Færsluflokkur: Vefurinn
22.2.2010
Leyndardómar innri sviða ...
Hverjir eru leyndardómar innri sviða mannsins ?
Eru það leyndardómar þegar að er gáð ?
Nokkur orð um mína skynjun eða skilning á samspili þessara þátta mannverunnar...
Innri svið mannsins má segja að sé annað líf, hinn andlegi líkami - hin innri vitund tengt þeim jarðneska á missterkan máta. Sumir hugsa ekkert um þessi tvo aðskildu líf sín, sem bæði eru svo samtvinnuð, en samt þó aðskilin. Aðrir eru vel meðvitaðir um þessi tengsl. Enn aðrir lifa bæði lífin ómeðvitað.
Tvenndin eru heimarnir tveir, sem hver og einn geymir og eru hin duldu sannindi, sem sífellt eru að koma betur í ljós. Hinir andlegu og efnislegu heimar, sem mætast í mannverunni...
Í hinni andlegu hlið okkar býr hið guðdómlega ljós - kærleiksljósið, sem allir hafa og sækist það eilíflega eftir samstillingu hugar, sálar og líkama og leitar eftir að efla loga sínn. Okkar verkefni er að uppgvöta þennan sannleik. Oft nálgumst við þessa vitneskju eftir eða í gegnum ýmiss konar erfiðleika. Í lífinu lifum við ýmist í skugganum ( myrkrinu ) eða birtunni ( ljósinu ) Og flest okkar þurfa að ganga í gegnum myrkrið til að finna ljósið.
Í innsta eðli okkar ( vitundinni ) leitumst við eftir jafnvægi, bæði ytra sem og innra með okkur.
T.d. lífsviðhorfs breyting hjá manneskju, sem lifað hefur við óholla lífshætti og finnur sig knúna til að snúa við blaðinu, þá fylgir manneskjan eftir undirmeðvitund sinni innan frá og út og þá samstillast lífin til góðs fyrir viðkomandi og aðra. Viðkomandi fer eftir sinni innri rödd, hlustar á rödd hjartans, sem er kærleikurinn. Lifir í kærleikanum í hugsun og gjörð. Ljósið lýsir leiðina frá myrkrinu. Og magnar þá björtu orkuna í kringum sig. Kærleikurinn er hið mikla afl sem öllu snýr, alheimskrafturinn, sköpunin sjálf, sem öllu tengist. Þar með samvitundin einnig ( við öll )
Mætti þá einnig álykta, að hugsanir eða gjörðir sem neikvæðar má teljast t.d græðgi, spilling, valdabarátta og fl. geta magnast og viðhaldist hjá manneskju -m, sem síðan aftur hefur áhrif á fjöldskyldur, samfélög og þjóðfélög þar til eitthvað gerist og hin andlega vitund sem innra býr, skynjar alla þessa neikvæðu orku og vill breyta henni í jákvæða og hefst þá viss umbreyting á hegðun og hugsun, sem sækir t.d í réttlætiskennd, breytt lífsviðhörf og lífshætti.
Líkt og er að gerast í þjóðfélagi okkar og víðar í heimimum eftir alheims-banka-efnahagshrunið.
Og samvitundin kallar á breytingar á fjölmörgum sviðum lífssins. Það er farið að sjá í gegnum þessar mannlegu blekkingar, sem jafnvel eru margra alda gamlar. Innri vitund mannkyns er á leið til hærri sviða ( tíðni ) Og kallar það t.d. á að huga betur að heilsu líkamans.
Því sé andlegt heilbrigði gott, styrkir það og ver betur hinn efnislega ( jarðneska ) líkama fyrir kvillum og sjúkdómum og skapast þá aukið jafnvægi beggja líkamana og samstillig til heilsu og heilbrigðis.
Í hug og hjarta býr tenging tær.
josira
Vefurinn | Breytt 23.2.2010 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010
Hugsjón um Haiti...
Í hjarta mínu ber ég ósk og von til þess að þær hörmungar, sem yfir Haiti hafa dunið verði til þess að alþjóðasamfélagið vakni til vitundar og samstöðu. Allt það veraldlega vafstur sem fylgir hinu daglega lífi okkar hverfur einhverveginn í fjarska, þegar svona náttúruhamfarir dynja yfir. Eitthvað hreyfist innra með manni og samkennd vaknar. Þessi mannlegi þáttur í okkur að vilja halda utan um þann er bágt á.
Hjálparsveitin okkar íslenska á heiður og þakkir skildar fyrir störf á Haiti, svo og allt það fólk sem leggur hönd til hjálpar þarna úti, þá, nú og síðar.
Það getur eflaust engin sett sig í spor þess fólks sem lendir í slíkum hamförum sem Haitibúar nú, nema þeir er í því lenda eða koma að björgunarstörfum.
Óskin og vonin sem í hjarta mínu búa um að jarðarbúar geti lifað saman í sátt og samlyndi, tengist til atburðanna á Haiti. Ef slíkar náttúruhörmungar verða ekki til að vekja okkur mannfólkið til vitundar um líf og tilveru okkar hér og sterka tengingu innbyrðis veit ég ekki hvað þarf til.
Þessi stóri jarðskjálfti dynur yfir þegar einar mestu hagkerfis-hremmingar hafa gengið yfir heimsbyggðina á s.l. mánuðum. Atburðirnir í efnahagskerfi heimssins snerta hundruð milljónir manna og lífsafkomu þeirra. Og við vitum það fullvel að þau stóru áföll tengjast öll mannanna verkum, sem stjórnast hafa að græðgi og valdabaráttu.
Má segja að þau mannlegu öfl hafi einnig stýrt lífi og lífsafkomu fólkssins á Haiti fyrir náttúruhörmungarnar. Hér má lesa lítillega um sögu eyjamanna, en valdabarátta og hervald þeirra aðkomnu, hafa ráðið ríkjum og hafa haldið almúganum í sárri fátækt um langa tíð. Hér má einnig lesa pistil um Haiti, sem Þorleifur Örn Arnarsson hefur skrifað.
Hugsjón mín Haiti til handa er sú, að í öllu þessu niðurbroti þjóðarinnar og þjáningum, felist tækifæri fyrir þjóðir heims að vakna til vitundar sinnar og tengjast í gegnum mannkærleikann, virkja samvitundina ( hugsun og gjörð )
Að þau muni starfa sameiginlega að hjálp og uppbyggingu þessa fallega, en fátæka lands. Koma lífi og lffsýn fólkssins í annan farveg. Hersstórnin harða þarf að víkja og lýðræði fólkssins að rikja.
Það sem ég er að reyna að koma frá mér er einfaldlega það, að Haiti gæti orðið að fyrirmyndar landi þar, sem þjóðir heims hafa lagst á eitt með að endurreisa þjáða þjóð, sem mein sín ber bæði af manna- og náttúruvöldum.
Og að skilningur manna opnist meir og betur fyrir veru okkar hér og jarðlífi. Við eigum í raun hvert og eitt okkar tilverurétt og með friði, jafnrétti og meiri kærleik mun svo margt samstillast.
Ýmislegt mætti t.d. læra af því sem við köllum: Höfuð syndirnar sjö - og dyggðirnar sjö ( fengið af vísindavef HHÍ. )
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sem var þegar jarðskjálfti 7,0 á richter skók Haiti þann 12 jan. s.l. ásamt eftirskjálftum og virðist allt benda til, að verði einn mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar...
En sameining gefur styrk og hjálp til að takast á við afleiðingarnar...
Það getur ekki annað verið, en að heimsbyggðin öll muni taka saman höndum til hjálpar Haitibúum eftir þær skelfilegu hörmungar sem þar dundi yfir við þennan svakalega jarðskjálfta... Leggi niður vopnaskak, stríð og erjur og sameinist til hjálpar...
Alþjóða björgunarsveitin ( rústabjörgunarsveitin ) frá Íslandi, fólkið okkar sem nú leggja nauðstöddum lið á Haiti og hér heima. Landsbjörg og Rauði krossinn eiga heiður skilið hversu brátt þau brugðust við...
RKÍ hefur hafið símasöfnun vegna jarðskjálftanna
Rauði kross Íslands hefur hafi símasöfnun vegna jarðskjálftans í landinu. Hægt er að hringja í símanúmerið 904 1500 til að gefa í söfnunin og þá bætast þá 1.500 kr. við símreikninginn viðkomandi. Það skal þó tekið fram að símtalið kostar 79 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum rennur andvirði símtalsins inn á reikning söfnunarinnar.
Einnig er hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða krossins með því að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.
Hér má sjá fréttir frá hinum ýmsu löndum til bjargræðis Haitibúum...
http://www.youtube.com/watch?v=i_UhUdPUV1s
Allt er svo hverfult og við slíkar hörmungar verður einhvern veginn allt það veraldlega ( peningar, völd og eigur ) sem hismi eitt...Verðmætin eru hvert mannslíf og það þau hafa að geyma...
http://www.youtube.com/watch?v=xAKGAYwqUrw&feature=channel
Mikill er vanmáttur okkar gagnvart slíkum náttúruhamförum sem og öllum öðrum...
Hræðilega erfitt að horfa á...
http://www.youtube.com/watch?v=tb8GaAJzfI0&feature=channel
http://www.youtube.com/watch?v=CQk7zkLXU6c&feature=channel
Nýjar fréttir af aðstöðu fólks, sem bíður læknahjálpar...
http://www.youtube.com/watch?v=JMfLGIB23zw&feature=channel
Biðjum fyrir Haitibúum og hjálparfólki öllu...
josira
Eymd og örvænting hvarvetna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
við Indland, sem er með stærstu hagkerfum ríkja í heiminum...
Má til með að láta þessar jákvæðu fréttir berast, er gætu hjálpað til við uppbyggingu landssins...
Frétt tekin af visi.is Fögnuðu Ólafi og Doritt með 21 fallbyssuskoti...
Ég sé ekki betur en forsetinn sé að vinna vel fyrir kosnaði Indlandsfararinnar í þjóðarhag...
Vona ég svo sannarlega að samstarf og samvinna landanna á hinum ýmsu sviðum verði að
veruleika...
josira
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010
Hjarnið og Frosthiti...
Hjarnið
Hjarnið hvíta, hylur mold
möttul magnar, fagurt fold.
Formast myndir margar þá
í þjóðtrúnni, sem muna má.
Sem glitrandi gimsteinabreiða
sjá glampa á hrímhvíta fold.
Slík fegurð frá hafi til heiða
hitar hug, en kælir hold.
josira
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010
Einkennilegur draumur um Gordon Brown...
Í nótt hrökk ég upp við draum um Gordon Brown...
Áhugaverður kannski fyrir það að dagar hans voru taldir sem forsætisráðherra Bretlands í draumnum...Sem svo aftur hafði víst gríðalegar breytingar í för með sér til góða... ( sérstaklega fyrir ökkur hér á litlu eyjunni )
Afsögn hans var mikið hneykslismál. Hann átti víst að hafa lifað munúaðrfullu hliðarlífi...Ung kona reyndist barnshafandi eftir hann og allt fór í þvílíka upplausn og darraðadans á stóru eyjunni...
Og ýmislegt virtist vera að koma upp á yfirborðið tengt allskonar spillingu í kringum hann og fleiri...eitthvað man ég líka eftir orðinu apríl, sem gæti hugsanlega verið einhver tímasetning !
Þarna endaði draumurinn því ég hrökk upp í allri hringiðunni og vaknaði...
Er einhver þarna úti, sem draumfróður er, eða getur einhvað lesið úr þessum hálffáranlega draumi mínum ?
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æðsta viðurkenning og verðlaun, sem Indverjar veita eru Nehru verðlaunin og standa þau fyrir baráttu fyrir friði og afvopnun. Þau hafa á undanförnum áratugum m.a. verið veitt ýmsum friðar- og mannúðarleiðtogum.
Meðal þeirra sem hlotið hafa Nehru verðlaunin eru:
Martin Luther King forystumaður í réttindabaráttu blökkumanna,
Nelson Mandela leiðtogi Suður-Afríku,
Móðir Teresa leiðtogi í mannúðar- og líknarstarfi,
Helmut Kohl kanslari Þýskalands,
Aung San Suu Kyi frelsisleiðtogi íMyanmar (Burma),
Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar
Og framkvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar og U Thant sem fyrstur hlaut verðlaunin árið 1965.
Í fyrra var verðlaunahafinn Luiz Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu.
Og mun forseti vor Ólafur Ragnar, bætast í hóp þessa merka fólks nú innan skamms.
Ég er stolt að forsetanum þessa dagana og óska honum innilega til hamingju, með sitt innlegg til friðar og sátta. Bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi.
Þetta er yndislegt að það skuli vera að gerast nú...Ég er nú farin að hallast á að máttarvöldin séu okkur hliðholl...Tímasetningin er alveg mögnuð...Indland er eins og kunnugt er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og hugsið ykkur hversu margar milljónir manna um allan heim munu fylgjast með eða frétta af í gegnum fjölmiðlana. Vá. Þvílík landkynning og þá jákvæð fyrir friðsömu þjóðina litla Ísland í brennidepli með í för forsetans.
Og nú líður senn að þessari opinberu heimsókn forsetans til Indlands dagana 14-18 jan. n.k. Forseti Indlands Pratibha Patil og indversk stjórnvöld buðu í nóvember s.l. Ólafi Ragnari að taka á móti Nehru verðlaununum fyrir árið 2007. Verðlaunin voru stofnuð í minningu Jawaharlal Nehru, leiðtoga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og fyrsta forsætisráðherra Indlands, en Nehru gegndi því embætti í um tvo áratugi.
Ég held að við hér á litla landinu, gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu mikilsverður heiður þessi er, sem forsetinn okkar hlýtur og athygli á heimsvísu, sem einnig mun snerta landið og þjóðina alla. Við erum þekkt sem lítil friðarþjóð og munu verðlaun Ólafs forseta auka enn við þann orðstír. Og kappkosta ættum við að friður ríki meir milli ráðamanna almennt innbyrðis hér heima og meiri sameind í þjóðarmálum.
Augu heimssins beinast að okkur þessa dagana margra hluta vegna og ættum við að nýta okkur það til góða. Aukin vináttu- og viðskiptatengsl við slíka stórþjóð lýðræðis, sem Indland er og sem telur rúman milljarð manna hlýtur að auka á virðingu okkar í alþjóðasamfélaginu.
Í frétt mbl. nóv. s.l. um opinbera heimsókn Ólafs forseta til Indlands segir; Auk forseta verða í sendinefnd Íslands, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og embættismenn utanríkisráðuneytis og forsetaskrifstofu. Einnig verða með í för fulltrúar háskóla- og vísindasamfélags, viðskipta og menningarstarfsemi...
Nú hefur Össur dregið sig útúr sendinefndinni, ástæðu þess veit ég ekki, en þætti það mér miður, ef væri vegna neitunar forsetans á icesavelögunum. Össur er jú utanríkisráðherrann og ætti ekki að láta þröngsýni stýra og aftra för, heldur fagna þessari ferð og auka víðsýni sitt ásamt að kynna sér hugsanleg áhugaverð tækifæri, sem þarna kunna að leynast til samvinnu landanna á hinum ýmsu sviðum. Vona ég að hann snúi vörn í sökn og fari með.
Í heimsókninni verður fjallað um ýmis samstarfsverkefni Íslendinga og Indverja, svo sem á vettvangi jarðhitanýtingar og orkumála, jökla- og loftslagsrannsókna, vísinda, menningar, viðskipta og kvikmyndagerðar.
Forseti Íslands og utanríkisráðherra munu m.a. eiga fundi með forseta Indlands Pratibha Patil, forsætisráðherranum Manmohan Singh og öðrum ráðamönnum Indlands. Þá verða margvíslegir viðburðir, málþing og viðræður í þremur borgum: höfuðborginni Delí, Mumbai, miðstöð viðskipta og kvikmyndagerðar og í Bangalore, miðstöð upplýsinga- og hátækni.
Í einni bloggfærslu minni 2.okt. s.l. voru smá pælingar í kolli mér viðvíkjandi Indlandi...
...jæja örlítið meir; Var aðeins að pæla í orðinu selur sbr. síðasta bloggi mínu...selur-seal-zeal... var bara að leika mér smá...og þá rak á fjörur mínar þessi síða; http://www.zinnov.com/ sem reyndist vera nýlegt Indverskt fyrirtæki með víðtækan metnað til framtíðar...
hér er goggle-isl. þýð. og svo árangurssögur, en þeir tengja orðið zeal við zinnov, sem er reyndar í annari merkingu en ég lagði upp með...
Það er spurning hvort blessaðir ráðamenn þjóðarinnar ættu bara ekki að leita ráða ( hjálpar ) hjá þeim...við að reyna að rétta af allt systemið hérna á litla Íslandi...
Hérna er innsýn hjá þeim...Það gengur svo hægt að stokka upp hérna í þessum gömlu úreltum kerfum okkar, sem löngu eru orðin úrbrædd...Okkur vantar svo sárlega eittvað nýtt til styrktar uppbyggingunni...
En að öllu gamni sleppt, þá veit ég ekki hvort þetta er rétt sýn hjá mér með Zinnov...en samt finnst mér eitthvað jákvætt við þetta... Ég er svo lengi að stauta mig framúr enskunni...Og verð að viðurkenna að ég er ekki búin að sitja og lesa allt það sem ég hef sett hér fram á ensku...
Bið forláts ef ég hef dregið rangar ályktanir, en mér fannst bara að ég ætti að setja þetta allt hingað...
Og aftur poppaði Indland upp hjá mér 7 okt...
HALLLÓ...en það skyldi þó ekki vera til aðrar þjóðir sem væru til í að rétta okkur hjálparhönd, með trú og traust á að við munum aftur ná þeim styrk, þor, vilja og getu til að vera þau sem við erum í raun og veru ;...
Það hljóta einhverjir að vera þarna úti, sem hafa trú á okkur, án óréttlátra klafa, skulbindinga eða jafnvel lymskulegra yfirráða og hafa vilja og getu til að hjálpa, hjálparinnar vegna...
Kannski ættum við t.d. að leita til Kína eða Indlands...Væri ekki upplagt að semja um einhver skipti ? Við gætum kennt þeim eitt og annað t.d. í sambandi við jarðboranir og orkumálin...
svo mörg voru þau orð...
Óska ég forsetahjónunum okkar áhugaverða og góðra daga ásamt fylgdarfólki á Indlandinu...
Og held ég að við allflest gerum okkur ekki grein fyrir hversu mikið felst í starfi forseta og-eða forsetahjónanna í okkar þágu og landkynningu.
Forsetinn er okkar fulltrúi, þjóðhöfðingi og sameiningartákn...
Ýmis önnur skrif mín um forsetahjónin er hér að finna ...
josira
p.s. lengsti tími við þessi bloggskrif, hafa verið að ráða við stafabil og línubil, ( geta ekki tengst linkun inná fréttir - bara hjá mbl. tengdar forsetanum og fl ) - tekst það í gegnum altavista en ekki google ! -strange...
oft er ég alveg á leiðinni að hætta að blogga vegna þess að stundum fer bara allt í belg og biðu á síðunni og útkoman öll í rugli eða dettur út-hverfur....arggg...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að rekast á gamla óbirta færslu síðan í nóv. s.l. Læt hana flakka nú - man ekki hversvegna ég hætti við birtinguna...hún kemur ekki fram sem ný núna heldur s.l. nóv.
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/978788/
josira
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2009
Sálin mín...
Sálin mín
, já hver er ég ?
af hverju er einhver þarna
innra með mér, sem truflar mig.
Einhver önnur ég,
hver er þá þessi hin ég ?
Af hverju veit hún svo margt,
en ég ekki, en samt veit ég.
Af hverju er þetta allt svona flókið,
en samt ekki ?
Ég finn að við erum smán
saman að samlagast.
Það er á einhvern einkennilegan
hátt, þó svo eðlilegt.
Ég er farin að skynja og skilja,
að hún þessi hin ég, er sálin mín.
josira
Vefurinn | Breytt 8.12.2009 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009
Hvað er með þetta Moody's matsfyrirtæki...
Var að rekast á gamla færslu, frá s.l. nóv. sem ég hafði ekki sett út, læt hana flakka nú óbreytta...
Hvað hefur þetta blessaða fyrirtæki með að gera að meta eftir sinni vissu hverju sinni hvernig hin og þessi fyrirtæki, stofnanir eða heilu löndin standi í lánshæfi og öðru. Hvað hangir á spítunni ! Hver tapar og hver græðir á einhverjum tölum á blaði ! Hvernig eru þeir að meta okkur ! Fyrirtækin okkar og landið okkar verðmæta...
Hvað eiga þeir með að gefa lægstu einkunn í lánshæfi? Er verið að lækka, svo á endanum komi hingað einhverjir erlendir risar og kaupi hin og þessi fyrirtæki og jafnvel stofnanir t.d OR til að komast hingað inn í landið með klærnar...Eru þeir eða einhverjir á þeirra snærum ekki bara að ásælast landið, byggð ból og auðlindir þess ?
Þetta gamla Moody's hefur bara verið eitthvað að trufla mig um töluvert langan tíma. Þoli ekki orðið hvernig öllu virðist enn vera stjórnað af einhverju neti talna sem mannleg öfl skapa og stjórna með á hinum ýmsu sviðum frá öllum hliðum...
Læt hér fylgja með einhverjar uppl. úr wikipedia.org um félagið...
Moody's Corporation (NYSE: MCO) is the holding company for Moody's Investors Service which performs financial research and analysis on commercial and government entities. The company also ranks the credit-worthiness of borrowers using a standardized ratings scale. The company has a 40% share in the world credit rating market.
Moody's was founded in 1909 by John Moody. Top institutional owners of Moody's include Berkshire Hathaway and Davis Selected Advisers.
Criticism
See also: Credit rating agency#CriticismCredit rating agencies such as Moody's have been subject to criticism in the wake of large losses in the Asset backed security collateralized debt obligation (ABS CDO) market that occurred despite being assigned top ratings by the CRAs. For instance, losses on $340.7 million worth of ABS collateralized debt obligations (CDO) issued by Credit Suisse Group added up to about $125 million, despite being rated Aaa by Moody's.[6]Abusive business practices
Moody's has also been accused of "blackmail". In one example the German insurer Hannover Re was offered a "free rating" by Moody's. The insurer refused. Moody's continued with the "free ratings", but over time lowered its rating of the company. Still refusing Moody's services, Moody's lowered Hannover's debt to junk, and the company in just hours lost $175 million in market value. [7]"As the housing market collapsed in late 2007, Moody's Investors Service, whose investment ratings were widely trusted, responded by purging analysts and executives who warned of trouble and promoting those who helped Wall Street plunge the country into its worst financial crisis since the Great Depression. A McClatchy investigation has found that Moody's punished executives who questioned why the company was risking its reputation by putting its profits ahead of providing trustworthy ratings for investment offerings." [8]
josira
Lánshæfi OR í ruslflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 6.1.2010 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 123176
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði