Færsluflokkur: Vefurinn
13.11.2009
Hvað er í gangi með BLOGGIÐ...
HALLÓ, HALLÓ... hó hvað er í gangi með bloggið hérna, allar myndirnar mínar horfnar og stillingarnar á síðunni út og suður ??? Tók einnig eftir því áðan að nokkrar síður eru úti-horfnar-lokaðar í ath. við fréttina um " Bólusetning án endurgjalds " Eru einhverjir fleirri þarna úti að lenda í einhverjum vandræðum líka. !!!
Ég er bara að hugsa hver kemst inná síðuna mína eða gefur sér leyfi til þess og breytir öllum stillingunum á henni, Dálkarir eru t.d. allir breyttir meira og minna í uppröðun...Ég get kannski skilið með að eitthvað forrit hjá mbl. sem hefur eitthvað með myndirnar að gera ( geymsluhólf !) hafi eitthvað klikkað, en er ekki alveg að kaupa að útlitsstillingarnar breytist eitthvað sjálfkrafa...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009
Næring...
Næring.
Lífsnæringin í því felst,
öðlast sálarfriðinn helst.
Í honum felast lífsins gildi
gleði, ást og hugarmildi
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009
Þögnin...
Þögnin.
Í vöggugjöf, þú mikið hlaust
leyndardóma , lífsins traust.
Ef lærir þú að njóta þagnar
þráður sálarþroska dafnar.
Ef heimsins glaumi, víkur frá,
frelsi og fegurð upplifir þá.
Í sjálfsíns, andartaksins tómi,
tendrast sálinni, sá ljómi.
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009
Yndisleg frétt um náungakærleikann...
Settu vatn í skál og kertið ofan í, sestu svo niður á rólegum stað og tendraðu ljósið, fyrir vonina, trúna og kærleikann, segir í bréfi kærleikshópsins dularfulla á Patreksfirði...
Við gleymum svo oft hversu gott er að geta leitað, innra með okkur að ljósi hjartans sem þar býr. Fyrir okkur sjálf og gefið af til annara.
Ljósið sem gefur trú, von og kærleik og tengist einhverju æðra og meira, en við getum skilgreint eða skilið fullkomlega, nema hver fyrir sig...
(tekið af öðrum bloggfærslum mínum;)
Verndarengillinn sem færði mér vonina...
Orð mín tengd kærleikanum;
Í orðunum Trú Von og Kærleikur felst meiri sannleikur, en nokkurn grunar
Lát trú, von og kærleik kenna þér, að lifa og njóta í lífsgleði hér
Kærleikurinn opnar allar leiðir...
Innst í hjörtum allra það býr kærleiksaflið, sem öllu snýr...
Umvefðu aðra í kærleik og stráðu fegurð í kringum þig,
í formi hugsana og gjörða. Því orka býr í öllum hlutum !
Láttu það neikvæða hörfa undan og víkja fyrir því jákvæða...
Mikilvægi mannúðar, er menntun mannkyns...
Ást og kærleikur hafa þann mátt meir
en nokkurn mun gruna.
Græðandi, umvefur, alla í sátt
og eftir því skulum við muna.
Þegar orðin fóru að berast mér fyrir mörgum árum, stundum í formi ljóða eða...var ég ekki viss um hvernig ég ætti að skilgreina þau, lífsspeki - heilræði - spakmæli. ( en þau koma til mín sem lífsspeki ljósbera )
Ég kalla þau heilræði Hönnu hér...
Er ekki orðið tímabært að við virkjum ljóskraft samvitundarinnar. Að við biðjum þess að heilunar-og kærleiksorka umvefji okkar fagra land, náttúru þess og þjóðina alla.
Og að ráðamenn upplifi hana og eða uppgvöti í hjörtum sínum, ásamt ráðamönnum erlendis, sem þó hafa brugðist okkur á óverðskuldugan máta, enn sem komið er. Svo allir munu finna fyrir kærleiksloganum, sem guðdómleikan geymir, sem hafin er yfir öll trúarbrögð og trúarstefnur, þar sem hann er þó að finna undir mismunandi túlkun mannanna.
Sú reiði er réttlát, sem hér hefur ríkt, hún hefur hjálpað til með hreinsun og kallað á umbreytingar í þjóðfélaginu, sem þurftu að gerast á öllum sviðum. Og við skulum öll eftir bestu getu og aðstæðum hlúa að þeim, sem minna mega sín og styrkja fjölskyldu-og vinatengsl á þessum umbrotatímum.
Og stöndum vörð um arfleifð okkar og auðlindir.
Hér má lesa um hugleiðingar mínar um komu sporðdrekamóðurinnar Náttúrunnar tal og val... og virðist sem hægt sé að lesa hér heilmikið og tengja við líðandi stund í sambandi við margt sem gerðist í þjóðfélaginu áður sem og núna. Sem og úti í hinum stóra heimi. Mannkyn allt stendur á þröskuldi nýrra tíma með breyttum áherslum á lífsgildum, lífsháttum og lífsviðhorfum.
Og hvert við stefnum í átt til breytingana, sem við þurfum að takast á við, bæði ytra sem og hið innra. Hvert um sig og í sameiningu...
Í þessum skrifuðu orðum mínum fékk ég símtal frá systir minni sem býr í Noregi. Hafði hún rekist á gamlar hugleiðingar um blekkingar í þjóðfélaginu, sem ég hafði skrifað og ákvað að hringja um leið í mig, fyrst ég kom í huga hennar. Og spjölluðum við aðeins saman um lífið og tilveruna. Spurði hún mig síðan hvort ég hefði fest á blað eitthvað nýlega tengdu tilverunni. Þannig að ég ákvað eftir ýtni hennar til að setja hér orð niður, sem komu til mín 16 september s.l. og tengjast því sem ég var að skrifa um hér að ofan þ.e. kærleikanum. ! Það er svo margt óútskýranlegt sem gerist í þessu blessaða lífi. Þarna tengdust hugar okkar systranna yfir hafið og hefði ég ekki sett þessi skilaboð hingað ef hún hefði ekki hringt...
Mannkyn stendur á þröskuldi nýrra tíma, sem birtast sem ný lífsgildi, er standa þó á fornum meiði. Dyrnar standa opnar þeim er tilbúnir eru að stíga skrefin til fulls til vitneskju sannrar tilveru þeirra, í alheimslífi. Að uppgvöta og upplifa sitt innra líf. Skuggi ytra lífs mun víkja. Hulunni verður svipt af innri sýn. Og stöðvar í heilanum verða virkjaðar að nýju Og óvirkir lyklar í DNA erfðarkeðjunni verða virkir. Og opinberast þá sannleikur týndra kynslóða, sem reynt hefur verið að dylja. Og kærleiksljósið tendrast á ný. Og í loga þess er ekkert myrkur eða skuggar ótta, sem viðhalda hinum andlegu fjötrum mannsins. Kærleikurinn er aflið, orkan, krafturinn og ljósið, sem sameinar og upplýsir tilveru og markmið Almættisins, sem öllu snýr í óendanleikanum, því hann er í okkur og við í honum.
josira
Bæti hér við nokkrum kærleiksríkum slóðum;
íslensk fræði-kærleikur frá Árnastofnun,
Gáfu kærleikskerti í skjóli nætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 26.10.2009 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Get ekki neitað því að blendnar tilfinningar um framtíð landssins okkar fagra þjaka hug minn og hjarta...
Icesave-samningarnir undirritaðir - tók hálftíma að ganga frá pappírsvinnuUndirritunin fór fram í fundarherbergi í fjármálaráðuneytinu. Hún markar kaflaskil í einhverri mestu milliríkjadeilu sem Íslendingar hafi staðið í frá lýðveldisstofnun
D.V. frétt; Hætta á þjóðargjaldþroti, segir Gunnar Tómasson hagfræðingur
Gunnars segir jafnframt að skuldahlutfall íslensku þjóðarinnar sé nánast fordæmalaust í nútímasögunni...
Tjáning bloggara á mbl. og vísi...um...
253 milljarða skuldbinding og Kvittað fyrir Icesave fréttir á mbl.is
Búið að undirrita Icesave samkomulagið frétt á vísir.is
Árni B. Steinarsson Norðfjörð Höfum við einhver tromp í hendi?
Jón Snæbjörnsson Krónur. Tvöhundruðfimmtíuogþrjúsþúsundmilljónir
Páll Blöndal Á hraunið
Baldvin Jónsson Framkvæmdavaldið sýnir vald sitt með sanni -
Haraldur Haraldsson Kvittað fyrir Icesave/með fyrirvara um samþykki
Bjarni Þór Sigurbjörnsson Ég míg stjórnlaust í buxurnar...
Sigurður Jónsson Kennarar á námskeið í Icesavefræðum? Hvernig á að
Páll Vilhjálmsson Ríkisstjórnin minna virði en
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir Núna reynir á ALÞINGI landsmanna...
Halldóra Hjaltadóttir 5.Ríkisstjórnin er samansafn þjóðníðinga!
Kolbrún Hilmars Ber er hver að baki nema staðgengil sér eigi.
Ómar Geirsson Guð fyrirgefi þeim því þeir vita ekki hvað þeir
Gerður Pálma Hvers vegna var ekki samábyrgð valin ?
Agnar Bragi Íslendingar í lélegasta liðinu !
Jóhann Elíasson EINS OG ANNAÐ HJÁ "RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS"..........
Lúðvík Lúðvíksson Stjórnmálaklanið eru raunverulegir hreppa ómagar
Óðinn Þórisson 19.10.2009
Asdis Sig Ég set því hérna smá brosefni til að létta lundina
Birgir Viðar Halldórsson Sorglegt...
Guðmundur Jónas Kristjánsson Vinstrimenn kvítta fyrir stórkjaraskerðingu næstu
Gunnar Waage Á mörkum hins byggilega heims
Bjarni Kristjánsson Af hverju liggur svona ofboðslega mikið á að
Gunnar Kristinn Þórðarson Verðbætur okkar í vasa breskra skattgreiðenda
Magnús Orri Einarsson Allt upp á borði!!!!! NEI...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Álaug Árnadóttir gleymdi að innleiða varnir við
molta Leiðréttum stefnuna
Egill Jón Kristjánsson Skítlegt eðli, gungur og druslur.
Sveinbjörn Ragnar Árnason Til hamingju Íslendingar=aumingjaskapur.
Benedikta E Steingrímur Joð lætur þjón sinn kvitta fyrir
Gunnar Th. Gunnarsson Skoðanakönnun
Ægir Óskar Hallgrímsson Kvittað fyrir ESB!!
Einar B Bragason Er þá Ísland komið á kaldan klakann ? Hvernig er
Sigurður Þórðarson Ólína Þorvarðar: "Þjóðinni hollt að taka að sér
Jóhann Pétur Pétursson Með öðrum orðum þetta gengur af Íslandi dauðu.
Páll Blöndal Treysta ekki íhaldinu
ÞJÓÐARSÁLIN We admit that this will kill you
Guðmundur Friðrik Matthíasson Allir sem vettlingi geta valtið
Haraldur Hansson Hin meðvirka Jóka Steingarms
Þorsteinn Sverrisson Spurningar um IceSave - og ef til vill svör....
Björn Birgisson Nú sjá fótgönguliðar Bláhersins vonandi fram á
Árni B. Steinarsson Norðfjörð Verða laun opinberra starfsmanna, örorku- og
Halldór Örn Egilson Áskorun fremur en ósigur
saxi Ha! Hagsmunir þjóðarinnar hvað???
blommi Handleggurinn rumpaður á aftur
peturh Að kasta frá sér
Kristbjörn Árnason Hugmyndir að nýjum sköttum í felulitum
Erling Ólafsson Lífsgæði næstu árin. Einhver???
annaola Ég hef tröllatrú á þessari þjóð ef hún stendur saman. :)
Ég langaði bara að hafa hér raddir fólksins, hinna almennu borgara...
Hef ekki enn lesið nema lítinn hluta þessara tjáningabræðra og systra minna...
En allavega má finna hér undirtón samfélagssins, gagnvart undirritun icesave samningsins...
josira
Kvittað fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 20.10.2009 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maðkar í mysunni ? Hvað er í gangi ?
Úppsss og ég sem var búin að heita sjálfri mér að hætta að hugsa um þessi flóknu og jafnvel svikulu mál, sem þessir viðskipta, fjármála-og jafnvel stjórnmála heimar virðist snúast svo mikið um og vekur orðið ælubragð í munninum...
æji, ákvað að henda þessum pælingum mínum hingað nú, er að hreinsa til í tölvunni minni og henda ruglinu mínu...var búin að skrifa þetta niður um s.l. mánaðarmót og átti að vera á annari bloggpælingu minni en fannst hún vera svo löng...og mér virðist illa ganga að hætta þessu peningapári mínu...
En eflaust er það réttlætishvötin mín sem ruglar í mér að svo stöddu...
Mig óar við, hve heimurinn allur virðist svo spilltur sem hann og eflaust er og á svo mörgum sviðum.
Og þeir sem minna mega sín lenda á óréttlátan og óraunsæjan hátt svo oftast undir...
Undanfari hrunssins á fjármálaheiminum... ?Sannleikur svikins samspils...?
( hér er reyndar ýmislegt gamalt...)
sló upp JP Morgan - Lehman Brothers
Hvað ætli sé að frétta af öllu þessum málum, sem hér er stiklað á stóru fyrir neðan...
Hvernig er hægt að glata gögnum um 25 millóna manna ...???
Tveir tölvudískar, sem innihalda perónulegar upplýsingar allra fjöldskyldna, sem eiga 16 ára börn og yngri TÝNAST...
Two CDs containing personal details of 25 mill. people have been lost by HM Revenue and Customs. Here is how the crisis unfolded.
Bresks stjórnvöld hafa enn og aftur týnt persónuupplýsingum en að þessu sinni týndust gögn um hátt í 95 þúsund fanga í fangelsum á Englandi og í Wales.
Og svo er lykilorðum stolið í hrönnum !
Og enn um gögnum 1/2 milljón manna ?
Og ásamt öllu hinu sem týndist ?...
Ég bara spyr, hvernig er þetta hægt ? aftur og aftur og ekkert finnst ?
Hverjir áttu þegar upp var staðið, að sjá um flutningana ? Bar TNT eða pósturinn ábyrðina ?Afhverju fundust ekki neinir pappírar um þessa flutninga hjá hvorugum ? Týndust diskarnir yfir höfuð ? Höfðu þessar fréttir áhrif á stöðu fyrirtækjana gagnvart t.d. eins og Wall Street...Féllu þau ? Höfðu einhverjir hag af minnkandi trúgverðugleika þessara fyrirtækja...? Hvað breyttist hjá þeim á komandi vikum og mánuðum eftir þessar ásakanir...!
Eða er þessi vitleysa samsuða og samkrull fárra manna að komast yfir slík gögn til framtíðar til að geta stjórnað ýmsu ferli til framapots og mikilla yfirráða...
Hverjir halda utan um eða sjá um tölvukerfin ?
Það sem Alistar Darling sagði að hefði skeð ;
18 October - Junior official from HMRC in Washington, Tyne and Wear, sends two CDs containing password-protected records to audit office in London through courier TNT, neither recorded nor registered. (TNT disputes this saying there is no evidence it was ever given the discs)
24 October - When package fails to arrive, second one is sent by registered post and arrives safely
3 November - Senior managers are told first package has been lost
10 November - Prime minister and other ministers are informed
12 November - HMRC tell ministers CDs will probably be found
14 November - When HMRC searches fail, Metropolitan Police are called in
15 November- Richard Thomas, Information Commissioner, says remedial action must be taken before public is informed
20 November - HMRC Chairman Paul Gray resigns; Chancellor Alistair Darling makes announcement to House of Commons
21 November - Prime Minister Gordon Brown apologises and orders security checks
Sjaldan er ein báran stök ( Marínó G. Njálsson )
Spurningar í kolli mér... Hvernig skyldu öll þessi mál hafa endað ?
Lögsóttu Darling eða Brown flutningafyrirtækin ? eða einhverja aðra ?
Eða eru þeir eitthvað tengdir einhverjum sem sjá um eitthvað ?
Manni finnst að sérstakar varúðar þurfi að framfylgja með slíkan flutning...
Og voru ekki afrit tekin og geymd hjá tölvukerfunum, manni skildist ekki...!
Hverjir bera ábyrgðina ?
Af hverju settu þessir 2 herramenn Darling og Brown ekki bara hryðjuverkalög yfir þetta ( þessi ) fyrirtæki ?
Það gerði þeir við heila saklausa þjóð...
Sem er látin blæða fyrir týndan pening úr mörgum bönkum, sem þó hún átti ekki sjálf...
Af hverju kærðum við ekki, á meðan tími var til ?Góð grein um gagnaleka af síðu betri ákvörðun.is
Svo sló ég inn PWC og Alistair Darling
http://www.pwc.co.uk/eng/services/MandA_advisory.htm
Hvaða forrit eru í grunninn notuð ? Eða hvaða fyrirtæki sér um gagnagrunna okkar ?
t.d. í bankakerfinu ? rsk. ? ríkinu ? allskonar stofnunum ?
Þetta eru nú bara einhverjar pælingar í kolli konu, sem veit minna en ekki neitt...
er það kannski PWC ? PWC má rekja til fyrirtækissins N. Manscher sem stofnað var 1924 en svo segir á síðu PWC, en ég fann ekkert um það á googlinu...en PWC er tengt neti landa um allan heim í gegnum viðskipti og endurskoðun og saga þess nær aftur til 1849 ef að er gáð.
Ég veit ekki alveg hvað er að trufla mig með þetta annars ágæta fyrirtæki, var áður búin að koma einhverju frá mér um þetta hugarflögt mitt...
sló upp á google; PWC og Íslandsbanki ,
PWC og Kaupþing, PWC og Landsbanki og
PWC sér um hve mörg fyrirtæki á Íslandi
og ég fór að virkilega að hugsa um hversu mörg fyrirtæki eða stofnanir í stærri geiranum ætli séu t.d. undir handleiðslu PWC eða KPMG eins og Opinberar stofnanir ? lífeyrissjóðir ? tryggingafélög ? tengt landbúnaði ? tengt fiskiðnaði ? tengt orkusviðum ? og auðvitað bönkum og fjármálamörkuðum og svo lengi mætti áfram telja...
Ég get ekki séð að hollt muni það vera, að svo gamalgróin og stór fyrirtæki sem eiga svo mikil ítök í endurskoðun og þá til væntanlegra verðmætamats fyrirtækja hverju sinni um allan heim, sjái um svo viðamikil viðskipti sem raun virðast vera.
Og hafa þá væntanlega þvílika yfirsýn yfir allt of margt í rauninni, allt inn að kjarna flestra fyrirtækja eða stofnana gagnvart tölulegum útreikningum, markaðvirði og markaðssetningum, ásamt öðru, sem jafnvel tengjist heilu landi . Gæti kallað á leik að tölum...
Og í þessum skrifuðu orðum kom upp í hendurnar á mér stórgóð grein eftir Eggert Þór Aðalsteinson sem notar meira að segja líka orðið hrunadans; um endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtækji, ábyrgð þeirra og hagsmunatengsl við helstu stórfyrirtæki Íslands. Sem og svarar ansi mörgum spurningum, sem um huga minn voru að vandræðast...
Hvað er með PWC og Saytam ? og
Folks in PwC are trying to obfuscate and say that Lovelock & Lewes is riddle and PwC is an enigma both wrapped in a shroud of mystery.
Thank you for blowing up the myth that L&L and PwC are two
different organizations. They are one and the same.
Ákvað að síðustu, aðeins að fletta upp á þessum orðum :
og í raun óhugnanlegt hve mikið er að tapast í gegnum tölvukerfið alheimslega;
og einkennilegar umræður um kaup/sölu
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netvarp Pressunnar: Fékk hjartastopp í World Class og dó fjórum sinnum
Í síðustu viku var Pétur Guðjónsson staddur í World Class þar sem hann æfir reglulega. Í miðjum æfingum fær hann hjartastopp en sem betur fer voru læknir og hjúkrunarfræðingar á staðnum sem björguðu lífi hans. Pétur segist hafa dáið fjórum sinnum á þeim tíu mínútum sem lífgunartilraunir stóðu yfir.
virkilega áhugavert að horfa á og hlusta á Pétur og dauðareynslu hans...
Pétur er einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi og er friðarsinni...
Heimsgangan í þágu friðar og tilveru án ofbeldis...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2009
Hæfileikar sem koma á óvart...
Mæli með að hlusta og horfa á til enda...
Einstakur söngur ungs manns...
ég fékk allavega gæsahúð, já og reyndar af öllum hinum líka ...
Greg Pritchard
http://www.youtube.com/watch?v=P-ZjOEk4-dI&feature=fvw
10 ára söngdiva... Natalie Okri
http://www.youtube.com/watch?v=J7_k5tUeoUc
5 ára fiðlusnillingur... Elli Shoi
http://www.youtube.com/watch?v=s7ILP7bbd-g
WooW..algjörlega af guðsnáð gítarspilari...Tallan Latz... og blllúuuusssari
og aðeins meira um hann...
góðar stundir...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og búið að kveikja á friðarljósinu, sem var draumur þeirra hjóna Johns Lennons og Yoko Ono.
Síðan er heilmikil dagsskrá í gangi í kvöld, föstudag 9. október, sem hófst k.l. 19:30
Látum litla landið verða friðartákn til framtíðar í hinum harða heimi á öllum sviðum, frá öllum hliðum...
Ég tek ofan fyrir litlu koninni enn og aftur...
Hér má sjá og heyra 3 útgáfur af lagi John Lennons ...
Fyrsta ; Yndislegasta útgáfa ..ever... með þeim hjónum...
Annað ; Magnaður söngur Idol stjörnunnar David Archuleta;
Þriðja; á tónleikum, Yoko spilar á píanóið...
Skrif mín um þegar; friðarsúlan var tendruð í fyrsta skipti þann 9 október 2007 úrdráttur;
Ég tek ofan fyrir Yoko Ono, elju hennar og óbilandi trú að þessi hugsjón þeirra hjóna yrði að veruleika og fyllist stolti yfir að Ísland varð fyrir valinu fyrir friðarljósið....
Stór dagur í landinu litla...Stærri til framtíðar en margan grunar...Friðarsúlu ætti að reisa í hverju landi...
Það yrði verðugt verkefni að feta í fótspor litlu hugrekku konunnar hennar Yoko Ono eða hjálpa henni að láta það verða að veruleika að í hverju landi rísi friðarsúla til framtíðar...stuðlum að friði allstaðar...
Hér eru nokkrar slóðir sem vísa á friðarsúluna...
Síðan hennar Yoko Ono
Friðarsúlan á frímerki 9 október 2009
josira
Vefurinn | Breytt 10.10.2009 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta eru eflaust spurningar sem allflestir spyrja sjálfan sig, einhvern tíma einhversstaðar og einhvern tíma á blessaðri lífsleiðinni...
Hvað er raunverulegt ? Er yfir einhver tilgangur með lífinu ? Um hvað er tilveran ?
Endalaust er hægt að spyrja...
Mátti til með að deila með ykkur virkilega áhugaverðum myndböndum tengdu þessum hugleiðingum...
Þar er eflaust mörgum spurningum svarað hjá sumum, en munu kannski vekja upp hugleiðingar hjá öðrum...
En ég er viss um að þig mun langa til að horfa á þetta nr.1 til enda og svo það næsta osfr.What The Bleep Do We Know (1 of 12)
http://www.youtube.com/watch?v=aUL_0E305v4
Önnur útgáfa; nokkuð skemmtileg byrjun...mæli með henni...
What the bleep do we know? Down the rabbit hole. part 1
http://www.youtube.com/watch?v=tSk51Lp-vHU
( hafðu þökk fyrir, Inga )
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 123177
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði