Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Mögnuð rödd - magnaður texti - Hver á hvað og hvað er hvurs ? - Maggi þeysari

 

 

Segir allt sem segja þarf ... um þjóðarástandið ... Meiriháttar að hlusta á þennan mann, sem kallaður er Maggi þeysari - Magnús Guðmundsson. sem eitt sinn var söngvari hljómsveitarinnar Þeyr og hefur enn skarpar skoðanir á stjórnmálum. 

 

josira


Er að leita að Lífsgleðinni ...

lifsgledi_m

minni, sem annaðhvort liggur einhversstaðar sofandi, týnd eða hefur í svo smáum og hægum skrefum fjarlægst mig, að ég tók ekki eftir því fyrr ég uppgvötaði að ég hef einkennilega lítinn áhuga á lífinu almennt. Finnst sem ég sitji og horfi álengdar, á lífið líða áfram allt í kringum mig. Þessi tilfinning er ekki góð. Engu líkara en eitthvað hlutleysi eða einmannaleiki hugar, líkama og sálar ríki og stjórni.

rainbow-joy 

Ég sakna minnar yndislegu og ómissandi vinkonu, Lífsgleði mér við hlið. Það hlýtur þó allavega að vita á gott og jákvætt að svo sé. Það titra ennþá einhverjir strengir tilfinninga minna, þó veiklast hafi ómurinn frá þeim. Nú mun ég reyna allt til að missa ekki aðra vinu frá mér, sem Von heitir.

SoulSisters 

Því í þessum rituðu orðum gerði ég mér grein fyrir því að hún hefur verið einnig verið að undirbúa för sína í burtu, því hún var komin í skóna, búin að reima og taka fyrstu skrefin. En ákvað að snúa við er hún heyrði hróp og hjálparbeiðni mína um að yfirgefa mig ekki, heldur standa sterk við hlið mér og fá Lífsgleðina til liðs við okkur á ný. Og að við munum samstilltar, haldast hönd í hönd. finna og vekja glæður eldmóðs okkar. Samtvinnaðar, sterkar takast á við lífið og tilveruna á ný.

bigstockphoto_heavy_question_thoughts_2558783

Erfitt er að skilgreina afhverju og hversvega ég hef verið að finna fyrir einhverri tómleikatilfinningu innra með mér. Þó má segja, að fjárhagsáhyggur komi þar sterkt við sögu, líkt og hjá þorra þjóðarinnar. Því nú er ekki svo að maður hugsi það stórt, að endar nái saman fram að næstu mánaðarmótum og að allar skuldbindingar manns standist, heldur er það orðið spurnig um afkomu frá degi til dags.

Ríkidæmi mitt hefur aldrei falist eða talist í peningaauðæfum, heldur í fjölskyldu minni og vinum. Það hefur ætíð ríkt þakklæti og kærleikur í hjarta mínu fyrir að eiga að svo yndislega afkomendur, foreldri, stóran systkinahóp, mikinn ættboga frændfólks, góða vini og vandamenn. Margir eiga minni fjölskyldu eða eru einstæðingar.

FamilyLivingPicture 

Og það er eilítið einkennilegt, að hafa upplifað samt þennan einmannaleik-hlutleysis-tómleika innra með sér og eiga allt þetta yndislega fólk að í kringum sig. Og svo margt í rauninni að lifa fyrir ...

Er kannski einhverja samsvörun við þetta ástand í þjóðfélaginu að finna ! Því margt má segja um visst aðgerðarleysi, hlutleysi og tómleika ásamt lökum tengslum ríkisstjórnarinnar við stóran hluta þjóðarinnar. Og baráttúþrek þjóðarinnar hefur dvínað. Margir hafa einangrast frá þátttöku lífssins. Og bíða bara og bíða eftir einhverjum breytingum ( í umburðarlyndi sínu - kannski meðvirkni) um að eitthvað fari eða muni gerast ...

Í upphafi höfðu allmargir einhverja trú, vissu og draum um að þessi blessaða ríkisstjórn, sem kosin var af þorra fólkssins gæti hjálpað við endurreisn landssins, fjölskyldna og fyrirtækja en annað segir blákaldur sannleikur í dag um stöðu mála.

shake-down-money

    

Er þjóðarsálin að bugast !

Er vonin og lífsgleðin að fjarlægjast !

Er hluti þjóðarinnar í tómleika og horfir á lífið líða framhjá !

Hvar liggja rætur okkar í dag  ?

Eru þær að veslast upp, losna og deyja ?

 Er ekki orðið tímabært að vakna, finna rætur þjóðarinnar, taka höndum saman, vökva og hlúa að þeim svo þær styrkist, vaxi og blómstri og að þegnarnir njóti sameiginlega, ávaxtanna; 

Með réttlæti, samkennd og raunsærri stjórnun !

Á Íslandi er allt er til alls, ef að er gáð.

Stöndum samam  

... Eflum vonina,  Vekjum gleðina,  Virkjum kraftinn …     sæl að sinni  josira

 

 

 

 


Afdrif gömlu þjóðarskútunnar ...

shipofdreams

" Þó löskuð sé hún blessuð þjóðarskútan er í höfn kemur, munum við samhent lagfæra hana á ný og endurbygging hennar mun hefjast með breyttu hugarfari, áherslum og nýjungum. Brydda hana síðan andlegum auðæfum okkar, sem finnast munu í gömlum földum kistlum, lengst ofan í lestum hennar, sem opnast hafa í öllu öldurótinu."

Þegar að verður gáð verða þessi andlegu verðmæti það leiðarljós, sem lýsa mun hverjum og einum og þeim er það sjá og finna eða eftir leita, frá myrkri og vonleysi gamla farvegarins og inná nýjar brautir, sem gefa von í hjarta.

Því þegar þjóðin mun uppgvöta sinn innri styrk, hinn andlega auð, mun hún sameinast, sem einn maður með nýjum formerkjum, breyttum áherslum til lífviðhorfa, lífshátta og sterkari, en nokkru sinni fyrr. Og verður sú fyrirmynd, sem önnur ríki munu leita til og hafa að leiðarljósi.

Til

friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika og framfara til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum ... Þannig sjónum sé ég nýja Ísland fyrir mér.

( ofnan sögð orð eru að finna í einni af eldri færslum mínum )

http://www.josira.blog.is/blog/josira/entry/1044459/

dnaearthwoman
 

P.S.

var að velta vöngum yfir þjóðarástandinu svona almennt þessa dagana og hvaða breytingar megi merkja á liðnum mánuðum á hinum ýmsu sviðum þess. Mér finnst einfaldlega að góðir hlutir og breytingar gerast heldur hægt, þó sjá megi fólk nú bjartsýnni í sumarblíðunni, þá er ég farin að finna fyrir örlitlum kvíða, þegar húma mun að kveldi og haustnætur heilsa.

Því enn og aftur hugsa ég til þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, hafa brotnað undan oki fjármála, eiga við atvinnuleysi að stríða, ásamt öldruðum og öryrkjum. Þar sem fjárhagsstaðan er einna verst. Og finnst mér, að stjórnvöld hafi ekki staðið sig nógu vel og sómasamlega að úrlausnum þar.

Segja má, að stóri Lottóvinningurinn sé hjá þeim, er halda vinnu og ná að halda sér á floti í hafi talnanna og útreikningum þeirra, sem öllu stjórna, stýra og eru upphugsuð örfárra mannanna verk. Lífsafkoman er enn afleit hjá allt of mörgum á Íslandi í dag.

Ætlaði að skrifa um eitthvað skemmtilegt og jákvætt eftir þetta bloggfrí mitt, en varð að hleypa þessum hugsunum og orðum frá mér að sinni ...

Sendi mínar bestu sumarkveðjur með von og ósk i hjarta um að ástandið almennt batnandi fari.  

josira

( enn og aftur ekki tekst mér að ráða hér línubilum ! þannig að hér er allt í belg og biðu ;-(  


Spurning hversu lengi getur vont versnað ...

 

e15_23053791 528511_RAX_mbl 

Get ekki neitað því að ég hef orðið áhyggjur af hetju-bændunum okkar og búaliði ásamt skepnunum öllum undir Eyjafjöllum og nágrenni og hjálpendum öllum. Einnig af öskusallanum ásamt hugsanlegum eiturgufum, sem sjást illa eða ekkert, sem þarna fara um allt. Sem kannski síðar meir gæti haft áhrif á heilsufar manna og dýra og sem gæti komið fram í kvillum eða öðrum veikindum. Það þarf að að fara að huga að þessum málum, þrátt fyrir óbugandi þrautseiglu manna, mót afli eldgossins.  

Og virðist frekar óútreiknanlegt hversu lengi þessi ósköp munu standa enn.

Samt kæmi mér ekki á óvart að einhverjar breytingar væru framundan á þessum komandi sólarhring eða þeim næstu. Annað hvort fer hraun að renna og öskubólstrarnir að minnka og eldgosið þá að komast í rólegra umfang, sem ég vona að gerist, eða einhverjar hræringar og jafnvel umbrot verða annarsstaðar, einhverra hluta vegna finnst mér þó ekki það vera Katla. sem hugsanlega myndi hrista af sér.

En þó er ekki gott um það að segja. jörðin - landið okkar heldur áfram umróti sínu, (er í raun að hjálpa til), meðan verið er að moka út spillingar-skítnum og þeirri lykt, sem þar gýs upp með, þegar stórhreingerningar standa yfir í danshöllunum og ýmislegt finnst er falið hefur verið í skúmaskotum bak við hin ýmsu tjöld og sópast nú fram í dagsljósið nánast nú á hverjum degi. Efnahags-hrunadansinn er miklu víðtækari en haldið hefur verið og fjölmennari, en nokkurn óraði fyrir. 

Við verðum áfram að biðja fyrir landi og þjóð og að öll hreinsun gangi sem allra best á öllum sviðum og frá öllum hliðum mannlífssins, allsstaðar. Og að Eyjafjallajökullinn verði umvafin heilunar-og kærleiksorku hinna guðdómlegu afla.

Það kemur að því að sést mun til sólar.

 

josira


mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafturinn undir kraumar og mallar ...

 

eldingar_eyjafjoll

Sjónarsviðið sjóðheitt brennur

bylgjast áfram, hraunið rennur.

Reykjabólstar til himins berast,

brak og brestir, mikið að gerast.

Heilu og hálfu dagana hylur náttúran á Eyjafjallajökli, sig með gufuhulu og vill ekki láta fylgjast með sér opinberlega. En suma daga fáum við að sjá lítillega til hennar. Trúlega þurfum við enn um sinn að bíða eftir að, afkvæmið sjáanlegt verði og að fullu fætt. (Hið nýja land hennar-okkar) 

Ég held að móðir náttúra sé í þessum fæðingarátökum (hríðum) sínum, á jöklinum, að hjálpa til um losun neikvæðrar orku, sem ríkt hefur í þjóðfélagi okkar um jafnvel miklu lengri tíma, en við gerum okkur enn grein fyrir. Sem og nær bæði yfir haf og heiðar.

Í myndlíkingu mætti segja að;

Á meðan þessari úrvinnslu og umbreytingum stendur í þjóðfélaginu, heldur hún áfram hjálp sinni, með því að bylgast um og hreyfast í takt við að koma ósómanum, sem þrýstist orðið upp á yfirborðið (reykjabólstrar hennar, sem og berast erlendis) nánast á hverjum degi, hjá mönnum, stofnunum og fyrirtækjum í hinum hlykkjótta dansi hinna spilltu talna (tölur peninga á blöðum), sem stjórnað hafa og stýrt þjóðfélaginu á svo margan máta. 

Við viljum fá að sjá nýtt Ísland, byggt á góðum mannlegum grunni, þar sem réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja.

 

Þannig að enn um stund þarf orka jarðar að halda áfram með losun sína. Því hún er að létta um hjá sér og með okkur. Athugum að neikvæð orka (hugsun) mannanna sýjast einnig til náttúrunnar og geymist þar. Og ekki annað hægt að segja en, að hún gefi sig af miklum eldmóði og með valkyrjuhætti í þetta veigamikla verkefni, með þeim þrumum, drunum og öðrum hljóðum, sem frá henni berast.

Léttasótt hennar var af öðrum toga í hinu fallega Fimmvörðuhálsa - eldgosi heldur en í elds um-brotum og breytingum, sem nú eru í gangi. Hér má sjá nokkur ljóðaspor mín úr fyrri bloggum;

Nýlegar myndir og lítið ljóð ... á fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökull sjálfur; Sem melta mun forynjur og fépúka ... 

En að öðru, sem tengist þó; Hvað með hugsanlegar (ósýnilegar) eiturgufur, sem gætu komið frá eldstöðvunum? Og borist frá þeim. Hefur t.d. andrúmsloftið verið mælt í 50-100 km. radíus frá jöklinum? 

Ég get ekki neitað því að ég hef orðið áhyggjur af mönnum og skepnum þarna fyrir austan. Í dag (gær) sá ég úr Kópavoginum gulleita slæðu ligga um Bláfjöll, undir skýjabakka til suðurs. Nema að hafi einungis verið aska, svona gullituð.

Við verðum að vona það besta og að allri þessari ólgu fari að linna og að öll mál fari að komast upp á yfirborðið, svo hægt sé að koma öllum hjólum atvinnulífs af stað, sem er grunnur og uppistaða þjóðfélagssins í heild sinni og áfram skulum að biðja máttarvöld og verndarvætti um vernd og blessun, landi og þjóð til handa.

josira

( ps. ArrGG...eina ferðina enn hvarf allt, sem ég var áður búin að skrifa hér og ég lagði upp með...Gleymdi mér í skrifgleði minni að vista og þegar síðasta setningin var að fæðast ...Púuff allt fór. Annað hvort var að sleppa færslunni alveg eða draga fram þolgæðið og byrja að nýju, sem og ég gerði ... er orðin andvaka hvort eð var, vaknaði aftur. (Búin að sofa sem blíðasta barn undanfarnar nætur) 

 

En áfram heldur vitleysan. Nú á í miklu basli og veseni með stafa- og línubil nú, get ekki lagað sem skyldi, hætt að sinni...er einhver sem lendir í þessu þarna úti ?

 

 


mbl.is Gosmökkur í 31 þúsund feta hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er gott sem endar vel ... Kúm bjargað úr haughúsi

 

Hjálpar-og björgunarsveitirnar okkar hugum djörfu, eru ætíð tilbúnir hvar og hvenær sem er um land allt, sé hjálpar þörf. Og skiptir þá ekki máli hvort sé um menn eða skepnur um að ráða.

Ég get svo sannarlega sett mig í spor blessaðra kúnna, sem sátu fastar þarna, því einu sinni  hlunkaðist ég niður um flórhlera niður í haughús í fjósi og það var afar óþægileg lífsreynsla, svo ekki sé meira sagt. En ég komst nú af sjálfsdáðum út um fjóshaugargatið eftir mikið puð og andþrengsli. Og var lánsöm líkt og kýrnar, að nýbúið var að moka að hluta til úr haughúsinu og fagnaði ég frelsinu er komst ég út.

cow-dolphin

Björgunarsveitarmenn frá Blönduósi og Hvammstanga voru kallaðir til í gær þegar þrjár kýr á bænum Litlu-Ásgeirsá í Víðidal lentu ofan í haughúsi. Hausinn á kúnum stóð einn upp úr haugnum að sögn Sigtryggs Sigurvaldasonar bónda. Björgunarmenn urðu haugskítugir við björgunina - í orðsins fyllstu merkingu.

„Það var bara rétt hausinn uppúr,“ sagði Sigurgeir um aðkomuna að kúnum. „Þær gátu lítið hreyft sig í þessu.“ Hann sagði að draga hafi þurft kýrnar á spili eftir endilöngu haughúsinu, um 15 metra vegalengd, að gati á húsinu.

 

josira

 

 


mbl.is Kúm bjargað úr haughúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri byggð um land allt - Landsbyggðin lifi ...

island 

Má til með að benda á þessa áhugaverðu vefsíðu um störf og hugsjónir manna landshornanna á milli.

 " Meginmarkmið og framtíðarsýn Landsbyggðin lifi er að stuðla að myndun samstöðuhópa, þ.e. framfara-, velferðar- eða þróunarfélaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins, og jafnframt að miðla og dreifa upplýsingum og mynda góð tengsl þeirra á milli þeim til uppörvunar og leiðbeiningar og góðum málum til framdráttar.

Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega "

josira

 


Úr búið til úr ösku úr eldgosinu í Eyjafjallajökli – Tugmilljóna króna virði

" Úr þetta er auðvitað einstakt í sinni röð, því að ekki verða smíðuð fleiri en þetta eina, og hefur ekki enn verið settur verðmiði á það – en það þarf enginn að efast um að það verður dýrt. Þegar Romain  Gerome lék þennan leik áður og notaði þá málm úr hinu sokkna skemmtiferðaskipi Títanik í eitt einasta úr var það selt á sem svarar 65 milljónum íslenskra króna.

Talsmaður úrframleiðandans telur að úrið með gosöskunni úr Eyjafjallajökli muni vekja athygli sömuleiðis."

Frétt þessa fann ég á Pressunni; Hratt flýgur stund  

Ekki datt mér nú í hug, þessi úr-vinnsla, þó eitthvað listrænt gildi gosöskunnar hafði leitað á mig...

Eru gosefnin kannski til góða og nytsöm til listmunagerðar;

http://josira.blog.is/blog/josira/entry/1046735/

 

josira


Eliza Geirsdottir Newman: Eyjafjallajokull ... alveg eldsnjallt lag ...

 

 

Hér má sjá og heyra stutta útgáfu af óvæntu, en væntanlegu lengra útgefnu lagi sönggyðjunnar Elízu, sem nú minnir heiminn á sig, samhliða náttúru Íslands, með þessu eldsnjalla lagi, Eyjafjallajökull ;

 

josira

 


Haförn - ernir og tákn þeirra ... er verið að færa okkur skilaboð ! ...

 

“Örninn táknar andlega vernd, flytur bænir, og færir styrk, hugrekki, visku, lýsingu í anda, lækningu, sköpun og þekkingu á leyndardóma “ 

(The Eagle represents spiritual protection, carries prayers, and brings strength, courage, wisdom, illumination of spirit, healing, creation, and a knowledge of magic. The eagle has an ability to see hidden spiritual truths, rising above the material to see the spiritual. The eagle represents great power and balance, dignity with grace, a connection with higher truths, intuition and a creative spirit grace achieved through knowledge and hard work.) 

Eru þeir ekki að hjálpa okkur að takast á við þær breytingar, sem eru að gerast í þjóðarvitundunni og lýsa okkur leiðina til hins nýja Íslands, að því þjóðfélagi, sem við viljum skapa og búa í. Táknmynd þeirra er slík.

Er einnig að hugsa nú hvort þeir séu að koma með einhverja vernd norður, sem þörf er fyrir.

Því til Ólafsfjarðar kom í heimsókn ungur Haförn í morgun; 

Þá kom hann fljúgandi inn yfir bæinn og settist síðan á flugvöllinn - rétt framan við vinnubúðirnar við munna Héðinsfjarðarganganna “ sagði Gísli Kristinsson.

Einnig sást til Hafarnar í Skagafirði og nágrenni nú um miðja mánuðin.

Ég er þess fullviss að læra má margt af veru þeirra hér og hef ég áður skrifað þessa mögnuðu fugla og hvaða orku, styrk eða lærdóm þeir færa okkur ... Haförn í Hvalfjarðarsveit 5 nóvember... ásamt öðrum fuglum ;

skjaldarmerki

Munum að hann telst einn af landsvættunum okkar ... 

Og í sambandi við fugls-landvættinn okkar ... Er Gammurinn ekki einnig sam - táknberi; fyrir Örn ... Griffin ...  og  Fönix.... ! sem og fyrir finnast í hinum ýmsu menningarsamfélögum um allan heim.

1241166504

Ríki Seifs og guðanna var á Ólympsfjalli, hæsta tindi Grikklands. Seifur var talin almáttugur og alsjáandi. Seifur var giftur gyðjunni Heru og tákn hans var Örn og þrumufleygur.

Hliðstæða Júpíters í norrænni goðafræði er þrumuguðinn Þór og í mörgum tungumálum er fimmtudagur dagur Þórs, samanber Torsdag í dönsku og Thursday í ensku.

Og hér má til gamans fylgjast með vefmyndavél við arnarhreiðrið í ónefndum breiðfirskum hólma, sem þau Bergsveinn G. Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum í Reykhólahreppi standa að (Arnarsetur Íslands)

Tökum á móti með þakklæti í hug og hjarta veru þeirra hér, skilaboð og vernd.

josira

 


mbl.is Haförn á flugi í Ólafsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 123604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband