Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
30.11.2007
Júdó...afmælishátíð og listasýning...
Heilmikið að gerast hjá mér á morgun...
Ætla að kíkja á 50 ára afmælishátíð Júdódeildar Ármanns, en fyrir ca 30 árum stundaði ég þessa frábæru íþrótt um tíma og þótti bara nokkuð liðtæk...eða þannig sko...og tók meira að segja þátt í fyrsta Íslandsmeistaramóti kvenna á Islandinu og lenti í 3 sætinu. bara gaman af því...Annars var ég alltaf kölluð Lukka í júdóinu... með úfið hár, síhlægjandi og líktist litlu lukkutrölli...
Munið þið eftir þeim ?
Eitthvað man ég eftir öðrum nöfnum, sem sumar af stelpunum voru kallaðar;
Tarsan, Mýsla, Trixý...
Gvöð hvað verður gaman að hitta liðið, ætli maður þekki ekki bara örfáa, því minnið er orðið svo gloppótt...
Og síðan verður stefnan tekin á sýninguna hennar Katrínar...
Gaman og skrítið að finna svona til gleði og tilhlökkunar fyrir morgundeginum......er ekki vön að vera að flandrast svona...út og suður...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007
Spil og spádómar...
Spil geta verið hin mesta skemmtun. Fyrir alla í öllum aldurshópum, heimafyrir, á vinnustöðum, á spilamótum. Allflestir kunna gamla Olsen-Olsen, Rommy, Veiðimann, Vist og svo áfram mætti telja...og sumir ráða í spilaspár...
Ég man þegar unglingsárin voru að renna upp og maður fór að vita af einhverjum spákonum, sem spáðu í venjuleg spil og fannst manni það æði spennandi. En einnig voru sumar með myndaspil, svokölluð Tarot...Gangvart þeim var ég mjög á varðbergi. Óttaðist þau á einhvern hátt...Gat ekki einu sinni hugsað mér að koma við þannig spilastokk, hvað þá að leita eftir lestri frá þeim...Samt höfðu þau einhverja dulmögnum yfir sér...Seiðandi aðdráttarafl í óttanum...Skrítið...
Áratugum seinna toguðu þau enn í mig og einn daginn ákvað ég að láta slag standa og skoða þau og snerta, sem og gerðist í búðinni Betra líf...Og það varð ekki aftur snúið...Ég keypti mér mín fyrstu Tarot-spil...yfir mig heilluð...og fleirri ólíkir tarot stokkar hafa bæst við síðan...Hef ég afskaplega gaman að skoða þau, spá í og spegluera, en ekki þýðir neitt fyrir mig að leggja einhverjar lagnir, mörg spil og lesa úr þeim, það eru aðrir færari en ég, sem fást við það...
Mér finnst gaman að draga eitt og eitt fyrir sjálfa mig og stundum fyrir aðra...Spilin eru full af leynardómum og dulrænni merkingu, sem felast t.d. í tölum Agný-blog og táknum ( symbol ). Ég hef reyndar allatíð haft mikinn áhuga á allskonar táknum, sem finna má, sjá og jafnvel dreyma...Ég held að tákn tengist almennt manninum meir, en við höldum...Held þar sé hinn mesta helgidóm að finna á mannsins þroskaleiðum...að þar sé að finna mikla fræðslu og djúpan sannleik.
Ég set hér til gamans hinar ýmsu slóðir um tarotspilin...Svosum engin ástæða að pára hér meir á blað að sinni, þegar svo óteljandi góðar og skilmerkilegar greinar er að finna annarsstaðar...
Hér má finna allt um merkingu tákna í tarotspilum...draumum...og ýmsan annan fróðleik...gaman að fletta upp hinum ýmsu orðum ; Tarot 1 og Tarot 2
Hér má finna tarot á vitund.is ; ásamt spámiðli ; og Tarotnámskeið hja´Liljunni ;
Hér er hægt að læra í gegnum bréfaskóla ;
Hér fást einnig tarotspil ásamt ýmsu öðru áhugaverðu, mæli með Gjafir jarðar ;
Frá Ísafirði, Orkusteinn.is má finna ; einnig upplýsingar úr,
Í Spádómsbókinni : Og hjá Félag íslenskra bókaútgefenda ,
Á Ensku : Hér má finna einar 600 tegundir tarotspila mörg alveg æðislega falleg...
og meira að skoða ;
http://www.tarothermit.com/infosheet.htm
http://www.sacred-texts.com/tarot/mathers/mtar01.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Tarot
Hér er líka áhugaverð síða, að ég held, sem ég var að finna : http://www.cafetarot.com/en/history.htm
Og á dönsku: http://www.annabella.dk/netbutik/tarot/tarotkort.html
Svona í lokin til skemmtunar ; Líflínu- og spádómsnúmerið þitt
Njótið komandi helgar úti eða inni...
Við eitthvað, sem gleður sálartetrið...
Brostu til heimssins og hann brosir til baka...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2007
Einfaldlega frábær eftirherma...
Endilega að kíkja á hann Rick Miller...sem er einfaldlega frábær eftirherma...sjón er sögu ríkari...
Fínasta afþreying meðan Kari kaldi guðar á gluggunum...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007
Í snjó...snjóleysi og jarðskjálftahrinu...
Í snjó og snjóleysi rann s.l. helgi áfram og hvarf út í tímann, tímaleysið...ásamt fullu tungli og nokkrum jarðskjálftum...Ég uppgvötaði það í stóru jarðskjáltunum árið 2000 að ég einhvern vegin virðist vera stundum tengd jörðinni á einhvern hátt...Það kemur fram í líkamanum mínum...Hversu fáranlegt sem það virðist ... En kannski er það alls ekki.
Við erum öll tengd náttúrunni og alheiminum öllum gegnum vitund okkar. Við erum kannski bara misjafnlega næm á það. Við höfum lengi vitað af eldri kynslóðinni, sem þekkir til með gigtarköst eða verk í mjöðm eða t.d. öðrum verkjum eða kvillum skulum við segja...tengt veðrinu...hæðum ...lægðum...sjáfarföllum...flóði og fjöru og fullu tungli...
Allavega, þá er lýsing á skrokknum mínum á þann veg rétt áður en skjálftahrina hefst eða t.d. skjálfti einhversstaðar í uppsiglingu, þá verð ég svo undirlögð af máttleysi, verk í fótum og upp í mjaðmir ef skjálftinn er í hærra lagi að ég verð að henda mér niður í magnleysinu...Og þegar allt er afstaðið verð ég spræk sem lækur...skrítið...Ég hef aðeins verið að stúdera þetta undanfarið og það bregst ekki ef ég hef kíkt á http://vedur.is/ þá passar þetta alltaf og... vá ...núna er ég að kikja á ný innsettan linkinn kl. 13.38 og ég sé að það hafa verið skjálftar undanfarið. Búin að vera svo undirlögð síðustu daga Og ég var að byrja á pislinum mínum um það leyti og reif mig upp úr máttleysinu til að pára þessa upplifun mína. Þetta er nú svolítið krípi...en svona er þetta bara...Ég held að við allflest finnum eitt og annað á okkur sem ekki er beint hægt að útskýra...
náði í myndina síðan hér að ofan og sé að enn hafði bæst við á meðan ég sit hér og bólgna út, friðlaus í fótunum og nú ætla að henda hætta að sinni við tölvuna og henda mér á aðeins koddann...
( skrítna kellan ) josira...
Vefurinn | Breytt 14.3.2008 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.11.2007
Ja hérna hér...
margt er það, sem finna má og sjá...
Mátti til með að skella þessari náttúru-lífs-mynd hér inn. Hvort hún telst klúrin eða blygðunarsöm, er ekki mitt að dæma. Bara hafa gaman af...Það má segja að hér sjáist enn eitt verk Móðir náttúru og Skaparans...
Það er ekki seinna vænna að koma einhverjum sumarmyndum að áður en allt verður undirlagt af vetrarmyndum og jólajóla something...
Eigið góða helgi og megi ykkar hjarta, gleðinni skarta...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.11.2007
Samskipti...
Erfiðleikarnir eru til að læra af...Oft er þar að finna dulda blessun, síðar meir......Vandamálin eru til leysa þau ...
Sameinið þar sem sundrung ríkir...Styrkið fjöldskyldutengslin, sem unnt er...Standið saman til framtíðar á öllum sviðum, frá öllum hliðum, sem unnt er...Gefið gleði þar sem sorg ríkir...Talið saman í einlægni um hvernig ykkur líður og það sem betur má fara, áar,mæður, feður, dætur, synir, systkyni, frændgarðar og vinir...
Hleypið birtu, gleði og hamingju nýrra tíma inn í lífið. Því lífið er sífelt nýtt, sem er... núið...núna. Ekki bíða og bíða eftir hinu eða þessu...eða að þetta eða hitt gerist...Lifið og njótið, kyssist og hrjótið...Gleði í hjarta, gefur framtíð bjarta...Góðra stunda, auk vinabanda og endurfunda...
Eigið góðan dag og syngið skemmtilegt lag...
josira.
p.s. Að lifa í lukku, en ekki í krukku...í þessum orðum má finna mikinn sannleik...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007
Í liðamótum brakar og...
Morgunstund.
Er birtir af degi, við morgunskímu
gott er að fara úr fleti sínu.
Sinar og vöðva, varlega teygja
toga í tærnar og líkamann sveigja.
Í liðamótum, brakar og brestur
gigtin hjá mér, er daglegur gestur
geispa og gapi, enn um stund
saman þá vakna, líkami og lund.
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007
Að vakna...
Dag einn fyrir mörum árum síðan varð ég fyrir sterkri upplifun eða uppljómun um lífið og tilveruna, á nokkuð hverstaklegum stað...við eldhúsborðið heima hjá mér á miðjum degi...Og því fylgdi samsvörun í minni sál eða samhljómun...Langaði bara að deila þessari reynslu minni, hér með þér ...
Að vakna.
Æðri máttinn, þú finnur víða
vaknaðu, ekki lengur bíða.
Njóttu alls, sem lífið þér gefur
gjafmildi þess, sálina gleður.
Vitund vaknar, á þeim degi
er ljósið þú finnur, á lífsins vegi
Vegsemd slík, verðmæt er
varðveita skalt í jarðvist hér.
Er vitundin vaknar sameinast hugur, sál og líkami... Allt hefur verið sagt áður, sem sagt er... Allt hefur verið til áður, sem til er...
Er ég sat við eldhúsborðið og hugsaði um lífið og tilveruna, dag einn fyrir margt löngu síðan var sem skyndilega ég upplifði að ég væri einungis einhver pínulítil minnsta fruma í líkama hins Guðdómlega Skapara alls sem er og að allt í alheimi væri það einnig. Að hver manneskja væri sem minnsta öreind í líkama Almættisins, sem og hver ögn í alheimi öllum.
Og að hver hugsun og hver gjörð hefur áhrif á framvindu Alls sem er. Líkt og ein minnsta neikvæða frumeind í líkama mannsins getur haft neikvæð áhrif á þá næstu svo úr verði meinsemd, sem viðkomandi þarf að vinna á. Eins er með hugsun og gjörðir. Rifrildi og úlfúð í fjölskyldu getur haft stórskaðleg áhrif á fjölskyldumeðlimi, andlega og líkamlega...
Og enn stækkar meinsemdin, ef farið er útí þjóðfélög. Þar sem græðgi, hatur eða svartnætti ríkir í neikvæðum huga mannsins og lægri hvatir hans ráða ríkjum sem og birtast í formi allskonar fíkna t.d. eiturlyfja, drykkju, áhyggjna, ásamt ýmsum líkamlegum kvillum og afleiðingarnar verða, óhamingja, fátækt, sjúkdómar, ofbeldi, skuldir og í sumum þjóðfélögum eru stríðshörmungar afleiðingar margra ára og jafnvel margra alda trúarvaldabaráttu og valdagræðgi. Og neikvæð orka ræður ríkjum á öllum þessum stöðum
Í kjölfar þessa alls reynir Móðir jörð að hrista af sér þetta þunga ok, svo úr verða náttúruhamfarir. Hún vill halda heilsu eins og hver manneskja vill. Því hún er enn ein lífveran í hópi allra hinna í þessum heimi...
Skilningur mannsins verður að opnast, að við mannkynið lifum hér og nú og erum tengd orku jarðar og alheims og þar með sömu vitundinni. Við erum ljóssins börn á andans leiðum, en í fjötrum hins jarðneska líkama, sem er um stund bústaður til þroska. Sem mun kenna okkur að andinn sé húsbóndi holdsins, en holdið ekki húsbóndi andans...
Og þegar við lærum að elska okkur sjálf og virða öðlumst við jafnvægi hugar, sálar og líkama og gefum það frá okkur út í samvitundina. Við berum öll í okkur öfl ljóss og myrkurs og þroski okkar felst í því að læra að þekkja muninn. Oft þarf að upplifa hið svartasta sálarmyrkur á lífsgöngunni til að uppgvöta og finna lýsandi birtu ljóssins, sem kyndill kærleikans hið innra ber, ásamt krafti fyrirgefningarinnar...
Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Og hver uppsker eins og hann sáir...
Þennan sannleik má finna í flestum trúarbrögðum heims og kenningum, sem oft eru túlkuð mismunandi á mannlega vegu, en hver og einn verður að veginum hið innra. sem og mun að lokum leiða til upprunans, tengingu æðra sjálfsins, til hins Guðdómlega Skapara...
Í vitund mannsins býr öll viska alheims, því að í hverjum lífsneista er frá Almættinu kemur, er Hann einnig. Allir eru af sama meiði, hinn hæsti og hinn lægsti, og eru því sama heildin...
Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Þannig að hver agnarögn hefur sínu hlutverki að gegna í lífhringrás Skaparans.
Og er við finnum leiðina bætum við í hið Guðdómlega ljós samvitundarinnar, með frið, kærleika og fyrirgefningu hér á Móðir jörð og um leið og allt það neikvæða, fær að víkja fyrir því jákvæða fær hún aftur að slá í takt við hljómkviðu og í jafnvægi alheims og verður lyft í ljósið þar sem henni er ætlaður staður og hún verður sú Guðdómlega Móðir, sem henni er ber að vera...
Þyrnum þakinn er oft vegur lífssins, en þegar sú þrautarganga er að baki, er yndislegt að anda að sér hinum höfga ilmi, er stígur upp frá rósinni og þá skynjum við fegurð kærleikans, sem er leið sannleikans...
Leiðin hið innra með okkur... Leiðin til ljóssins... Leiðin til sameiningar...Leiðin til Guðdómssins...
josira
p.s. hafði að hluta til birt þetta í öðrum skrifum hér fyrr, en færði það hingað...ásamt söngnum hans Declan Galbraith. Sjáið og hlustið á þennan magnaða strák...
Declan - Tell Me Why - a children's tribute
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.11.2007
Blekkingar spegill...
Gaman að sjá viðbrögð fólks þegar það uppgvötar að það er orðið ósýnilegt !!! En það eru tvíburasystur sem bregða þarna á leik...Sjáið hve vel þeim tekst til
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.11.2007
Sól og máni...
Máni og morgunsól.
Í óendanleikanum, birtuna vefur
vonina vængjar og ljósið gefur.
Glitrandi máni og morgunsól,
samstillt mætast lífssins hjól.
josira
Fann þessa fróðlegu lesningu hér fyrir neðan, á netinu...endilega að kíkja á...
The cycles of the Moon and Sun closely relate to each other. The image above shows how the EIGHT seasonal Sabbats (holidays/holy days) relate to the EIGHT phases of the Moon.
The Moon represents the Goddess/Divine Feminine, and the Sun represents the God/Divine Masculine. Understanding how these forces dance with each other in the Cosmos can help us learn about our own cycles, rhythms, and internal Feminine/Masculine aspects as well.
NEW MOON WINTER SOLSTICE The Winter Solstice is when the Suns power is at its weakest point. The day is short and the night is long. The New or Dark Moon is when the Moons power is at its lowest point. In both cases, this is a time when it seems that the outer world disappears and the inner world comes into focus. Its a time of reflection and contemplation, rather than action. WAXING CRESCENT IMBOLC The Waxing Crescent Moon is the time when the first signs of light are returning after the Dark Moon. Similarly, Imbolc occurs as the first signs of life return, heralding the end of the cold, dark winter and the anticipation of the coming of Spring. Its an exciting time when we are focused on preparing ourselves for what is to come at we enter the next phase of the cycle. FIRST QUARTER - SPRING EQUINOX The First Quarter Moon appears half light and half dark. The Spring Equinox is also about the balance of light/dark. It is on this day (one of two per year) when the night and the day are exactly equal in length. WAXING GIBBOUS BELTANE The Waxing Gibbous moon is almost full. Its bright and beautiful, and represents a ripe, fertile woman soon to give birth. Beltane is a fertility festival that celebrates the union of the Goddess and God. At this time, all is growing and expanding, and the theme of is patience! FULL MOON SUMMER SOLSTICE At the Summer Solstice, the sun is at its strongest, with the longest day and shortest night. The Full Moon is the moon at its strongest, radiating her light over the Earth all night long. This is the time when all of Nature is active and fully alive. Its a time to take action, to celebrate, and joyfully appreciate the blessings in your life. WANING GIBBOUS LUGHNASAD The Waning Gibbous (also called the Disseminating Moon) represents a need to pass on the wisdom and knowledge to those who will come after you. Lughnasad is the festival which represents the sacrifice of the Sun God, Lugh, and his need to pass on his essence by offering himself up for the survival of Humanity. LAST QUARTER AUTUMN EQUINOX Once again, with the Last Quarter, the moon appears half light and half dark. The Autumn Equinox is the other time of the year when the night and day are exactly the same length. This is a time to give thanks, review the past year/moon cycle, and tie up loose ends. BALSAMIC (WANING CRESCENT) SAMHAIN Samhain is the time when we honor our ancestors and beloved dead. The Waning Crescent moon, which represents the Crone, is also a time of dying and letting go. Both are the most appropriate time for divination, as the veil is very thin and messages from the Spirit world can easily be received. This is the time to gain clarity before resting and then beginning the next phase. Svo var ég að finna þessa síðu, ákvað að skella henni inná, virðist vera spennandi......http://www.sunreligion.net/
sæl að sinni...josira p.s. velkomin(n) hér inná heimasíðu mína, sem er á ensku: http://www.geocities.com/josira_1/philosophy.html ( gæti tekið smá tíma að hlaðast upp, ýmsar slóðir er þar að finna um ýmislegt ) |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði