Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2011
Tengja hvítblæði dótturinnar við rafmagnið: Skilmálunum breytt eftir greiningu svo að lítið bar á.
Þessi fyrirsögn greinar í Pressunni í dag vakti áhuga minn, enn og aftur á kvillum og sjúkdómum, sem tengjast eða réttara sagt rekja megi til rafmagns. Sem og hefur verið rannsakað og viðurkennt til margra ára erlendis. En hægt gengur hérlendis. Finnst mér að Geislavarnir ríkissins og orkufyrirtækin hér ættu að rannsaka þessar neikvæðu hliðar rafmagnssins til hlítar.
Stjórnvöld þurfa einnig að vera á vaktinni með allar niðurstöður varðandi þessar alvarlegu hliðarverkanir rafmagns. Því þá þarf að kanna með staðsetningu bygginga, t.d. leikskóla, skóla, sjúkrahúsa og íbúðahverfa, með tilliti til spennistöðva og jafnvel jarðarára. Til að fyrirbyggja ýmisskonar heilsuvandamál og alvarlega sjúkdóma.
Við íslendingar ættum auðvitað að standa fremstir á sviði rannsókna á þessum sviðum. Þar sem raforkuverin okkar og framleiðsla rafmagns fléttast inn í lokkar daglega líf á margvíslegan máta.
Eldri skrif mín um rafmengun rafsegulsvið (það sem ég fann á íslensku)
Og hér má lesa á ensku, slóðir, sem ég fann áðan á netinu:
Childhood leukaemia risk doubles within 100 metres of high voltage power lines
Too much EMRis bad for your health.
Childhood leukemia
Cancers
Miscarriage & adverse pregnancy outcomes
CataractsSterility
Alzheimer's disease
Chemical sensitivity
Chronic fatigue
Multiple sclerosis
Heart disease
Other effects include;
dizziness, tingling, buzzing in the ears, confusion, memory loss, and brain damage.
At one time, it was believed that low-level magnetic fields were not harmful, but scientists now agree that ELF fields are indeed hazardous to human health. They are now considered probable carcinogens,
and have been
linked to cases of childhood leukemia, lymphoma and other health conditions.It concludes that the existing standards for public safety are completely inadequate to protect your health. The report includes studies showing evidence that electromagnetic fields can:
-Affect gene and protein expression (Transcriptomic and Proteomic Research)
-Have genotoxic effects RFR and ELF DNA damage
-Induce stress response (Stress Proteins)
Mér finnst þetta vera háalvarleg mál og ætti að setja í forgang með rannsóknir á þessu öllu og virkja t.d. þá menn, sem hafa á liðnum árum verið að mæla og hanna tæki og tól til hjálpar fólki, til samstarfs við Geislavarnir ríkissins og orkufyrirtækin.
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011
Hef aldrei haft góða tilfinningu ...
fyrir þessu blessuðum lánshæfi-matsfyrirtækjum.
Leyfi þessari eldri bloggfærslu minni að fljóta hér með ; (mundi eftir að einhver orð hafði ég skrifað um það)
Hvað er með þetta Moody's matsfyrirtæki
Og þegar ég fór að leita í blogginu mínu, að reyna að finna færsluna, rakst ég á aðra bloggfærslu þar sem sérfræðingurinn Paul Rawkins hjá lánshæfnimatsfyrirtækinu Fitch Ratings gaf okkur lægstu einkunn í fjárfestingaflokki haustið 2009, ásamt því að vara okkur við hinu og þessu. Jaðrar við hótunum fannst mér.
Stöndum vörð um loft, láð og lög
(Hvað vitum við svo sem hvað liggur að baki á útreikningum þessara fyrirtækja og manna, eða hvað hangir á spítunni hjá þeim! )
josira
![]() |
Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er satt að segja alveg við það að hætta að skilja hvernig þetta blessaða þjóðfélag er rekið og skilgreint, sem velferðarþjóðfélag. Velferðin er allavega engan vegin að skila sér að stórum hluta þjóðarinnar.
Og því miður eru æ fleiri, sem bætast í hóp þeirra, sem lifa við fátækaramörk, (fátækragildru) eins og t.d. þeir, sem standa í þeim sporum, að eiga í langvinnu atvinnuleysi, vegna veikinda, vera láglaunafólk eða eru í hópi einstæðra foreldra, öryrkja eða ellilífeyrisþega.
Hvenær kemur að því, að raunhæf og réttlát gildi til útreikninga lífsafkomu og launakjara einstaklinga, sem og fjölskyldufólks komi fram og að samstilling sé á borði, en ekki einungis í orði í þeim málum.
Er ég þá sérstaklega að tala um kjör láglaunafólksins í landinu, sem svo illa hefur gengið að bæta og lagfæra í áraraðir. Og lágmarkstekju - viðmiðin hafa ætíð verið ótrúlga lág. Síðan koma allvíða, þar að auki allskonar tekjutengdir útreikningar, sem skerða.
Og nefna vil ég, hversu mikil brenglun er, að mér finnst í gangi, varðandi ýmsa launaútreikninga hjá hálaunuðum. Er það raunsætt t.d. að innheimta 35.000 kr. fyrir tímavinnu sína, eins og talað er um að skilanefndarmenn geri hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis ? Gaman væri að vita hver uppskriftin er af svona góðri launatertu.
Svo ég víki nú aftur að þeim er minna hafa, þá held ég að lágmarkslaunin á atvinnumarkaðnum í dag, séu svona almennt einhversstaðar á bilinu 150.000 200.000. (fyrir utan skatt)
Hugleiðingar mínar nú, urðu hér til vegna lesturs greinar frá Velferðarráðherra Guðbjarti Hannessyni;
Fjögurra manna fjölskylda þarf 900 þúsund til að ná neysluviðmið.
" Séu báðir foreldrar fjögurra manna fjölskyldu útivinnandi þurfa báðir aðilar að afla sér 450 þúsund króna mánaðartekna að lágmarki til að standast neysluviðmið velferðarráðuneytisins upp á 617 þúsund krónur. Sé aðeins annar aðilinn í vinnu þarf sá að hafa 910 þúsund í mánaðarlaun."
"Séu neysluviðmiðin borin saman við skýrslu Hagstofu Íslands frá desember síðastliðnum kemur einmitt í ljós að hjá þeim er lægstar tekjur hafa nema útgjöldin 114,6 prósent af tekjum. Sömuleiðis duga tekjur næstlægsta hópsins ekki heldur fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Það þýðir að helmingur íslenskra heimila á ekki fyrir útgjöldum og nær aðeins að halda heimilinu við með skuldsetningu eða með því að ganga á sparnað sé hann fyrir hendi"
Og læt ég fylgja með hér, úrdrátt og viðmið á útreikningum á
atvinnuleysisbótum hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar
Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:
Atvinnuleysisbætur eru 149.523 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.
Atvinnuleysisbætur eru 112.142 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.
Atvinnuleysisbætur eru 74.762 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.
Atvinnuleysisbætur eru 37.381 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).
Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 5.981 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).
"Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.
Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.
Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum."
og frá; Tryggingastofnun ; útreikningur lífeyris og tengdra bóta - janúar 2011
"Athugið að flestir bótaflokkarnir eru tekjutengdir og tekjur skerða bætur. Tekjur teljast allar greiðslur sem skattur er tekinn af, sem dæmi; eigin launatekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjámagnstekjur (eigin og að hluta maka), ýmsir styrkir og fleira."
Og eins og sjá má er risagjá, sem ber þarna á milli meðallaunanna og þar undir, sem flestir lifa á og neysluviðmið Velferðarráðuneytissins, sem er í takt við raunveruleikann. Og ekki skrítið, að hver fjöldskyldan af annari eigi við alvarlegan fjárhag að stríð, sem oft leiðir til vonleysis og depurðar, missi eigna og að jafnvel upplausn heimila og fjölskyldna fylgir í kjölfarið. Og til sannsvegar má segja, að lottóvinningurinn í dag er að halda vinnu.
Læt fylgja hér með eldri bloggfærslu, því enn og aftur vil ég benda á að íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada sér til fyrirmyndar, hana Hazel McCallion, en hennar motto hefur alltaf verið;
að halda fólki í vinnu og sköttum lágum.
... Er ekki komin tími til að úrýma fátækaramörkum og stjórna af skynsemi...
Því það er ógnarstór vandamála-og vanlíðunarbolti sem hleðst oft undarlega hratt upp, á svo víðtækan máta, sem tengist hinu daglega lífi og afkomu þess fólks, sem lifir snautt við fátækramörkin (fátækragildru) Nú þyrfti STRAX að fara í breytingar á þessu úrelta launa - útreikningakerfi hérlendis. Byrja á því að ;
Koma atvinnuhjólunum af stað, hækka grunnlaun lágtekjuhópa, hækka skattleysismörkin og afnema tekjutengingar.
Reynum að fara að byggja hér upp gott velferðarþjóðfélag, á þessari dásemdar draumaeyju, sem við búum hér á og hefur í raun okkur allt að gefa til að lifa hér í sátt og samlyndi, góðu lífi.
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011
Drekarósin ...ýmsar slóðir ...
Hér á síðu Drekarósinnar hef ég safnað saman nokkrum áhugaverðum slóðum, þar sem finna má eitt og annað sem viðkemur næringu fyrir hug, sál og líkama ...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011
Nýarskveðja ...
Kæru vinir og ættingjar, nær og fjær. Með hækkandi sól og birtu í hjarta, þakka ég ykkur öllum fyrir liðnar stundir, stórar og smáar.
Og sendi ég ykkur hugheilar óskir mínar um að nýja árið verði öllum farsælt, heillaríkt og heilsugott.
Megi allir góðir draumar ykkar til framtíðarinnar rætast.
Josira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virkni ilmkjarnaolía
Aroma þýðir ilmur eða sæt lykt. Ilmur plöntunnar er í olíu hennar. Allt lifandi hefur lífskraft, afl eða sál, sem ekki er hægt að halda á eða sjá. Það er þessi lífskraftur sem er til staðar þó svo líkami mannsins sé sjúkur og hann gefur okkur styrk til að leitast við að ná heilsu aftur. Lífskraft plantanna er ekki heldur hægt að sjá eða snerta en hann er fyrst og fremst í kjarnaolíum hennar. Kjarnaolían er talin hjarta plöntunnar.
"Það er þessi kraftur sem við flytjum til líkamans með kjarnaolíumeðferðinni. Hver olía hefur mismunandi lækningaáhrif á ákveðinn hluta líkamans og orkurásir."
Í dag eru ilmolíurnar víða notaðar sem lyf með hefðbundnum lyflækningum af læknastéttum og eru þýskir læknar þar fremstir í flokki. Síðustu ár hefur verið lögð rík áhersla á vísindarannsóknir á virkni ilmolía á sjúkdóma.
Og fyrir þá, sem vilja fræðast betur um olíurnar og virkni þeirra er kjörið að koma í Menningamiðstöðina Gerðuberg, Gerðubergi 3-5, Efra-Breiðholti á Laugardaginn 4 des.
Laugardaginn 4. des. kl. 13 - 16 í GERÐUBERGI (stóra sal)
heldur Selma Júlíusdóttir ilmolíufræðingur ATFÍ og skólastjóri Lífsskólans ehf. erindi um Aromatherapy olíur og vörur framleiddar úr þeim.
Einnig verður kynning og sala á hágæðavörum unnum úr íslenskum jurtum og Aromatherapy olíum.
Um er að ræða náttúrulegar hársápur, húðsmyrsl og hágæðailmolíur.
Sérstök barnalína : Bað/hárlína fyrir ungabörn og frábært græðandi krem ásamt bossakremi.
Hársápa sem vinnur á lús.
Fullorðinslína : Hársápa fyrir allar gerðir af hári.
Ég sjálf hef heillast af ilmkjarnaolíunum og krafti þeirra á síðustu árum og er að verða æ sannfærðari um að, þær eigi eftir að skipa verðugan sess hér á landi til heilunar og lækninga í komandi framtíð.
Ginseng norðursins ... Angelica Hvönn ... margra meina bót... ein af eldri blogggreinum mínum, þar sem koma fram ýmsar hugmyndir mínar um nýtingu þess þjóðarauðs, sem ég tel að við eigum í mörgum af okkar íslensku plöntum.
Sjáumst hress og kát
josira
Fróðlegt er að fræðast um tengsl olíanna við líffærafræðina og áhrif þeirra á varnarkerfi líkamans Og um kraft íslenskra plantna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langaði að deila með ykkur röddum í bloggheimum, sem til mín bárust er ég vafraði um heima þá. Þar liggur ýmislegt á hjörtum manna og tjáning margvísleg, sem og tengjast hinum ýmsu sviðum og hliðum samfélagssins ... Raddir fólkssins í landinu, sem ráðamenn þjóðarinnar ættu að hlusta betur eftir ...
Samráð og ekkert annað (allir sem einn) um olíufélögin - Reynir Lord
Hjálp til sjálfshjálpar - félagsmálastjóri kveður sér hljóðs- Sigurbjörn Sveinsson
Það getur ekki verið hagkvæmt að reka allan þennan fjölda af lífeyrirsjóðum hér á landi -Sigurður Grétar Guðmundsson
Þörf á opinberri rannsókn - sala á opinberum fyrirtækjum -Guðjón Sigþór Jensson
Vilja sem fyrr ekki Icesave fyrir dómstóla - Hjörtur J. Guðmundsson
Kannast ekki við Icesave-samkomulag/svona er þetta allt uppá borði ???? - Haraldur Haraldsson
Alveg dæmalaus vinnubrögð ! - skuldavandi þjóðarinnar - Vilborg G Hansen
Pappírshagnaður og gjöf Seðlabankans til Magma Energy - Lúðvík Júlíusson
Rannsaka galla þess að afnema verðtryggingu er þess þörf? - Tryggvi Þórarinsson
Og borga svo ... - að bankarnir hafi fengið 420 milljarða afslátt af lánum heimilanna - Eyjólfur Sturlaugsson
1600 milljarða afföll /svo geta þeir ekki leiðrétt skuldir íbúðarlána !!!!! - Haraldur Haraldsson
Ekki farin almenn leið, það á eftir að verða okkur dýrt. - Leiðrétting skulda - Tryggvi Þórarinsson
Vinsamleg tilmæli til allra launþega og vinnuveitanda - vegna komandi jóla - Kjartan Pálmarsson
Reiði veldur sjúkdómum sé hún ekki losuð út - Sigurður Jón Einarsson
Ég á mér draum - virkt frelsi, alvöru jafnrétti og kærleiksríkan heim. - Valdimar H Jóhannesson
Hvað táknar að vera sannkristinn - Mannkynið er á sameiginlegri vegferð til aukins þroska - Sigurður Alfreð Herlufsen
Einstaklingsfrelsi? Já takk! - Frjálslyndir Demókratar - Sævar Már Gústavsson FD
Ályktun Öryrkjabandalags Íslands 23. október 2010 - Ekkert um okkur án okkar! - Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn - Steinunn Helga Sigurðardóttir
Það er verið að tala um 5000 - 6000 þúsund manns í biðröðum fyrir jólin! - Guðmundur Óli Scheving
HVAR ERU GLEÐIFRÉTTIRNAR ??? - Sólveig Austfjörð
Hneyksli - Lágmarkslaunin - Pétur H
Niðurskurður og sparnaður er afstætt, og oft eru menn á villigötum ! Anna Ola
Fréttir vikunnar: Skemmtilegar,jákvæðar og kynæsandi. Erling Ólafsson
p.s. var að taka eftir því að flestir, sem hér eru að tjá sig eru karlkyns, bæti úr því síðar með röddum knárra kvenna ...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010
Frá A-Z ... Heildrænar meðferðir ...
Var að vafra um hinn stóra netheim og lágu leiðir mínar inn á fróðleg og áhugaverð fræði, sem sum hver má rekja árþúsundir aftur í tímann og fjalla um hinar ýmsu heilunar-aðferðir til hjálpar hug, sál og líkama. Má hér nefna t.d. hin fornu fræði um jurtir og ilmkjarnaolíur ; sem hægt og sígandi eru að ávinna sér sinn sess á ný meðal lækninga. Vísindamenn hafa verið að rannsaka virkni olíanna hin síðari ár. Hér má lesa um fyrstu ráðstefnuna um ilmkjarnaolíur, sem haldin var hér á Íslandi árið 2001
Eftir að ég fór að kynnast olíunum í kringum 1997, sem og þá hjálpuðu mér mikið að takast á við veikindi, fór ég að hugsa um hvort ekki væri álitlegt að nýta þær í loftræstikerfum hinna ýmsu stofnana eins og t.d. sjúkrahúsum, skólum, elliheimilum og fangelsum, svo ég nefni eitthvað. Mætti nota þá olíur, eftir aðstæðum. Eiginleikar og virkni ilmkjarnaolía fengið af vef Lífsskólans.
Og rifjust upp nú þessar gömlu hugsanir mínar er ég fann samsvörun á netinu áðan á vísindalegri rannsókn á getu THYME (blóðberg) ilmkjarnaolíunnar til að drepa niður MRSA bug ( hermannaveikin ? ) og er mér ljúft að koma þessari áhugaverðu grein hér á framfæri;A breakthrough has been unveiled in the fight against a potentially fatal hospital superbug.
Researchers have discovered that essential oils derived from thyme plants normally used in aromatherapy can destroy the MRSA bug within two hours.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/england/sussex/8584753.stm og jafnvel hvort ekki sé verðugt verkefni fyrir okkar íslensku vísindamenn að kanna nánar Blóðbergið okkar.


Og hér fyrir neðan myndina má, að einhverju leyti sjá og lesa um hversu viðamikil hinar svokölluðu óhefðbundnar lækningaaðferðir eru orðnar ... sem þó að einhverju leyti flokkast undir hefðbundnar lækningaaðferðir hjá sumum þjóðum.
Hér eru taldar upp 59 aðferðir- meðferðir; Á ensku
og einhverjar upplýsingar er hér að finna á íslensku, fengnar af vef Maður Lifandi
Frábært ef hægt væri að samtvinna og stilla saman enn meir "það hefðbundna og óhefðbundna" til læknishjálpar og heilunar.
Áfram ætla ég að bera ósk mína og draum í mínum hug og hjarta um að saman munu starfa hlið við hlið lært starfsfólk í austurlenskum lækna-fræðum sem og vestrænum, sem munu bera bækur sínar saman, nám og reynslu með greiningu á kvillum og sjúkdómum og úrlausnum sem virka og verka sem best saman, með gagnkvæma virðingu og traust á hvort annað...
Leyfi að fljóta með hugleiðingar mínar um nytsemi íslenskra plantna úr eldri bloggfærslum mínum.
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/946691/
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/948054/
og um íslensk HEILSUSETUR ; http://josira.blog.is/blog/josira/entry/332894/
josira
Bloggar | Breytt 9.11.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010
Tími til kominn - þjóðstjórn núna ...
Tími til kominn að einhverjar umbreytingar eigi sér stað hér í þessu blessaða þjóðfélagi. Þar sem kyrrstaða ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og afkomu fjölskyldna og fyrirtækja hefur ríkt allt of lengi og í raun löngu komið út fyrir öll velsæmismörk hve lágt ríkisstjórnin hefur beygt almúgann.
Það er ekki annað að sjá, en að útreikningar hinna ýmsu talna í hagkerfinu góða stjórni í raun enn og stýri ákvarðantökum ráðamanna á þingi og má þá nefna hér t.d. fjármálafyrirtækin, sem dafna á kostnað lántakandanna, sem er verið að mergsjúga.
Hættum að týnast í orðaskrúði ólgandi hafi, talna og orða, sem öllu virðast stjórna.
nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...og mætti áfram telja...
Þetta eru allt mannanna verk, við hljótum að geta leitað ráða hjá þjóðum sem öðruvísa vinna að uppbyggingu og jafnvægi og breytt áherslum til bjargræðis. Því ekki virðist ráðamönnum hérlendis geta ráðið við loforð sín um afkomu fjölskyldnanna í landinu. Umburðarlyndi þjóðarinnar, sem beðið hefur álengdar eftir úrlausnum mála sinna á hinum ýmsu sviðum hefur í raun verið með ólíkindum.
Tími finnst mér vera kominn til, að forseti vor taki nú af skarið strax og komi á þjóðstjórn, þó með breyttum formerkjum þannig, að ekki einhver skilgreindur meirihluti hafi valdið.
Heldur verði skipað og valið af kostgæfni, burtséð frá hvaða flokkum hverjir tilheyra. Í hvert sæti yrði valið af yfirvegun og útsjónarsemi um hverjir væru hæfastir í hvert verkefni fyrir sig. Og unnið yrði dag og nótt, þess vegna á vöktum ef þyrfti. Engan tíma má orðið missa. Einn sem allir og allir sem einn, til bjargræðis þjóöar og lands.
Og þess vegna mætti kalla til fólk úr röðum hinna ýmsu starfstétta og jafnvel erlendis frá ( tengsla- og venslalausa) Eitthvað verður að fara að gerast !!!
Þannig er nú mín sýn á málið.
Reyndar er nú komin hópur frambjóðenda, áhugasamra manna og kvenna, sem fylkja vilja liði til stjórnlagaþings. Og er það vel.
Einnig verður spennandi að fylgjast með framgangi mála á þingi Norðurlandaráðs, sem hefst í dag. Kannski verður einhverja úrlausn þar að finna.
p.s. Og enn og aftur langar mig að segja frá hinni stjórnslyngu 89 ára Hazel McCallion, sem heldur um stjórnvölinn í Mississauga, sjöttu stærstu borg Kanada, en þar hefur hún verðið borgarstjóri í 31 ár.
Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada til fyrirmyndar ...
Hennar mottó hefur alltaf verið að halda fólki í vinnu og sköttunum lágum.
Það er eitthvað annað, en stefnan hérlendis !
josira
![]() |
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið vildi ég; að hægt væri að sameina trúarbrögð- (stefnur) heimssins. Því eigi er víst hægt að leggja þau niður, þó hjá allflestum þeirra séu undirót af valdabaráttu, spillingu ýmisskonar og ófriði manna á millum og heilu þjóðana í gegnum aldirnar þar að finna ...
Mikið vildi ég; að hægt væri að taka fram, samstilla og leggja áherslu á þau lífsgildi, sem er að finna í allflestum trúarbrögðum-(stefnum), sem snúa að friði, kærleika, fyrirgefningu, mannúð, andlegri og líkamlegri heilsu og geta haft að sameiginlegu leiðarljósi og veganesti út í lífið ásamt því að læra að elska, virða, vernda og lifa í jafnvægi við sjálfan sig og aðrar manneskjur, lífríki náttúrunnar, móðir jörð og alheim allan ... finna og upplifa ljóssins leið ...
nokkur lífsspeki - eða heilræðisorð mín, sem mig langaði hér fram að færa;
Innsigluð í vitund okkar, er þráin eftir leit að sannleika lífssins ...
Vegur sannleikans leiðir okkur, að uppruna okkar ...
Innst í hjörtum allra það býr. kærleiksaflið, sem öllu snýr ...
Verkir í lífsins þrautargöngu, verða okkur síðar til góðs er vitund okkar vaknar ...
Er vitund okkar vaknar, sameinast hugur, líkami og sál ...
Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð, áhrif hefur á alheim og jörð ...
Andans auður er dýrmæt perla ...
josira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði