Leita í fréttum mbl.is

Snjókorn og vatnsins verðmæti ...

 

 

Mörgun finnast snjókorn öll vera eins, en þau eru það svo sannarlega ekki, heldur eru þau eins margbreytileg að útliti og lögun líkt og mannfólkið sjálf. Enginn er nákvæmlega eins að öllu leyti.

Hver er innri gerð snjókorna ? Eru engin tvö snjókorn eins ?

(af vísindavefnum)

 

bentleyx

Fyrstur manna til að festa snjókorn á filmu, sem var þann 15 janúar 1885 var ljósmyndarinn Wilson Bentley, sem hafði heillast af snjókornum frá barnæsku og er aðdáunarvert að fylgjast með aðferðum hans og elju, sem gaf okkur tækifæri á að sjá inn í heim þeirra og fá að kynnast þessari einstöku fegurð snjókornanna.

bent01

Hér má sjá ólíka gerð snjókorna-kristalla.

Landið okkar fallega, hefur nú hjúpast hvítri kápu snjóalaga síðustu daga og vikur, sem og hefur gert okkur erfitt fyrir og þá sérstaklega í samgöngum. Þó má segja að í allri þessari fannkomu geymist gjöf, sem síðar meir mun, að einhverju leyti samlagast þeirri auðlind okkar Íslendinga, sem þekkt er um víða veröld og er hið verðmæta vatn okkar.

imagesCASWFLZI 

Sem jafnvel kann að reynast enn verðmætara en við höfum gert okkur grein fyrir fram að þessu. Kannski eigum við eftir að flokka vatnið okkar og gefa því sérstaka eiginleika, eftir huglægum eða tónlistarlegum leiðum allt eftir því hver noktun vatnsins ætti að vera !

387190

imagesCAZ4BFVA

Með nútíma tækninýungum hefur komið í ljós að t.d. vatn hefur minni og einnig að hugsun og tónlist hefur áhrif á lögun og jafnvel lit vatnsdropa, sem frystur er.

 Hinn japanski Dr.Masaru Emoto hefur rannsakað vatn víða úr veröldinni og þá hvernig breytingar verða á t.d. á kristölluðum vatnsdropa, sem sýnir breytingar eftir hugsunabylgjur eða tónlist, annaðhvort jákvæðar eða neikvæðar.

Já, náttúran öll og sköpun hennar er heillandi heimur frá minnstu eind til stærstu stjarna. Líkt og sérhvert snjókorn, sérhver vatnsdropi og sérhver sál.

 

 5091383016_e472fdd059

Einstök er náttúran á Íslandi (við Jökulárlón)

6721767511_17a80838cd_m

Skaparans sköpunarverk (eldri færsla mín)

"Þar af leiðandi hlýtur hver hugsun, hvert orð og hver gjörð að hafa áhrif á himinn og jörð. Og þessvegna er í raun þau mannanna neikvæðu og jákvæðu verk og öfl, sem stjórna og stýra hér á móðir jörð því lífi og þeim aðstæðum, sem við mannkyn búum við hverju sinni því við erum öll sköpunin, samtengd í samvitundinni."

josira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband