Mikið gefur það gleði í hug og sál, að lesa um eitthvað jákvætt í fréttum, sem snertir þjóðarhag. Það er ekki laust við að hugur manns fari á flug yfir hinum ýmsu atvinnuskapandi tækifærum, sem hægt væri að skapa í okkar yndislega gjöfula landi.
Ég fór að kynna mér betur vinnslu þörungana okkar í framhaldi af fréttinni um rannsóknir Matís. Ég hafði satt að segja ekki hugmynd um hversu víðtæk vinnsla og framleiðsla er orðin úr þessu magnaða sjávarfangi, þörungunum.
Nytjar á þaranum ( tekið af wikipedia)
Þari hefur verið notaður sem áburður, húsdýrafóður og matur. Marinkjarni er eina þarategundin sem vitað er til að höfð hafi verið til matar á Íslandi, en í Austur-Asíu er þari notaður í miklum mæli til matar. Japansþari (Laminaria japonica) er sú þarategund sem mest er neytt af, og er megnið af honum ræktaður. Aðalnotkun þara hins vegar er til framleiðslu á gúmmíefninu algín. Það er notað í margs konar iðnaði, t.d. matvæla- og lyfjaiðnaði, og í vefnaði. Algín er einnig notað til að auðvelda blöndun ólíkra vökva, svo sem vatns og olíuefna. Sem dæmi er algín notað við ísgerð, til að koma í veg fyrir að vatnið skilji sig frá mjólkurfitunni og myndi ískristalla.[5]
Og í leit minni á veraldarvefnum, að þeim er vinna við þessa verðmætasköpun hérlendis fann ég nokkur fyrirtæki. (gæti verið að mér hafi yfirsést einhver)
Hér má lesa um Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, sem er orðið gamalgróið þekkt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í framleiðslu á gæðamjöli í ýmsan iðnað. Mjölið er framleitt að miklu fyrir fyrirtæki er áframvinna efnið enn frekar til að einangra þessi svokölluðu gúmmíefni til áfamvinnslu í allskyns iðnað, s.s. matvæla-, snyrtivöru-, lyfja-, textiliðnað ásamt margskonar öðrum iðnaði
Hér er að finna fyrirtækið Íslensk hollusta (áður Hollusta úr hafinu), sem meðal annars framleiðir þarakrydd. þarasósur, hollustusnakk og baðvörur.
Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. í Bíldudal framleiðir steinefnafóður fyrir búfénað og jarðvegsbætiefni (kalkáburð) úr kalkþörungum. Vörunafnið er Hafkalk.
Og nýtt fyrirtæki, Hafnot í Grindavík, sérhæfir sig í vinnslu þörunga til matargerðar.
Einnig má lesa hér um Metan eldsneyti til framtíðar, tengt þörungum.
Og eins og sjá má er flóran í þessum atvinnuvegi orðin nokkuð mikil.
Ég er þess fullviss að enn fleiri tækifæri leynast í náttúru landssins frá hafi til heiða. Sem við ættum að kynna okkur betur til að nýta og njóta.
Við höfum mannauð, getu og vilja til sköpunar á svo mörgum sviðum hér á landinu okkar fallega, sem allt hefur að gefa okkur ef grannt er skoðað. Allt sem þarf er framkvæmd. Gerum allar okkar íslensku vörur og framleiðslu þeirra til framtíðar, eftirsóknarverða.
Til að styrkja, styðja og koma af stað framkvæmdum til uppbyggingar atvinnuvega, ættu lífeyrissjóðirnir og ríkið að setja í forgang og leggja til stóran hluta fjármagns, því eigendurnir eru jú landsmenn sjálfir, sem borgað hafa ´skatta og skyldur til þeirra í ótalin ár.
Og ekki má gleyma blessuðum bönkunum, þeir ættu einnig að leggja fram sinn skerf. Því auðvitað eru það landsmenn sjálfir, sem um ótalin ár hafa séð um fjármagnsrennsli í sjóði bankanna og borgað ótæpilega af launum sínum til bankanna í formi vaxta, vaxtavexta og verðtryggingu. Síðan er að fá fjárfesta innlenda, sem og erlenda, sem sæju tækifærin í þessari atvinnu-og verðmætasköpun
Skapar atvinnu og gjaldeyristekjur.
Ég sé fyrir mér að efla þurfi einnig til muna, fiskeldi á hinum ýmsu fiskitegundum og hafa þar fjölbreytni í tegundavali, að leiðarljósi við strendur landssins og í fjörðum.
Og ef ég sný mér að landinu, þá sé ég fyrir ræktun og vinnslu á jurtum og trjám á þúsundum hekturum lands. Því hægt er að nýta kalt og heitt vatn og raforku á ýmsan máta við uppeldi plantnanna. Og undir stjórn og handleiðslu manna sem vit hafa á og þekkingu á vexti, verkun og vinnslu jurta og plantna. Þarna myndi skapast fullt af störfum. Allt frá frævinnu til pakkningar - sölu og útflutnings.
Við myndum gera þetta að sérstakri og mikilli gæða-lækninga-útflutningsvöru til allra heimshorna. Vegna sérstöðu okkar ómengaða, hreina og fagra lands eru okkar villtu jurtir og plöntur, þó smærri séu, en víða annarsstaðar, sennilega harðgerðari og gefa þá væntanlega af sér sterkari, ómengaðri og betri afurð.
Hugmyndirnar eru óteljandi í kolli konu í kvöld.
Læt að endingu fylgja hér með nokkrar slóðir á eldri bloggskrif mín um eitt og annað, sem skotið hefur upp í huga minn um skyld efni. (heilsu-og atvinnuskapandi)
"Læknar fyrri tíma sóttu sínar lyfjablöndur til fornra uppskrifta sem ligga til náttúrunnar. Sem læknavísindi nútímans hafa hafa vaxið langt frá. En ég held að sá tími sé að renna upp að við komum til með að leita aftur í þessi vel geymdu-gleymdu sannindi... sem rekja má árþúsundir aftur í tímann. "
Lúpína og Kerfill minna á sig...við endurreisn landsins...
Takk...takk...okkar elskulega forsetafrú, Dorrit...
Hefðbundið-Óhefðbundið... (heilsusetur)
Frá A-Z ... Heildrænar meðferðir ...
Ginseng norðursins ... Angelica Hvönn ... margra meina bót...
Eru gosefnin kannski til góða ... (nýta til listmunagerðar)
Já margt býr í tönnunum... (lærdómsetur lækna)
Látum bæði hugvit og verkvit berast og gerast á jákvæðan hátt fyrir land og þjóð...
josira
(búin að vera andvaka, ákvað að pára nokkur orð, sem heldur urðu fleiri en ég lagði upp með )
Þörungar gætu reynst þjóðinni milljarða virði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:38 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.