Færsluflokkur: Vefurinn
21.10.2007
Langaði á þessum fallega degi...
Að deila með þér áhugaverðri slóð...þar sem er að finna yndisleg myndbönd með tónlist og tali sem óhætt er að segja að gefi manni innsýn í hugarró og fegurð í sannleikans leit...
http://www.youtube.com/profile_videos?user=rysa5
josira
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007
Lífsgleði...

Lífsgleði.
Margt er það sem léttir lund,
eflir gleði, veitir stund.
Frá hugarangri, þraut og pínu
leiðsögn fá frá hjarta sínu.
Fylgja eftir hjartans rómi,
svo að sálarljósið ljómi.
Lifsins njóta hér og nú,
skulum bæði ég og þú
Hafa gaman af hinu og þessu,
þrautir kveðja og ganga til messu.
Moka mold, hlaupa og hjóla
taka stökk eða skoöa njóla.
Pissa úti uppí vind,
horfa á hund elta kind.
Sparka bolta, hengja upp lak,
fara í snúsnú og á hestbak.
Horfa á daggardropa detta,
sólina skína og magann metta.
Elska engil, dansa dátt
taka allt og alla í sátt.
Læra að ganga á lífsins línum
og fylgja eftir draumum sínum.
Sýna bæði þor og dug,
njóta allt sem fangar hug.
Horfa á fallegan fjallahring,
finna fegurðina allt um kring
Opna fyrir lífsins flæði,
fagna og þakka öll þess gæði.
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007
Frelsisvon...
Frelsisvon.
Hugarvíl, þraut og pínu
er að finna á lífsins línu
Líka þrótt og viljafestu
og frelsisvon hina mestu.
josira
p.s. pælingarnar áðan hjá mér ( hér fyrir neðan ) voru svosem ekkert uppörfandi fyrir sálartetrið...en svona eru nú hlutirnir bara ...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mál, sem ég hef verið að velta vöngum yfir...í dag sé ég ekki betur en að stór hluti þjóðarinnar sé að festast í einhverjum blekkingum og hlekkjum í ólgandi hafi talnanna sem öllu stjórna...
Skyldi samráð vera banka í millum ? Ég hef heyrt þess dæmi að t.d. við íbúðarkaup þar sem bankalán hvíla á ( burtséð hvaða banki ) sem voru tekin þegar einkavæðing bankana hóf innreið sína með nýju íbúðalánin sín, að ef íbúðin er síðan seld fær nýr eigandi ekki að yfirtaka lánin, nema hann sé í viðskiptum í viðkomandi banka ( sem á lánið ) eða þá færi sig þangað og það er auðvitað miklu meir sem hangir á spítunni, því nánast allir bankar eru komnir í visst samstarf við hinar og þessar stofnir og allskonar félög.
Og ef kaupandi íbúðarinnar er ekki tilbúinn að ganga inná þá skilmála, sem bankinn setur upp fær hann höfnun eða reynist jafnvel ekki hafa greiðslumat til íbúðarkaupana !... En kaupandinn hefur það í gamla bankanum sínum!...já margt er skrítið í kýrhausnum og erfitt fyrir meðalmanninn að skilja...
Bæði seljandi íbúðarinnar og kaupandinn tapa...Því seljandinn þarf að borga aukagreiðslu til bankans síns fyrir að borga upp lánið !...og kaupandi að borga gjöld fyrir nýja lánið í gamla bankanum sínum...Og báðir bankar græða hundruð þúsunda á einni íbúðarsölu...
Og ekki eru nú allir tilbúnir að hafa þá kvöð að þurfa að velja kannski t.d. þetta eða hitt tryggingarfélagið gegn því að vera viðskiptavinur í þeim banka, sem valinn er...
Og ekki má gleyma öllum gylli-og velmegunartilboðunum sem sífellt rignir yfir landann frá öllum bönkunum og samstarfsaðilum þeirra ( sjóðir-ýmsar stofnanir-félög...)
Sem byrjar með krakkaþjónustu bankanna yfirleitt undir 11 ára, síðan með gjafainneignum í viðkomandi bönkum...þegar blessuð fermingarbörnin fá flottu umslögin inn um bréfalúguna þegar líður að fermingu...Auðvitað er sjálfsagt að kenna-leiðbeina börnunum okkar með sparnað til framtíðar, en fyrr má nú öllu nafn gefa og og þau týnast í ólgandi hafi talna og orða, sem öllu stjórna líkt og mörg okkar þau fullorðnu, sem ekkert skiljum í öllu þessu orðskrúði...
nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...
omy,my og lengi mætti áfram upp telja .....algjör hebreska fyrir mér...og hvað þá að reyna að útskýra skilmerkilega hvernig blessuð framtíðin tekur á móti þeim yngri inn i þetta blessa sam- þjóðfélag okkar og hvað bíði þeirra...Hrikalegt held ég að sé vera ungur í dag og vera að koma sér fyrir í þessu VELMEGUNAR-OG VELFERÐARÞJÓÐF'ELAGI hvort sem er á leigumarkaðinum eða kaupa íbúð..
og skuldbinda sig áratugum saman fyrir vexti , vaxtavexti og vísitölutryggingu...ekki skrítið að orðið uppgjöf heyrist sífellt oftar...
Og ekki má gleyma hversu margir lenda þessum ótrúlega FIT kosnaði með öllum þessum síhringikortum...bankarnir vísa á verslanirnar og þær aftur á bankana...!
josira
p.s. Og ekki má gleyma blessuðu lífeyrissjóðunum okkar, sem allir eru skyldugir að borga í allt sitt starfslíf og að ég held sem fæstir fá til baka óskert vegna allskonar ( sífellt nýrra ) reglna. En sjóðirnir blessuðu gildna og gildna vegna ávaxtna peningana...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007
Sú sem brúar bilið til Afríku...
meira um stúlkuna Tippi, sem til 10 ára bjó í Afríku og tengsl hennar við land og þjóð...
http://b2.is/?sida=tengill&id=257176
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
40 ára draumur þeirra hjóna Johns Lennons og Yoko Ono rætist nú í kvöld, hér á litla Íslandi...Í formi friðarsúlunnar í Viðey og boðskapnum sem fylgir tendrun hennar...Ég tek ofan fyrir Yoko Ono, elju hennar og óbilandi trú að þessi hugsjón þeirra hjóna yrði að veruleika og fyllist stolti yfir að Ísland varð fyrir valinu fyrir friðarljósið...
Fegurð í hugsun og gjörð eflir frið í alheimi og á jörð...
Friðarsúlan í Viðey...Imagine peace tower...
hér er slóð þar sem hægt verður að fylgjast með í beinni, víðsvegar um heim ;
http://www.imaginepeace.com/index.html og http://vefmidlar.visir.is/VefTV/
og hér má finna innlegg ýmissa til friðar...
http://www.imaginepeace.net/quotes.html
john Lennon síða...
Stór dagur í landinu litla...Stærri til framtíðar en margan grunar...Friðarsúlu ætti að reisa í hverju landi...Það yrði verðugt verkefni að feta í fótspor litlu hugrekku konunnar hennar Yoko Ono eða hjálpa henni að láta það verða að veruleika að í hverju landi rísi friðarsúla til framtíðar...stuðlum að friði allstaðar.
Ef grannt er skoðað hljótum við, að sjá og finna að þetta einstaka land ; elds, íss og vatns gefur okkur allar þær allsnægtir er við þurfum á að halda og meira til ef að er gáð og er eitt mesta velferðarríki meðal þjóða og gætum svo vel verið sá ljóskyndill, sem ljósberi friðar, mannlegs bræðralags og jafnréttis...
Sameiningartákn sem önnur lönd og þjóðarleiðtogar gætu haft sem fyrirmynd...
Þar sem stjórnvöld myndu starfa í sameiningu en ekki í sundrungu og að réttlæti ríkti en ekki ranglæti...
Látum litla landið verða friðartákn til framtíðar í hinum harða heimi á öllum sviðum, frá öllum hliðum...
josira.
Ákvað að bæta hér aðeins við...eftir að hafa farið niðrí Sundahöfn...náði að sjá þegar friðarljósið var varð að veruleika í rökkri og roki...það var svo meiriháttar tilfinning, ég skal reyna að vera ekki mjög væmin, en fiðringur fór upp eftir hryggsúlinni minni um leið og ljósið lýsti upp í himininn og gleði fyllti hjarta mitt og ég byrjaði að brosa og mig langaði hreinlega að faðma allan heiminn...ég óska öllum þess að fá að finna eða upplifa friðartilfinningu á einhvern hátt.
Mig innlegg til friðar i heiminum er lítið ljóð, sem varð til fyrir nokkrum árum og það fyrsta, sem kom til mín á ensku, svo einkennilegt sem það var...ég sem varla var skrifandi á ensku þá...og draum sem mig dreymdi stuttu síðar...
Ljóðið er hér og heitir ;
Light Bearer.
One beautiful morning it came clear to me
our purpose in life and earthly view to see.
Our Creator from Heaven gives us the spark
which is light, secretly hidden in our heart.
Mankind will continue bleeding
as long as we are unconsciously sleeping.
All disunion and terrors of war
we ourselves, are responsible for.
Society’s abuse, greed and conflict in race
and religious wars are not the right pace.
As soon as we awake to awareness of truth
the beauty of charity we teach to our youth.
Love and forgiveness have such power
more than anyone will ever know.
Healing, embracing everyone in serenity
every little grain has its role in eternity.
Listen to our secretly heart hidden spark
It is our guiding light from the dark.
In it, is the power of peace, the bearer of truth
which connects to the Almightiness sleuth.
Nótt eina fyrir nokkrum árum dreymdi mig stóran friðarkyndill. Og fannst mér að þannig ljóskyndill ætti að loga í hverju landi, sem tákn friðarins...fannst mér hann vera svipaður að gerð og ólympíukyndillinn, sem við þekkjum flest...og að þjóðir landa stæðu saman í breiða út boðskap friðarins...
þetta var reyndar áður, en Yoko Ono valdi litla Ísland fyrir yndislegu friðarsúluna, sem nú er orðin að veruleika hér...og hugsýn mín nú er að við, þjóðin litla sem hún valdi ætti nú að sameinast boðskapnum sem þau hjón báru í brjósi og stuðla að friðarsúlu í hverju landi...í komandi framtíð...
Ég læt fylgja með hugsun mína um sterkustu öflin ( orkuna ) í heiminum..
og sem bera í sér allar breytingar...Bæn, Friður, Kærleikur og Fyrirgefning
josira.
Vefurinn | Breytt 10.10.2007 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2007
Hefðbundið-Óhefðbundið...
Hugur, sál og líkami, hefðbundið, óhefðbundið, heilbrigði, veikleiki, hugrækt, mannrækt og sjálfsrækt. Vestræn læknavísindi, austræn læknavísindi og allskonar lífsspeki....Andleg og líkamleg heilsu...næring Ég held að allflestir hafi heyrt eða lesið um eitthvað af fyrrnefndum orðum ásamt örugglega urmul af öðrum ónefndum hér...og að auki hugsa ég að það megi finna leiðsagnir um líkama og sál í flestum trúarkerfum heimssins...
Hver og einn verður að leita svara innra með sjálfum sér hvert hann leitar. Og enginn skyldi dæma neitt, nema sjálfiur hafi reynt...En svo má kannski líka segja að reynsla manna er eins missjöfn og mennirnir eru margir...Og enn og aftur má líka segja að allt tengist það viðhörfum hvers og eins til hlutana hverju sinni...
Ég sjálf hef fengið að njóta þess hefðbundna og óhefðbundna í lækningum minna krankleika og þakka ég fyrir það. Og hvort sé það rétta verður hver og einn, enn og aftur að hafa sína skoðun á. Ég fer nú að hnjóta um allt þetta orðskrúð...ég hugsa samt, að það svokallaða óhefðbundna hafi að stórum hluta fylgt okkur mannkyni frá örófi alda þegar upp er staðið...
Í einu ljóða minna skrifaði ég :
Móðir Jörð sem allt hefur að gefa
sem við ætíð þörfnumst hér.
Hún fædir, klæðir og umvefur alla
sem sannleikann skynja og til hennar kalla.
Og þá er ég að tala um allt sem finnst í náttúrunni eða tengist henni á einn eða annan hátt. Og við getum leitað eftir...og fengið.
Menn ættu ekki að dæma neitt fyrir en að vel athuguðu máli. Held það væri gott og styrkjandi fyrir líkama og sál hvers og eins að prufa einn tíma eða svo í einhverjum að þeim ótalmörgu meðferðarformum sem flokkast t.d. undir það óhefðbundna...
Einn af mínum stærstu draumum til framtíðar er von og vissa um að sem allra fyrst verði að veruleika til... HEILSUSETUR...þar sem verður að finna " það hefðbundna og óhefðbundna " í allri sinni breydd og dýpt á öllum sviðum, samstillt og samræmt í gagnkvæmri virðingu...Og við á litla Íslandi gætum verið lýsandi leiðarljós á sviðum lækninga og sameinaðri þekkingu um það það magnaða listaverk sem Skapari alheims hefur gefið okkur, líkamann og hlutverk hans í bráð og lengd...
Með að auki allt það stórbrotna sem landið hefur að gefa...
Læt hér fylgja slóðir, sem ég fann og er þar eflaust eitthvað áhugavert að finna : aldargömul fræði frá Essenum. ( Essenar eru eitt af þeim orðum sem komið hafa í draumi til mín og nú í seinni tíð er ég farin að leita að orðum sem koma, þökk sé internetinu...alltaf er það að finna svör, samhljóm og leiðsögn... )
Enskan mín er nú ekki uppá marga fiska og er ég ár og öld að stauta mig framúr öllu því enska lesefni sem hægt er að finna í þessu stóra alheimsbókasafni sem netið hefur að geyma, með enska orðabók mér við hlið...
http://www.thenazareneway.com/sevenfold_peace.htm
http://www.thenazareneway.com/planes_of_correspondence.htm
og hér er það lesefni af netinu, sem ég fann um Essena á íslensku, nú áðan, vona að það sé í lagi að setja hér inn sem ég fann á Málefnin.com... undir nafninu Shiva...
Samfélög Essena voru öllum opin en fræði þeirra voru aðeins kennd innvígðum. Til að fá innvígslu þurfti að gangast undir eins árs undirbúning sem endaði með 40 daga föstu. Essenar lifðu einföldu lífi og skiptust í tvo flokka, þeir sem voru giftir og þeir sem ástunduðu skírlífi. Samfélög þeirra voru sjálfbær og þeir stunduðu ekki verslun eða vinnu utan samfélagsins. Þeir skiptu sér aldrei af stjórnmálum eða hernaði.
Þá voru þeir grænmetisætur, trúðu á ódauðleika sálarinnar og endurholgun.
Greinin er örlítið stytt...
josira.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég fann þessar myndir af tilviljun...Ég varð agndofa...Mátti til með að deila þessu magnaða sjónarspili náttúrunnar í Burma...Sjón er svo sannarlega sögu ríkari þarna...Ef þetta er ósvikin mynd, sem og ég vil trúa, þá vaka og biðja guðdómlegir verndarvættir í Burma fyrir landi og þjóð...við skulum senda huglægt ljós og friðarbæn í hjarta þeim til handa...frá litla Íslandi, þar sem ríkir sameining, en ekki sundrung og réttlæti, en ekki ranglæti þegar upp er staðið...
An Amazing Scene in Burma...
What‘s so special about this?
This is a picture of a rock formation near a lake in Burma. The photo can only be taken on a specific day once a year when the sun rays touch the rocks at a certain angle.
Tilt your head to the left and then look at it again ….
Did you notice anything different? yes or no?
Now we will turn the whole scene vertical
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2007
Hvað veistu um Eckhart Tolle ?...
Heil og sæl...
Fann mig knúna til að setja hér inn slóðir um magnaðan, lítillátan núlifandi lífsspeking, ef hugsanlega einhver hefði hjálp, gagn eða gaman af. Fékk íslensku slóðina að láni af síðu Jóns Steinars ( prakkarans )
Hin Hljóða Bylting Eckhart Tolle. og hér má finna ;
upplýsingar um þennan merka mann á ensku
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allsstaðar
Ef á öllum sviðum,
allsstaðar
andinn, birtu baðar.
Brátt eyðast þjóða-þjáningar,
og jarðarbúar, sem jafningar.
Jákvætt, í hendur haldast
hér, þroski þúsundfaldast.
josira
Vefurinn | Breytt 4.10.2007 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 123706
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði