis handverk tileinkuð rúnum;
(hringir, hálsmen, nælur og fl.)
Hvernig lítur nafnið þitt út í rúnaletri ?
fyrstu spáspilin, sem ég eignaðist fyrir rúmum áratug,
sem og eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
josira
(smá vesen með línubilin)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011
Tími til kominn ...
að fá jákvæðar fréttir af atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Gleður mitt hjarta. Hvert og eitt starf er verðmætt.
Eldri bloggskrif mín um þessi mál.
josira
Sannkölluð vestfirsk stóriðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011
Súðvíkingar eru skynsamir ...
í uppbyggingu og afkomu byggðar sinnar. Ég tek ofan fyrir þeim.
Sex milljóna hagnaður í Súðavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2011
Pæling ... dæling ... mæling ...
Nokkur þankabrot um óróa á jarðskjálftamælum þessa dagana.
Eru niðurdælingar í gangi í Hellisheiðavirkjun ?
Ef svo er vitum við fyrir víst, hvort þessir manngerðu skjálftar geti ekki kallað á eitthvað meir, en við óskum eftir ?
Og er öruggt að niðurdæling brennisteinsvetnissins og annara efna komist ekki í tæri við það vatn, sem safnast síðan saman og nýtist sem neysluvatn ?
Hér er ýtarlegt yfirlit um grunnvatn á höfuðborgarsvæðinu.
eldri bloggfærsla mín;
16 okt. 2011; Manngerðir jarðskjálftar hérlendis og erlendis
Af vef veðurstofunnar;
Í september mældust margar skjálftahrinur við Hellisheiðarvirkjun í kjölfar þess að teknar voru í notkun nýjar niðurdælingarholur við virkjunina. Um 1500 skjálftar mældust, flestir litlir, um og innan við einn, en stærri skjálftar mældust einnig. Stærstu skjálftarnir fundust í Hveragerði og sá stærsti, 3,4 stig, sem varð 23. september, fannst einnig á höfuðborgarsvæðinu. Frumniðurstöður úrvinnslu benda til þess að skjálftarnir raðist á a.m.k. 2-3 sprungur og að stefna þeirra sé austan við norður. Skjálftar hafa áður mælst við borun og prófun á borholum síðustu misseri en aldrei annar eins fjöldi og nú. Fáir jarðskjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg. Á Reykjanesskaga var mesta virkni á Krýsuvíkursvæðinu, yfir hundrað skjálftar, og aðallega fyrstu vikur mánaðarins.
Í október við Húsmúla í Henglinum mældust tæplega eitt þúsund jarðskjálftar. Flestir þeirra komu fram í skjálftahrinum dagana 2.-9., 15.-16. og 25.-26. október. Tveir stærstu jarðskjálftarnir þar voru að stærð 4 þann 15. október kl. 09:03 og kl. 09:45 og fundust þeir vel víða um sunnan- og vestanvert landið. Nokkrir aðrir skjálftar í þessum hrinum fundust einnig, aðallega í Hveragerði. Meginþorri jarðskjálftanna núna hefur framkallast vegna niðurrennslis á affallsvatni úr Hellisheiðarvirkjun í borholur á svæðinu.
Í nóvember (reyndar í síðustu viku, áður en hrinan i gær og dag koma fram) Á Suðurlandsundirlendi mældust þrír smáskjálftar og sex við Ingólfsfjall. Átta smáskjálftar mældust á Krosssprungunni, einn við Geitarfell og tveir við Hengil. Við Húsmúla voru staðsettir 128 skjálftar, allir undir Ml 2 að stærð.
Nýr upplýsingavefur Orkustofnunar um smáskjálfta vegna niðurdælingar ( hér er t.d. ekki að sjá neinar dagsetningar á niðurdælingu á affallsvatni !)
Talsmaður neytenda; Bótaábyrgð vegna ótímabærra jarðskjálfta
Ég vona að ráðamenn hér séu með á hreinu, að það sé og verði í lagi með þessar blessaðar niðurdælingar og að þær séu ekki að hrófla við náttúruöflum eða eyðileggingu vatns.
josira
Bloggar | Breytt 18.12.2011 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
frá þessu fallega gamla menningalandi. Sorglegt hvernig fátæktin er að leggjast yfir land og þjóð og fjólda þess fólks, sem á orðið varla ofan í sig og á. Atvinnulausir þar í landi teljast nú vera um 4,4 milljónir manna.
Erfitt er núna um vik fyrir okkur íslendinga, að rétta grísku þjóðinni hjálparhönd í neyð þeirra. Þó er eitt sem við getum gert og það er að biðja um í hug og hjarta og sjá fyrir okkur að ljós heilunar-og kærleika umvefji grísku þjóðina og fallega landið þeirra. Og að einhver lausn finnist eða fáist þeim til hjálpar.
"Aþena, höfuðborg Grikklands og stærsta borg landsins, á sér mikla sögu sem spannar allt að 3 þúsund ár aftur í tímann. Hún hefur verið kölluð vagga vestrænnar menningar og lýðræðisins og Parthenon-hofið á Akrópólishæð annálaðasta kennileiti hennar. Íbúar hinnar eiginlegu Aþenu eru um 750 þúsund en nær 4 milljónir ef Stór-Aþenusvæðið allt er talið með. Þótt fáar borgir eigi sér jafn sögulega arfleifð þá er Aþena í dag nútímaleg og iðandi stórborg, miðstöð fjármálalífs landsins, stjórnmála og menningarlífs og taldist árið 2008 vera 32. ríkasta borg heims." (fengið af vef mbl.is)
Einstaklega fallegar myndir er hér að sjá af hinu sérstaka Grikklandi.
Við megum vera þakklát fyrir það, sem við höfum hér á Íslandi, þó þröngt sé í búi hjá mörgum og þá sérstaklega nú í jólamánuðinum. En fámennið hér gerir okkur mun auðveldara fyrir, að halda utan um þá sem hér eiga bágt.
josira
Grikkir sagðir horfa fram á mannúðarkreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég ákvað til gamans að setja hér inn nokkrar jólavefsíður. Í netheimum var ég t.d. að finna gömul falleg jólakort hjá Borgarbókasafninu þar sem hægt er, að velja sér jólakort og senda jólakveðjur rafrænt.
Á hinum jólavefsíðunum má nánast finna allt um það, sem viðkemur jólamánuðinum. Eins og t.d. jólaleiki, jólasögur, jólalög, jólaföndur, jólagjafir, jólabakstur, jólakort og jólamyndir o.m.fl. Tenglana er að finna hér til hliðar.
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minna mann á barnæskuna í desembermánuðum, þegar tónar gamla kanaútvarpssins ómuðu í Reykjavík á allt annan máta, en þungu sálmalögin á gömlu gufunni, sem var auðvitað eina íslenska útvarpsrásin þá.
Og það voru sannkallaðar dýrðar- og hátíðastundir að komast í að horfa á svarthvíta kana -kapalsjónvarpið hjá einhverjum, en það voru nokkuð margir sem áttu sjónvarpstæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir tíma fyrstu löglegu sjónvarpsstöðvarinnar rúv.
Þar sem sjónvörp voru á heimilum, söfnuðust saman ættliðirnir í stofurnar á góðum stundum og gólfrýmið nýtt til fullnustu. Og allir horfðu á ýmisskonar framandi myndaefni birtast á skjánum. Hasarmyndir, gamnamyndir, spennu - og gamanþættir, barnaefni, söng-og dansmyndir ásamt ýmsu fræðsluefni.
Tungumálið var ekki til fyrirstöðu. Það var nóg að fá að horfa á alla þennan fjölbreytileika, sem auðgaði ímyndunaraflið og jafnvel hvatti suma til aukins lesturs.
Löngunar til að fræðast og vita meir um heiminn, sem einhversstaðar var þarna úti langt í burtu frá Íslandsströndum. Já það eru breyttir tímar á litlu eyjunni, sem þótti vera á hjara veraldar, á mótum hins byggilega heims og héldu margir annarsstaðar frá, að við byggjum í snjóhúsum og værum hálfgerðir eskimóar. Þeir eru ekki margir áratugarnir síðan sýn heimssins var þannig á okkur.
Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekki grunaði manni á sínum barnæskuárum, að svo miklar tækni-og framfaraþróun yrði á ekki lengri tíma en orðið hefur. Nú er litla eyjan orðin öllum sýnileg í heiminum á sekúntubroti ásamt upplýsingum frá landnámi til þessa dags, sem vilja um sögu hennar vita og fræðast. Sem og jörð og alheimur er hjá okkur í gegn um netheimana.
Hér er að lokum að finna nokkur gömul og góð jólalög til gamans.
The top 15 christmas songs
The Christmas Song - Nat King Cole
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2011
Búum til betri heim ...
Hátíð ljóssins nálgast nú óðum og einhvern vegin er það nú svo, að frá ári til árs þá hlakkar flestum til þessara hátíðisdaga, en alltof mörgum kvíður þó fyrir þeim og geta ekki notið þeirra sem skyldi, margra hluta vegna.
En flestir allavega hér á landinu okkar fallega geta þó notið ljósanna, sem tindra í skammdeginu og gefa birtu í hjartað.
Um allan heim eru jafnan friðarstundir haldnar og hátíð ljóssins fagnað á einhvern máta þó um ólíka trúarlega og eða aðra nálgun sé um að ræða og er oft gert vopnahlé þar sem stríð ríkir um tíma. Einhver lotning og kærleikur umlykur mannfólkið um stund. En síðan tekur við á ný hverdagsleikinn, strit og stríð.
Viss er ég um, að stór hluti mannkyns óskar eftir að friður og mannfrelsi fari að ríkja, en ófriður, fátækt og misrétti skuli víkja. Og að meiri jöfnun lífgæða sé landa og manna á milli.
Margur ljótleikinn í heiminum er og hefur því miður verið gerður í skjóli eða í nafni trúar og stjórnmála í gegnum aldirnar, sem og eru auðvitað mannanna verk. Þannig er nú það.
Komin er tími á að breytingar eigi sér stað jafnt og þétt, sem móta munu til framtíðar komandi kynslóða, betri heim.
Það má greina, að þær eru þó í raun hafnar og þá sérstaklega nú í kjölfar fjármála-heimskreppunar, sem skall á haustið 2008. Fólk lætur ekki rekast lengur í einhverjum hjörðum, það vill hreinsanir, umbreytingar og réttlæti á mörgum sviðum, það vill ekki stríð heldur frið og að gömul úrelt fjármála-trúar-og stjórnmálakerfi verði felld um koll.
Fólk er orðið æ upplýstara og er í auknum mæli farið að vakna til vitundar um mannlega stöðu sjálf síns, náttúrunnar og heimsmálanna og einnig meðvitaðara um hug sinn, sál og líkama, sem og kallar fram á breytta lífshætti, viðhorf og lífsgildi og gerir þátttöku þess virkari í þjóðfélags- og umhverfismálum almennt.
Breytingar hefjast innra með hverjum og einum. Hver og einn verður að taka á sínum málum, hreinsa til í eigin garði svo unnt sé að sá nýjum friðar-og ljóssins fræjum, sem munu vaxa, dafna og blómstra.
Tökum saman höndum, styðjum og styrkjum þá sem á þurfa að halda hverju sinni. Stöndum ætíð vörð um lítilmagnann. Sameinum þar, sem sundrung ríkir. Stöndum vörð um náttúruna. Njótum hverrar árstíðar og þökkum gjafir þeirra. Finnum frið og gleði í hjörtum okkar.
Og fögnum hátíð ljóssins, sem framundan er hér á norðurhveli jarðar.
" Hátíð ljóssins er að sjálfsögðu fögnuður yfir því að sólin tekur að rísa hærra og hærra með hverjum degi úr hyldýpi myrkursins. Ljósið sigrar myrkrið enn einn ganginn og við getum horft til þess að heimurinn lifir áfram. " (Þessi orð eru fengin af síðu natturan.is )
Ýmislegt annað er fróðlegt að lesa um í greinni um vetrar-og sumarsólstöður, ásamt trúarlegum siðum í hinum ýmsu löndum.
Hjálpum Þeim (Help Them) - Íslenskir Tónlistarmenn
josira
(p.s. á enn í vandræðum með síðustillingarnar, þær hoppa hér sjálfstætt um)
Bloggar | Breytt 6.12.2011 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 123254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði