Beint frá Fimmvörðuhálsi; vefmyndavél frá Mílu ... ( nokkrar aðrar vélar að finna neðar á síðunni )
Eins og allflestir vita hófst eldgos í Eyjafjallajökli þann 20 mars s.l. staðsett á fimmvörðuhálsi. Þjóðin hefur fylgst grannt með fréttum af þessum atburðum og reyndar heimur allur.
Eyjafjallajökull hefur mér ætíð fundist með fegurri jöklum landssins. Hár og tignarlegur að horfa á.
Blasti hann við sjónum mínum í 8 ár er ég bjó í Vestmannaeyjum og síðar að sjá frá öðru sjónarhorni er ég bjó á Hvolvelli í 6 ár. Og í ótöldum hestaferðum liðinna ára kringum Tindfjallajökul hef ég átt minn uppáhaldstað á þeim ferðalögum, en það er að líta Eyjafjallajökulinn sjónum ásamt fegurð Þórsmerkur frá Einhyrningsflötum.
Fyrir neðan skálann á Einhyrningsflötum, árið 2003
(Fremst eru Punktur, Yrja og Fiðringur.)
Á þessari yfirlitsmynd hér fyrir neðan, af slóðum eldgossins má sjá sterkan svip af reðurtákni, sem minnir svolítið á frjósemi landssins og fæðingu nýja fellssins á eldstöðvum Fimmvörðuhálsar sem tekur greinilega undir og er samstíga marsmánaðar kynningarátaki landans um karlmenn og krabbamein ...
( klikka á myndina, til að stækka )
Og finnst mér tilvalið að tileinka þessa mynd, karlmönnum landssins og pung þeirra ... ( margt má lesa úr náttúrunni :-)
Og erum við að auki ekki kappsfull af að virkja frjósemi hugar og handar til að skapa tækifæri og atvinnu okkur til bjargar og landinu okkar fallega úr efnahagshremmingunum ...
Væri þá ekki ágætisnafn Limafell á Fimmvörðuhálsi .... á fellið -fjallið sem nú er óðum að myndast í eldgosinu ...
Ýmislegt annað felst í orðinu limur ... hægt að finna t.d. í orðabókinni; www.snara.is sem ég fann, en kemst ekki inná vegna þess að ég er ekki áskrifandi ...
En eitthvað meir tengt karlmennskunni ... Það má til gamans minna á FREYR í norrænu goðafræðinni og vegna þess að eldstöðvarnar eiga upptök sín á - í - eða við Goðaland ...
( Freyr stendur fyrir æði margt ! ) Það væri nú ekki slæmt að fá eitthvað af orku hans hingað í þjóðfélagið ...
Sonur Njarðar og talin mestur goða af ætt vana og mikilvægasta frjósemisgoð hinnar norrænu goðafræði. Hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með gróðri jarðar. Á hann er gott að heita til árs, friðar og fésælu. Hann leggur ofurást á Gerði sem er jötunmey og fær hana að lokum. Skírnismál fjalla um þann atburð. Freyr á skipið Skíðblaðni og gölturinn Gullinbursti dregur vagn hans. Bústaður hans er Álfheimur sem honum var gefinn í tannfé
Freyr er sonur sjávarguðsins Njarðar og bróðir frjósemis- og ástargyðjunnar Freyju. Hvert sem þau systkin fóru lyftu jurtir, blóm og tré krónum sínum og döfnuðu, jarðargróði þroskaðist, búfé þreifst vel og margfaldaðist og ungt fólk leiddi hugann að ástum.
Hvernig hljómar; Freysbunga á Fimmvörðuhálsi
Hér má nálgast ýmsar upplýsingar um eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og hvað er að gerast hverju sinni...
Á vefum Jarðvísindastofnunar Háskólans og Ríkisútvarpssins má lesa og sjá ýmislegt um gosið frá fyrsta degi og eru vefirnir uppfærðir reglulega.
Ýmsar vefmyndavélar, sem beinast að gosstaðnum í Eyjafjallajökli, ásamt fréttum og ýmsum myndum frá fjölmiðlum;
http://www.evropusamvinna.is/page/jh_vefmyndavelar
Eyjafjallajökull frá Fimmvörðuhálsi
Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli
Ýmsar fréttir af Bárðarbungu ;
MBL.is - fréttir - myndir af eldgosinu
Mynd dagssins valinn frá NASA ...
Fréttablaðið - Vísir - gosstöðvarnar
National Geographic - Eyjafjallajokull
Berum öll þá ósk og von um að eldgosið verði okkur hliðhollt, en ekki til eyðileggingar og að ef Katla vaknar við þessar væringar, að hún muni þá vakna vært af sínum blundi, en ekki viðskotaill ...
Og bið ég þess að allir gæti ýtrustu varkárni í námd við eldfjallastöðvarnar... Mig grunar að jafnvel meiri ólga sé þarna á ferð undir, en við höldum ...
Biðjum guðdómlega verndarvætti og engla landssins um blessunarlega vernd, mönnum, skepnum og landinu öllu til handa ...
josira
P.S var búin að sitja hér og tjá mig um eitt og annað ( þar á meðal, tengt fyrirboðum og sýnum ) í nokkuð langri grein, þegar allt fraus og hvarf á svipstundu.
Og eina ferðina enn gleymdi ég að vista reglulega !!!
Þegar hugurinn er á fleygiferð og margt þarf að rita, er athyglin ekki alveg á þeim takkanum. Manni finnst að þetta blessaða blogg umhverfi eigi að vera í lagi ...
Búin að lenda of oft í þessu. Oftast þó látið mig hafa það og byrjað að nýju að skrifa með mínu þolgæði. En ég ætla ekki að vera reið, búin að létta á spennunni ARG, GARGGGGG.....
( p.s. Kannski ég hafi bara ekkert átt að skrifa um það sem ég ætlaði mér. Best að hugsa það þannig, þá er ég sáttari ...)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 123110
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er búin að berja gosið augum úr fjarlægð þetta er magnað...Er ekki allt gott að frétta af þér Hanna mín??
Guðný Einarsdóttir, 30.3.2010 kl. 08:51
Takk fyrir innlitið, mín kæra ég horfi nú þessa dagana á gosið einnig úr fjarlægð, reyndar í gegnum vefmyndavélarnar Læt það nægja að sinni ...
Allt gott er að frétta af mér og mínum
josira, 31.3.2010 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.