Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
nefni hér 3 eldgos, á þremur eyjum ...
Eldfjallið Kilaeuea á Hawaii, sem gosið hefur í rúm 30 ár, stefnir nú að byggð, hér má eldra myndband frá ruv
frétt um ástandið í dag, á visir.is
Eldfjallið Tavurvur á Papua í Nýju Gíneu,
sem vaknaði stuttu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst.
hér má sjá sprengingu í því, þann 2 sept.s.l.
takið eftir höggbylgjunni í skýjunum og heyrið í sprengihvellinum, ca 15 sek. seinna
Eldsumbrot hér heima í Holuhrauni.
Holuhraun- myndefni
Eldfjallafeguð að næturlagi - Jon Gustafsson on Vimeo
Eldfjallafegurð að degi til - Norðurflug
Við erum svo agnarsmá þegar náttúran þarf að bylta sér og brölta til að losa um spennu eftir vöxt og þennslu í iðrum jarðar. En svona er jú, sköpunun. Við búum svo sannarlega á lifandi jörðu og reynum að vera eins viðbúin sem unnt er hverju sinni.
Skil svo sannarlega vel varúðarráðstafanir hjá Almannavörnum
með lokun að eldgosasvæðinu í kringum Holuhraun.
förum ætið, að öllu með gát.
- josira -
Blóðrauð sól gegnum gosmökkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og margir vita eru virk eldfjöll víða um heiminn, líkt og hér. Stuttu eftir að eldgosið í Holuhrauni, hófst hér á Íslandi s.l. nótt urðu einnig eldsumbrot, stuttu síðar, hinumegin hnattarins, í hinu virka eldfjallli Tavurvur á Papua í Nýju Gíneu. Við megum þakka fyrir, hversu náttúran hér, er okkur hliðholl og léttir á sér í óbyggðunum.
Stórt eldgos hafið á Papúa Nýju Gíneu (visir)
Hugur minn er hjá blessuðu fólkinu og því sem það þarf að takast á við. Það eina sem maður getur gert er, að biðja máttarvöldin og verndarvætti um vernd og blessun þeim til handa.
Ég fór aðeins á veraldarvefinn til að kynna mér aðeins nánar um landið og fólkið, því ég viðurkenni, að lítið sem ekkert vissi ég um þessa eyju; http://en.wikipedia.org/wiki/New_Guinea
Tengingar urðu á milli Íslendinga og Papua manna s.l. haust þegar samvinna og samningar voru gerðir í formi jarðhitavirkjana
Í landinu er dýralífið með því fjölbreyttasta sem fyrir finnst í heiminum og um 840 tungumál töluð, og vinsælt er að kafa um falleg kóralrifin og geta má þess að þar er að finna einstakt vatn í heiminum, Jellyfish Lake (marglyttu vatn) en þar eru heimikynni milljóna marglyttna.
http://www.papuanewguinea.travel/
http://www.papuanewguinea.travel/papua-new-guinea-map
Þegar ég las um allar þessar marglyttur þarna hjá þeim (jelly fish) mundi ég eftir blogginu mínu um daginn, þar sem ég minntist á þegar milljónir margglittna (jelly fish) skolaði á land. (Reyndar var það á vesturströnd Norður Ameríku, frá Suður Californiu til Bresku Columbíu. )
26.8.2014
Víða um veröld hefur fiskidauði verið og öðrum sjávarlífverum, skolað upp á land ...
Við lifum jú á þessari mögnuðu jörð, sem er svo sannarlega lifandi náttúran okkar.
26.4.2010
Andardráttur jarðarinar ... og hljóð hennar í geimnum
- josira -
(einhver bið í myndir hér - búin að fylla kvótann !)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2014
Jarðskjálftadans jarðarinnar ...
fer víða um heim þessa dagana í gegn um flekaskilin. Þarf ekki að sjá þennan skjálftadans hjá okkur í víðara samhengi og fylgjast aðeins með hvað sé í gangi í heiminum með þessi blessuðu flekaskil ? Getur verið að annars staðar losni um þennan kraft jarðarinnar ... og minnki þá líkur á stórgosi hér !
Ætíð er þó að flestu leyti óvíst, hvort jörðin léttir á sér á yfirborðinu eða hulin undir jökli eða annars staðar djúpt undir niðri. Því minna má á, að ekkert er fyrirsjáanlegt 100%, hvort, hvernig eða hvar eldgos hefst í kjölfar jarðhræringana, mælitækin mæla margt, en jörðin sjálf ákveður stund og stað, hverju sinni.
Kannski er hraunelfur að renna undir jöklinum núna, með upptök og niðurrennsli aftur á mismunandi stöðum á flekaskilunum, hvað veit maður svo sem ...
vona bara, að ef af verður með eldgos þá verði það utan við jökulinn og komi þá upp, sem fallegt hraun-og túristagos líkt og á Fimmvörðuhálsi eða(dyngju) Hraungos og flæðigos
"Hraungos er eins og nafnið bendir til gos þar sem megnið af gosefnunum kemur upp sem hraun. Í flestum tilfellum er um basalthraun að ræða en það greinist svo í þykkt, seigfljótandi apalhraun eða þunnt helluhraun sem getur runnið allhratt. Í sjálfu sér eru hraungos og flæðigos sami hluturinn en það er gjarnan talað um flæðigos þegar þunnfljótandi basaltkvika rennur og myndar helluhraun. Dæmi um flæðigos mundu vera síðustu Kröflueldar "
Það eina sem við getum gert hér er, að vona það besta hverju sinni og að biðja þess í hjörtum okkar að mönnum, skepnum og mannvirkjum verði ætíð borgið, þegar jörðin byltist svona um og er með hugsanlegar fæðingahríðir. Við erum jú einu sinni fædd hér á þessu magnaða landi, elds, íss og vatns og höfum lært að lifa með því gegnum aldirnar.
Munurinn þó, nú og áður fyrr er að tækni og vísindi nútímans geta séð á nokkuð öruggan máta, sé eitthvað í uppsiglingu með jarðskjálfta, eldgos eða ofan-flóð eða hlaup í ám eða jöklum.
Þar að auki eru mælitæki og myndavélar á helstu stöðum, þar sem sjást og finnast hin ýmsu merki um hvað sé í gangi hverju sinni hjá náttúruöflunum okkar. Það eitt eru breyttir tímar.
Bárðarbunga 2014 - (ýmsar upplýsingar frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands)
Institute of Earth Sciences - Bardarbunga 2014
hér má sjá vefmyndavélar;
-josira-
Óróasvæðið breiðir úr sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rage of Mars and Saturn over Iceland in August Sept.2014
Áhugaverð niðurstaða hans um hvað sé í gangi samkvæmt afstöðu stjarnanna yfir Íslandi. Sýnist mér, þá að dagarnir 25 ágúst og 5 september, eða á milli þeirra séu líklegastir í sambandi við í einhverjar náttúruhamfarir hér á landi.
Þessi áhugaverða stjörnuspekisíða, sem ég fann er með stjörnuspekingi, Anil Aggarwala að nafni, en hann fékk áhuga á Íslandi og náttúru óróanum og ákvað að skoða það betur.
Við ættum kannski að fá okkar íslensku stjörnuspekinga til, að gluggaí sín Íslandskort !
Ég hef nú ekki mikið vit á almennri stjörnuspeki, en hef samt ætíð haft áhuga á henni og pælingum í allsskonar tengingum hennar við lífið og tilveruna. en þessi vedíska stjöruspeki er hálfgerð hebreska fyrir mig að lesa úr.
Þessa síðu fann ég um vedíska stjörnuspeki hjá Fjólu Björk Jensdóttir, sem er vedískur ráðgjafi.
Eldri færslur mínar er hér að finna, tengdu þessu efni ...
Náttúruvísindi, stjörnuspeki og náttúruhamfarir 2 juni 2011
Sviði í lungum, vogin og fjallkonan 26 mai 2011 ( sá að Anil minnist eitthvað á vogina (libra)
Náttúruöfl íss og elda 23 mai 2011
Biðjum um ljóssins vernd og að land og þjóð, séu umvafin með heilunar- og kærleiksorku þess.
josira
(man núna afhveju ég fór i bloggfrí ... alltaf eitthvað vesen hér með línubil og setja inn myndir ...)
spurning með þolgæði mitt
Sigdældir suðaustan við Bárðarbungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef verið aðeins að hugsa um það síðustu daga, vegna flekaskilana, sem liggja í gegn um landið okkar og tengingju þeirra áfram. Og þess vegna örlíðið verið að vafra um netheimana og skoðað mig þar aðeins um. Ekki er mikið að finna hér um óróann almennt um heiminn í fjölmiðlum.
Jarðskjálftar síðustu daga um veröld alla
og þeir nýustu tengjast okkur !!! hægt er að fara með bendilinn yfir
Iceland og þá sjást nokkrir skjálftar þar í röð ...
Date | Time | Lat | Lon | Depth | MagT | Mag | Agency | LocT | Region |
og einn upp á 5,5 samkvæmt nýustu upplýsingum hjá þeim, nú rétt áðan ...
Alternative Location
Date | Time | Lat | Lon | Depth | MagT | Mag | Agency | LocT | Region |
2014/08/27 | 00:16:44 | 64.50 | -16.50 | 100.0 | Mb | 5.5 | GSR | automatic | ICELAND |
2014/08/27 | 00:16:31 | 64.52 | -17.07 | 2.0 | Mb | 5.1 | EMS | manual | ICELAND |
2014/08/27 | 00:16:28 | 65.00 | -19.00 | 10.0 | Mb | 5.1 | LED | automatic | ICELAND |
2014/08/27 | 00:16:44 | 64.43 | -16.07 | 78.4 | Mb | 4.9 | ZAMG | automatic | ICELAND |
2014/08/27 | 00:16:31 | 64.59 | -17.48 | 10.0 | M | 5.2 | GFZ | automatic | ICELAND |
Áðan las ég um hugsanlegt sjávargos fyrir utan Kamchatka skaga í Rússlandi. og Skyldi það kannski létta eitthvað á hjá okkur ? ef flekarnir eru tengdir þangað !´
josira
Sá stærsti hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að vafra um veraldarvefinn í gær og rak þá á fjörur mína frétt um, að milljónir Velella velella (jellifish) hafi skolast upp á vesturströnd Norður Ameríku, frá Suður Californiu til Bresku Columbíu.
Vakti frétt þessi forvitni mína og áhuga, að kanna hvort mikið hafi verið um slíka atburði nú í Ágústmánuði þar, sem mikið hefur verið um jarðhræringar og annan óróa um jörðina víðsvegar, spurning hvort ekki séu þar einhverjar tengingar að finna, eða hvað ...
24th August 2014 - Hundreds of thousands of dead fish wash up again in Plymouth, England. Link
21st August 2014 - Large fish kill found in a creek in Baltimore, America. Link
20th August 2014 - Astonishing numbers of dead Salmon washing up along Kobuk River, 'never seen before' in Alaska, America. Link
20th August 2014 - Hundreds of dead fish found floating on a lake in Arkansas, America. Link
20th August 2014 - Massive fish kill 'due to manure spill' affecting 20 MILES of river in Iowa, America. Link
19th August 2014 - Hundreds of dead fish appear at the mouth of Serpis River in Gandia, Spain.Link
18th August 2014 - Massive amount of dead fish wash ashore along the coast of Isle of Man. Link
16th August 2014 - Massive die off of Mussels is a 'catastrophe' in La Rochelle, France. Link
15th August 2014 - Thousands of dead fish blanketing Belle River in Canada. Link
15th August 2014 - 400+ Pelicans found dead along beaches in Huaura, Peru. Link
15th August 2014 - Thousands of fish wash up dead in Plymouth, England. Link
15th August 2014 - 30 TONS of fish have died in the lagoons of Alicante, Spain. Link
14th August 2014 - Large amount of dead fish found floating in a lake, worrying fishermen in Cienaga, Colombia. Link
14th August 2014 - Mass die off of fish occuring in the river Bakircay, Turkey. Link
14th August 2014 - Thousands of dead anchovies wash ashore in Foster City, California, America. Link
12th August 2014 - 400 TONS of fish die suddenly in Lake Maninjau, Indonesia. Link
12th August 2014 - 1000 dead fish found in a waterway in Prince Edward Island, Canada. Link
11th August 2014 - Hundreds of dead fish and crabs washing up at Jurien Bay, Australia. Link
11th August 2014 - Hundreds of dead fish show up in a lake in Minnesota, America. Link
9th August 2014 - 30 Turles found dead during past month on beaches in Salina Cruz, Mexico. Link
9th August 2014 - Thousands of fish have died in a lake in Northamptonshire, England. Link
9th August 2014 - Large die off of fish found in a reservoir in Baisha, China. Link
9th August 2014 - 6 TONS of fish die in a pond in Diepenbeek, Belgium. Link
8th August 2014 - Mass Dolphin die off continues along east coast of America. Link
8th August 2014 - Massive fish kill 'due to algae' in a lake in Kansas, America. Link
8th August 2014 - Thousands of dead fish wash up in Bursa, Turkey. Link
7th August 2014 - Thousands of dead fish found, 'worst fish kill ever' in a lagoon in Langley,Canada. Link
7th August 2014 - Thousands of fish killed 'due to pollution' in a river in Suffolk, England. Link
6th August 2014 - Large amount of dead fish found floating in a river in West Bangal, India. Link
6th August 2014 - Large fish kill found in the Kishwaukee River in Illinois, America. Link
6th August 2014 - Large die off of fish found off the coast of Taishan, China. Link
6th August 2014 - Thousands of dead fish found washed ashore is 'a mystery' in Miajadas, Spain. Link
6th August 2014 - Thousands of dead fish wash ashore in Puerto Rico, America. Link
4th August 2014 - 126 Birds found dead on beaches in Lambayeque, Peru. Link
4th August 2014 - Hundreds of Spanish Sardines wash up dead along a beach in Alabama, America. Link
1st August 2014 - Hundreds of dead birds found in Lancaster County, Pennsylvania, America. Link
1st August 2014 - Hundreds of Thousands of dead fish wash up in Santa Cruz harbor, California, America. Link
josira
Makríll drepst í Jökulsárlóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2012
Gleðilegt sumar ...
kæru bloggarar, vinir og vandamenn og bestu þakkir fyrir veturinn.
Megi sumarið vera okkur öllum, heillaríkt og heilsugott og gefa von, birtu og bjartsýni í hug og hjörtu þjóðarinnnar.
josira
Vorjafndægur og einmánuður hafinn; http://ruv.is/frett/vorjafndaegur-og-einmanudur-hafinn
og vonandi fer nú að styttast í vorið okkar fallega, sem við bíðum orðið óþreyjufull eftir þennan erfiða vetur veðurfarslega um land allt, þó skaplegastur hafi hann einna verið, má segja hér á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Eitthvað varð mér hugsað til skrifa minna í desember s.l. og fór að glugga í færslu hjá mér, síðan í lok desember s.l. Draumur fyrir fannfergi ? ,en þar koma t.d. fyrir margar hvítar kindur og hafði ég meðal annars nefnt Gvendardag, sem er 16 mars og ákvað nú að skoða ýmsa aðra daga í marsmánuði á netinu í framhaldi af drauma-hugleiðingunum mínum. (vissi eiginlega lítið, sem ekkert um alla þessa merkilegu marsdaga, sem ratað hafa nú hingað inn, eftir krókaleiðum netheimana.)
Og marga áhugaverða daga er að finna í þessum mánuði, sem á einn og annan hátt tengjast veðri.
Þá var talið vita á gott vor ef veður var vont á Gvendardag og Geirþrúðardag, sem eru 16 og 17 mars ár hvert.
17.mars er Geirþrúðardagur. Í sögu daganna eftir Árna Björnsson segir svo frá þessum degi: Geirþrúður þessi var abbadís í Nivelles í Belgíu á 7.öld. Hennar sést naumast getið hérlendis nema þá helst á Suðurlandi í sambandi við veðurfar. Sennilega er það vegna nálægðar við Gvendardag.
Langflestir bjuggust við að veðrabrigði yrðu til hins verra og margir að það yrðu hörðustu dagar vetrarins. Töldu sumir jafnvel ills vita ef svo var ekki.
Og mikið kuldakast gekk einmitt yfir landið á þessum tíma nú. (væntanlega þá jákvætt fyrir vorkomuna)
Spáir 15 stiga frosti; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/17/spair_15_stiga_frosti/
20 stiga frost við Mývatn; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/20_stiga_frost_vid_myvatn/
Vara við versnandi veðri; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/vara_vid_versnandi_vedri/
19. mars Góuþræll
Síðasti dagur góu kallast góuþræll en einmánuður hefst þann 20. mars og er hann síðasti mánuður vetrar. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. Í gamla daga gat þessi síðasti dagur vetrar verið fólki erfiður. Ef til vill var matur af skornum skammti og lítið hey handa búfénaði. Eftirfarandi vísa um mánuðina er úr Rangárvallasýslu og er eignuð álfkonu:
Langi Þorri leiðist mér
lata Góa á eftir fer.
Einmánuður yngstur er,
hann mun verða þyngstur þér.
20. mars Vorjafndægur
Þennan dag eru þrír mánuðir liðnir frá vetrarsólstöðum og þrír mánuðir í sumarsólstöður. Segja má að dagur og nótt séu jafnlöng en upp frá þessum degi fer birtan að hafa yfirhöndina.
22. mars Nýtt tungl (páskatungl)
Þegar tunglið er á milli jarðar og sólar snýr næturhlið þess að okkur og þá er talað um nýtt tungl. Nýtt tungl rís með sólinni við sólarupprás en sest við sólsetur. Nýtt tungl sést þar af leiðandi ekki á himninum. Hér má lesa fróðlegar upplýsingar um tunglið.
(fengið af síðu námsgagnastofnunar) http://www.nams.is/i-dagsins-onn/pistill/?NewsID=ba931fa9-3105-4600-86a4-45f9dc37834f
Ýmsar aðrar slóðir ... (get ekki tengt þær frekar, en hinar fyrri)
Á vísindavefnum; http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1132 má til gamans lesa um mánaðanöfnin, sem notuð voru samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og tímabil, sem þau náðu yfir.
Vel viðrar á yngismannadegi; http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/20/vel_vidrar_a_yngismannadegi/
Vorjafndægur. Kveikt verður á Friðarsúlunni í viku;
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/20/fridarsulan_kveikt_a_vorjafndaegri/
Lóan að kveða burt snjóinn - mikill hiti um helgina; http://visir.is/loan-ad-kveda-burt-snjoinn---mikill-hiti-um-helgina/article/2012120329947
Vorið á leiðinni: Von á 15 til 16 stiga hita; http://www.dv.is/frettir/2012/3/19/vorid-leidinni-von-15-til-16-stiga-hita/
Vor- og páskahret á Íslandi - yfirlit 1846 til 2009; http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1849
Árni Björnsson. 1993. Saga daganna; http://landogsaga.is/section.php?id=2684&id_art=2710
Nú er að bíða og sjá til hvernig veðrið kemur til með að vera á komandi vikum. Og hvort eða hvað af þessari eldri visku dagana gangi eftir ...
josira
p.s. mikið búið að reyna á mitt þolgægi í allt of langan tíma hér að sinni, hef ekki tölu á hve mörgum sinnum ég er búin að byrja uppá nýtt. Bloggumhverfið er ekkert að virka. Margbúin að reyna að stilla hér aftur á bak og áfram, bæði með myndir, stafastærð og að tengja slóðir, en ekkert gengur. (arrgg) ... kannski er komin tími á bloggpásu ...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2012
Kreppan er ekki búin ...
á því Íslandi, sem ég bý og telst til almúgans þar. Þannig að við og hin annars ágæta, Ólína Þorvarðardóttir þingmaður hljótum að búa á sitthvoru Íslandinu, svona miðað við sýn (sjón) okkar á þjóðfélagsástandinu.
Já, sitt sýnist hverjum ...
josira
Kreppan er nefnilega búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2012
Regnið rennur rúðu á ...
Afl
Regn og vindur, vasklega vinna
vekja von, er stöðnun finna.
Í burtu blása, brostna drauma
og döggva á ný, lífssins strauma.
Heyrnin.
Er regnið, rennur rúðu á
gott er að geta legið þá.
Hlusta á dropa, detta á þak
þakka heyrn og breiða yfir bak.
Ef hlustað getur, á náttúruhljóð
hljómar óma, sem ljúfustu ljóð.
Læknandi mátt, hjartanu gefur
gjafmildi lífsins, aldrei sefur.
josira
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 123251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði