Færsluflokkur: Heilbrigðismál
2.1.2011
Drekarósin ...ýmsar slóðir ...
Hér á síðu Drekarósinnar hef ég safnað saman nokkrum áhugaverðum slóðum, þar sem finna má eitt og annað sem viðkemur næringu fyrir hug, sál og líkama ...
josira
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virkni ilmkjarnaolía
Aroma þýðir ilmur eða sæt lykt. Ilmur plöntunnar er í olíu hennar. Allt lifandi hefur lífskraft, afl eða sál, sem ekki er hægt að halda á eða sjá. Það er þessi lífskraftur sem er til staðar þó svo líkami mannsins sé sjúkur og hann gefur okkur styrk til að leitast við að ná heilsu aftur. Lífskraft plantanna er ekki heldur hægt að sjá eða snerta en hann er fyrst og fremst í kjarnaolíum hennar. Kjarnaolían er talin hjarta plöntunnar.
"Það er þessi kraftur sem við flytjum til líkamans með kjarnaolíumeðferðinni. Hver olía hefur mismunandi lækningaáhrif á ákveðinn hluta líkamans og orkurásir."
Í dag eru ilmolíurnar víða notaðar sem lyf með hefðbundnum lyflækningum af læknastéttum og eru þýskir læknar þar fremstir í flokki. Síðustu ár hefur verið lögð rík áhersla á vísindarannsóknir á virkni ilmolía á sjúkdóma.
Og fyrir þá, sem vilja fræðast betur um olíurnar og virkni þeirra er kjörið að koma í Menningamiðstöðina Gerðuberg, Gerðubergi 3-5, Efra-Breiðholti á Laugardaginn 4 des.
Laugardaginn 4. des. kl. 13 - 16 í GERÐUBERGI (stóra sal)
heldur Selma Júlíusdóttir ilmolíufræðingur ATFÍ og skólastjóri Lífsskólans ehf. erindi um Aromatherapy olíur og vörur framleiddar úr þeim.
Einnig verður kynning og sala á hágæðavörum unnum úr íslenskum jurtum og Aromatherapy olíum.
Um er að ræða náttúrulegar hársápur, húðsmyrsl og hágæðailmolíur.
Sérstök barnalína : Bað/hárlína fyrir ungabörn og frábært græðandi krem ásamt bossakremi.
Hársápa sem vinnur á lús.
Fullorðinslína : Hársápa fyrir allar gerðir af hári.
Ég sjálf hef heillast af ilmkjarnaolíunum og krafti þeirra á síðustu árum og er að verða æ sannfærðari um að, þær eigi eftir að skipa verðugan sess hér á landi til heilunar og lækninga í komandi framtíð.
Ginseng norðursins ... Angelica Hvönn ... margra meina bót... ein af eldri blogggreinum mínum, þar sem koma fram ýmsar hugmyndir mínar um nýtingu þess þjóðarauðs, sem ég tel að við eigum í mörgum af okkar íslensku plöntum.
Sjáumst hress og kát
josira
Fróðlegt er að fræðast um tengsl olíanna við líffærafræðina og áhrif þeirra á varnarkerfi líkamans Og um kraft íslenskra plantna.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010
Frá A-Z ... Heildrænar meðferðir ...
Var að vafra um hinn stóra netheim og lágu leiðir mínar inn á fróðleg og áhugaverð fræði, sem sum hver má rekja árþúsundir aftur í tímann og fjalla um hinar ýmsu heilunar-aðferðir til hjálpar hug, sál og líkama. Má hér nefna t.d. hin fornu fræði um jurtir og ilmkjarnaolíur ; sem hægt og sígandi eru að ávinna sér sinn sess á ný meðal lækninga. Vísindamenn hafa verið að rannsaka virkni olíanna hin síðari ár. Hér má lesa um fyrstu ráðstefnuna um ilmkjarnaolíur, sem haldin var hér á Íslandi árið 2001
Eftir að ég fór að kynnast olíunum í kringum 1997, sem og þá hjálpuðu mér mikið að takast á við veikindi, fór ég að hugsa um hvort ekki væri álitlegt að nýta þær í loftræstikerfum hinna ýmsu stofnana eins og t.d. sjúkrahúsum, skólum, elliheimilum og fangelsum, svo ég nefni eitthvað. Mætti nota þá olíur, eftir aðstæðum. Eiginleikar og virkni ilmkjarnaolía fengið af vef Lífsskólans.
Og rifjust upp nú þessar gömlu hugsanir mínar er ég fann samsvörun á netinu áðan á vísindalegri rannsókn á getu THYME (blóðberg) ilmkjarnaolíunnar til að drepa niður MRSA bug ( hermannaveikin ? ) og er mér ljúft að koma þessari áhugaverðu grein hér á framfæri;A breakthrough has been unveiled in the fight against a potentially fatal hospital superbug.
Researchers have discovered that essential oils derived from thyme plants normally used in aromatherapy can destroy the MRSA bug within two hours.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/england/sussex/8584753.stm og jafnvel hvort ekki sé verðugt verkefni fyrir okkar íslensku vísindamenn að kanna nánar Blóðbergið okkar.


Og hér fyrir neðan myndina má, að einhverju leyti sjá og lesa um hversu viðamikil hinar svokölluðu óhefðbundnar lækningaaðferðir eru orðnar ... sem þó að einhverju leyti flokkast undir hefðbundnar lækningaaðferðir hjá sumum þjóðum.
Hér eru taldar upp 59 aðferðir- meðferðir; Á ensku
og einhverjar upplýsingar er hér að finna á íslensku, fengnar af vef Maður Lifandi
Frábært ef hægt væri að samtvinna og stilla saman enn meir "það hefðbundna og óhefðbundna" til læknishjálpar og heilunar.
Áfram ætla ég að bera ósk mína og draum í mínum hug og hjarta um að saman munu starfa hlið við hlið lært starfsfólk í austurlenskum lækna-fræðum sem og vestrænum, sem munu bera bækur sínar saman, nám og reynslu með greiningu á kvillum og sjúkdómum og úrlausnum sem virka og verka sem best saman, með gagnkvæma virðingu og traust á hvort annað...
Leyfi að fljóta með hugleiðingar mínar um nytsemi íslenskra plantna úr eldri bloggfærslum mínum.
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/946691/
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/948054/
og um íslensk HEILSUSETUR ; http://josira.blog.is/blog/josira/entry/332894/
josira
Heilbrigðismál | Breytt 9.11.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Get ekki neitað því að ég hef orðið áhyggjur af hetju-bændunum okkar og búaliði ásamt skepnunum öllum undir Eyjafjöllum og nágrenni og hjálpendum öllum. Einnig af öskusallanum ásamt hugsanlegum eiturgufum, sem sjást illa eða ekkert, sem þarna fara um allt. Sem kannski síðar meir gæti haft áhrif á heilsufar manna og dýra og sem gæti komið fram í kvillum eða öðrum veikindum. Það þarf að að fara að huga að þessum málum, þrátt fyrir óbugandi þrautseiglu manna, mót afli eldgossins.
Og virðist frekar óútreiknanlegt hversu lengi þessi ósköp munu standa enn.
Samt kæmi mér ekki á óvart að einhverjar breytingar væru framundan á þessum komandi sólarhring eða þeim næstu. Annað hvort fer hraun að renna og öskubólstrarnir að minnka og eldgosið þá að komast í rólegra umfang, sem ég vona að gerist, eða einhverjar hræringar og jafnvel umbrot verða annarsstaðar, einhverra hluta vegna finnst mér þó ekki það vera Katla. sem hugsanlega myndi hrista af sér.
En þó er ekki gott um það að segja. jörðin - landið okkar heldur áfram umróti sínu, (er í raun að hjálpa til), meðan verið er að moka út spillingar-skítnum og þeirri lykt, sem þar gýs upp með, þegar stórhreingerningar standa yfir í danshöllunum og ýmislegt finnst er falið hefur verið í skúmaskotum bak við hin ýmsu tjöld og sópast nú fram í dagsljósið nánast nú á hverjum degi. Efnahags-hrunadansinn er miklu víðtækari en haldið hefur verið og fjölmennari, en nokkurn óraði fyrir.
Við verðum áfram að biðja fyrir landi og þjóð og að öll hreinsun gangi sem allra best á öllum sviðum og frá öllum hliðum mannlífssins, allsstaðar. Og að Eyjafjallajökullinn verði umvafin heilunar-og kærleiksorku hinna guðdómlegu afla.
Það kemur að því að sést mun til sólar.
josira
![]() |
Kolniðamyrkur við jökulinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til notkunar að greina sjúkdóma frekar en röngenmyndataka ?
Ég var að vafra um á netinu og rakst á nokkrar myndir, sem vöktu áhuga minn og fór þá að afla mér meiri upplýsinga...infrared myndir
Það sem mig langar til að vita er, ef einhver veit ? Hvort þessi tækni er notuð hér í heilbrigðiskerfinu ?
Mig minnir að ég hafi lesið það einhvers staðar, að þessi tækni hafi reyndar verið notuð hér á Íslandi í fyrsta sinn !!! við Surtsey...
Síðan er þessi tækni víða notuð í iðnaði og öllu mögulegu...
þróunin er bæði mikil og hröð...
Thermographic Surveys & Reports
Thermography or DITI (Digital Infrared Thermal Imaging) is a radiation free, no contact, pain free, and FDA approved screening tool to visualize PHYSIOLOGY.
Og þessa tækni er hægt að nota bæði á menn og skepnur...
hér má sjá mynd af hesti ( hestafætur )
Hér eru margar áhugaverða slóðir um þessar myndatökur og tæknina á bakvið hana...
Spurning af hverju er þessi tækni ekki notuð á leitarstöðinni í brjóstamyndatökunum ?
Indications for Use:
Breast monitoring (Thermography can detect abnormalities from 8 to 10 years before mammography can detect a mass).
Muscular skeletal disorders and injuries.
Inflammation and chronic pain.
Tracking neuropathy.
Þetta virðist vera heillandi myndatökur á víðum grundvelli í átt að betri, áhættuminni og öruggari leiðum til að finna kvilla og sjúkdóma. Ekki veit ég um kosnað slíkra tækja, en sýnist mér mörg þeirra hljóta að vera á viðráðanlegu verði, því margar heilsugæslustövar þarna úti ásamt almennum læknastofum virðast verka komin með þessa myndatækni, ef ég les mig rétt í gegnum enskuna...
Ég var byrjuð á þessari grein minni um daginn en hafði lagt hana til hliðar...
Það hefur eitt og annað skeð síðan þá og í raun alveg einkennilegt að í millitíðinni lenti ég inná spítala, reyndar tvo vegna óvæntra veikinda. Verkur í brjóstholi sem enn er verið að rannsaka og reyna að finna út hvað veldur. Svo nú þegar ég dríf mig inná bloggið eftir nokkra daga, sé ég hvar ég var byrjuð að pára um þessa sjúkdóma greiningatækni um daginn...( var búin að gleyma því )
Þannig að ég held þá bara áfram...Ég sé það nú að það hafði verið gott að geta farið í eina svona hitaleiðnimyndatöku til að geta séð hvað væri hugsanlega í gangi...Kannski væri sparnaður í því þegar upp væri staðið...En ég hef bara ekki vit á þessu öllu saman...
En ég verð að tjá mig um hversu við eigum og höfum í raun alveg magnaða heilbrigðisþjónustu.
Ég fór í gegn um algjöra smásjá með að útiloka að um hjartakvilla væri um að ræða eða myndun á blóðtappa...Og var mér ekki hleypt út fyrr en það var alveg víst að svo væri ekki...
Það var virkilega erfitt fyrir mig að fara í fyrsta lagi og eflaust ekki verið samvinnufús til að byrja með...Ég er nefnilega með hálfgerða læknafóbíu, einnig fyrir sprautum og meðulum, en fór niðrá slysó vegna mikilla verkja og hálgerðar andnauðar og slappleika sem yfir mig kom þegar ég var að keyra í umferðinni. Þannig að ekkert annað var í stöðunni, nema leita þangað sem styðst var eftir aðstoð, sem reyndist vera næsti spítali. Gamli Borgó, gamla slysó...
Ég lenti í læknamistökum og fleiri en einum hér á árum áður og vill sem minnst þurfa að leita til læknis...Leiddi það mig síðan inná, skulum við segja óhefðbundnar brautir. Og einn minn stærsti draumur í mörg ár til framtíðar er að sjá austurlensk læknisfræði samstillast með vestrænum lækningum...
En allvega lenti ég sem sagt inná spítala eins og ég fyrr sagði. Verð ég nú að viðurkenna að starfsfólkið á gamla slysó á heiður skilið fyrir störf sín. Á meðan ég dvaldi þar í rúman sólarhring áður en ég var flutt til, sá ég undir hversu miklu álagi þetta fólk vinnur...
Það var ekkert lát á innkomu sjúklinga allan tímann og allir á þönum að sinna fólkinu sem best...Og hjúkrunarfólkið ótrúlega umburðarlynt og hlýlegt, þrátt fyrir allt álagið...
Ég hálf skammaðist mín hversu neikvæð og hrædd ég var og að ég skyldi láta í ljós vantraust á ákvarðantökur læknanna með inntökur á meðölum og annað sem þurfti að gera...og var í rauninni nokkrum sinnum á leiðinni út, en hafði hvorki orku né þrek til að hreyfa mig fyrir utan verkina...
Síðan allt í einu, þar sem ég lá þarna samanhnipruð og skíthrædd um hvað væri í gangi með mig var sem ég heyrði rödd, sem sagði einfaldlega ...Treystu ... Þú verður að læra að treysta að nýju, lækna- og hjúkrunarfólkinu, það er valin manneskja í hverju starfi með nám og reynslu og sem leggur sig fram sem best það getur...
Og þá fór ég að hugsa auðvitað þarf að ríkja gagnkvæmt traust og virðing milli læknis og sjúklings hvort um sé að ræða það hefðbundna skulum við segja eða það óhefðbundna...
Eftir þessar hugleiðingar var sem slaknaði á innri óttanum og ég samþykkti að láta sprauta þeim efnum sem þurfti inní æðarkerfið...Ég var farin að treysta...
( Auðvitað er ekkert vit í að treysta bara einni læknafræðihlið þegar óskin er um að tvær ólíkar læknafræðihliðar komi til með að starfa saman !...)
En það er nú eflaust þannig að hver sá sem hefur við að stríða einhvern ótta á sama hvaða sviði hann nefnist t.d. innilokunarkennd, bílhræðsu, flughræðsu eða einhverjar aðrar fóbíur þarf að fara inn í óttann til að skora hann á hólm og leysa hann upp...Og það skilur eflaust enginn hvernig þessi tilfinnig er nema sá sem þekkir hana...
( vá, ákvað að skella þessu hér inn svona eftirá...var að kíkja á síðustu færslu um ernina og rakst á þessa setningu um óttann; Oft þarf að fara í gegnum eða yfirstíga óttann, sem heldur aftur af okkur á svo margvíslegan máta. Þegar sigrinum yfir honum er náð eru okkur allar leiðir og vegir færir. ) Svo mörg voru þau orð !
Í dag er ég ákaflega þakklát fyrir þá þjónustu og umönnum sem ég fékk á báðum spítölunum og mun fara í áframhaldandi rannsóknir á næstu dögum, sem ég þarf að fara í og vona að einhverjar niðurstöður fáist, sem hægt er að vinna úr á farsælan hátt, jafnvel þá með samspili beggja fræðanna.
Og áfram ætla ég að bera ósk mína og draum í mínum hug og hjarta um að saman munu starfa hlið við hlið lært starfsfólk í austurlenskum lækna-fræðum sem og vestrænum, sem munu bera bækur sínar saman, nám og reynslu með greiningu á kvillum og sjúkdómum og úrlausnum sem virka og verka sem best saman, með gagnkvæma virðingu og traust á hvort annað...
Það væri t.d. athyglisvert, hvernig læknisfræðilega menntað fólk úr röðum austurlensku og vestrænu læknastéttarinnar myndu lesa úr svona hitaleiðnimyndum !
sæl að sinni josira.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2009
Í fræðslu felst forvörn...
Ég hafði almennlega ekki gert mér grein fyrir, hversu mikið, ólíkt og víðtækt forvarnastarf er unnið hér á landi, fyrr en ég fór að kynna mér það. Stöðugt þarf vinna að og sinna forvörnum svo árangri skili. Auðvelt er að nálgast upplýsingar um þau verðugu verkefni sem í forvörnum felast t.d. á netheiminum, því stóra veraldarbókasafni. Forvarnir eru ein sú öflugasta leið til að ná til allra aldurshópa með miðlun fræðsluefnis og leiðbeininga, sem leiða til meiri vitneskju um ábyrgð, yfirsýn og öryggi á ólíkum málefnum. Almennar forvarnir á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins eru orðnar þekktar í dag og notaðar víða á markvissan hátt.
Í fræðslu felst forvörn, sem er dýrmæt vitneskja til framtíðarinnar...
Hér má finna nokkrar áhugaverðar og fróðlegar vefslóðir sem ég hef safnað saman;
Áfengis- og vímuvarnaráð-Gallup
Landssamtökin heimili og skóli
Unglingar og ungmenni- hitt húsið
Forvarnir á heimilum og vinnustöðum
Sjóvá-Almennar - Forvarnarvefur
p.s. og ef einhver hefur ábendingu um áhugaverðar slóðir, tengdar forvörnum, endilega að skilja eftir í gestabókinni og ég bæti þeim við...:-)
josira
Heilbrigðismál | Breytt 9.11.2009 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netvarp Pressunnar: Fékk hjartastopp í World Class og dó fjórum sinnum
Í síðustu viku var Pétur Guðjónsson staddur í World Class þar sem hann æfir reglulega. Í miðjum æfingum fær hann hjartastopp en sem betur fer voru læknir og hjúkrunarfræðingar á staðnum sem björguðu lífi hans. Pétur segist hafa dáið fjórum sinnum á þeim tíu mínútum sem lífgunartilraunir stóðu yfir.
virkilega áhugavert að horfa á og hlusta á Pétur og dauðareynslu hans...
Pétur er einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi og er friðarsinni...
Heimsgangan í þágu friðar og tilveru án ofbeldis...
josira
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heilbrigðismál | Breytt 9.10.2009 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009
PrimaCare valdi vel...
Ég held bara áfram að senda hamingjuóskir með þessari gleðilegu frétt...
Talið er að sjúkrahúsið og hótel sem byggt verður í tengslum við það geti skapað um 600-1.000 framtíðarstörf. Auk þess mun verkefnið skapa fjölda starfa á framkvæmdatímanum...
![]() |
Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009
Gott val hjá PrimaCare...
Talið er að sjúkrahúsið og hótel sem byggt verður í tengslum við það geti skapað um 600-1.000 framtíðarstörf. Auk þess mun verkefnið skapa fjölda starfa á framkvæmdatímanum...
Mikið óska ég Mosfellbæ til hamingju, mínu gamla bæjarfélagi, með að bærinn besti var valinn...
Þó Álftanes og Garður hafi einnig verið prýðiskostir...
josira
![]() |
Um 300 til 400 ný störf hjá Ístaki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði