Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Minnir eftirminnilega á sig, Litla – Stórasta land í heimi ...

 

Hvað er Íslandið góða, að reyna að segja heiminum öllum með ösku sinni, sem berst nú um víðann völl með háloftavindum og beinir allra augum hingað ! 

Og er búin að raska ferða tilhögun milljóna manna um allan heim ! Sjáanlegra verður landið vart ! 

Með gjöf sinni til jarðarbúa og sem allflestir vilja hafna !

island_eyjafjallajokull_gosmokkur_smaatridi 

Í myndlíkingu sé ég það þannig, að í öskunni, sem erlendis fer búi dulbúin gjöf ef þannig má að orði komast. Sem er í rauninni hluti af hinu nýja Íslandi.  Landið er að minna á sig og milljónir manna að auki þeirra, sem hingað hafa komið, sem ferðamenn eða þekkja það gegnum efnahagshremmingarnar eða icesave munu nú ætíð vita hvar Ísland er. Og þess vegna verður nafn Íslands afar stórt í samvitund mannanna.

Allt sem á undan hefur gengið hefur hjálpað til að koma okkur þar, sem við erum í dag. Reynslunni ríkari, þó erfið sé hún. Og nú munum við taka þátt í mótun hins nýja Íslands, sem rísa mun úr öskunni, líkt og eldfuglinn Fönix forðum daga.

1241166504

Því þegar þjóðin mun uppgvöta sinn innri styrk, hinn andlega auð, mun hún sameinast, sem einn maður með nýjum formerkjum, breyttum áherslum til lífviðhorfa, lífshátta og sterkari, en nokkru sinni fyrr. Og verður sú fyrirmynd, sem önnur ríki munu leita til og hafa að leiðarljósi.

Til

friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika og framfara til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum ... Þannig sjónum sé ég nýja Ísland fyrir mér.

Við stöndum á tímamótum mannkyn allt, með svo margt...

Við þurftum á umbreytingunum að halda, þó sárar séu og hafa verið síðustu árin. Því við stefnum nú til nýrrar framtíðar, með breyttun áherslum, þannig að heimsmyndin öll hljóti nýja framtíðarsýn, sem einnig mun byggja á fornum sannindum.

Þar sem okkar smáa, en sjálfstæða stórhuga þjóð býr, sem mótast hefur af sambýli við náttúruöflin og harðri lífsbaráttu gegnum aldirnar. Með að veganesti reynslu og þekkingu genginna kynslóða, sem aldrei létu deigann síga. Að gefast ekki upp þó að á móti blási, er setning sem allflestir Íslendingar eiga að kannast við.

Og þó útlitið sé frekar svart og kalt núna, bæði varðandi þjóðarmálefnin og vegna yfirstandandi náttúruhamfara, munu koma betri tímar og ný ráð. Náttúran nú hefur verið að taka þátt í öllu þessu umróti, sem þarf til að velta úr sessi gömlum úreltum stjórnarkerfum og spillingu um allan heim. Gildi lífssins breytast í návígi náttúruhamfara.

HeavenEarth

Við megum þakka máttarvöldunum fyrir, í rauninni hversu varfærnum höndum náttúran fer um okkur hér heima. T.d varðandi líf manna og dýra, ásamt litlum skemmdum á mannvirkjum. Hugur okkar allra er með fólkinu og skepnunum undir Eyjafjöllum og nágrenni þess hverja klukkustund þessa dagana. Þegar hamfarirnar eru að baki og kyrrð komin á, munum við öll sem eitt, leggja hjálparhönd við hreinsun og lagfæringa þeirra svæða sem öskufallið hefur hulið.

Einnig er ég viss um að sjálfboðaliðar erlendis frá, mun koma í hreinsunina, líkt og eftir eldgosið í Vestmannaeyjum.

Og örlítið meir um umrót og breytingar og er ég þá að meina um afdrif gömlu þjóðarskútunnar;

Þó löskuð sé hún blessuð þjóðarskútan er í höfn kemur, munum við samhent lagfæra hana á ný og endurbygging hennar mun hefjast með breyttu hugarfari, áherslum og nýjungum. Brydda hana síðan andlegum auðæfum okkar, sem finnast munu í gömlum földum kistlum, lengst ofan í lestum hennar, sem opnast hafa í öllu öldurótinu. Þegar að verður gáð verða þessi andlegu verðmæti það leiðarljós, sem lýsa mun hverjum og einum og þeim er það sjá og finna eða eftir leita, frá myrkri og vonleysi gamla farvegarins og inná nýjar brautir, sem gefa von í hjarta.

shipofdreams

Við munum öðlast virðingu annara úti í hinum stóra heimi fyrir samheldnina innbyrðis og skilningur á öllu óréttlætinu sem við höfum upplifað mun aukast og hjálp mun berast til okkar.

Hér má lesa til gamans stórgóða grein eftir Sigurð Sigurðarsson og umsagnir erlendra fjölmiðla um Ísland í dag ... og Mögnuð mynd NASA af gosmekkinum ásamt myndbandi af eldingun í gosmekkinum...

Úr eldri bloggskrifum mínum ; Haförn í Hvalfjarðarsveit 5 nóvember... (skilaboð til þjóðarvitundarinnar)... 

Eru gæsirnar – farfuglarnir - með skilaboð - leiðbeiningar til okkar ? – vegna þjóðarástandsins...

josira  

 

  

 


Skelfilegt að hugsa til skepnanna, sem ekki komast í húsaskjól ...

 

Reka hross undan öskufallinu...

oskufall_hross_rekin_i_skjol

Rakel Róbertsdóttir er nú að að ferja hross frá Hallgeirseyjarhjáleigu

í Krók í Ásahreppi. Hún telur að undir Eyjafjöllum

séu 500-700 hross sem ekki hafi húsaskjól.

 

josira


Nýlegar myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli ... og lítil bæn

 

Hér ma sjá nokkrar myndir, sem voru á netinu, 

af hinum hriklegu eldsumbrotum í Eyjafjallajökli.

Teknar í námunda við jökulinn og frá Vestmannaeyjum.

gos

Bein útsending úr vefmyndavél mílu á Hvolsvelli.

current1

Bein útsending úr vefmyndavél vodafone á Þórólfsfelli.

 

fljotshlid_eyjafjallajokull

528197

eyjafjallajokull_1vestmannaeyjar_Aldis_Atladottir

eyjafjallajokull_2vestmannaeyjar_Aldis_Atladottir

eyjafjallajokull_Hestar_Signy_Asta_Guðmundsdottir

eyjafjallajokull_hestar_ Signy_ Asta_ Gudmundsdottir

IMG_9410_Helgi_A_A

IMG_9414_Helgi_A_A

eyjafjallajokull_gisli_oskarsson_vestmannaeyjum

2011614503

EUROPE-AIR__G-Titt_1250628x

hlid_eyjafjollum

Frá hlaðinu í Hlíð undir Eyjafjöllum klukkan þrjú í dag.

"Ljósin á bænum sjást þarna en það var á tímabili þar sem ég sá þau ekki,"

segir Sigurgeir L Ingólfsson í viðtali á visir.is

 

 293693669_59574a7640

 

Biðjum máttarvöld og verndarvætti

að vaka yfir og vernda land og þjóð

á þessum umbrota og breytingatímum.

 

SoulSisters

dnaearthwoman

 

josira


Sem melta mun forynjur og fépúka ...

 

ImageHandler

( mynd sem landhelgisgæslan tók af eldstöðvunum í Eyjafjallajökli )

 

 

Skrattakollur eða skessa ljót

læðast nú með eld og grjót.

Gæfuleg eru ekki er að sjá

skökk og skæld ásjónu á.

leabul1e

Á sig minna um veröld alla

er anda frá sér gjósku salla.

Sem stakkaskiptum sífellt tekur,

torveldar sýn og jörðina þekur.

leabul1e

Þröngvuðu sér úr möttli jarðar

jöklana skóku, hríðar harðar.

Hreinsunareldur upp nú rís

ræskir sig er jökullinn gýs.

 leabul1e

Göng nú opnast upp á gátt

gos nú minnir á náttúru mátt.

Melta mun forynjur og fépúka

fláræði og svikum nú skal ljúka.

leabul1e

Ljósgeislar ljóma um landið síðar

smán saman grænka og gróa hlíðar.

Hæðir, hólar og vatnsföllin fögur

fönguleg færast í Íslands sögur.

leabul1e

Iceland

519682_mbl_RAX

josira  

 

( kannski fáum síðar, fallegt gil í Gígjökli með fögrum fossi í stað lónssins )


Átti ekki alveg von á slíkum sviptingum, svo skjótt ...

Sé það nú, að sennilega hefur það verið þetta mikla hlaup, sem ég skynjaði í markarfljótinu, en ekki hraunstraumur. Læt fylgja hér úr sýninni, því sem ég sá við seinna gosið á fimmvörðuhálsi og gleymdi. Mér sýndist opnast lýkt og hellir eða göng á bakvið hraunfossanna úr öðruhvöru gilinu inn í jökulinn og að þar kæmi hraun út. Þetta tengist kannski því, að gosið í jöklinum nú, hófst neðanjarðar og virðist halda sér þar allavega enn sem komið er.

Nú verðum við að biðja máttarvöldin um enn nýjan farveg, fyrir þennan ógnarkraft, sem greinilega kraumar þarna undir jöklum og víðar og leitar að heppilegum útrásarstað ... Sem erfitt er að hugsa til, ef opnast við topp jökulssins. Og biðjum sérstaklega fyrir bæjunum undir Eyjafjöllum og að flóðin í markarfljóði nái ekki að breiða úr sér.

527869

Mikið yrði ég máttarvöldum þakklát fyrir ef krafturinn finndi sér farveg langt undir jökul í átt til sjávar og næði að létta á sér þar um sjávarbotninn og upp kæmi lítil eyja eða hólmar milli land og eyja. Enginn eyðilegging af leir, vatns - eða hraunburði upp á landi, heldur einungis eignarauknig í formi nýs lands og náttúrulegir brúarstólpar yrðu til staðar síðar, fyrir brúar- eða lestamannvirkjagerð milli lands og eyja. Það er mín von og ósk.

Hér má sjá nýustu myndir af Eyjafjallajöklasvæðinu ... úr aukafréttum RÚV.

http://www.ruv.is/beint og fréttavef RÚV.

p.s. átti ekki von á því að umræður og fréttamennska af Rannsóknarskýrslunni stóru, fellu svo fljótt í skuggann og reyndar hversu hún, nú er svo agnarsmá og nær ekki umfjöllun og athygli í þeim stórbrotu fréttum, sem umbrot í Eyjafjallajökli valda. Þeð er líkt og sé verið að sýna okkur hve smá og vanmáttug við getum verið og að veraldlegir hlutir virðast fjarlægjast og geta orðið hismi eitt.  

josira

 


Bið þess í hug og hjarta mínu, að allt fari vel fyrir austan fjall ...

 

Það hlýtur að reyna verulega á fólk, að þurfa að yfirgefa heimili sín og þurfa að skilja skepurnar eftir í því óvissu ástandi, sem nú ríkir, vegna hættu á yfirvofandi eldgosi í kjölfar jarðskjálftavirkninnar, sem nú hefur staðið yfir á Eyjafjallajökli.

Einnig leitar hugur minn hinum megin hnattarins, til Kína, en ég var að sjá, á mbl. að fréttir hafa borist af mannskæðum jarðskjálfta, sem reið yfir Kína.

Skyldi óróinn í Eyjafjallajökli, tengjast eitthvað þangað !

Kæmi mér ekki á óvart, að skjálftadans jarðarinnar geti borist hringinn um kring, ef hreyfingarnar eru öflugar.

josira


mbl.is Um 700 yfirgefa heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi það vera svo, með þessu nýja tungli og jarðskjálftahrinum ...

að nýjar gossprungur opnist aftur á Eyjafjallajökli eða jafnvel annars staðar ! ...

Get ekki neitað því þegar ég var að skrifa um hugsanleg goslok í gærkveldi, þá leið mér þannig að þetta væri, sem lognið á undan storminum, ef hægt er að segja svo. Vona að það reynist ekki rétt. 

Það hefur eitthvað innra með mér verið á varðbergi, síðan eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi þann 20 mars s.l. Og með hverjum degi, sem við höfum fengið að njóta þessa fallega og nokkuð örugga goss í hæfilegri fjarlægð frá byggðum bólum hefur maður þakkað máttarvöldum fyrir. Og beðið um vernd fyrir land og þjóð daglega.

natures light_fantasy

Hér fyrir neðan má lesa úr fyrstu færslu minni um eldgosið; 

P.S. var búin að sitja hér og tjá mig um eitt og annað ( þar á meðal, tengt fyrirboðum og sýnum ) í nokkuð langri grein, þegar allt fraus og hvarf á svipstundu.

Og eina ferðina enn gleymdi ég að vista reglulega !!!  Þegar hugurinn er á fleygiferð og margt þarf að rita, er athyglin ekki alveg á þeim takkanum. Manni finnst að þetta blessaða blogg umhverfi eigi að vera í lagi ... ( p.s. Kannski ég hafi bara ekkert átt að skrifa um það sem ég ætlaði mér. Best að hugsa það þannig, þá er ég sáttari ...) 

Svo mörg voru þau orð þá ...

Ég er að hugsa um nú, að segja frá þeirri sýn minni, sem flaug um hugskot mín þegar sagt var frá í fréttum, að eldgos væri hafið í Eyjafjallajökli um miðnættið þann 20-21 mars s.l. og ekkert nákvæmlega var vitað um staðsetnigu þá.

eagle_930069.jpg

Mér fannst að hraun rynni eftir Markarfljótinu, niður til sjávar, en að bæjum og búaliði í nágrenninu stafaði ekki beint hættu af því. En hafnarmannvirkin fyrir Herjólf niður í Landeyjarsandi yrðu fyrir skemmdum og þar afleiðandi seinkun yrði á opnun hafnarinnar. (en landslagsbreytingarnar þar yrðu til bóta, þegar upp væri staðið) Og Þórsmörkin væri breytt ásýndum, þó ekki eins mikið og ætla mátti.

angel2

Síðan um morgunin þegar vitað var um staðsetningu, létti mér, að þessi tilfinning mín og sýn hafði ekki við rök að styðjast og að eldstöðvarnar reyndunst, vera svo sérlega vel staðsettar, sem þær voru. Þegar ég leit sjónum fyrstu gosmyndirnar, þá sá ég þar myndast stóra bjarta veru, fyrir ofan eldstöðvarnar líkt og einhverja gyðju. Og innra með mér fann ég létti fara um mig og ég varð fullviss um að staðurinn væri undir vernd og allt færi vel, sem og reyndist vera. 

Síðar, þegar seinni sprungan opnaðist fannst mér, dökkar verur stíga þar upp með gosreyknum. Einhver uggur kom þá í mig og varð mér hugsað um, hvort nú yrði einhver breyting á hegðun gossins og endir væri á þessui ljúfa og fallega sjónarspili náttúrunnar og eitthvað miður gott mundi gerast.

En svo fannst mér það meira þó þannig, að þarna væri að losna um einhverja neikvæða orku okkar mannanna, sem samanþjappast hafði og safnast þarna undir niðri og náttúran var að hjálpa til með að koma upp á yfirborðið. Taka þátt í þeirri hreinsun og umbreytingu, sem þjóðfélagið okkar er að takast á við. ( Og á ég þá við, að samvitund okkar mannanna tengist einnig náttúrunni, sem og öllu sem lifir.)

En síðar hugsaði ég um, að kannski birtust mér þessir skuggar í reyknum, sem fyrirboði þess hörmulega slyss, sem átti sér stað á Fjallabaksleið. Ég veit það ekki. 

Reynum öll sem eitt, að fara ætíð varlega og gæta fyllstu aðgátar í samvistum við náttúruöflin. Og eins má minna á, að ekkert er fyrirsjáanlegt 100%, hvort, hvernig eða hvar eldgos hefst í kjölfar slíkra jarðhræringana, mælitækin mæla margt, en jörðin sjálf ákveður stund og stað, hverju sinni.

indiandreambackground cosmic_heart

Það eina sem við getum gert er, að vona það besta hverju sinni og að biðja þess í hjörtum okkar að mönnum og skepnum verði ætíð borgið, þegar jörðin byltist svona um og er með hugsanlegar fæðingahríðir. Og óvíst er hvort hún léttir á sér á yfirborðinu eða hulin´undir jökli eða annars staðar djúpt undir niðri ...

josira

 


Forsetinn stendur með fólkinu í landinu ...

Við megum ekki gleyma því og skulum virða þau verk, sem hann hefur innt af hendi. Eins og þegar hann sté fram og neitaði að staðfesta icesave-lögin, þá hlustaði hann á og virti vilja meirihluta þjóðarinnar. Og sýndi þar með og sannaði, að hann er verðugur leiðtogi þjóðarinnar.

 olafurragnarnyar2010

Ég sé ekki ástæðu til að Ólafur forseti, eigi að segja af sér nú, í kjölfarið við útkomu Rannsóknarskýrslunnar stóru ...

Tekið úr eldra bloggpári mínu í okt. s.l.

Ég má til með að leggja orð í belg...ég veit ekki betur en þau forsetahjón hafi yfir höfuð verið landi og þjóð til sóma á undanförnum árum...Vel frambærileg hérlendis og erlendis...alþýðleg, yndisleg og víðsýn...

Og þó allflestir tengja hann eða þau hjón í neikvæðri merkingju við útrásavíkingana, finnst mér samskipti þeirra meira allavega í upphafi vera tengd því að hrífast með þessum stórhuga mönnum líkt og margir aðrir sem og hverjir tóku sér far með flottu hringekjunni...

Tekið úr eldra bloggi mínu í jan s.l. um Gæsir, tákn og merkingu þeirra  

Var ég ákaflega stolt af Forsetanum okkar honum Ólafi, þegar hann steig fram og gaf okkur öllum almúganum og ráðamönnum ´uppdrift’ til aukinnar hvatningar og færni til sameiningar og betri yfirsýn...og frelsi til túlkunar ( raddir fólksins )

Við þessa ákvörðun hans mun margt koma upp á yfirborðið, sem mun teygja sig út fyrir landsteinana og reynt hefur verið að hylja, þó ekki mun það gerast í einni svipan. Sem mun hafa mikil og djúp áhrif síðar. Í formi umbreytinga og hreinsunar á hinum ýmsu sviðum. Því ekki eru öll kurl komin til grafar enn í þeirri siðspillingu, valdagræðgi og munúðarlífi sem hefur ráðið ríkjum í mannanna heimi.

josira


mbl.is Hvatti forsetann til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem eldgosinu virðist vera lokið, þá segjum við takk fyrir okkur ... að sinni ...

Fyrir þennan frábæra kraft sköpunar og fegurðar móður náttúru í stórkostlegu sjónarspili hennar á Fimmvörðuhálsi... 

bilde4

og þessa gjöf hennar til okkur á réttum tíma og réttum stað. Sem segja má, að hafi orðið þjóðinni heilmikið til heilla á mörgum sviðum.

527190_mbl_RAX

cld100326_0772_ChristopherLund

cld100326_13731_ChristopherLund

MT8V8934_boi

525966_mbl_RAX

elgos_fimmv_annaheidi

Og um stund, færðu augu heimssins og okkar frá icesave og ýmsu öðru. Meira að segja, brúaði bilið og biðina eftir Rannsóknarskýrslunni stóru.

Sem nú er búið að birta og við tekur hjá okkur á ný, veraldlegar áhyggur og væntanlega verða skoðanir og umsagnir manna á Rannsóknarskýrslunni margumtöluðu, aðalumræðuefni og fréttaefni hjá fjölmiðlum og vinnustöðum á næstunni.

josira


mbl.is Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada til fyrirmyndar ...

Og kynna sér hvernig hin 89 ára Hazel McCallion heldur um stjórnvölinn í Mississauga, sjöttu stærstu borg Kanada, en þar hefur hún verðið borgarstjóri í 31 ár.

mississauga_mayor

Hennar mottó hefur alltaf verið að halda fólki í vinnu og sköttunum lágum.

Það er eitthvað annað, en stefnan hérlendis !

Það væri kannski þjóðráð, að bjóða hinni stjórnslyngu Hazel hingað, til skrafs og ráðagerða með stjórnvöldum hér. Hún kæmi eflaust með einhver snjöll úrræði með í farteskinu okkur til handa, svona reynd og ráðgóð kona ...

Betur sjá augu, en auga ...

En um daginn rakst ég á þessa skemmtilegu frétt í pressunni um hana.

McCallion hefur staðið af sér 11 kosningar frá því hún varð fyrst kjörin borgarstjóri árið 1978 og er ekkert á þeim buxunum að hætta. Enda engin ástæða til, því Mississauga borg skuldar ekkert og hefur hún náð að byggja upp 700 milljóna dollara varasjóð. Á sama tíma hefur hún byggt upp blómlega borg og atvinnuástandið er með besta móti. 

Meira um hana hér; The Mayor of Mississauga (Canada)
Locally revered and internationally honoured

josira 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 122280

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband