Sonur minn...
Frumburður fagur fæddist mér
með dökka lokka á kolli sér.
Dásemdar drengur, með augu blá
svo blíður og bjartur, unun að sjá.
Í September á sólríkum degi
dró lífsandann lítill eyjapeyji.
Endurvarpaði foreldranna ást
ávöxtur beggja þarna sást.
Síðla dags þann sama dag
drotting blóma sá sér hag.
Í haustblíðunni bar sín blóm
barnsfæðingunni gaf sinn óm.
Hvort um sig svo undra verð
vaxtarsprotar guðleg að gerð.
Gladíóla og gullinn drengur
Drottins líf, ljóssins strengur.
Þannig var að daginn sem sonur minn fæddist, fékk ég að vita að síðar þann sama dag, sprakk út fyrsta gladíólan mín heima við húsvegg, gul að lit, og örlitlu síðar önnur rauð að lit. Og þóttu óvenju háar.
En þetta voru mínir fyrstu vorlaukar sem ég hafði sett niður og fyrst svo langt var liðið á september átti ég ekki von á að þeir myndu blómsta.
En ég man enn hve mér þótti þetta meiriháttar yndislegar fréttir. Og beið spennt eftir að komast heim og sjá Gladíóluna.
Fannst einhvern vegin að náttúran væri að samfagna okkur foreldrunum með fæðingu sonarins...
þessa mynd tók ég fyrir 31 ári, þegar ég kom heim viku eftir fæðingu sonarins og blómstrun gladíólunnar...( þeirrar gulu og sú rauða komin af stað. )
Til gamans ; Fengið héðan og þaðan ; Gulur litur táknar persónulegan styrk og/eða visku og greind, Rauður litur stendur fyrir lífskrafti og líkamlegri heilsu. Og er ein sterkasta tengingin við lífið sjálf, táknar einnig reiði, eld, frjósemi osfrv.
Gulur er huglægur litur og tengist gáfnafari og hæfileikanum til að hugsa skýrt og rökfast. Hann er einnig tákn sólarinnar og er bjartur og hlýr litur og tengist kærleik, velvilja, góðmennsku og innsæi. Hann er einnig trúarlegur litur og stendur fyrir endurfæðingu. Hjá búddistum tengist hann auðmýkt, afneitun og nægjusemi.
Gulur litur er einhver hagstæðasti litur sem tengist manneskjunni ef hann er hreinn og bjartur. Þá er hann tákn sólarinnar, lífsins - merki um kærleika, góðvild, gáfur, djúpa visku, innsæi og stundum einlæga trúarkennd. Indíánar töldu gula litinn tákn lífs og óendanleika. Litafræði Búddista segir gult merkja auðmýkt, afneitun og nægjusemi.
Gulur litur getur staðið fyrir margt. Það fer mikið eftir í hvaða tón hann er og auðvitað skiptir samhengið máli líka. Allir litir hafa bæði jákvæða og neikvæða merkingu. Jákvæð merking þess gula tengist til dæmis sól, hamingju, von, bjartsýni, hugmyndaflugi og hlýju. Og það er jákvætt Þegar tónn gula litarins er örlítið út í rautt eða brúnt sem er litur jarðarinnar. Neikvæða hliðin er tengd hugleysi og hjá sumum öfundsýki.
Gul rós er tákn um vináttu, meðan rauðar rósir tákna ást. Guli liturinn er líka andlegur. Hann er litur goða eða í mörgum trúarbrögðum og í Asíu er hann heilagur.
Gulur er litur ljóss og vonar. Gulur dregur að sér athygli öðrum litum fremur enda virðist sjálf sólin gul í okkar augum. Gulur er jafnframt litur páskanna og vorkomunnar.
Gulur athygli / von /styrkur
Rauður er oft talinn fremstur í flokki litanna. Rauður espar og ögrar og kemur blóðrásinni á hreyfingu. Hann er litur ástríðu, munúðar og tilfýsi. Rauður er tákn gleði, fjörs, hraða og spennu. Hann sést afar vel úr fjarska og er einnig litur banns og viðvörunar. Rauður getur einnig táknað reiði og blygðu.
Rauður ástríða / hraði / spenna
Rauða litinn líta t.d. kínverjar á sem gæfumerki, en í kristni táknar hann þjáningu Krists.
Rauður litur er einnig talinn örvandi litur, sem merkir viljastyrk, lífsgleði, hreysti, raunsæi og lífsorku
Rautt er afar mikilvægur litur í hindúatrú og sá sem er oftast notaður við hátíðleg tækifæri eins og brúðkaup, fæðingu barns, veislur o.s.frv. Rauður depill er settur á ennið þegar mikilvægar hátíðir og uppákomur eiga sér stað.
Rauður litur stendur fyrir lifskrafti og líkamlegri heilsu.
Mér finnst svolítið magnað að lesa yfir táknmerkingu þessara tveggja lita, því mér finnst ég geta lesið ótrúlega son minn þarna í gegn og hans líf fram að þessu...
Það var svo fyrir örfáum árum að ég las hvað Gladíólan stendur fyrir í táknmáli blómanna.
Gladiolus - this is the flower of faithfulness and honor; the symbol of brotherhood, faithfulness to its principles and dignity of soul.
Og þýðing mín er eitthvað á þessa leið ; Gladíóla er blóm sem táknar trúfesti og heiður ( heiðarleika ), sem er tákn bræðalags, trúfesti að meginreglum þess og virðingu sálarinnar.
Annars má lesa sitthvað hér meira um Gladíólurnar. http://www.gladiolusguide.com/
Ljúflingurinn sonur minn er heiðarlegur og góður mann-og dýravinur, ásamt því að vera kærleiksríkur friðarsinni í eðli sínu og þótti mér gaman að því þegar
alþjóðlegur friðardagur var valinn 21 september.
hér má sjá hinar ýmsu slóðir til friðarsíðna...
Félag sameinuðu þjóðanna á Íslandi...
Mannréttindi og Friður hja SÞ. Skátavefurinn , Yoko Ono og Friðarsúlan
Peace one day , myndaniðurstöður friðardagssins , http://www.internationaldayofpeace.org/
International Day of Peace ( bjöguð þýðing )
josira
p.s. Svona að tilefni dagssins á þolgóða konan í stríði við huga sjálfs sins...Því hún alveg að niðurlötum komin með þetta blessaða bloggorðakerfi...
AARRRGGGarg...marg búin byrja aftur og aftur...bilin milli orða eru bara ekki að gera sig.
ljóðalínurnar eiga t.d. að vera 4 hvor um sig...Búin að gefast upp að koma þessu frá mér eins og ég vil...þannig að svona verður þessi færsla bara..
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Vinir og fjölskylda | Breytt 22.9.2009 kl. 03:45 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.