Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Þjóðhátíðardagurinn okkar ... 17 júni

 

Iceland_banner  Skjaldarmerki

Til hamingju kæra þjóð, með þennan fallega þjóðhátíðardag okkar íslendinga, 17 júni.

Sem einnig er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, fræðimanns, frumherja og brautryðjanda fyrir land og þjóð, kallaður forseti " Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur " Og í dag eru nú 200 ár frá því hann fæddist.

Stöndum ætíð vörð um landið okkar verðmæta, láð þess og lög.

thjodfundur_230609

 

Hér má fræðast aðeins um þann merka dag, í lífi litlu, en stórhuga þjóðarinnar 17 júni 1944.

Saga Íslenska Lýðveldissins á vef. ruv. 

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, sem gildi  tók 17. júní 1944

Embætti forseta var stofnað með lýðveldisstjórnarskránni

Lýðveldisstofnunin . Saga Íslenska fánans og skjaldamerkisins .

Og úr " Söngvum helguðum þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní 1944"

island

Hver á sér fegra föðurland

leabul1e  

Hver á sér fegra föðurland,

með fjöll og dal og bláan sand,

með norðurljósa bjarmaband

og björk og lind í hlíð?

Með friðsæl býli, ljós og ljóð,

svo langt frá heimsins vígaslóð.

Geym, drottinn, okkar dýra land

er duna jarðarstríð.

                   

leabul1e

Hver á sér meðal þjóða þjóð,

er þekkir hvorki sverð né blóð

en lifir sæl við ást og óð

og auð, sem friðsæld gaf?

Við heita brunna, hreinan blæ

og hátign jökla, bláan sæ,

hún unir grandvör, farsæl, fróð

og frjáls - við ysta haf.

                  

leabul1e

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,

um eilífð sé þín gæfa tryggð,

öll grimmd frá þinni ströndu styggð

og stöðugt allt þitt ráð.

Hver dagur líti dáð á ný,

hver draumur rætist verkum í

svo verði Íslands ástkær byggð

ei öðrum þjóðum háð.

Svo aldrei framar Íslands byggð

sé öðrum þjóðum háð.

                    

leabul1e

Höf:  Hulda skáldkona ( Unnur Benetiktsdóttir Bjarklind )

leabul1e 

holtasoley%20copy

LAND MÍNS FÖÐUR

Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi,
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.

Hvíslað var um hulduland
hinst í vestanblænum,
hvítan jökul, svartan sand,
söng í hlíðum grænum.
Ýttu þá á unnarslóð
Austmenn, vermdir frelsisglóð,
fundu ey og urðu þjóð
úti´í gullnum sænum.

Nú skal söngur hjartahlýr
hljóma' af þúsund munnum,
þegar frelsisþeyrinn dýr
þýtur í fjalli og runnum.
Nú skal fögur friðartíð
fánann hefja ár og síð,
varpa nýjum ljóma' á lýð
landsins sem vér unnum.

Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum,
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu íss og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki,ung og frjáls,
undir norðurljósum.

Höf; Jóhannaes úr Kötlum

 

 

Gleymmerei08vefur1-2

 

Síðan er hér stórgóð grein eftir, Jón Aðalstein Jónsson, sem segir allt, sem segja þarf um framtíðarsýn Íslands. Gleðilega Þjóðhátið (mig dreymir líka)

leabul1e  

Ég vil fara að sjá að draumurinn um hið nýja Ísland, fari að rætast. sem byggist á góðum mannlegum grunni, þar sem, raunsæ stjórnun, samkennd, mannfrelsi, friður og réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja.

leabul1e 

Eigið góðan dag, sem og alla aðra.

josira

 

 

Náttúruvísindi, stjörnuspeki og náttúruhamfarir ...

 

natural-disasters-list 

Afstaða stjarnanna fyrir og eftir t.d. stóra jarðskjálfta, flóð og eldgos eru verðug verkefni að skoða, spá og spegluera í. Við gætum eflaust lært enn meir af náttúrinni og skilaboðum hennar til okkar á svo margvíslegan máta og jafnvel til viðvörunar í tíma áður en slík vá gerast.

naturalScience mynd12

Þessi fræði ættu auðvitað að skarast saman í námi. Eins og t.d. í Náttúruvísundum ætti að bætast við undirflokka hennar, stjörnuspeki og hafa saman með; jarðeðlisfræði og stjörnufræði.

cosmos astrology-nd-belief

Þá myndu jarðeðlisfræðingar, stjarnvísindamenn og stjörnuspekingar vinna saman og gætu borið bækur sínar og vitneskju saman, jöfnum höndum og þá í samvinnu og sameiningu komið fram áríðandi viðvörum til þeirra staða eða landa, sem hætta væri á að eitthvað færi að gerast.

Einnig væri athugandi að hin vestrænu læknavísindi tækju upp stjörnuspeki í sínu námi, því vitað er frá fornu fari, að afstaða stjarnanna hverju sinni hafa áhrif á hegðun og líðan mannanna jafnt, sem og annara lífvera hér á móðir jörð.

440 árum fyrir krist, mælti Hippocrates, “ Læknir á vitneskju um stjörnuspeki hefur ekki rétt á að kalla sig lækni “   Hippócrates var forngrískur læknir, oft kallaður faðir læknisfræðinnar og er Hippókratesareiðurinn (lækniseiðurinn) kenndur við hann.

Allt um Hippokrates (bjöguð þyðing af google) og síðan ákaflega stutt á íslensku.

 

josira

 


Draumsýn ...

edmund_dulac_princess_and_pea

Vaknaði í fyrrinótt við draum, sem situr í mér. Man ég þó einungis bláendann á honum, sem er á þessa leið;

Mannmergð er að berjast fyrir lífi sínu í ölduróti vatns eða sjó, Birtist þá stærðarinnar blóm yfir höfði þeirra, sem geislaði ljósi-ljóma frá sér. Fannst mér í augnablik svona í fjarlægð séð, að þetta væri rós, en samstundis breyttist hún í Lótusblóm. Vatn streymdi undan Lótusblóminu niður yfir fólkið. Og reyndi fólkið, sem lengst var frá, að synda að því.

Það einkennilega var, að ég sá gleði og bros færast yfir andlit fólkssins, við þetta. Líkt og óttinn, sem áður hafði heltekið þau, hefði verið svipt í burtu.

Og þarna vakna ég.

shining_lotus_jpg_w180h175

Þegar ég fer að hugsa um hvaða merking gæti legið í draumnum þá finnst mér, að sýnin hljóti að tengdist til austurlanda. Því lótusblóm eru mikil tákn (symbol) og samofin menningum landanna í austri.

Það leiddi huga mínum að hvort flóðalda-bylgja væri að fara að skella á eða yfir svæði þar, en að allflestu fólkinu yrði bjargað.

Samt finnst mér jafnvel önnur merking liggja að baki draumnum. Gæti aukin vitundarvakning verið á leiðinni til vestus frá austri, sem ljósi lýsir á lífssins veg í ölduróti hugans. ! (sem stillir strengi, gleði gefur og veitir von hið innra) 

Á vissan hátt má segja, að í hinum vestræna heimi, sé undirliggjandi bylgja til breyttra lífshátta og lífsviðhorfa nú þegar hafin, sem leitt hefur til hollari og heilbrigðari lífsstíls á marga vegu.

image_035

Sem og tel ég, að megi rekja til aldagamalla austrænna hefða, sem þekking liggur í til jafnvægis hugar, sálar og líkama, sem og leiðir til vitneskju og vitundar manna um sjálfa sig og tilgang lifs síns, hverju sinni. 

MillenniumTree

Að læra að þekkja sjálfan sig og takast á við kosti og galla sjálfs síns í gleði og sorg lífssins er mesta verkefni, sérhvers manns tel ég vera.

flower_of_life

Hér má lesa um merkingu rósar, lilju og lótusblóma; (enska) Bjöguð ís. þýðing frá google;

josira


Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband