Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
5.12.2011
Búum til betri heim ...
Hátíð ljóssins nálgast nú óðum og einhvern vegin er það nú svo, að frá ári til árs þá hlakkar flestum til þessara hátíðisdaga, en alltof mörgum kvíður þó fyrir þeim og geta ekki notið þeirra sem skyldi, margra hluta vegna.
En flestir allavega hér á landinu okkar fallega geta þó notið ljósanna, sem tindra í skammdeginu og gefa birtu í hjartað.
Um allan heim eru jafnan friðarstundir haldnar og hátíð ljóssins fagnað á einhvern máta þó um ólíka trúarlega og eða aðra nálgun sé um að ræða og er oft gert vopnahlé þar sem stríð ríkir um tíma. Einhver lotning og kærleikur umlykur mannfólkið um stund. En síðan tekur við á ný hverdagsleikinn, strit og stríð.
Viss er ég um, að stór hluti mannkyns óskar eftir að friður og mannfrelsi fari að ríkja, en ófriður, fátækt og misrétti skuli víkja. Og að meiri jöfnun lífgæða sé landa og manna á milli.
Margur ljótleikinn í heiminum er og hefur því miður verið gerður í skjóli eða í nafni trúar og stjórnmála í gegnum aldirnar, sem og eru auðvitað mannanna verk. Þannig er nú það.
Komin er tími á að breytingar eigi sér stað jafnt og þétt, sem móta munu til framtíðar komandi kynslóða, betri heim.
Það má greina, að þær eru þó í raun hafnar og þá sérstaklega nú í kjölfar fjármála-heimskreppunar, sem skall á haustið 2008. Fólk lætur ekki rekast lengur í einhverjum hjörðum, það vill hreinsanir, umbreytingar og réttlæti á mörgum sviðum, það vill ekki stríð heldur frið og að gömul úrelt fjármála-trúar-og stjórnmálakerfi verði felld um koll.
Fólk er orðið æ upplýstara og er í auknum mæli farið að vakna til vitundar um mannlega stöðu sjálf síns, náttúrunnar og heimsmálanna og einnig meðvitaðara um hug sinn, sál og líkama, sem og kallar fram á breytta lífshætti, viðhorf og lífsgildi og gerir þátttöku þess virkari í þjóðfélags- og umhverfismálum almennt.
Breytingar hefjast innra með hverjum og einum. Hver og einn verður að taka á sínum málum, hreinsa til í eigin garði svo unnt sé að sá nýjum friðar-og ljóssins fræjum, sem munu vaxa, dafna og blómstra.
Tökum saman höndum, styðjum og styrkjum þá sem á þurfa að halda hverju sinni. Stöndum ætíð vörð um lítilmagnann. Sameinum þar, sem sundrung ríkir. Stöndum vörð um náttúruna. Njótum hverrar árstíðar og þökkum gjafir þeirra. Finnum frið og gleði í hjörtum okkar.
Og fögnum hátíð ljóssins, sem framundan er hér á norðurhveli jarðar.
" Hátíð ljóssins er að sjálfsögðu fögnuður yfir því að sólin tekur að rísa hærra og hærra með hverjum degi úr hyldýpi myrkursins. Ljósið sigrar myrkrið enn einn ganginn og við getum horft til þess að heimurinn lifir áfram. " (Þessi orð eru fengin af síðu natturan.is )
Ýmislegt annað er fróðlegt að lesa um í greinni um vetrar-og sumarsólstöður, ásamt trúarlegum siðum í hinum ýmsu löndum.
Hjálpum Þeim (Help Them) - Íslenskir Tónlistarmenn
josira
(p.s. á enn í vandræðum með síðustillingarnar, þær hoppa hér sjálfstætt um)
Trúmál og siðferði | Breytt 6.12.2011 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið vildi ég; að hægt væri að sameina trúarbrögð- (stefnur) heimssins. Því eigi er víst hægt að leggja þau niður, þó hjá allflestum þeirra séu undirót af valdabaráttu, spillingu ýmisskonar og ófriði manna á millum og heilu þjóðana í gegnum aldirnar þar að finna ...
Mikið vildi ég; að hægt væri að taka fram, samstilla og leggja áherslu á þau lífsgildi, sem er að finna í allflestum trúarbrögðum-(stefnum), sem snúa að friði, kærleika, fyrirgefningu, mannúð, andlegri og líkamlegri heilsu og geta haft að sameiginlegu leiðarljósi og veganesti út í lífið ásamt því að læra að elska, virða, vernda og lifa í jafnvægi við sjálfan sig og aðrar manneskjur, lífríki náttúrunnar, móðir jörð og alheim allan ... finna og upplifa ljóssins leið ...
nokkur lífsspeki - eða heilræðisorð mín, sem mig langaði hér fram að færa;
Innsigluð í vitund okkar, er þráin eftir leit að sannleika lífssins ...
Vegur sannleikans leiðir okkur, að uppruna okkar ...
Innst í hjörtum allra það býr. kærleiksaflið, sem öllu snýr ...
Verkir í lífsins þrautargöngu, verða okkur síðar til góðs er vitund okkar vaknar ...
Er vitund okkar vaknar, sameinast hugur, líkami og sál ...
Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð, áhrif hefur á alheim og jörð ...
Andans auður er dýrmæt perla ...
josira
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þetta eru eflaust spurningar sem allflestir spyrja sjálfan sig, einhvern tíma einhversstaðar og einhvern tíma á blessaðri lífsleiðinni...
Hvað er raunverulegt ? Er yfir einhver tilgangur með lífinu ? Um hvað er tilveran ?
Endalaust er hægt að spyrja...
Mátti til með að deila með ykkur virkilega áhugaverðum myndböndum tengdu þessum hugleiðingum...
Þar er eflaust mörgum spurningum svarað hjá sumum, en munu kannski vekja upp hugleiðingar hjá öðrum...
En ég er viss um að þig mun langa til að horfa á þetta nr.1 til enda og svo það næsta osfr.What The Bleep Do We Know (1 of 12)
http://www.youtube.com/watch?v=aUL_0E305v4
Önnur útgáfa; nokkuð skemmtileg byrjun...mæli með henni...
What the bleep do we know? Down the rabbit hole. part 1
http://www.youtube.com/watch?v=tSk51Lp-vHU
( hafðu þökk fyrir, Inga )
josira
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009
Dalai Lama friðarleiðtogi...
Það hefur nú örugglega ekki farið framhjá mörgun hér á Íslandinu,
hina síðustu daga að Dalai Lama hinn merki friðarleiðtogi er hér staddur.
Mig langaði nú bara að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og
unnið að þessum stórkostlega viðburði,
Þar sem stjórnvöld starfa í sameiningu en ekki í sundrungu.
Þar sem friður ríkir en ekki stríð.
En það var allavega gott að eitthvað af ráðamönnum þjóðarinnar
sáu að sér og buðu honum til Alþingis í dag...
Það er bæði heiður fyrir okkur, friðarþjóðina í norðri að fá hann í heimsókn.
Dalai Lama í Alþingishúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dag einn í vetur hjúfraði ég mér niður í stól,
inní stofu og var ákaflega langt niðri.
Yfirþyrmandi depurð, sorg og margþætt innri vanlíðan,
sem safnast hafði upp á töluvert löngum tíma,
var við það að yfirbuga mig... andlega og líkamlega.
Allt í einu fannst mér einhver standa mér við hlið,
( en ég var ein heima )
Ég hélt augunum lokuðum, en ég hafði verið grátandi.
Fannst mér ég þó horfa á bjarta veru, sem engill væri.
Skynjunin eða sýnin var mjög skýr.
Ég fann er hún snerti mig og á þeirri stundu var sem eitthvað
undursamlegt gerðist. Það er vart hægt að lýsa því með orðum...
vildi að ég gæti það með tónum...eða litum...
Það var sem við hefðum tjáskipti í huganum, en ekki upphátt í tali.
En samt þurfti ég ekkert að segja, því hún vissi allt...
Um líkama minn flæddi vellíðan, hlýja, kærleikur og það var sem öll
vanlíðanin hyrfi á brott. Ég fann að ég brosti og hjarta mitt fylltist
af þakklæti til þessarar dásamlegu veru og ég fann vonina vakna.
Hversu langan tíma sem þessi magnaða upplifun átti sér stað,
get ég ekkert sagt um, var það sekúnda !, mínuta ! hálftími !
Tíminn er svo afstæður... stundum er líkt og hann standi í stað eða
þá hreinlega að hann sé tímalaus...Svo allt í einu var hún farin...
en ég vissi að hún yrði mér ætíð nálæg, þyrfti ég hennar með...
Stuttu eftir að ég var búin að jafna mig og finna allan þennan léttleika
sem umvafði minn hug, sál og líkama, greip ég penna og blað og
skrifaði lítið ljóð, um verndarengilinn minn guðdómlega.
Þessa fallegu mynd hér fyrir neðan, fann ég á netinu...
Ljóshærður engill,
hún leit til mín
með tímalausum,
tindrandi augum.
Hún sagði ekki neitt,
því hún vissi allt
ekkert þurfti að segja.
Blíðlega, hún strauk
minn augnahvarm,
Sem votur var
af tárum sálar minnar.
Sorgin svo mikil,
máttvana ég var.
Svo buguð og brotin,
sem líflaust skar.
Kyssti hún mig
síðan, létt á kinn
og ljúfleika
um mig vafði.
Hjarta mitt fylltist
af gleði og von.
Er friðinn og kærleikann
frá henni fann.
Á þeirri stund
er stóð, hún hjá mér
mildi og ástúð
bar með sér.
Sérstök sæla
um mig rann
og raunir allar hurfu.
Ég viss var um það
að engill hún var.
Send af himni,
hjálp til min bar.
Hún sagði ekki neitt,
því hún vissi allt
ekkert þurfti að segja.
Hún ætíð verður
nú, mér við hlið,
englamærin bjarta.
Vekur von
og veitir styrk,
lífsgleði í mitt hjarta.
josira
Flest okkar hafa eflaust eitthvað fengið að heyra um engla, sem börn...
það var eitthvað blítt og gott sem fylgdi þeim frásögnum...
í gegnum barnsbænirnar og fallegu myndirnar...
verndartilfinning í hjartað...
En svo dofnar oft yfir minningarnar í öllum lífshraðanum og þær fjarlægast.
Og við gleymum hversu gott er að geta leitað,
innra með okkur að ljósinu sem þar býr.
Sem gefur trú, von og kærleik
og tengist einhverju æðra og meira,
en við getum skilgreint eða skilið fullkomlega,
nema hver fyrir sig...
Nú bið ég engla og vætti í guðdómlegri orku,
að umvefja landið okkar, vernda og blessa,
íbúa alla og náttúru þess.
Og hjálpa hverjum og einum að nálgast
sín andlegu auðævi...
josira
Við erum aldrei ein, hjálpin er nær en margur heldur...
og getur birtst á hina ýmsu vegu...
Trúmál og siðferði | Breytt 11.5.2011 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008
Fiðrildi og ferðalög...
Í gær var mér svo mikið hugsað til fiðrilda...svo ég ákvað að skrifa pínulítið um þau hér.
Ég hef ætíð verið heilluð af fiðrildum svo lengi sem ég man...margbreytileika og litafegurð þeirra og hvernig þau þroskast og umbreytast...
Hér má finna heilmikinn fróðleik um þau á ensku.
Á margan hátt geta þau táknað þroska og umbreytingu sem við mannfólkið förum í gegnum á lífsleiðinni...t.d. breytingu á lífsháttum og lífsviðhorfum...byrja upp á nýtt segjum við...finna frelsið innra með okkur, sem ber okkur á nýjar slóðir...í lífsgleði og fegurð...Það er líklega það sem við mannkynið þörfnumst; umbreytinga...á öllum sviðum frá öllum hliðum...
Og gaman er að geta þess að það er til mjög sérstakt fjall í Sri Lanka, sem kallast;
Fiðrildafjall ...einnig Adamsfjall og Sri Pada ;þar sem fólk fer í pílagrímsferðir og sameinast undir mörgum trúarbragðastefnum...
Og fyrir þá sem hafa áhuga á að forvitnast eitthvað um tákn ( symbol ) dýra
er gaman að skoða þessa síðu...
Og til þeirra sem vilja breytingu í lífið og meiri lífsgleði er kjörið t.d
eigið góðan og bjartan dag.. josira
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007
Að vakna...
Dag einn fyrir mörum árum síðan varð ég fyrir sterkri upplifun eða uppljómun um lífið og tilveruna, á nokkuð hverstaklegum stað...við eldhúsborðið heima hjá mér á miðjum degi...Og því fylgdi samsvörun í minni sál eða samhljómun...Langaði bara að deila þessari reynslu minni, hér með þér ...
Að vakna.
Æðri máttinn, þú finnur víða
vaknaðu, ekki lengur bíða.
Njóttu alls, sem lífið þér gefur
gjafmildi þess, sálina gleður.
Vitund vaknar, á þeim degi
er ljósið þú finnur, á lífsins vegi
Vegsemd slík, verðmæt er
varðveita skalt í jarðvist hér.
Er vitundin vaknar sameinast hugur, sál og líkami... Allt hefur verið sagt áður, sem sagt er... Allt hefur verið til áður, sem til er...
Er ég sat við eldhúsborðið og hugsaði um lífið og tilveruna, dag einn fyrir margt löngu síðan var sem skyndilega ég upplifði að ég væri einungis einhver pínulítil minnsta fruma í líkama hins Guðdómlega Skapara alls sem er og að allt í alheimi væri það einnig. Að hver manneskja væri sem minnsta öreind í líkama Almættisins, sem og hver ögn í alheimi öllum.
Og að hver hugsun og hver gjörð hefur áhrif á framvindu Alls sem er. Líkt og ein minnsta neikvæða frumeind í líkama mannsins getur haft neikvæð áhrif á þá næstu svo úr verði meinsemd, sem viðkomandi þarf að vinna á. Eins er með hugsun og gjörðir. Rifrildi og úlfúð í fjölskyldu getur haft stórskaðleg áhrif á fjölskyldumeðlimi, andlega og líkamlega...
Og enn stækkar meinsemdin, ef farið er útí þjóðfélög. Þar sem græðgi, hatur eða svartnætti ríkir í neikvæðum huga mannsins og lægri hvatir hans ráða ríkjum sem og birtast í formi allskonar fíkna t.d. eiturlyfja, drykkju, áhyggjna, ásamt ýmsum líkamlegum kvillum og afleiðingarnar verða, óhamingja, fátækt, sjúkdómar, ofbeldi, skuldir og í sumum þjóðfélögum eru stríðshörmungar afleiðingar margra ára og jafnvel margra alda trúarvaldabaráttu og valdagræðgi. Og neikvæð orka ræður ríkjum á öllum þessum stöðum
Í kjölfar þessa alls reynir Móðir jörð að hrista af sér þetta þunga ok, svo úr verða náttúruhamfarir. Hún vill halda heilsu eins og hver manneskja vill. Því hún er enn ein lífveran í hópi allra hinna í þessum heimi...
Skilningur mannsins verður að opnast, að við mannkynið lifum hér og nú og erum tengd orku jarðar og alheims og þar með sömu vitundinni. Við erum ljóssins börn á andans leiðum, en í fjötrum hins jarðneska líkama, sem er um stund bústaður til þroska. Sem mun kenna okkur að andinn sé húsbóndi holdsins, en holdið ekki húsbóndi andans...
Og þegar við lærum að elska okkur sjálf og virða öðlumst við jafnvægi hugar, sálar og líkama og gefum það frá okkur út í samvitundina. Við berum öll í okkur öfl ljóss og myrkurs og þroski okkar felst í því að læra að þekkja muninn. Oft þarf að upplifa hið svartasta sálarmyrkur á lífsgöngunni til að uppgvöta og finna lýsandi birtu ljóssins, sem kyndill kærleikans hið innra ber, ásamt krafti fyrirgefningarinnar...
Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Og hver uppsker eins og hann sáir...
Þennan sannleik má finna í flestum trúarbrögðum heims og kenningum, sem oft eru túlkuð mismunandi á mannlega vegu, en hver og einn verður að veginum hið innra. sem og mun að lokum leiða til upprunans, tengingu æðra sjálfsins, til hins Guðdómlega Skapara...
Í vitund mannsins býr öll viska alheims, því að í hverjum lífsneista er frá Almættinu kemur, er Hann einnig. Allir eru af sama meiði, hinn hæsti og hinn lægsti, og eru því sama heildin...
Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Þannig að hver agnarögn hefur sínu hlutverki að gegna í lífhringrás Skaparans.
Og er við finnum leiðina bætum við í hið Guðdómlega ljós samvitundarinnar, með frið, kærleika og fyrirgefningu hér á Móðir jörð og um leið og allt það neikvæða, fær að víkja fyrir því jákvæða fær hún aftur að slá í takt við hljómkviðu og í jafnvægi alheims og verður lyft í ljósið þar sem henni er ætlaður staður og hún verður sú Guðdómlega Móðir, sem henni er ber að vera...
Þyrnum þakinn er oft vegur lífssins, en þegar sú þrautarganga er að baki, er yndislegt að anda að sér hinum höfga ilmi, er stígur upp frá rósinni og þá skynjum við fegurð kærleikans, sem er leið sannleikans...
Leiðin hið innra með okkur... Leiðin til ljóssins... Leiðin til sameiningar...Leiðin til Guðdómssins...
josira
p.s. hafði að hluta til birt þetta í öðrum skrifum hér fyrr, en færði það hingað...ásamt söngnum hans Declan Galbraith. Sjáið og hlustið á þennan magnaða strák...
Declan - Tell Me Why - a children's tribute
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.11.2007
Afmælisganga...
Fór í bænagönguna á afmælisdaginn minn þann 10 nóv. ásamt ungum frænda. Ákvað að fara án allra fordóma til að styðja málefnið ; að ganga saman í einingu og biðja gegn myrkrinu...sem birtist okkur í svo mörgum myndum og mynstrum...á Íslandinu í dag, svo og annarsstaðar í heiminum öllum...
Án fordóma þá meina ég, að ekki eigi að skipta máli hvaðan gott kemur...þessi ganga hefði þess þess vegna getað verið í nafni hvers sem var; trúleysis eða einhverrar annarar trúarbragðastefnu...
Svona baráttu-eldmóður er nú eiginlega öfundsverður og ætti að vera hvatning öllum sem vantar kjark og þor til að ljá máls á sínum hugar-og hjartans málum...Hver þó sem þau eru. Öllum eru allir vegir færir, ef viljinn er fyrir hendi...segi ég nú bara...Það magnaðasta var að sjá gamla biskupinn okkar, Sigurbjörn Einarsson standa í ræðupúltinu orðinn 96 ára, ótrúlegur háaldraður baráttumaður hinnar lútersku íslenskrar kirkju, sem flest okkar hafa alist upp við.
Ég ber mína barnstrú í mínu hjarta...hún í rauninni tengist ekki neinni ákveðinni trúarstefnu...hef uppgvötað það nú á síðustu árum...
Og hefði ég verið uppá miðöldum, með minn skilning og mína skynjun á lífinu í dag og tjáð, hefði ég sennilega verið brennd á báli fyrir villutrú...
Á unglingsárunum mínum upplifði ég að einhverju leiti trúleysi. Hafði ég þó afar mikla trú sem barn, gat ekki sofnað nema segja bænirnar mínar og jesús besti vinur barnanna var minn einlægi vinur, gat talað við hann um allt sem ég þurfti og ef mikið lá að, þá við Guð sjálfan.
En síðan missti ég trúna á Guð...hætti að trúa á einhvern persónugerðan gráhærðan öldung sem á að sitja í hásæti uppá himni og stjórna þaðan hver fer til himna eða helvítis eftir dauðan...fannst hann ekki vera lengur góður né rérttlátur heldur vondur og óréttlátur að láta allt það slæma gerast í heiminum...t.d. stríð, hungur, fátækt og allra handa óhamingju
og ég lét minn besta barnæskuvin hverfa með trúmissinum...
Síðar breyttist skilningur minn og upplifun Það eru mannanna verk í nafni allsskonar trúarstefna, mannanna afbakaðar túlkanir á trúarbrögðum og trúarstefnum. sem orsaka stríð og valdabaráttu sem viðhalda þessum mannlegu hörmungum ( þroskavitund viðkomandi þjóða )
það er stundum erfitt að vera umburðarlyndur og virða trúar-brögð annara og stefnur, sem margar kynslóðir manna hafa alist upp við og eru hreinlega þeim í blóð borin...sem sífellt þurfa að hefna bróður-systur-föður-móður og annara áa frændgarðs-harma...Líkt og var með víkingana forðum daga, okkar forfeðra-og mæðra hér á Íslandinu litla...Og ekki var nú fagur vegur kristninnar á miðöldum t.d í Evrópu...blóði drifinn með valdatökum í nafni Krists...sannlega ekki það sem bjó i hans boðskap á sínum tíma...Var það annars ekki friður, kærleikur og fyrirgefning...?
Og hvað skyldu vera margar kirkjur og kirkjudeildir t.d. bara hér á Íslandi í dag sem teljast til kristinnar trúar, en eru með sínar túlkanir, mismunandi áherslur og sínar stefnur sem eiga að teljast þær einu réttu...en hafa þó sömu bókina að lesa í leiðsagnar og fara eftir. Biblíuna..
Margar pælingar í litlum kolli kellu þessa stundina...
En á ögurstundum í lífi mínu síðar hafði ég samt þörf fyrir að biðja um hjálp til einhvers-eitthvað þarna úti í alheiminum einhvers-eitthvað æðra ofar öllu einhvers-eitthvað sem ég fann fyrir að hjartað kallaði til Og ég held að allflestir finni í sínu hjarta, þó jafnvel sá eða sú kalli sig trúleysingja, til þarfar einhvern tíma ævi sinnar, í vanmætti sínum, til að leita til einhvers sem æðra er...
Það er einhver innbyggð samsvörun, einhver tenging við eitthvað sem kallar, sem hefur og gefur ljós í myrkri, von, vernd, traust, trú, kærleik, og styrk, sem er svo gott að finna fyrir og vita af, að eftir hverjum stormi á lífssins ólgusjó kemur aftur logn og heiðríkja Og að einhver tilgangur sé í þessu blessaða lífi, sem oft virðist vera svo harður skóli
Ætli það sé ekki bara tilgangur-lífsverkefni hvers og eins að taka á kostum og löstum sjálfs sins, hverju sinni
Hver vill sína sælu hafa, eða sinn djöful að draga
Vinna að því að læra að þekkja sjálfan sig frá öllum hliðum á öllum sviðum Og að lifa hér og nú í núinu, sem sannastur við sjálfan sig og í samhljómi náttúru og alheims T.d. gera betur í dag en í gær í markmiðum sínum. Stefna frá lífi sjálfsblekkingar í átt til meiri sjálfsþekkingar og betri sjálfsræktar og mannræktar...
Hætta að dæma sjálfa sig og aðra. Læra af því neikvæða í fari okkar og annara og umbreyta í jákvæðara viðmót og viðhorf Þegar við lærum að elska okkur sjálf, getum við ekki annað en elskað náungan og náttúruna alla og sendum þau skilaboð út í sköpunina sjálfa, alheiminn og þá samvitundina, sem endurspeglar og sendir til baka það jákvæða eða það neikvæða sem býr í hverri hugsun og gjörð
Kannast ekki flestir við þessar svokallaðar, hefðbundnu ;
dauðasyndirnar 7 og höfuðdyggðirnar 7 ?
( hef þó einhvern grun um að þær séu fleirri, jafnvel 12, á eftir að finna útúr því )
Það er nú heilmikið sem býr í hverju orði fyrir sig, ærið verkefni að spá og spegluera í, finna kannski út hvar maður stendur gagnvart þeim
Grægi, Dramb, Óhóf, Öfund, Reiði, Losti og Leti...og þá Viska, Hófstilling, Hugrekki, Réttlæti, Von, Trú og Kærleikur...
Og að auki til gamans má nefna hér, að gerð var könnun á vegum Gallup árið 2000 á því hvað Íslendingar meti helst í eigin fari og annarra. Sem og reyndust vera þessi orð og mætti svosum kalla, að séu hinar íslensku höfuðdyggðir:
Hreinskilni, Dugnaður; Heilsa, Heiðarleiki, Jákvæðni, Traust og Fjölskyldu- og vináttubönd
Að reyna að vera, gera eða bera eru hin endalausu verkefni vor
Josira
p.s. var söfnuð en vaknaði, varð andvaka og ákvað first svo var að pikka nokkur orð út í bloggheiminn
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2007
Bænagangan...
Bænaganga... Göngum saman í einingu gegn myrkrinu 10 nóv...
Mig langar að hvetja alla sem einn, að fylkja liði í bænagönguna, sem hefst kl. 14 í dag við Hallgrímskirkju...Beðið verður fyrir myrkrinu í Krists nafni...
Sameinumst í göngunni, burtséð frá trúleysi og trúarbragðastefnum...
Sameinumst í vinsemd með ljós og kærleika í hug og hjarta...
josira
Trúmál og siðferði | Breytt 20.11.2007 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2007
Daggardropinn...( ljóð )
Daggardropinn
Daggardropinn tær og fagur
fellur af himni, er endar dagur.
Dansandi hjúpar heitan svörð,
svalar og nærir lífssins jörð.
höf: josira
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 123251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði