Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Eldgosið heillar margan manninn, en þörf er á aukinni aðgæslu í nánd eldstöðvanna finnst mér. Of margir nálgast þær illa búnir eftir fréttum að dæma og margir fara full nærri. Jörð getur bifast og látið undan t.d. þar sem hraunelfurnar eru á leið sinni niður gilin.
Endilega vil ég benda þeim, sem langar að fylgjast með eldgosinu, en komast ekki til þess er alveg magnað má segja, að tæknin í dag geri okkur kleift að skoða það úr fjarska, í beinni útsendingu allan sólarhringinn...
Hér má sjá t.d. sjá eldstöðvarnar úr vefmyndavélum frá Mílu, Vodafone og Jarðvísindastofnun Háskólans ;
Mynd frá Fimmvörðuhálsi er aðgengileg hér (Míla)
Mynd frá Þórólfsfelli er aðgengileg hér (Míla)
Mynd frá Þórólfsfelli er aðgengileg hér (Vodafone)
Vefur Jarðvísindastofnunar Háskólans
Einnig er verðugt að fylgjast með hverju sinni, hvað sé í gangi á vefum; Almannavarna og Veðurstofu Íslands
(stækka má myndirnar með því að klikka á þær)
Þessar mynd hér fyrir neðan, er tekin beint á móti Húsadal og ef vel er að gáð sjást ljósin í húsunum þar...
Þakka má máttarvöldum fyrir staðsetningu eldstöðvanna og hversu áfallalítið í raun það hefur verið og verður vonandi.
Verður mér nú hugsað til Vestmannaeyja ...
Hér má sjá gamlar myndir af eldgosinu í Vestmannaeyjum frá 1973 ;
Þar sem ekki er annað hægt að segja, en að eyjan fagra hafi verið vernduð af æðri máttarvöldum, því trúi ég ... og bið þess enn og aftur að eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og nágrenni þeirra séu undir þeirri vernd...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Beint frá Fimmvörðuhálsi; vefmyndavél frá Mílu ... ( nokkrar aðrar vélar að finna neðar á síðunni )
Eins og allflestir vita hófst eldgos í Eyjafjallajökli þann 20 mars s.l. staðsett á fimmvörðuhálsi. Þjóðin hefur fylgst grannt með fréttum af þessum atburðum og reyndar heimur allur.
Eyjafjallajökull hefur mér ætíð fundist með fegurri jöklum landssins. Hár og tignarlegur að horfa á.
Blasti hann við sjónum mínum í 8 ár er ég bjó í Vestmannaeyjum og síðar að sjá frá öðru sjónarhorni er ég bjó á Hvolvelli í 6 ár. Og í ótöldum hestaferðum liðinna ára kringum Tindfjallajökul hef ég átt minn uppáhaldstað á þeim ferðalögum, en það er að líta Eyjafjallajökulinn sjónum ásamt fegurð Þórsmerkur frá Einhyrningsflötum.
Fyrir neðan skálann á Einhyrningsflötum, árið 2003
(Fremst eru Punktur, Yrja og Fiðringur.)
Á þessari yfirlitsmynd hér fyrir neðan, af slóðum eldgossins má sjá sterkan svip af reðurtákni, sem minnir svolítið á frjósemi landssins og fæðingu nýja fellssins á eldstöðvum Fimmvörðuhálsar sem tekur greinilega undir og er samstíga marsmánaðar kynningarátaki landans um karlmenn og krabbamein ...
( klikka á myndina, til að stækka )
Og finnst mér tilvalið að tileinka þessa mynd, karlmönnum landssins og pung þeirra ... ( margt má lesa úr náttúrunni :-)
Og erum við að auki ekki kappsfull af að virkja frjósemi hugar og handar til að skapa tækifæri og atvinnu okkur til bjargar og landinu okkar fallega úr efnahagshremmingunum ...
Væri þá ekki ágætisnafn Limafell á Fimmvörðuhálsi .... á fellið -fjallið sem nú er óðum að myndast í eldgosinu ...
Ýmislegt annað felst í orðinu limur ... hægt að finna t.d. í orðabókinni; www.snara.is sem ég fann, en kemst ekki inná vegna þess að ég er ekki áskrifandi ...
En eitthvað meir tengt karlmennskunni ... Það má til gamans minna á FREYR í norrænu goðafræðinni og vegna þess að eldstöðvarnar eiga upptök sín á - í - eða við Goðaland ...
( Freyr stendur fyrir æði margt ! ) Það væri nú ekki slæmt að fá eitthvað af orku hans hingað í þjóðfélagið ...
Sonur Njarðar og talin mestur goða af ætt vana og mikilvægasta frjósemisgoð hinnar norrænu goðafræði. Hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með gróðri jarðar. Á hann er gott að heita til árs, friðar og fésælu. Hann leggur ofurást á Gerði sem er jötunmey og fær hana að lokum. Skírnismál fjalla um þann atburð. Freyr á skipið Skíðblaðni og gölturinn Gullinbursti dregur vagn hans. Bústaður hans er Álfheimur sem honum var gefinn í tannfé
Freyr er sonur sjávarguðsins Njarðar og bróðir frjósemis- og ástargyðjunnar Freyju. Hvert sem þau systkin fóru lyftu jurtir, blóm og tré krónum sínum og döfnuðu, jarðargróði þroskaðist, búfé þreifst vel og margfaldaðist og ungt fólk leiddi hugann að ástum.
Hvernig hljómar; Freysbunga á Fimmvörðuhálsi
Hér má nálgast ýmsar upplýsingar um eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og hvað er að gerast hverju sinni...
Á vefum Jarðvísindastofnunar Háskólans og Ríkisútvarpssins má lesa og sjá ýmislegt um gosið frá fyrsta degi og eru vefirnir uppfærðir reglulega.
Ýmsar vefmyndavélar, sem beinast að gosstaðnum í Eyjafjallajökli, ásamt fréttum og ýmsum myndum frá fjölmiðlum;
http://www.evropusamvinna.is/page/jh_vefmyndavelar
Eyjafjallajökull frá Fimmvörðuhálsi
Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli
Ýmsar fréttir af Bárðarbungu ;
MBL.is - fréttir - myndir af eldgosinu
Mynd dagssins valinn frá NASA ...
Fréttablaðið - Vísir - gosstöðvarnar
National Geographic - Eyjafjallajokull
Berum öll þá ósk og von um að eldgosið verði okkur hliðhollt, en ekki til eyðileggingar og að ef Katla vaknar við þessar væringar, að hún muni þá vakna vært af sínum blundi, en ekki viðskotaill ...
Og bið ég þess að allir gæti ýtrustu varkárni í námd við eldfjallastöðvarnar... Mig grunar að jafnvel meiri ólga sé þarna á ferð undir, en við höldum ...
Biðjum guðdómlega verndarvætti og engla landssins um blessunarlega vernd, mönnum, skepnum og landinu öllu til handa ...
josira
P.S var búin að sitja hér og tjá mig um eitt og annað ( þar á meðal, tengt fyrirboðum og sýnum ) í nokkuð langri grein, þegar allt fraus og hvarf á svipstundu.
Og eina ferðina enn gleymdi ég að vista reglulega !!!
Þegar hugurinn er á fleygiferð og margt þarf að rita, er athyglin ekki alveg á þeim takkanum. Manni finnst að þetta blessaða blogg umhverfi eigi að vera í lagi ...
Búin að lenda of oft í þessu. Oftast þó látið mig hafa það og byrjað að nýju að skrifa með mínu þolgæði. En ég ætla ekki að vera reið, búin að létta á spennunni ARG, GARGGGGG.....
( p.s. Kannski ég hafi bara ekkert átt að skrifa um það sem ég ætlaði mér. Best að hugsa það þannig, þá er ég sáttari ...)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var alveg heilluð þegar ég sá þetta myndband af Búdda dansi kínverskra kvenna. Og að geta virkjað dansinn á svo stórkostlegan hátt er í raun undravert, því þær eru heyrnarlausar. Ég get vart ímyndað mér þjálfunina, sem hlýtur að liggja að baki...
josira
Bloggar | Breytt 1.5.2010 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010
Samtök um þjóðarheiður ...
Langaði til að deila með ykkur áhugaverðar upplýsingar um nýstofnuð samtök, þjóðarheiður - samtök gegn icesave...
Hér má lesa það nýasta, sem er undir heitinu : Orðsending frá Þjóðarheið ... ákaflega hvetjandi og aðgengilegt að skoða ... ( er að finna á forsíðunni á vefnum þeirra )
Samtökin standa vörð um málstað og ÞJÓÐARHEIÐ íslensku þjóðarinnar.
nokkur orð tekin af vefsíðunni ;
" Þjóðarheiður-samtök gegn Icesave hafna því að íslenskum almenningi verði gert skylt að axla skuldaklyfjar, sem eru til komnar vegna starfsemi Icesave-útibúa Landsbankans.
Hvorki stjórnarskrá lýðveldisins né regluverk Evrópusambandsins heimila slíkar álögur. Þjóðarheiður telur að engar forsendur séu fyrir ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækja, hvorki Landsbankans né annarra.
Nýta verður þann meðbyr, sem þjóðin nýtur erlendis, til að halda fram heiðarlegum og réttum málstað Íslands. "
Hér er að finna ýmsar hugleiðingar og hugarþanka mína um ástkæra landið okkar ...
Stöndum vörð um loft, láð og lög ...
Bland í poka, frá s.l. hausti ...
Og í landslagi stjórnmálanna... þjóðaraflið og sprotinn í feb. 2009
Stöndum vörð um okkar verðmæta og fallega Ísland, sem okkur þjóðinni er falið að varðveita .
Njótið þess að hlusta og skoða þessi myndbönd frá youtube, sem er að finna á linknum hér fyrir ofan...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að morgni dags, þann 4 febrúar s.l. varð mér litið út um eldhúsgluggann í átt að fjallinu Keilir og sá einkennilegan bjarma á himni bregða fyrir... aftan fjallið.
Fannst mér það vera yfir ca. Vallarheiði eða Keflavíkurflugveli.
Fyrsta hugsun mín var hvort kviknað hefði í flugvél á flugi fyrir ofan flugvöllinn, eldhafið var slíkt um stund að sjá, héðan úr Kópavoginum, en himinn var heiður og blár að öðru leyti. Og tilhugsunun um að flugvél hefði verið að farast þarna, var hræðileg...
Hjartað hamaðist er ég fór að leita að kíkirnum. Þegar ég loks fann hann og leit í gegnum stækkunarglerið, sá ég að ekki gat það verið, að um eld eða sprengingu í flugvél væri um að ræða. Ljósið hélt lögun sinni, var kyrrt um stund, hvarf síðan og birtist síðan aftur á ný á öðrum stað. Og engan reyk var að sjá. Og var alveg magnað að sjá hversu bjart og gullið þetta ljós virtist vera.
Ég var alveg dolfalinn yfir að horfa á þennan ljósmikla hlut. Þá allt í einu mundi ég eftir myndavélinni og vatt ég mér úr glugganum og náði í hana. Í hita andartakssins gleymdi ég mér og súmmaði of mikið, því ég ætlaði svo sannanlega að ná skýrum og góðum myndum af þessu furðufyrirbæri.
Náði ég nokkrum myndum, en auðvitað alltof óskýrum ... Og til að kóróna stundina, þá kláruðust batteríin... Og engin auka að finna. Þannig fór nú það.
Hringdi ég þá í dóttur mína, en hún býr út á Keilissvæðinu og spurði hana hvort hún hefði séð eitthvað eða heyrt um þetta ljós. Hún hafði ekkert séð, en hafði heyrt talað um að einhver hefði séð einhver ljós á himni úr Hafnarfirði.
Ég fylgdist með fréttum, en ekkert var talað um þetta. Engum hef ég sagt frá þessari ljóssýn nema dóttur minni, fyrr en nú. Og þá einfaldlega vegna þess að þetta hefur eitthvað verið að leita á huga minn, um hvað þetta gæti hafa verið.
Hef ég aðeins verið að leita eftir einhverjum frásögnum en ekkert fundið. Gaman væri ef einhver þarna úti hefði eitthvað um þetta að segja.
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010
Afl ...
Regn og vindur, vasklega vinna
vekja von, er stöðnun finna.
Í burtu blása, brostna drauma
og döggva á ný, lífssins strauma.
josira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010
Klækjaklóin...verðtryggingin
Fjármálaútreikningatölur í kolli mínum, sem ég virðist seint ætla að skilja eða bara alls ekki..
Hagfræðikerfiskenningalærdómsútreikningur talna sem stjórna lífi okkur, snilldar - úrlausn, eitt af mannanna verkum og stjórnað og stýrt af örfáum útvöldum manneskjum...
Og við auðmjúkur almúgurinn fylgir reglugerðinni samviskusamlega eftir...
Nokkur orð mín úr fyrri bloggskrifum;
Tölur og útreikningar "snilldarlausn sem ráðamenn þjóðarinnar hafa að leiðarljósi og hagkerfið "góða" byggist á. Blekking, sem er leikur að tölum frambærilegar á hvítu blaði. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari.
Hættum að týnast í orðaskrúði ólgandi hafi, talna og orða, sem stjórna hér öllu enn...
" nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun "...og áfram mætti telja...
já og erfitt er að reyna að útskýra fyrir ungviðinu, um hvað allt þetta snýst.
Þetta eru allt mannanna verk og þá væntanlega einhverju hægt að breyta og bæta skildi maður ætla...!!!
Hvað er svo t.d. svo erfitt við að koma verðtryggingunni margumtöluðu á braut fyrir full og allt ?
Hverjir hafa þar hagsmuna að gæta ? Hverjir græða og hverjir tapa ?
Hún er allavega ekki til heilla almennings !
Viðvera hennar átti víst að vera hér um skamman tíma, en eitthvað viðheldur hennar líftíma.
Þurfun að komast að því hvað, eða hverjir halda dularhjúp um hana
Erum við ekki eina landið með þessa klækjakló ?
Förum nú að vakna og stjórnum og stýrum öllu þessu kerfi okkar á einfaldari og raunsærri hátt...
Hvernig væri t.d. litlu úthverfi í milljónaborg stjórnað ? Ábyggilega þyrfti ekki svo margt fólk og þunglamalegar stofnanir, sem hér eru við stjórnvölinn, hjá okkur fyrir rúmlega 300.000 manns !
Afhverju getum við t.d. ekki stuðlað að;
Lægri sköttum, hærri skattleysismörkum, tekjutengingar í burt, verðtryggingjuna í burt, lægri almenna vexti á lánum. Fjármagn út í atvinnulífið - t.d. frá lífeyrissjóðunum. Við VERÐUM að fara að koma hjólum lífs - atvinnu - og afkomu af stað.
Ég er farin að halda að ráðamenn geri sér ekki alveg grein fyrir alvarleika margra í þjóðfélaginu.
Og í einfaldleika mínum, hef ég heldur ekki skilið allar þessar hækkanir hjá blessuðum ráðamönnunum síðasta árið á hinum ýmsu sviðum í gegnum þessa útreikninga sína.
Sem felast finnst mér í því að vega enn meir að almenningi ásamt að draga úr þreki, þor og dug...
Byrðarnar eru orðnar þyngri en nokkurn óraði fyrir. Erfitt er fyrir okkur almúgann að halda þak yfir höfuðið og eiga fyrir salti í grautinn og skuldirnar halda einungis áfram að hlaðast upp.
Og tökum nú saman höndum á laugardaginn og segjum nei við icesave ( iceslave )
Kannski magnast þá orka og vængast hugur og dugur til að fara taka almennilega til hér í þessu þjóðfélagi, halda áfram tiltekt og ekki gleyma hinu minnsta skúmaskoti í þrifunum og byrjum að reka það eins og hjá stórri þrifalegri og hagsýnni fjölskyldu og látum ekki erlend öfl trufla þrifin.
josira
( p.s. arg og garg... var búin að skrifa hér sprækan pistil og síðustu orðin voru að detta fram í fingurgómana þegar eins og hendi væri veifað, allt var á bak og burt....arg og ekki í fyrsta skipti... Já ég veit...maður á að save af og til , en þegar orðin eru að renna í gegnum hugann þá man maður ei eftir því ...Var á báðum áttum að byrja aftur, lét mig hafa og stikla hér á einhverjum orðum, takið viljann fyrir verkið.. )
Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2010
Fótspor í friðarátt...
hjá Bandaríkjaforseta, Barack Obama.
Fréttin um ákvörðun hans með fækkun kjarnorkuvopna, kætti mitt litla hjarta. Þetta skref hans inn á friðarbrautina, er í átt til friðar og sátta í heiminum. Vona ég að það verði einnig áskorun á önnur ríki, er hafa undir höndum kjarnorkuvopn að gera slíkt hið sama og feta í fótspor hans.
josira
Obama hyggst fækka kjarnorkuvopnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 123251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði