Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Regnboginn ... og lífsins verkefni

Nú í hádeginu var ég stödd úti og sá líka þennan fallega regnboga yfir borginni og augnablik sást hann tvöfaldur. Ekki var ég með myndavél við hönd til að fanga þessa fegurð fasta.

Regnbogar hafa alla tíð heillað mig og stórkostlegt litróf þeirra.

Litir eru í öllu í kringum okkur. Og tengjast daglegu lífi okkar.

imagesCA8NPLYA

Hvaða liti veljum við á veggi og á húsgögn á heimilum okkar...

Hvaða liti viljum hafa í fatnaði okkar dag frá degi...

Heilla okkur einhver litasamsetning fæðunnar, sem við snæðum...

Eru einhverjir litir sem við þolum bara alls ekki...

picture_10

Gaman er að fræðast um eitt og annað tengt regnboganum og litum hans.

Hvernig myndast regnboginn ?

Sumir sjá og skynja orð og hluti í litum

sbr. systurnar Ingibjörg og Ásdís ásamt Bubba, sem semur lögin sín í litum.

og litir regnbogans tengjast orkustöðvum mannsins.

Jógasetrið - meira um litina

chakra1w

Hvað getum við lært af líkama okkar

Orkulind og orkustöðvarnar 

Rainbow Healing Meditation By Paolo

 

 Somewhere Over The Rainbow - Ray Charles 

Regnbogafæða

regnbogabordi2_medium

Regnbogafáninn og hinsegin dagar

flag

 Regnbogafáninn er eign allra sem berjast fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum.

Ljósberi

Regnbogabörn eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál.

Markmið samtakanna er meðal annars að gera börnum kleift

 að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis frá jafningjum sínum. 

 

Maðurinn sem orkukerfi

Gott getur verið að nota steina eða ilmolíunudd til heilunar,

sem og áhrif hafa á orkustövarnar

1288424858UREI88

Ára mannsins séð með nýustu tækni

Litadýrð sem lýsir innri manni - litameðferð

Og að síðustu, það sem dregur mig að sér nú, gagnvart orkustöðvunum

er þetta myndband, sem ég reyndar var að finna nú í þessum rituðu orðum !

Sem og leiðir mann til Egyptalands, sem löngum hefur heillað mig.

pyramids2

Your Glands are the Chakras

 

" Allt er gott í hófi " 

 

" Að læra að þekkja sjálfan sig og takast á við kosti og galla sjálf síns,

í gleði og sorg lífssins er eitt mesta verkefni sérhvers manns."

 

En nú er nóg komið að sinni og viða búið að fara undir

áhrifum regnbogans. Samspil hans og mannsins víða liggja.

Af nógu er af að taka, því regnboginn er t.d. einnig víða að finna

sem tákn í draumum og mörgum helstu trúarbrögðum heims.

 

rainbow_907198

 

Hljómkviða alheims í öllu er,

litirnir líka tengjast hér.

Átakalaust fuglinn flýgur,

frjókorn upp úr jörðu smýgur.

Hlutverkin eru, að snúa lífshjólin

lífsorku í té lætur, sjálf sólin.

Sálarljós í kjarna alls býr

og kærleiksaflið öllu snýr.

josira

 

(ps. smá lagfæringar og ákvað í leiðinni að bæta við tenglum)


Fegurð frumna

imagesCAOUB76N cellnucleuskjarninn

og marslungin verkefni þeirra. Frá minnstu frumu til líkama. Allar frumur eru komnar út frá öðrum frumum. Mannslíkaminn er gerður úr milljörðum frumna og það eru um 200 mismunandi tegundir af frumum í líkamanum og frumurnar hafa frumulíffæri .Það er heillandi heimur að skoða og læra um frumurnar.

Við eðlilegar aðstæður lifir hver fruma sjálfstæðu lífi. Þær eru af ýmsum gerðum, hver með sitt útlit og hlutverk. Og líkt og hver manneskja í hnotskurn þá fæðast þær, anda, nærast, þurfa orku, fjölga sér og að lokum deyja. Alveg ótrúlega magnað í raun, hve vinnuferlið er mikið og fullkomið hjá einni heilbrigðri frumu, sem segja má, að sé lítil efna-verksmiðja.

Introduction to Cells - Meiriháttar myndband um frumur

Discovery Video - Cells

Frumur eru smæstu, lifandi byggingareiningar lífvera.

   

Sífelld endurnýjun frumna á sér stað á hverri einustu sekúntu í líkamanum.

032-033%20Cell%20Types%20&%20Tissues
  
  

“ Milljarðar örsmárra frumna mynda vefi af mismunandi gerðum. Vefirnir mynda síðan líffæri og líffærin mynda síðan mannslíkamann. Það er í þessum frumum, vefjum og líffærum sem undirstöðu allrar líkamsstarfsemi er að finna – allt frá þeirri einföldustu til þeirra flóknustu, frá meltingu til ljóðrænnar hugsunar.” ( úr bókinni Maðurinn í málum og myndum)

  

Hér má sjá að taugafrumur og alheimurinn virðast skemmtilega lík að uppbyggingu !

Brain_cell_universe
og minna mig á eldri bloggskrif mín um Skaparans sköpunarverk

Hér er unnt að sjá og fá smá innsýn í meistaraverkið; mannslíkamann.

Incredible Human Machine (2/9)

  

 

Incredible Human Machine (3/9)

Incredible Human Machine (4/9)

 Fleirri myndbönd er að finna á youtube

Mannslíkaminn er oft kallaður meistaraverk sköpunarinnar, sem er ekkert skrítið svo ótrúlega flókinn, undraverður og fullkominn, sem hann er. Það er fegurð að finna í öllu sem lifir og finnst mér fruman þar einstök, því ekkert líf er án hennar. Ef væri ég tónlistarmaður myndi ég semja henni/þeim verðugt verk. En fyrst svo er ekki, þá kannski eiga eftir að fæðast einhverjar pensilstrokur á striga eða ljóðabrot síðar frá mér, til frumunnar fögru.

Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð, áhrif hefur á alheim og jörð ...

MillenniumTree
 

 

Ef við erum það sem við hugsum, borðum og gerum,

þá ættu allar athafnir andlegar og líkamlegar,

jákvæðar jafn og neikvæðar að hafa einhver áhrif á

hverja frumu líkamans og þá væntanlega einnig

umhverfi og aðstæður myndi ég halda.

Og samkvæmt þessum hugleiðingum mínum, væri það þá ákaflega hollt og gott fyri hug, sál og líkama, (semsagt frumurnar okkar) að vera sem best í jafnvægi, jákvæðnis-og gleðinnar megin í lífinu, hreyfa líkamann (fá súrefni í blóðið) og velja okkur næringargott fæði.

Og hvar skyldi nú blessuð þjóðin/þjóðarsálin vera stödd, svona miðað við þær uppskriftir, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa matreitt og borið fram á borð síðustu mánuði og sagt okkur að innbyrða.

Stuðlar t.d. samsetti þjóðardiskurinn, að hollustu, jafnvægi, jákvæðni og lífsgleði - ég bara spyr

  

josira 

p.s nú fer ég að muna hvers vegna ég hætti alltaf að blogga með einhverju millibili... helmingurinn af tímanum fer í að jafna bil milli texta og mynda og síðueiningarnar eru á flakki út og suður. Held ég fari í bloggpásu aftur um einhvern óákveðinn tíma.

 


Kærleiksrósin ...

RoseWings
imagesCAASXQCZ

Kærleiksrósin

Kærleiksrós í hjarta hvers býr

brennandi ljóssins loga knýr.

Kyndilberi þeirra geisla glóða,

sem glitra á hvern vegaslóða.

rosgeislar
josira
( búin að vesenast í línubilum og síðureiningum í ca. klst.
hætt, buin að gefast upp vona að þetta hafi gengið núna ! )

Heillandi og leyndardómsfullir fornir menningaheimar ....

Magnað að horfa á þessi myndbönd. Sem sýna og segja frá fornum leyndardómsfullum borgum, sem fundist hafa, ofanjarðar, neðanjarðar og í sjó.

Og vekur upp spurningar um, að mannkynssagan sé í raun ekki alveg eins og hún er sögð (talin) vera.

Gobekli Tepe, eru um það bil 12.000 ára gamlar óútskýranlegar byggingar, sem grafnar voru upp í Tyrklandi.

gobekli-full_35417_600x450

Derinkuyu, er ótrúleg neðanjarðarborg í Tyrklandi þar sem talið er að um 20.000 þús manna hafa búið.

derinkuyu

Yonaguni er talin vera um 8000 - til 10.000 þúsund ára gömul neðansjávarborg, sem fannst við Japansstrendur og er byggð úr gríðarlega stórum steinblokkum, sem minna á pýramita

yonaguni-jima-japan_thumb2 yonaguni-jima-japan_ 

Og hér er fræðandi síða um 10 leyndardómsfyllstu staði jarðarinnar, sem fundist hafa og vitað er um. 

Já það er margt óvænt, áhugavert, sumt óútskýranlegt og eða hulið leyndardómum, sem hægt er að rekast á, þegar er verið vafra um í hinum stóru netheimum.

Og ætíð er gaman að fá að fræðast bæði um gamla og nýja hluti.

josira

(ps. er að lenda í því, að bloggsíðueiningarnar mínar virðast vera stundum með sjálfsstæðan vilja, t.d. er hægri einingin að hverfa úr sínum stað í tíma og ótíma og yfir hinum megin. Kannast einhver við svona síðueiningaflakk ? )


10 boðorð jarðarinnar ...

Langaði að deila hér þessum fallegu orðum, tileinkuðum móðir jörð.

Gaman væri ef einhver gæti þýtt þau yfir á íslensku.

beauty

Ten Commandments of Mother Earth


I. Thou shalt love and honour the Earth
for it blesses thy life and governs thy survival.

II. Thou shalt keep each day sacred to the Earth
and celebrate the turning of its seasons.

III. Thou shalt not hold thyself above other
living things nor drive them to extinction.

IV. Thou shalt give thanks for thy food,
to the creatures and plants that nourish thee.

V. Thou shalt educate thy offspring for multitudes
of people are a blessing unto the Earth
when we live in harmony.

VI. Thou shall not kill, nor waste Earth’s
riches upon weapons of war.

VII. Thou shalt not pursue profit at the Earth’s
expense but strive to restore its damaged majesty.

VIII. Thou shalt not hide from thyself or others the
consequences of thy actions upon the Earth.

IX. Thou shalt not steal from future generations
by impoverishing or poisoning the Earth.

X. Thou shalt consume material goods in moderation
so all may share the Earth’s bounty.

~Author Unknown~

josira









HPV veiran ... og bóluefnið Cervarix ...

Ég taldi mig hafa verið að skrifa bloggfærslu við þessa frétt um bólusetningu 12 ára stúlkna við HPV veirunni, en sé nú hún kom víst ekki inn;

Þannig að hér er slóðin ... Bóluefni til bóta eða ... bölvunar 

(færslan hér á undan á síðunni minni)

 

josira


mbl.is Bólusetning gegn HPV að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bóluefni til bóta eða ... bölvunar

HPV-Vaccine

Eftir að hafa lesið mig til um bólusetningu ungra stúlkna gegn HPV. veirunni, sé ég að það er ekki bara ein hlið á málinu. „Forvörnin sem á að felast í bóluefnasprautunum“

Heldur eru miklar umræður á veraldarvefnum um skaðsemi bóluefnisins Cervarix. Hversvegna eru allar þessar víðtæku upplýsingar ekki að finna hjá Landlæknisembættinu !

 

Ég er í raun alveg undrandi, að ekki skuli vera búið að vera meiri umræður og kynning í gangi t.d. hjá fjölmiðlum á  þessum sprautum og efnisinnihaldi þeirra. Það er sláandi að lesa um skaðsemi efnanna, ég fékk bara hroll um mig.

Mér finnst það vera háalvarleg ákvörðun Landlæknisembættisins ef það hefur ekki kynnst sér til fullnustu allt um þetta bóluefni Cervarix, sem byrjað er að gefa æskuljómum landssins, ungu stúlkunum okkar sem og á að veita þeim forvörn gegn leghálskrabbameini síðar, en eru kannski í raun dulin eiturefni, sem kalla á allt annað.

ATH. ER EKKI BESTA FORVÖRNIN FRÆÐSLA UM HEILBRIGT KYNLÍF OG NOKTUN Á VERJUM  (SMOKKUM) frekar en að sprauta bóluefnum, sem ekki er kannski fullvitað um hver áhrifin hugsanlega geta orðið á líkama manneskju (aukaáhrif) til framtíðar.

 

Heilmiklar umræður er á veraldarvefnum um skaðsemi bóluefnisins Cervarix.  og  cervarix vs gardasil og hve hættuleg efni þetta eru. Eru HPV. bólusetningarnar góður kostur fyrir dóttir þína !

action-4ofpart2_clip_image001

Þessar upplýsingarnar er að finna á vef Landlæknisembættisins um aukaverkanir lyfssins;

Hafa bóluefnin einhverjar aukaverkanir?
HPV-bóluefnin, eins og öll önnur bóluefni, geta valdið aukaverkunum. Algengustu aukaverkanir eru roði, bólga og eymsli á stungustað, í einstaka tilfelli fylgir hiti. Þessi vægu einkenni hverfa innan fárra daga.

Geta bóluefnin haft alvarlegar aukaverkanir?
Bóluefnin gegn HPV hafa verið rannsökuð í mörg ár og eru álitin mjög örugg. Í dag er ekki vitað um neinar alvarlegar aukaverkanir sem rekja má beint til þeirra. Því er talið að HPV-bóluefni séu jafnörugg og önnur bóluefni sem notuð eru í almennum bólusetningum hér á landi.

imagesCA2IJX4E

Frétt mbl.í síðasta mánuði um að bólusetningu ungra stúlkna gegn HPV sé að hefjast.

„Almenn bólusetning gegn HPV (Human Papilloma Virus) hefst hér á landi seinni hluta septembermánaðar. Í vetur verður stúlkum sem fæddar eru 1998 og 1999 boðin bólusetning og framvegis verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix sem framleitt er af GSK og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á 6-12 mánaða tímabili.“

Einungis einn er sjáanlegur, sem bloggað hefur við frétt mbl.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Áhætta eins og dauðsföll og alvarlegar aukaverkanir hluti af HPV bólusetningu

-úrdráttur-

„Þær upplýsingar sem fólk getur fundið frá heilbrigðisfólki, fórnalömbum og öðrum aðilum segja okkur að HPV bóluefnin séu ekki örugg eða hvað þá fullkönnuð. Í þessum töluðu orðum hafa 102 einstaklingar látist eftir HPV- bólusetningu, 4.616 náðu ekki bata, 760 hlutu varanlega örorku, 8.926 tilfelli á bráðamóttöku, 2.287 sjúkrahúslegur eftir bólusetningu skv. VAERS- gagnagrunninum og sanevax.org/ og það má segja að allar þessar tölur hafa verið að hækka. Mikið af þessum tölum koma reyndar frá heilbrigðisfólki.

Eitt er þó nokkurn vegin víst að heilbrigðisyfirvöld (Landlæknisembættið ,sóttvarnarlæknir) hér munu alls ekki nefna eina einustu tölu í þessu sambandi um dauðsföll, alvarlegar aukaverkanir, hvað þá einu orði um innihaldsefnin í HPV- bóluefninu. Hvort sem við tölum um þetta tiltekna bóluefni eða önnur, þá fær almenningur lítið sem ekkert að vita um innihaldsefni, alvarlegar aukaverkanir, og hér hefur aldrei verið gefinn út á íslensku einn einasti bæklingur eða gögn yfir eitt einasta bóluefni. „

imagesCATRZ9FZ

Og nú hef ég lesið bloggpistil hjá Ingibjörgu Gunnlaugsdóttir (Agny),

DULIN ÓFRJÓSEMISEFNI Í BÓLUEFNUM. BÓLUEFNI BJARGVÆTTUR EÐA BÖÐULL?

-úrdráttur-

Um Gardasil leghálskrabbameins bóluefnið sem er verið sprauta stúlkur á aldrinum 9-26 ára.

“ Gardasil inniheldur Polysorbate 80, sem er tengt við ófrjósemi hjá músum,“ skrifaði Dee Nicholson, hjá National Communications Director for Freedom in Canadian Health Care.  Það er greinilega merkt í innihalds listann sem fylgirbóluefninu.

„Vertu viss um að lesa innihaldsefna lista Gardasil  áður en þú lætur sprauta þig, þar sem það  inniheldur efni sem  valdið getur skemmdum á þínu æxlunarfærakerfi. Konur sem voru barnshafandi þegar þær voru bólusettar eða voru mjög nálægt þungun hafa  einnig orðið fyrir því að missa fóstur, smkvæmt skýrslum varðhundsins, Judicial Watch. Berðu ábyrgð á því hvað þú borðar, notar eða lætur sprauta í þig til þess að vera viss um að líkami þinn sé sem best undirbúinn fyrir þungun  og mögulegt er. Þeir uppgötvuðu fjölmargar skýsrslur þar um ósjálfrátt fósturlát frá FDA eftir hafa notað Freedom of Information“

hpv HPV veira

Tekið af vef Landlæknisembættissins   - úrdráttur- og ýmsar spurningar og svör;

„HPV-veiran (Human Papilloma Virus) er aðalorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í leghálsi. Veiran er mjög algeng og er talið að um 80% kvenna smitist af henni einhvern tímann á ævinni. Veiran smitast við kynmök og er einkum algeng hjá ungu fólki sem lifir virku kynlífi.

Úr fræðsluriti um HPV - Áhættuþættir;

„Það hefur lengi verið vitað að leghálskrabbamein tengist

á einhvern hátt kynlífshegðan. Margir áhættu­þættir hafa verið

nefndir og nú er ljóst að þeir tengjast allir kynsmiti með veiru sem nefnd

er HPV (human papilloma virus). Veiran ein sér veldur ekki

krabbameini heldur koma einnig aðrir þættir til, svo sem önnur

kynsmit (t.d. klamydíusmit), fjöldi rekkjunauta og reykingar“

(- VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA- )

( Hér má nálgast myndir af google af þessum óhugnanlega sjúkdóm )

Og áfram skal haldið frá Landlækni ; HPV-veiran hefur meir en 100 undirtegundir. Um það bil 40 þeirra geta valdið sýkingum í kynfærum bæði karla og kvenna og þar af eru 15–17 stofnar sem tengjast krabbameini. Sýking af völdum ákveðinna tegunda veirunnar getur valdið forstigsbreytingum í leghálsi og leghálskrabbameini. Þessar sömu tegundir geta einnig valdið sýkingum í öðrum líffærum sem geta þróast yfir í krabbamein, s.s. í endaþarmi, leggöngum og í ytri kynfærum bæði kvenna og karla, en einnig getur veiran valdið krabbameini í hálsi og berkjum og smitast þá við munnmök.

ATH. ER EKKI BESTA FORVÖRNIN FRÆÐSLA UM HEILBRIGT KYNLÍF  OG NOKTUN Á VERJUM  (SMOKKUM) frekar en að sprauta bóluefnum, sem ekki er kannski fullvitað um hver áhrifin hugsanlega geta orðið á líkama manneskju (aukaáhrif) til framtíðar.

Meira lesefni frá Landlæknir;

„Í flestum tilvikum eyðir ónæmiskerfi líkamans veirunni en hjá minnihluta kvenna getur sýkingin orðið viðvarandi. Við það eykst mjög hætta á alvarlegum forstigsbreytingum og krabbameini í leghálsi. Mikilvægt er að bólusetja stúlkur áður en þær hefja kynlíf, en meðalaldur íslenskra stúlkna þegar þær eiga fyrstu kynmök sín er 15,6 ár.

Hvers vegna er verið að bólusetja 12 ára stelpur?
Meðalaldur íslenskra stúlkna við fyrstu kynmök eru 15,6 ár. Bóluefnin gefa bestu vörnina ef stúlkur eru bólusettar áður en þær hefja kynlíf. Til að byggja upp sem besta vörn er almennt gert ráð fyrir að bólusett sé á aldursbilinu 10–25 ára. Auk þess sem bólusetning á þessum aldri fellur vel að almennum barnabólusetningum

Hversu lengi dugar bólusetningin?
Það er ekki vitað nákvæmlega þar sem bóluefnin eru tiltölulega ný en vonir standa til að áhrif bólusetningarinnar vari ævilangt. Nú, árið 2011, er þó vitað að þau veita vernd í a.m.k. 8 ár. Fylgst er mjög náið með virkni bóluefnanna svo hægt sé að meta hvort endurtaka þurfi bólusetninguna síðar á ævinni.

Hafa bóluefnin áhrif á forstigsbreytingar í leghálsi sem þegar eru til staðar?
Bóluefnin eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi og hafa ekki áhrif á forstigsbreytingar sem þegar eru komnar. Bóluefnin eru ekki notuð í lækningarskyni.

Þar sem ekki fæst full vörn með bólusetningunni er mikilvægt fyrir konur að fara reglulega í leghálskrabbameinsleit þar sem tekið er frumustrok frá leghálsi til greiningar forstigsbreytinga eða krabbameins á byrjunarstigi.

Þrátt fyrir að hafa fengið HPV-bólusetningu er nauðsynlegt fyrir konur að fara reglulega í leghálsskoðun.

Ég mæli með að foreldrar og ungar stúlkur kynni sér eins og hægt er allar hliðar á þessum málum, áður en ákvörðun er tekin um bólusetningu gegn HPV. veirunni ásamt því að læra og vita um hvað snýr að vörnum og heilbrigðu kynlífi.

ATH. ER EKKI BESTA FORVÖRNIN FRÆÐSLA UM HEILBRIGT KYNLÍF  OG NOKTUN Á VERJUM  (SMOKKUM) frekar en að sprauta bóluefnum, sem ekki er kannski fullvitað um hver áhrifin hugsanlega geta orðið á líkama manneskju (aukaáhrif) til framtíðar.

josira

p.s. á hér í leiðindabasli með hliðareiningarnar á síðunni. gengur illa að koma öllu á sinn stað -hverfur alltaf öðru megin -

 


Náttúrugjafir góðar ... til sjávar og sveita ...

null

Mikið gefur það gleði í hug og sál, að lesa um eitthvað jákvætt í fréttum, sem snertir þjóðarhag. Það er ekki laust við að hugur manns fari á flug yfir hinum ýmsu atvinnuskapandi tækifærum, sem hægt væri að skapa í okkar yndislega gjöfula landi.

Ég fór að kynna mér betur vinnslu þörungana okkar í framhaldi af fréttinni um rannsóknir Matís. Ég hafði satt að segja ekki hugmynd um hversu víðtæk vinnsla og framleiðsla er orðin úr þessu magnaða sjávarfangi, þörungunum.

Nytjar á þaranum ( tekið af wikipedia)

„Þari hefur verið notaður sem áburður, húsdýrafóður og matur. Marinkjarni er eina þarategundin sem vitað er til að höfð hafi verið til matar á Íslandi, en í Austur-Asíu er þari notaður í miklum mæli til matar. Japansþari (Laminaria japonica) er sú þarategund sem mest er neytt af, og er megnið af honum ræktaður. Aðalnotkun þara hins vegar er til framleiðslu á gúmmíefninu algín. Það er notað í margs konar iðnaði, t.d. matvæla- og lyfjaiðnaði, og í vefnaði. Algín er einnig notað til að auðvelda blöndun ólíkra vökva, svo sem vatns og olíuefna. Sem dæmi er algín notað við ísgerð, til að koma í veg fyrir að vatnið skilji sig frá mjólkurfitunni og myndi ískristalla.[5]

algae

Og í leit minni á veraldarvefnum, að þeim er vinna við þessa verðmætasköpun hérlendis fann ég nokkur fyrirtæki. (gæti verið að mér hafi yfirsést einhver)

Hér má lesa um Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, sem er orðið gamalgróið þekkt fyrirtæki, sem „sérhæfir sig í framleiðslu á gæðamjöli í ýmsan iðnað. Mjölið er framleitt að miklu fyrir fyrirtæki er áframvinna efnið enn frekar til að einangra þessi svokölluðu gúmmíefni til áfamvinnslu í allskyns iðnað, s.s. matvæla-, snyrtivöru-, lyfja-, textiliðnað ásamt margskonar öðrum  iðnaði“  

Hér er að finna fyrirtækið Íslensk hollusta (áður Hollusta úr hafinu), sem meðal annars framleiðir þarakrydd. þarasósur, hollustusnakk og baðvörur.

Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. í Bíldudal framleiðir steinefnafóður fyrir búfénað og jarðvegsbætiefni (kalkáburð) úr kalkþörungum. Vörunafnið er Hafkalk.

Runolfur_Grundarfirdi_06_06_06_a

Og nýtt fyrirtæki, Hafnot í Grindavík, sérhæfir sig í vinnslu þörunga til matargerðar.

Einnig má lesa hér um Metan eldsneyti til framtíðar, tengt þörungum.

Og eins og sjá má er flóran í þessum atvinnuvegi orðin nokkuð mikil.

Ég er þess fullviss að enn fleiri tækifæri leynast í náttúru landssins frá hafi til heiða. Sem við ættum að kynna okkur betur til að nýta og njóta.

Iceland

Við höfum mannauð, getu og vilja til sköpunar á svo mörgum sviðum hér á landinu okkar fallega, sem allt hefur að gefa okkur ef grannt er skoðað. Allt sem þarf er framkvæmd. Gerum allar okkar íslensku vörur og framleiðslu þeirra til framtíðar, eftirsóknarverða.

Til að styrkja, styðja og koma af stað framkvæmdum til uppbyggingar atvinnuvega, ættu lífeyrissjóðirnir og ríkið að setja í forgang og leggja til stóran hluta fjármagns, því eigendurnir eru jú landsmenn sjálfir, sem borgað hafa ´skatta og skyldur til þeirra í ótalin ár.

Og ekki má gleyma blessuðum bönkunum, þeir ættu einnig að leggja fram sinn skerf. Því auðvitað eru það landsmenn sjálfir, sem um ótalin ár hafa séð um fjármagnsrennsli í sjóði bankanna og borgað ótæpilega af launum sínum til bankanna í formi vaxta, vaxtavexta og verðtryggingu. Síðan er að fá fjárfesta innlenda, sem og erlenda, sem sæju tækifærin í þessari atvinnu-og verðmætasköpun

Skapar atvinnu og gjaldeyristekjur.

salmon

Ég sé fyrir mér að efla þurfi einnig til muna, fiskeldi á hinum ýmsu fiskitegundum og hafa þar fjölbreytni í tegundavali, að leiðarljósi við strendur landssins og í fjörðum.

images 

Og ef ég sný mér að landinu, þá sé ég fyrir ræktun og vinnslu á jurtum og trjám á þúsundum hekturum lands. Því hægt er að nýta kalt og heitt vatn og raforku á ýmsan máta við uppeldi plantnanna. Og undir stjórn og handleiðslu manna sem vit hafa á og þekkingu á vexti, verkun og vinnslu jurta og plantna. Þarna myndi skapast fullt af störfum. Allt frá frævinnu til pakkningar - sölu og útflutnings.

13herbs 

Við myndum gera þetta að sérstakri og mikilli gæða-lækninga-útflutningsvöru til allra heimshorna. Vegna sérstöðu okkar ómengaða, hreina og fagra lands eru okkar villtu jurtir og plöntur, þó smærri séu, en víða annarsstaðar, sennilega harðgerðari og gefa þá væntanlega af sér sterkari, ómengaðri og betri afurð.

goodmorningsunshine800

Hugmyndirnar eru óteljandi í kolli konu í kvöld.

Læt að endingu fylgja hér með nokkrar slóðir á eldri bloggskrif mín um eitt og annað, sem skotið hefur upp í huga minn um skyld efni. (heilsu-og atvinnuskapandi)

lavender

"Læknar fyrri tíma sóttu sínar lyfjablöndur til fornra uppskrifta sem ligga til náttúrunnar. Sem læknavísindi nútímans hafa hafa vaxið langt frá. En ég held að sá tími sé að renna upp að við komum til með að leita aftur í þessi vel geymdu-gleymdu sannindi... sem rekja má árþúsundir aftur í tímann. "

                      

Lúpína og Kerfill minna á sig...við endurreisn landsins...

Takk...takk...okkar elskulega forsetafrú, Dorrit...

Hefðbundið-Óhefðbundið... (heilsusetur)

Frá A-Z ... Heildrænar meðferðir ...

Ginseng norðursins ... Angelica – Hvönn ... margra meina bót...

Eru gosefnin kannski til góða ...  (nýta til listmunagerðar)

Já margt býr í tönnunum... (lærdómsetur lækna)

Sigla fley um fagurt land ...

 

Látum bæði hugvit og verkvit berast og gerast á jákvæðan hátt fyrir land og þjóð...

josira

(búin að vera andvaka, ákvað að pára nokkur orð, sem heldur urðu fleiri en ég lagði upp með )


mbl.is Þörungar gætu reynst þjóðinni milljarða virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldsneytishækkun - Eldsneytislækkun

eldsneyti

Tímarnir breytast og mennirnir með, stendur víst einhversstaðar. Það er af sem áður var, þegar mikil samstaða hins almenna borgara var t.d. gagnvart eldsneytishækkunum, sem og sýndi sig í mótmælum.

Við erum orðin eitthvað svo dofin og viljalaus þegar allskonar verðhækkanir og skattaálögur dynja yfir okkur. sbr;  

Alveg magnað að enginn skuli vera búin að tjá sig t.d. hér á blogginu um síðustu eldneytishækkun, sem Shell setti fram í gær. 

Nema hvað 64 manns eru búnir að merkja við að þeim líki þessi frétt ! á facebook ! Held það vanti takka, þar sem hægt sé að merkja við líkar ekki

Shell hækkaði í dag verð á eldsneyti. Bensínið hækkaði um 3 krónur lítrinn og dísilolían og vélaolía um 4 krónur lítrinn. Nú kostar lítri af 98 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu 247,80, V-Power bensíni 235,90 kr. og af dísilolíu í sjálfsafgreiðslu 239,50 kr.

Ég er ekki að grínast !  Bensínlíterinn er að nálgast 250 kr. pr.líter !!!

Heimsmarkaðsverð lækkar (4okt) Verðlækkun á eldsneyti hjá Orkunni og Atlantsolíu „ 

G1QBK5IQ

Ríkisstjórnin ásamt Jóhönnu Sigurðardóttir sjálfri, ætti kannski að skoða vel orð Jóhönnu, sem hún setti fram, reynar árið 2005 gagnvart eldsneytisverði !

„Lækkum eldsneytisverð hafa jákvæð áhrif á kjarasamninga og verðbógluþróun“

Rammasamningur_Eldsneyti2011

Og held ég að margir séu sammála um að;

Alloft virðist vera að eldsneytið hækkar á Íslandi á meðan heimsmarkaðsverð lækkar (eldri frétt)

Gott og athyglisvert væri t.d. að fá samanburð um hver álagningin sé á eldsneyti hér á landi í dag, miðað við hin norðurlöndin.?

Og þá í hverju landi fyrir sig í þeirra krónum, en ekki umreikna í ísl.kr.

(kemur ekki bensínverð inn í allan útreikningarpakkann sbr. kjaramál, kaupmátt, vísitolu og fl. hjá okkur)

Hér má lesa um viðmiðun frá Svíþjóð, (reyndar ársgamla)

og þessa ágætisgrein hjá Haraldi Haraldssyni bloggara

josira

 


mbl.is Eldsneyti hækkar hjá Shell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manngerðir jarðskjálftar hérlendis og erlendis ! ...

Ég fór að kanna á Google hvort einhverjar umræður væru í gangi um hvort boranir í jörðina gætu komið af stað jarðhræringum og eru hugleiðingar um þau málefni greinilega mikið í gangi og það til margra ára. Hér neðar á síðunni má lesa um og sjá nokkrar slóðir ... 

Ég held að mjög gaumgæfilega þurfi nú t.d. að skoða allar þær framkvæmdir sem standa yfir í Hellisheiðarvirkjun frá öllum hliðum þar, sem vitað er um og viðurkennt að jarðskjálftar eru þar tíðum af mannavöldum og fara hægt og sígandi stækkandi og vekur það virkilega orðið óhug margra.

Vitum við hvað getur farið í gang þarna niður í iðrum jarðar við þessi mannanna verk í okkar  virka landi ! Einnig þarf að skoða hinar jarðvarmavirkjanirnar á landinu.

jardhitavirkjanir jarðvarmavirkjanir á Íslandi

brotabelti_island jarðflekaskilin á Íslandi

Manngerðir jarðskjálftar: "Það er alls ekki í lagi“  (visir.is)

Geta ekki hætt að dæla niður vatni ; (ruv.is)

Boranir eftir jarðefnum og ýmsar afleiðingar ...

http://www.youtube.com/watch?v=uzdLhAsuBQ

http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=geothermal-drilling-earthquakes

http://www.nytimes.com/2011/10/11/science/11qna.html?_r=3&ref=science

jarðskjálftar af mannavöldum ? Haiti

http://open.salon.com/blog/ezili_danto/2010/01/22/did_mining_and_oil_drilling_trigger_the_haiti_earthquake

jarðskjálftar af mannavöldum ? Blackpool

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1393033/Man-earthquake-strikes-Blackpool--consequences-severe-UKs-gas-drilling-industry.html

josira

(p.s. eitthvað er nú skrítið bloggið núna, get ekki tengt linkana-slóðirnar þar sem ég vil hafa þá og stafagerðin hér er mjög sjálfstæð, breytir um gerð meðan ég er að pikka orðin inn ! ) nenni ekki að eltast við lengur að reyna að laga. 


Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband