Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.10.2011
HPV veiran ... og bóluefnið Cervarix ...
Ég taldi mig hafa verið að skrifa bloggfærslu við þessa frétt um bólusetningu 12 ára stúlkna við HPV veirunni, en sé nú hún kom víst ekki inn;
Þannig að hér er slóðin ... Bóluefni til bóta eða ... bölvunar
(færslan hér á undan á síðunni minni)
josira
![]() |
Bólusetning gegn HPV að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið gefur það gleði í hug og sál, að lesa um eitthvað jákvætt í fréttum, sem snertir þjóðarhag. Það er ekki laust við að hugur manns fari á flug yfir hinum ýmsu atvinnuskapandi tækifærum, sem hægt væri að skapa í okkar yndislega gjöfula landi.
Ég fór að kynna mér betur vinnslu þörungana okkar í framhaldi af fréttinni um rannsóknir Matís. Ég hafði satt að segja ekki hugmynd um hversu víðtæk vinnsla og framleiðsla er orðin úr þessu magnaða sjávarfangi, þörungunum.
Nytjar á þaranum ( tekið af wikipedia)
Þari hefur verið notaður sem áburður, húsdýrafóður og matur. Marinkjarni er eina þarategundin sem vitað er til að höfð hafi verið til matar á Íslandi, en í Austur-Asíu er þari notaður í miklum mæli til matar. Japansþari (Laminaria japonica) er sú þarategund sem mest er neytt af, og er megnið af honum ræktaður. Aðalnotkun þara hins vegar er til framleiðslu á gúmmíefninu algín. Það er notað í margs konar iðnaði, t.d. matvæla- og lyfjaiðnaði, og í vefnaði. Algín er einnig notað til að auðvelda blöndun ólíkra vökva, svo sem vatns og olíuefna. Sem dæmi er algín notað við ísgerð, til að koma í veg fyrir að vatnið skilji sig frá mjólkurfitunni og myndi ískristalla.[5]
Og í leit minni á veraldarvefnum, að þeim er vinna við þessa verðmætasköpun hérlendis fann ég nokkur fyrirtæki. (gæti verið að mér hafi yfirsést einhver)
Hér má lesa um Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, sem er orðið gamalgróið þekkt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í framleiðslu á gæðamjöli í ýmsan iðnað. Mjölið er framleitt að miklu fyrir fyrirtæki er áframvinna efnið enn frekar til að einangra þessi svokölluðu gúmmíefni til áfamvinnslu í allskyns iðnað, s.s. matvæla-, snyrtivöru-, lyfja-, textiliðnað ásamt margskonar öðrum iðnaði
Hér er að finna fyrirtækið Íslensk hollusta (áður Hollusta úr hafinu), sem meðal annars framleiðir þarakrydd. þarasósur, hollustusnakk og baðvörur.
Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. í Bíldudal framleiðir steinefnafóður fyrir búfénað og jarðvegsbætiefni (kalkáburð) úr kalkþörungum. Vörunafnið er Hafkalk.
Og nýtt fyrirtæki, Hafnot í Grindavík, sérhæfir sig í vinnslu þörunga til matargerðar.
Einnig má lesa hér um Metan eldsneyti til framtíðar, tengt þörungum.
Og eins og sjá má er flóran í þessum atvinnuvegi orðin nokkuð mikil.
Ég er þess fullviss að enn fleiri tækifæri leynast í náttúru landssins frá hafi til heiða. Sem við ættum að kynna okkur betur til að nýta og njóta.
Við höfum mannauð, getu og vilja til sköpunar á svo mörgum sviðum hér á landinu okkar fallega, sem allt hefur að gefa okkur ef grannt er skoðað. Allt sem þarf er framkvæmd. Gerum allar okkar íslensku vörur og framleiðslu þeirra til framtíðar, eftirsóknarverða.
Til að styrkja, styðja og koma af stað framkvæmdum til uppbyggingar atvinnuvega, ættu lífeyrissjóðirnir og ríkið að setja í forgang og leggja til stóran hluta fjármagns, því eigendurnir eru jú landsmenn sjálfir, sem borgað hafa ´skatta og skyldur til þeirra í ótalin ár.
Og ekki má gleyma blessuðum bönkunum, þeir ættu einnig að leggja fram sinn skerf. Því auðvitað eru það landsmenn sjálfir, sem um ótalin ár hafa séð um fjármagnsrennsli í sjóði bankanna og borgað ótæpilega af launum sínum til bankanna í formi vaxta, vaxtavexta og verðtryggingu. Síðan er að fá fjárfesta innlenda, sem og erlenda, sem sæju tækifærin í þessari atvinnu-og verðmætasköpun
Skapar atvinnu og gjaldeyristekjur.
Ég sé fyrir mér að efla þurfi einnig til muna, fiskeldi á hinum ýmsu fiskitegundum og hafa þar fjölbreytni í tegundavali, að leiðarljósi við strendur landssins og í fjörðum.
Og ef ég sný mér að landinu, þá sé ég fyrir ræktun og vinnslu á jurtum og trjám á þúsundum hekturum lands. Því hægt er að nýta kalt og heitt vatn og raforku á ýmsan máta við uppeldi plantnanna. Og undir stjórn og handleiðslu manna sem vit hafa á og þekkingu á vexti, verkun og vinnslu jurta og plantna. Þarna myndi skapast fullt af störfum. Allt frá frævinnu til pakkningar - sölu og útflutnings.
Við myndum gera þetta að sérstakri og mikilli gæða-lækninga-útflutningsvöru til allra heimshorna. Vegna sérstöðu okkar ómengaða, hreina og fagra lands eru okkar villtu jurtir og plöntur, þó smærri séu, en víða annarsstaðar, sennilega harðgerðari og gefa þá væntanlega af sér sterkari, ómengaðri og betri afurð.
Hugmyndirnar eru óteljandi í kolli konu í kvöld.
Læt að endingu fylgja hér með nokkrar slóðir á eldri bloggskrif mín um eitt og annað, sem skotið hefur upp í huga minn um skyld efni. (heilsu-og atvinnuskapandi)
"Læknar fyrri tíma sóttu sínar lyfjablöndur til fornra uppskrifta sem ligga til náttúrunnar. Sem læknavísindi nútímans hafa hafa vaxið langt frá. En ég held að sá tími sé að renna upp að við komum til með að leita aftur í þessi vel geymdu-gleymdu sannindi... sem rekja má árþúsundir aftur í tímann. "
Lúpína og Kerfill minna á sig...við endurreisn landsins...
Takk...takk...okkar elskulega forsetafrú, Dorrit...
Hefðbundið-Óhefðbundið... (heilsusetur)
Frá A-Z ... Heildrænar meðferðir ...
Ginseng norðursins ... Angelica Hvönn ... margra meina bót...
Eru gosefnin kannski til góða ... (nýta til listmunagerðar)
Já margt býr í tönnunum... (lærdómsetur lækna)
Látum bæði hugvit og verkvit berast og gerast á jákvæðan hátt fyrir land og þjóð...
josira
(búin að vera andvaka, ákvað að pára nokkur orð, sem heldur urðu fleiri en ég lagði upp með )
![]() |
Þörungar gætu reynst þjóðinni milljarða virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011
Eldsneytishækkun - Eldsneytislækkun
Tímarnir breytast og mennirnir með, stendur víst einhversstaðar. Það er af sem áður var, þegar mikil samstaða hins almenna borgara var t.d. gagnvart eldsneytishækkunum, sem og sýndi sig í mótmælum.
Við erum orðin eitthvað svo dofin og viljalaus þegar allskonar verðhækkanir og skattaálögur dynja yfir okkur. sbr;
Alveg magnað að enginn skuli vera búin að tjá sig t.d. hér á blogginu um síðustu eldneytishækkun, sem Shell setti fram í gær.
Nema hvað 64 manns eru búnir að merkja við að þeim líki þessi frétt ! á facebook ! Held það vanti takka, þar sem hægt sé að merkja við líkar ekki
Shell hækkaði í dag verð á eldsneyti. Bensínið hækkaði um 3 krónur lítrinn og dísilolían og vélaolía um 4 krónur lítrinn. Nú kostar lítri af 98 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu 247,80, V-Power bensíni 235,90 kr. og af dísilolíu í sjálfsafgreiðslu 239,50 kr.
Ég er ekki að grínast ! Bensínlíterinn er að nálgast 250 kr. pr.líter !!!
Heimsmarkaðsverð lækkar (4okt) Verðlækkun á eldsneyti hjá Orkunni og Atlantsolíu
Ríkisstjórnin ásamt Jóhönnu Sigurðardóttir sjálfri, ætti kannski að skoða vel orð Jóhönnu, sem hún setti fram, reynar árið 2005 gagnvart eldsneytisverði !
Lækkum eldsneytisverð hafa jákvæð áhrif á kjarasamninga og verðbógluþróun
Og held ég að margir séu sammála um að;
Alloft virðist vera að eldsneytið hækkar á Íslandi á meðan heimsmarkaðsverð lækkar (eldri frétt)
Gott og athyglisvert væri t.d. að fá samanburð um hver álagningin sé á eldsneyti hér á landi í dag, miðað við hin norðurlöndin.?
Og þá í hverju landi fyrir sig í þeirra krónum, en ekki umreikna í ísl.kr.
(kemur ekki bensínverð inn í allan útreikningarpakkann sbr. kjaramál, kaupmátt, vísitolu og fl. hjá okkur)
Hér má lesa um viðmiðun frá Svíþjóð, (reyndar ársgamla)
og þessa ágætisgrein hjá Haraldi Haraldssyni bloggarajosira
![]() |
Eldsneyti hækkar hjá Shell |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór að kanna á Google hvort einhverjar umræður væru í gangi um hvort boranir í jörðina gætu komið af stað jarðhræringum og eru hugleiðingar um þau málefni greinilega mikið í gangi og það til margra ára. Hér neðar á síðunni má lesa um og sjá nokkrar slóðir ...
Ég held að mjög gaumgæfilega þurfi nú t.d. að skoða allar þær framkvæmdir sem standa yfir í Hellisheiðarvirkjun frá öllum hliðum þar, sem vitað er um og viðurkennt að jarðskjálftar eru þar tíðum af mannavöldum og fara hægt og sígandi stækkandi og vekur það virkilega orðið óhug margra.
Vitum við hvað getur farið í gang þarna niður í iðrum jarðar við þessi mannanna verk í okkar virka landi ! Einnig þarf að skoða hinar jarðvarmavirkjanirnar á landinu.
Manngerðir jarðskjálftar: "Það er alls ekki í lagi (visir.is)
Geta ekki hætt að dæla niður vatni ; (ruv.is)
Boranir eftir jarðefnum og ýmsar afleiðingar ...
http://www.youtube.com/watch?v=uzdLhAsuBQ
http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=geothermal-drilling-earthquakes
http://www.nytimes.com/2011/10/11/science/11qna.html?_r=3&ref=science
jarðskjálftar af mannavöldum ? Haiti
jarðskjálftar af mannavöldum ? Blackpool
josira
(p.s. eitthvað er nú skrítið bloggið núna, get ekki tengt linkana-slóðirnar þar sem ég vil hafa þá og stafagerðin hér er mjög sjálfstæð, breytir um gerð meðan ég er að pikka orðin inn ! ) nenni ekki að eltast við lengur að reyna að laga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2011
Lifandi land
Vaknaði snemma í morgun með einhvern óróleikahnút í maganum. All oft nú undanfarið hefur mér verið hugsað til elskulegaa fallega landssins okkar, sem hefur verið að minna á sig, með titringi og skjálftum víða um land sérstaklega á síðustu vikum og mánuðum og fundið eiginlega til með því, sérstaklega varðandi Hellisheiði.
Mér líkar ekki sum þau mannanna verk, sem unnin eru þar. Mín tilfinning er að það er eitthvað ekki rétt við það. Í gegnum árin hef ég t.d oft hugsað um efnasamsetningu gufunnar, sem hleyft er þar út í andrúmsloftið og t.d. þá hvort einhver áhrif verða í samsetningu skýjafars.Og einnig hvernig jörðin er að bregðast við vatninu, sem hleypt er í borholurnar.
En væntanlega vita fræðingarnir betur; eins og segir í tilkynningu frá Orkuveitunni (vika 37 ) " Holur eru boraðar til að skila vatni frá Hellisheiðarvirkjun aftur ofan í jarðlögin. Vatnið virkar þá eins og smurning og dregur þá úr viðnámi í berginu sem getur þá komið á hreyfingu með tilheyrandi smáskjálftum (úr fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur 13. september).
og vika 40 http://hraun.vedur.is/ja/viku/sidasta/ ; " Yfir 1500 jarðskjálftar voru staðsettir sjálfvirkt í vikunni, lang flestir við Hellisheiðarvirkjun "
Auðvitað veit ég að þarna er verið að beisla óhemju orku frá iðrum jarðar, sem eiga að vera okkur til góða á margvíslegan máta.
En varðandi þetta með vatnið á Heiðinni, þá líður mér á einhvern hátt svipað og þegar ég fékk að sjá sýn fyrir tæpum 20 árum í sambandi við olíu jarðarinnar. Fannst mér ég sjá jörðina vera líkt og gatasigti að innan eftir að þykkri olíunni er dælt upp á yfirborð hennar. og jarð- og berglög hrynja í kjölfarið saman og sú breyting og hreyfing kemur af stað neðanjarðarjarðskjálftum með víðtækum áhrifum. Finnst þetta hafa með jafnvægi jarðarinnar að gera. Þó sjó sé dælt ofan í borholurnar er það ekki sami eðlismassi.
En hvað veit ég svosum um þessi mál.
Töluverðan fiðring í jörðinni hef ég bæði skynjað og fundið í morgun.
og fór að skoða stöðuna á vedur.is
og örlitlu síðar.
Og eins og sjá má eru hreyfingar í kortunum. Vona ég að ekki sé í aðsigi stórar hamfarir. Við búum jú í lifandi landi, en reynum eftir fremsta megni, að hrófla ekki að óþorfu við líkama þess.
Við skulum vona og biðja þess að þetta sé einungis góð spennulosun í jarðflekunum.
Um daginn var ég eitthvað að hugsa um jarðhræringar- og eða eldgos og kom þá talan 20 upp í höfði mér. Hvað hún þýðir veit ég eigi.
Biðjum um ljóssins vernd og að landið okkar sé umvafið með heilunar-og kærleiksorku þess.
josira
![]() |
Jarðskjálftar upp á 3,8 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í menningarheimum víðsvegar um veröldina hafa drekaflugur margar táknrænar (symbol) merkingar og eru t.d. táknberar um ljós og kærleika, jákvæðni, hamingju, sköpunarkraft, frelsi, yfirsýn, aðlögunarhæfni og umbreytingu.
Og er nákvæmlega það, sem við þurfum svo mikið á að halda hér og nú í lífsgildum okkar á þessu blessaða landi, sem við elskum og sem hefur í raun allt að gefa okkur.
En stjórnsýsla og ákvarðanatökur ráðamanna í gegn um árin, hafa um of dregist frá þessum góðu mannlegu gildum og virðast færast meir og meir yfir í fjármálaheiminn ( heim talnanna,sem í raun virðast öllu stjórna
Stöldrum við og hugsum aðeins um heimsókn litlu drekaflugunar og hvað felst í skilaboðum hennar til okkar.
Drekaflugan tengist vindi/lofti (breytingar - afl og kraftur lífsins) og vatni, (undirmeðvitundin-tilfinningar)
Dragonfly is the essence of the winds of change, the messages of wisdom and enlightenment; and the communication from the elemental world. Dragonfly medicine beckons you to seek out the parts of your habits which need changingog frá wikipediu
Tákn vatns er að finna í öllum samfélögum og trúarbrögðum. Hér er einnig ágæt slóð
Þegar mökun Drekaflugna stendur yfir mynda þær hjarta, sem og er tákn um ást og kærleik.
Drekaflugan táknar getu okkar og styrk til að umbreyta okkur sjálfum og hjálpar okkur til aukins skilnings á dýpri merkingu lífsins.bjöguð þýðing google; tekið af þessari ágætu síðu ; http://dragonflysymbolism.org/
Ég hef alltaf haft áhuga og ánægju af því að skoða, spá og spegluera hvað blessuð dýrin hafa að segja okkur og hef nokkrum sinnum párað niður orð um það;
Fiðrildi -skyld drekaflugu
Nátúruvísindi, stjörnuspeki og náttúruhamfarir
Eigið góðan dag, sem og alla aðra.
josira
p.s. þar sem drekaflugan tengist vindi/lofti og vatni, vil ég biðja máttarvöldin að umvefja jörðina okkar með heilunar-og kærleiksorku sinni og draga úr vindstyrk fellibylja og milda aðrar náttúruhamfarir, sem eiga sér stað víða um jörðina og hjálpa okkur mannkyni að stuðla að friði.
![]() |
Drekafluga á sveimi á Kambsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
verslunarmannahelgin, fari sem best fram allstaðar.
Dagskrá víða um land um verslunarmannahelgina 2014

... að hún verði slysalaus og að fólk hagi akstri eftir aðstæðum og sýni þar bæði kurteisi og tillitsemi, sem og hvort við annað allstaðar.

... að fólk fari vel um náttúru landssins.


... að fólk gangi frá rusli sínu hvort, sem í óbyggðum það sé eða á tjaldsvæðum og útihátíðunum.

... að náttúran sjálf verði róleg um helgina.
Hér má sjá vefmyndavélar um land allt til að ath. með færð og veður:
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
Eigum góða helgi, öllsömul
josira
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.8.2014 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2011
Enn eiga bankar og stofnanir landann ...
Kominn er tími til að stöðva áratuga peningarán þessara stofnana og fyrirtækja, sem segja má, að sé stundað í gegnum snilldar útreikningum á lánakerfum þeirra. Aldrei verið einleikið, finnst mér hve mikið lán hækka frá tökudegi og þar til greiðslu þeirra líkur. (á einnig við fyrir hrun)
Nú er tímabært í eitt skipti fyrir öll, að sýna samstöðu kæru landar og sameinast gegn úreltum lánaútreikningum banka- og stofnana með því að skrifa undir á undirskriftalista Hagsmuna Heimilanna ef okkur á að takast til framtíðar, að lifa mannsæmandi lífi hér á þessu annars yndislega landi, sem allt hefur að gefa okkur.
Allt um Hagsmunasamtök Heimilanna
josira
![]() |
Geta hvorki keypt né leigt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2011
Dagur þjóðarinnar og draumar ...
Þjóðhátíðardagurinn okkar ... 17 júni
josira
![]() |
Draumur Jóns um stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2011
Þjóðhátíðardagurinn okkar ... 17 júni
Til hamingju kæra þjóð, með þennan fallega þjóðhátíðardag okkar íslendinga, 17 júni.
Sem einnig er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, fræðimanns, frumherja og brautryðjanda fyrir land og þjóð, kallaður forseti " Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur " Og í dag eru nú 200 ár frá því hann fæddist.
Stöndum ætíð vörð um landið okkar verðmæta, láð þess og lög.
Hér má fræðast aðeins um þann merka dag, í lífi litlu, en stórhuga þjóðarinnar 17 júni 1944.
Saga Íslenska Lýðveldissins á vef. ruv.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, sem gildi tók 17. júní 1944
Embætti forseta var stofnað með lýðveldisstjórnarskránni
Lýðveldisstofnunin . Saga Íslenska fánans og skjaldamerkisins .
Og úr " Söngvum helguðum þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní 1944"
Hver á sér fegra föðurland
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.
Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
Höf: Hulda skáldkona ( Unnur Benetiktsdóttir Bjarklind )
LAND MÍNS FÖÐUR
Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi,
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Hvíslað var um hulduland
hinst í vestanblænum,
hvítan jökul, svartan sand,
söng í hlíðum grænum.
Ýttu þá á unnarslóð
Austmenn, vermdir frelsisglóð,
fundu ey og urðu þjóð
úti´í gullnum sænum.
Nú skal söngur hjartahlýr
hljóma' af þúsund munnum,
þegar frelsisþeyrinn dýr
þýtur í fjalli og runnum.
Nú skal fögur friðartíð
fánann hefja ár og síð,
varpa nýjum ljóma' á lýð
landsins sem vér unnum.
Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum,
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu íss og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki,ung og frjáls,
undir norðurljósum.
Höf; Jóhannaes úr Kötlum
Síðan er hér stórgóð grein eftir, Jón Aðalstein Jónsson, sem segir allt, sem segja þarf um framtíðarsýn Íslands. Gleðilega Þjóðhátið (mig dreymir líka)

Ég vil fara að sjá að draumurinn um hið nýja Ísland, fari að rætast. sem byggist á góðum mannlegum grunni, þar sem, raunsæ stjórnun, samkennd, mannfrelsi, friður og réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja.
Eigið góðan dag, sem og alla aðra.
josira
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði