Fćrsluflokkur: Ljóđ
Á Fimmvörđuhálsi.
Var ađ vafra um á youtube og er ţar ađ finna fjölmörg myndbönd - video af eldgosinu í Eyjafjallajökli ... Ekki er hćgt ađ neita ţví, ađ magnađ er ađ sjá mörg ţeirra.
Heillandi, en hćttulegur kraftur og er sem segull á sjón ...
Spennandi sköpun, sem skelfir ţó ...
josira
Ljóđ | Breytt 2.4.2010 kl. 11:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010
Afl ...
Regn og vindur, vasklega vinna
vekja von, er stöđnun finna.
Í burtu blása, brostna drauma
og döggva á ný, lífssins strauma.
josira
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010
vitund vaknar á ţeim degi,
er ljósiđ ţú finnur á lífssins vegi...
Engan ţađ meiđir
er náttúran seiđir
seint ađ kveldi
könnun, ţađ teldi.
Tilveru köll
í koti og höll
hörund strýkur
svefni lýkur.
Löngun vaknar
vegvís saknar
sál og hjarta
hyggju, bjarta.
Bođberans ómar
óskinni til sómar
sporbraut út gefur
glampann nú hefur.
Hvetur til dáđa
dýrgripi báđa
blikiđ ađ njóta
nálćgđ hljóta.
Hlutverki sínu
samstillt á línu
á ljósvaka braut
burt er öll ţraut.
josira
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010
Hjarniđ og Frosthiti...
Hjarniđ
Hjarniđ hvíta, hylur mold
möttul magnar, fagurt fold.
Formast myndir margar ţá
í ţjóđtrúnni, sem muna má.
Sem glitrandi gimsteinabreiđa
sjá glampa á hrímhvíta fold.
Slík fegurđ frá hafi til heiđa
hitar hug, en kćlir hold.
josira
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2009
Sálin mín...
Sálin mín
, já hver er ég ?
af hverju er einhver ţarna
innra međ mér, sem truflar mig.
Einhver önnur ég,
hver er ţá ţessi hin ég ?
Af hverju veit hún svo margt,
en ég ekki, en samt veit ég.
Af hverju er ţetta allt svona flókiđ,
en samt ekki ?
Ég finn ađ viđ erum smán
saman ađ samlagast.
Ţađ er á einhvern einkennilegan
hátt, ţó svo eđlilegt.
Ég er farin ađ skynja og skilja,
ađ hún ţessi hin ég, er sálin mín.
josira
Ljóđ | Breytt 8.12.2009 kl. 21:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009
Kóróna landssins...eftir Ómar Ragnarsson
Langađi bara ađ minna á okkar yndislega og magnađa land, sem hefur í raun, okkur allt ţađ ađ gefa, sem viđ ćtíđ ţörfnumst hér.
Finnst mér ţessi orđ hans Ómars međ fegurstu ljóđaóđum til landssins okkar. Njótiđ lesturssins. Vildi ađ ég gćti einnig bođiđ uppá ţann stórkostlega söng og ţađ fallega lag sem er viđ textann.
Kóróna landssins
Svíf ég af sć
mót suđrćnum blć
upp gljúfranna göng
gegn flúđanna söng.
Ţar fćrir hver foss
fegurđarhnoss
og ljúfasta ljóđ
um land mitt og ţjóđ.
Allvíđa leynist á Fróni ţau firn
sem finnast ekki´í öđrum löndum:
Einstćđar dyngjur og gígar og gjár
međ glampandi eldanna bröndum.
Viđ vitum ekki´enn ađ viđ eigum í raun
auđlind í hraunum og söndum,
sléttum og vinjum og auđnum og ám
og afskekktum sćbröttum ströndum.
Ţví Guđ okkur gaf
gnćgđ sinni af
í sérhverri sveit
sćlunnar reit.
Í ísaldarfrosti var fjallanna dís
fjötruđ í jökulsins skalla
uns Herđubreiđ ţrýsti sér upp gegnum ís,
öskunni spjó og lét falla.
Er frerinn var horfinn var frćgđ hennar vís, -
svo frábćr er sköpunin snjalla.
Dýrleg á sléttunni draumfögur rís
drottning íslenskra fjalla.
Ađ sjá slíkan tind
speglast í lind
og blómskrúđiđ bjart
viđ brunahraun svart.
Beygđir í duftiđ dauđlegir menn
dómsorđi skaparans hlíta.
Framliđnar sálir viđ Öskjuvatn enn
sig ekki frá gröf sinni slíta.
Tunglfarar upplifa ósköpin tvenn:
Eldstöđ og skaflana hvíta.
Alvaldsins sköpun og eyđingu í senn
í Öskju ţeir gerst mega líta.
Höll íss og eims, -
upphaf vors heims, -
djúp dularmögn,
dauđi og ţögn.
Endalaus teygir sig auđnin, svo víđ, -
ögrun viđ tćkniheim mannsins.
Kaga viđ jökul međ kraumandi hlíđ
Kverkfjöll í hillingum sandsins.
Ísbreiđan heyr ţar sitt eilífa stríđ
viđ eldsmiđju darrađardansins.
Drottnandi gnćfa ţau, dćmalaus smíđ,
djásniđ í kórónu landsins.
Seytlar í sál
seiđandi mál:
Fjallanna firrđ,
friđur og kyrrđ.
Á Ţingvöllum ađskiljast álfurnar tvćr.
Viđ Heklu´er sem himinninn bláni.
Í Kverkfjöllum glóđvolg á íshellinn ţvćr.
Í Öskju er jarđneskur máni.
Ísland er dýrgripur alls mannkynsins
sem okkur er fenginn ađ láni.
Viđ eigum ađ vernda og elska ţađ land
svo enginn ţađ níđi né smáni.
Seytlar í sál
seiđandi mál:
Fjallanna firrđ,
friđur og kyrrđ,
íshveliđ hátt,
heiđloftiđ blátt,
fegurđin ein
eilíf og hrein.
Höfundur:
Ómar Ragnarsson
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009
Nćring...
Nćring.
Lífsnćringin í ţví felst,
öđlast sálarfriđinn helst.
Í honum felast lífsins gildi
gleđi, ást og hugarmildi
josira
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009
Ţögnin...
Ţögnin.
Í vöggugjöf, ţú mikiđ hlaust
leyndardóma , lífsins traust.
Ef lćrir ţú ađ njóta ţagnar
ţráđur sálarţroska dafnar.
Ef heimsins glaumi, víkur frá,
frelsi og fegurđ upplifir ţá.
Í sjálfsíns, andartaksins tómi,
tendrast sálinni, sá ljómi.
josira
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sonur minn...
Frumburđur fagur fćddist mér
međ dökka lokka á kolli sér.
Dásemdar drengur, međ augu blá
svo blíđur og bjartur, unun ađ sjá.
Í September á sólríkum degi
dró lífsandann lítill eyjapeyji.
Endurvarpađi foreldranna ást
ávöxtur beggja ţarna sást.
Síđla dags ţann sama dag
drotting blóma sá sér hag.
Í haustblíđunni bar sín blóm
barnsfćđingunni gaf sinn óm.
Hvort um sig svo undra verđ
vaxtarsprotar guđleg ađ gerđ.
Gladíóla og gullinn drengur
Drottins líf, ljóssins strengur.
Ţannig var ađ daginn sem sonur minn fćddist, fékk ég ađ vita ađ síđar ţann sama dag, sprakk út fyrsta gladíólan mín heima viđ húsvegg, gul ađ lit, og örlitlu síđar önnur rauđ ađ lit. Og ţóttu óvenju háar.
En ţetta voru mínir fyrstu vorlaukar sem ég hafđi sett niđur og fyrst svo langt var liđiđ á september átti ég ekki von á ađ ţeir myndu blómsta.
En ég man enn hve mér ţótti ţetta meiriháttar yndislegar fréttir. Og beiđ spennt eftir ađ komast heim og sjá Gladíóluna.
Fannst einhvern vegin ađ náttúran vćri ađ samfagna okkur foreldrunum međ fćđingu sonarins...
ţessa mynd tók ég fyrir 31 ári, ţegar ég kom heim viku eftir fćđingu sonarins og blómstrun gladíólunnar...( ţeirrar gulu og sú rauđa komin af stađ. )
Til gamans ; Fengiđ héđan og ţađan ; Gulur litur táknar persónulegan styrk og/eđa visku og greind, Rauđur litur stendur fyrir lífskrafti og líkamlegri heilsu. Og er ein sterkasta tengingin viđ lífiđ sjálf, táknar einnig reiđi, eld, frjósemi osfrv.
Gulur er huglćgur litur og tengist gáfnafari og hćfileikanum til ađ hugsa skýrt og rökfast. Hann er einnig tákn sólarinnar og er bjartur og hlýr litur og tengist kćrleik, velvilja, góđmennsku og innsći. Hann er einnig trúarlegur litur og stendur fyrir endurfćđingu. Hjá búddistum tengist hann auđmýkt, afneitun og nćgjusemi.
Gulur litur er einhver hagstćđasti litur sem tengist manneskjunni ef hann er hreinn og bjartur. Ţá er hann tákn sólarinnar, lífsins - merki um kćrleika, góđvild, gáfur, djúpa visku, innsći og stundum einlćga trúarkennd. Indíánar töldu gula litinn tákn lífs og óendanleika. Litafrćđi Búddista segir gult merkja auđmýkt, afneitun og nćgjusemi.
Gulur litur getur stađiđ fyrir margt. Ţađ fer mikiđ eftir í hvađa tón hann er og auđvitađ skiptir samhengiđ máli líka. Allir litir hafa bćđi jákvćđa og neikvćđa merkingu. Jákvćđ merking ţess gula tengist til dćmis sól, hamingju, von, bjartsýni, hugmyndaflugi og hlýju. Og ţađ er jákvćtt Ţegar tónn gula litarins er örlítiđ út í rautt eđa brúnt sem er litur jarđarinnar. Neikvćđa hliđin er tengd hugleysi og hjá sumum öfundsýki.
Gul rós er tákn um vináttu, međan rauđar rósir tákna ást. Guli liturinn er líka andlegur. Hann er litur gođa eđa í mörgum trúarbrögđum og í Asíu er hann heilagur.
Gulur er litur ljóss og vonar. Gulur dregur ađ sér athygli öđrum litum fremur enda virđist sjálf sólin gul í okkar augum. Gulur er jafnframt litur páskanna og vorkomunnar.
Gulur athygli / von /styrkur
Rauđur er oft talinn fremstur í flokki litanna. Rauđur espar og ögrar og kemur blóđrásinni á hreyfingu. Hann er litur ástríđu, munúđar og tilfýsi. Rauđur er tákn gleđi, fjörs, hrađa og spennu. Hann sést afar vel úr fjarska og er einnig litur banns og viđvörunar. Rauđur getur einnig táknađ reiđi og blygđu.
Rauđur ástríđa / hrađi / spenna
Rauđa litinn líta t.d. kínverjar á sem gćfumerki, en í kristni táknar hann ţjáningu Krists.
Rauđur litur er einnig talinn örvandi litur, sem merkir viljastyrk, lífsgleđi, hreysti, raunsći og lífsorku
Rautt er afar mikilvćgur litur í hindúatrú og sá sem er oftast notađur viđ hátíđleg tćkifćri eins og brúđkaup, fćđingu barns, veislur o.s.frv. Rauđur depill er settur á enniđ ţegar mikilvćgar hátíđir og uppákomur eiga sér stađ.
Rauđur litur stendur fyrir lifskrafti og líkamlegri heilsu.
Mér finnst svolítiđ magnađ ađ lesa yfir táknmerkingu ţessara tveggja lita, ţví mér finnst ég geta lesiđ ótrúlega son minn ţarna í gegn og hans líf fram ađ ţessu...
Ţađ var svo fyrir örfáum árum ađ ég las hvađ Gladíólan stendur fyrir í táknmáli blómanna.
Gladiolus - this is the flower of faithfulness and honor; the symbol of brotherhood, faithfulness to its principles and dignity of soul.
Og ţýđing mín er eitthvađ á ţessa leiđ ; Gladíóla er blóm sem táknar trúfesti og heiđur ( heiđarleika ), sem er tákn brćđalags, trúfesti ađ meginreglum ţess og virđingu sálarinnar.
Annars má lesa sitthvađ hér meira um Gladíólurnar. http://www.gladiolusguide.com/
Ljúflingurinn sonur minn er heiđarlegur og góđur mann-og dýravinur, ásamt ţví ađ vera kćrleiksríkur friđarsinni í eđli sínu og ţótti mér gaman ađ ţví ţegar
alţjóđlegur friđardagur var valinn 21 september.
hér má sjá hinar ýmsu slóđir til friđarsíđna...
Félag sameinuđu ţjóđanna á Íslandi...
Mannréttindi og Friđur hja SŢ. Skátavefurinn , Yoko Ono og Friđarsúlan
Peace one day , myndaniđurstöđur friđardagssins , http://www.internationaldayofpeace.org/
International Day of Peace ( bjöguđ ţýđing )
josira
p.s. Svona ađ tilefni dagssins á ţolgóđa konan í stríđi viđ huga sjálfs sins...Ţví hún alveg ađ niđurlötum komin međ ţetta blessađa bloggorđakerfi...
AARRRGGGarg...marg búin byrja aftur og aftur...bilin milli orđa eru bara ekki ađ gera sig.
ljóđalínurnar eiga t.d. ađ vera 4 hvor um sig...Búin ađ gefast upp ađ koma ţessu frá mér eins og ég vil...ţannig ađ svona verđur ţessi fćrsla bara..
Ljóđ | Breytt 22.9.2009 kl. 03:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009
Ástin er...
ástin er heit
ástin er köld
ástin er sćt
ástin er súr
ástin er mjúk
ástin er hörđ
ástin gefur
ástin tekur
ástin er birta
ástin er myrkur
ástin blómstrar
ástin fölnar
ástin er sćla
ástin er sorg
ástin er gleđi
ástin er kvöl
ástin er einföld
ástin er margföld
ástin fagnar
ástin hafnar
ástin er réttlát
ástin er ranglát
ástin elskar
ástin hatar
ástin er von
ástin er ótti
ástin nćrir
ástin sćrir
ástin er líf
ástin er dauđi
ástin er allt
ástin er ekkert
ástin er hin eilífa hringrás
höf: josira
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍĐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíđur Ţjóđminjasafniđ
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróđleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefrćn tćkićriskort
BLANDAĐAR ÁHUGAVERĐAR VEFSÍĐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiđsögn međ lestri .. Sigríđur Svavars - Leiđbeining - heilun- fyrirbćnir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnađar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiđur
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábćrir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEĐUR - FĆRĐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGĐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábćr síđa um Ísland; m.a. Góđar upplýsinga-og ţjónustusíđur-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferđamál og ferđalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt ađ skođa ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Ađ vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TĆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ŢĆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsćtir réttir af öllum stćrđum og gerđum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvađ gott ađ finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfćđi
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í ţjóđfélaginu...
Blekking í ţjóđfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði