Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Líkt og sólargeislar, sem létta lund ... eru litlu afleggjararnir okkar

 

Hér er lítð ljóð, sem kom til mín eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barnabarn, sonarsoninn Skúla Frey, en afmælisdagur hans er í dag. Hann er aldarmótarbarn, fæddur 10 mars á því herrans ári 2000.

 

Ömmustrákur

Líkt og fögur perla,
er döggin um stund.
Líkt og sólargeisli
sem léttir lund.
Líkt og augnablikið
sem líður hjá.

Þar sé ég
brosið þitt bjarta.

Að skynja fegurð
í öllu sem er
Sælli maður er sá,
sem það sér.
Innst í hjörtum
allra það býr.
Kærleiksaflið,
sem öllu snýr.

Þar sé ég
brosið þitt bjarta.

 

Skuli_Freyr2

 

 

 

lukka_vikugomul_skuli

 

 

 

SkuliFreyr_sumar1

Og litla ljóðið var ég að reyna að þýða yfir á ensku;

  
Granny’s Boy
 

Like a beautiful pearl

is the dew for a while.

Like a refulgent sunbeam

lighten up your mind.

Like a twinkling of the eye

as it passed by.

 

There I see

your brightly smile.

 

To perceive the beauty

in everything as it is.

A happier person

is the one who its sees

Inside of everyone’s heart it is,

the charity forces, who all turns.

 

There I see

your brightly smile.

   

Þessi yndislegi og efnilegi drengur er einn af mörgum ungum afkomendum þessa lands. Einn af æskuljómunum okkar, sem erfa munu landið og taka við búi þess og stjórnun í komandi framtíð. Ég get ekki neitað því að sárt þykir manni hvernig staðan er orðin hjá þjóðarbúinu í dag og að framtíðin virðist ekki sérlega björt í bili fyrir ungu afleggjarana okkar. En sameinuð getum við eldri kynslóðirnar, enn um sinn barist fyrir réttlátari og heiðarlegri þjóðfélagi og fært meiri birtu og von í farteskið þeirra.

 

 

josira

 


Erum föst enn í sömu dellunni ... ( skítnum )

 

Sennilega þeirri sömu og felldi okkur um koll, hér um árið í hrunadansinum.

Ég er ekki að sjá, finna eða skynja breytingar, sem lofað var að yrðu að veruleika hér í uppbyggingju lands og þjóðar eftir darraðadansinn þann og efnahagshrunið haustið 2008. Ég sé ekki betur en að enn séu það tölurnar haldgóðu ( mannanna verk), sem stjórna og stýra undirliggandi strengjum þjóðfélagssins. Ríkisstjórn, bankar, orku- og olíufyrirtæki halda öllu daglegu lífi, hjá allt of mörgum orðið í gíslingu, með sífelldum hækkunum og álögum allsskonar.

 

shake-down-money

 

Og hinn almenni borgari - alþýðan í landinu sekkur sífellt neðar og er að festast í forarpyttinn, sem fer greinilega stækkandi á ný, því ekki tókst að þurrka hann upp og eyða. Og magnvana almúgurinn hniprar sig saman auðmjúkur og lætur lítt fyrir sér fara í dellu skuggans, sem sogað hefur af þeim mörgum, þeirra eigið húsaskjól.

Og niðurbrotinn lýðurinn bíður eftir, að vonin fylli hug og sál að nýju og auki þrek og þor, ef einhver hugsanleg skíma skildi falla á það. (ljós í myrkrinu) Því loforð voru gefin er kallað var eftir umbreytingum í þjóðfélaginu, að aukið gagnsæi og réttlæti yrði notað og nýtt í hreinsunarferlinu, sem átti að gerast á öllum sviðum og hliðum í draumsýninni um hið nýja Ísland. Sorlegt ferli í raun, því landið okkar fagra hefur okkur allt að gefa með ríkidæmi sínu. Ef réttlæti, samvinna og samhyggð myndu halda um stjórnvölinn.

p.s. hef verið aðeins að hugsa um hvernig þetta blessaða hagkerfi hér funkerar. Hvernig þessi vinkona (vinnukona) fröken Vísitala er reiknuð út, sem mótar svo margt hjá okkur. Hvað er hagstætt að komi fram eða komi ekki fram á útreiknuðum blöðum hennar, hjá þeim er stjórna. Og hin vinkonan (vinnukonan) eða var það frænka einhvers hin svokallaða fröken Verðtryggingi, sem er að ég best veit, aðeins með búsetu hérlendis, hver græðir og hver tapar á hennar útreikningum. Hvaða hlutverki gegnir hún, svo allir tölulegir útreikningar séu sem bestir. O.s.fr. mætti fara um víðan völl og áfram spyrja.

upp

Hef líka verið að leiða hugann af fyrirtækjum, sem halda utan um endurskoðun t.d. eins og PwC, KPMG ásamt öðrum slíkum stórum og alþjóða þekktum nöfnum, sem sjá um ríkisstofnanir, banka, lífeyrissjóði ásamt allsskonar fyrirtækjum og stofnanir, víða um heim. Er eðlilegt að slík stór, gamalgróín fyrirtæki séu með puttana á svo vítækan máta ofan í innviðum ofangreindra viðskiptavina. Endurskoðunarfyrirtækin hafa þá væntanlega allmikla innsýn og vitneskju ofan í kjöl hjá hverju og einu þeirra. Spurning hvort heiðarleikinn, sé heill í gegn hjá þeim gagnvart viðskiptavinum, sem eru t.d. samkeppnisaðillar á einhverjum sviðum.

ancient_business 

Eru þessi sömu endurskoðunarfyrirtæki, enn að störfum, hér fyrir sömu aðila og fyrir hrun. ?

p.s. aftur. Mig bar aðeins af leið í þessum bloggorðum mínum. Þvi ég ætlaði nú eiginlega að skrifa um eitthvað jákvætt, eitthvað uppbyggjandi, eitthvað gott, eitthvað skemmtilegt ... en ég er þá allavega búin að létta af mér þessum vangaveltum, sem sóttu að mér.  

Josira

 


Óhefðbundnar og hefðbundnar lækningar ...

 

 aromatherapy%20theory  aromatherapy1

Ég vil endilega vekja athygli á áhugaverðu námskeiði, þar sem Dr. Erwin Häringer og Margret Demleitner frá Þýskalandi, munu fjalla um algenga erfiða sjúkdóma, sem eflaust margir kannast við, svo sem ;

Vírussjúkdóma eins og inflúensuvírusa og sjúkdóma í kjölfar þeirra, t.d. lungnasjúkdóma, (samanburður við) Spænsku veikina (H1N1), R.S.-vírus, Streptococcus aureus, Einkirningasótt (mononucleosis infectiosa), Staphylococcus aureus MRSA, Gigtarsjúkdóma og breytileika þeirra.

Og hvernig t.d. unnt sé að vinna á þeim með náttúrulegum aðferðum. Góð og gagnleg vitneskja fyrir alla. Bæði heima fyrir og í heilsugeiranum  ...

page25_1

Dr. Erwin Häringer er doktor í þremur fögum, heimilislækningum, lífeðlisfræði og heimspeki. Hann er starfandi heimilislæknir í Munchen og hefur allt frá 1967 unnið að rannsóknum á  áhrifum ilmolía úr jurtum. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra f.h. læknafélagsins í Bæjaralandi og hefur verið ráðgjafi samtaka og fyrirtækja í Þýskalandi á sviði plöntu- og jurtafræði.

--- 

Hann hefur kennt læknanemum bæði heimilislækningar og meðfram ilmolíufræði. Hann fer um Evrópu og kennir einnig þar á sjúkrahúsum. Hann er eftirsóttur fyrirlesari. Hann hefur m.a. ritað fjölda vísindarita um liti og ilm, þar á meðal um litaljósalækningar. Hann var einn af stofnendum” Forum Essenzia” og hefur verið þar heiðursfélagi. Hann hefur verið kennari Lífsskólans Arómatherapyskóla Íslands frá 1999 og byggist kennsla skólans á þekkingu hans.

33200

Margret Deimleitner er sérfræðingur í náttúrulækningum með lokapróf í “naturpractic”, með ilmolíumeðferð sem sérsvið. Hún er iðjuþjálfi og hefur starfað í 26 ár við háskólasjúkrahúsið í Munchen bæði sem iðjuþjálfi og ilmolíufræðingur. Hún hefur nú látið af störfum þar og vinnur sjálfstætt um alla Evrópu við kennslu og fyrirlestra. Hún hefur gefið út bók um efnafræði ilmolía ásamt prófessor í efnafræðum. Hún var einn af stofnendum “ Forum Essenzia”, sem eru þýsk ilmolíumeðferðarsamtök. Hefur hún verið aðstoðarformaður frá upphafi en hefur nú látið af störfum þar. Margret hefur mikla reynslu í gæðavottun ilmolía. 

---

Margret og Dr. Erwin hafa lagt grunninn að þeirri kennslu sem nú fer fram í Lífsskólanum um ilmolíumeðferð sem byggist á nýjustu rannsóknum. Sjúkdómafræðikennslan byggir á reynslu þeirra og nýjustu  vísindarannsóknum.

--- 

Námið fer fram í Lífsskólanum - Aromatherapyskóli Íslands

12. og 13. mars 2011 frá kl 9 til 17 báða dagana

að Vesturbergi 73, 111 RvK, s: 5577070   Lifsskolinn@simnet.is 

 

Lifsskolinn_Namskeid

Virkilega verðugt að skoða allt það sem hjálpar til við forvarnir og lækninga, á þessum pestum og vírusum, sem sífellt eru að aukast og eflast.

josira


Tengja hvítblæði dótturinnar við rafmagnið: Skilmálunum breytt eftir greiningu svo að lítið bar á.

 

Ljósgjafar

Þessi fyrirsögn greinar í Pressunni í dag vakti áhuga minn, enn og aftur á kvillum og sjúkdómum, sem tengjast eða réttara sagt rekja megi til rafmagns. Sem og hefur verið rannsakað og viðurkennt til margra ára erlendis. En hægt gengur hérlendis. Finnst mér að Geislavarnir ríkissins og orkufyrirtækin hér ættu að rannsaka þessar neikvæðu hliðar rafmagnssins til hlítar.

 Stjórnvöld þurfa einnig að vera á vaktinni með allar niðurstöður varðandi þessar alvarlegu hliðarverkanir rafmagns. Því þá þarf að kanna með staðsetningu bygginga, t.d. leikskóla, skóla, sjúkrahúsa og íbúðahverfa, með tilliti til spennistöðva og jafnvel jarðarára. Til að fyrirbyggja ýmisskonar heilsuvandamál og alvarlega sjúkdóma.

Við íslendingar ættum auðvitað að standa fremstir á sviði rannsókna á þessum sviðum. Þar sem raforkuverin okkar og framleiðsla rafmagns fléttast inn í lokkar daglega líf á margvíslegan máta.

 

Rafsól

Eldri skrif mín um rafmengun – rafsegulsvið  (það sem ég fann á íslensku)

Og hér má lesa á ensku, slóðir, sem ég fann áðan á netinu:

Childhood leukaemia risk doubles within 100 metres of high voltage power lines 

Too much EMRis bad for your health.

EMR has been linked to:

Childhood leukemia

Cancers

Miscarriage & adverse pregnancy outcomes

CataractsSterility

Alzheimer's disease

Chemical sensitivity

Chronic fatigue

Multiple sclerosis

Heart disease

Other effects include;

dizziness, tingling, buzzing in the ears, confusion, memory loss, and brain damage. 

“At one time, it was believed that low-level magnetic fields were not harmful, but scientists now agree that ELF fields are indeed hazardous to human health. They are now considered “probable carcinogens,”

and have been

linked to cases of childhood leukemia, lymphoma and other health conditions.” 

It concludes that the existing standards for public safety are completely inadequate to protect your health. The report includes studies showing evidence that electromagnetic fields can:


-Affect gene and protein expression (Transcriptomic and Proteomic Research)
-Have genotoxic effects – RFR and ELF DNA damage
-Induce stress response (Stress Proteins)

 

Mér finnst þetta vera háalvarleg mál og ætti að setja í forgang með rannsóknir á þessu öllu og virkja t.d. þá menn, sem hafa á liðnum árum verið að mæla og hanna tæki og tól til hjálpar fólki, til samstarfs við Geislavarnir ríkissins og orkufyrirtækin.

josira


Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 123251

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband