Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Velferðarþjóðfélagið hið íslenska … ef svo má segja

 

 

Ég er satt að segja alveg við það að hætta að skilja hvernig þetta blessaða þjóðfélag er rekið og skilgreint, sem velferðarþjóðfélag. Velferðin er allavega engan vegin að skila sér að stórum hluta þjóðarinnar.

Og því miður eru æ fleiri, sem bætast í hóp þeirra, sem lifa við fátækaramörk, (fátækragildru) eins og t.d. þeir, sem standa í þeim sporum, að eiga í langvinnu atvinnuleysi, vegna veikinda, vera láglaunafólk eða eru í hópi einstæðra foreldra, öryrkja eða ellilífeyrisþega.

Hvenær kemur að því, að raunhæf og réttlát gildi til útreikninga lífsafkomu og launakjara einstaklinga, sem og fjölskyldufólks komi fram og að samstilling sé á borði, en ekki einungis í orði í þeim málum.

Er ég þá sérstaklega að tala um kjör láglaunafólksins í landinu, sem svo illa hefur gengið að bæta og lagfæra í áraraðir. Og lágmarkstekju - viðmiðin hafa ætíð verið ótrúlga lág. Síðan koma allvíða, þar að auki allskonar tekjutengdir útreikningar, sem skerða.

Og nefna vil ég, hversu mikil brenglun er, að mér finnst í gangi, varðandi ýmsa launaútreikninga hjá hálaunuðum. Er það raunsætt t.d. að innheimta 35.000 kr. fyrir tímavinnu sína, eins og talað er um að skilanefndarmenn geri hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis ? Gaman væri að vita hver uppskriftin er af svona góðri launatertu.

 

money_cake.jpg

 

Svo ég víki nú aftur að þeim er minna hafa, þá held ég að lágmarkslaunin á atvinnumarkaðnum í dag, séu svona almennt einhversstaðar á bilinu 150.000 – 200.000. (fyrir utan skatt)

 

easily-debt-pay-off-bills-200X200  too_bad_so_sad_tshirt-p235325576082829783q08p_400

 

Hugleiðingar mínar nú, urðu hér til vegna lesturs greinar frá Velferðarráðherra Guðbjarti Hannessyni;

Fjögurra manna fjölskylda þarf 900 þúsund til að ná neysluviðmið.

" Séu báðir foreldrar fjögurra manna fjölskyldu útivinnandi þurfa báðir aðilar að afla sér 450 þúsund króna mánaðartekna að lágmarki til að standast neysluviðmið velferðarráðuneytisins upp á 617 þúsund krónur. Sé aðeins annar aðilinn í vinnu þarf sá að hafa 910 þúsund í mánaðarlaun."

"Séu neysluviðmiðin borin saman við skýrslu Hagstofu Íslands frá desember síðastliðnum kemur einmitt í ljós að hjá þeim er lægstar tekjur hafa nema útgjöldin 114,6 prósent af tekjum. Sömuleiðis duga tekjur næstlægsta hópsins ekki heldur fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Það þýðir að helmingur íslenskra heimila á ekki fyrir útgjöldum og nær aðeins að halda heimilinu við með skuldsetningu eða með því að ganga á sparnað sé hann fyrir hendi"

Og læt ég fylgja með hér, úrdrátt og viðmið á útreikningum á

atvinnuleysisbótum hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar

 Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:

 

• Atvinnuleysisbætur eru 149.523 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.

• Atvinnuleysisbætur eru 112.142 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.

• Atvinnuleysisbætur eru 74.762 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.

• Atvinnuleysisbætur eru 37.381 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).

Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 5.981 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).

"Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.

Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.

Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum."

og frá; Tryggingastofnun ; útreikningur lífeyris og tengdra bóta - janúar 2011

"Athugið að flestir bótaflokkarnir eru tekjutengdir og tekjur skerða bætur. Tekjur teljast allar greiðslur sem skattur er tekinn af, sem dæmi; eigin launatekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjámagnstekjur (eigin og að hluta maka), ýmsir styrkir og fleira."

Og eins og sjá má er risagjá, sem ber þarna á milli meðallaunanna og þar undir, sem flestir lifa á og neysluviðmið Velferðarráðuneytissins, sem er í takt við raunveruleikann. Og ekki skrítið, að hver fjöldskyldan af annari eigi við alvarlegan fjárhag að stríð, sem oft leiðir til vonleysis og depurðar, missi eigna og að jafnvel upplausn heimila og fjölskyldna fylgir í kjölfarið. Og til sannsvegar má segja, að lottóvinningurinn í dag er að halda vinnu.

Læt fylgja hér með eldri bloggfærslu, því enn og aftur vil ég benda á að íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada sér til fyrirmyndar, hana Hazel McCallion, en hennar motto hefur alltaf verið;

að halda fólki í vinnu og sköttum lágum.

 

 

 

... Er ekki komin tími til að úrýma fátækaramörkum og stjórna af skynsemi...

Því það er ógnarstór vandamála-og vanlíðunarbolti sem hleðst oft undarlega hratt upp, á svo víðtækan máta, sem tengist hinu daglega lífi og afkomu þess fólks, sem lifir snautt við fátækramörkin (fátækragildru) Nú þyrfti STRAX að fara í breytingar á þessu úrelta launa - útreikningakerfi hérlendis. Byrja á því að ;

Koma atvinnuhjólunum af stað, hækka grunnlaun lágtekjuhópa, hækka skattleysismörkin og afnema tekjutengingar.

Reynum að fara að byggja hér upp gott velferðarþjóðfélag, á þessari dásemdar draumaeyju, sem við búum hér á og hefur í raun okkur allt að gefa til að lifa hér í sátt og samlyndi, góðu lífi.

 

 

island

 

 

josira 

 


Nýarskveðja ...

 

nyarskvedja2011

 

Kæru vinir og ættingjar, nær og fjær. Með hækkandi sól og birtu í hjarta, þakka ég ykkur öllum fyrir liðnar stundir, stórar og smáar.

Og sendi ég ykkur hugheilar óskir mínar um að nýja árið verði öllum farsælt, heillaríkt og heilsugott.

Megi allir góðir draumar ykkar til framtíðarinnar rætast.

 

Josira

 


Erindi um Aromatherapy olíur - Ilmkjarnaolíur ...

 

13herbs

Virkni ilmkjarnaolía

Aroma þýðir ilmur eða sæt lykt.  Ilmur plöntunnar er í olíu hennar.  Allt lifandi hefur lífskraft, afl eða sál, sem ekki er hægt að halda á eða sjá. Það er þessi lífskraftur sem er til staðar þó svo líkami mannsins sé sjúkur og hann gefur okkur styrk til að leitast við að ná heilsu aftur.  Lífskraft plantanna er ekki heldur hægt að sjá eða snerta en hann er fyrst og fremst í  kjarnaolíum hennar.  Kjarnaolían er talin hjarta plöntunnar. 

"Það er þessi kraftur sem við flytjum til líkamans með kjarnaolíumeðferðinni.  Hver olía hefur mismunandi lækningaáhrif á ákveðinn hluta líkamans og orkurásir."

( tekið af síðu Lífsskólans )

Í dag eru ilmolíurnar víða notaðar sem lyf með hefðbundnum lyflækningum af læknastéttum og eru þýskir læknar þar fremstir í flokki. Síðustu ár hefur verið lögð rík áhersla á vísindarannsóknir á virkni ilmolía á sjúkdóma. 

Olíur og sjúkdómar;

Uppskriftir nokkurra olía:

Og fyrir þá, sem vilja fræðast betur um olíurnar og virkni þeirra er kjörið að koma í Menningamiðstöðina Gerðuberg, Gerðubergi 3-5, Efra-Breiðholti á Laugardaginn 4 des.

auglýsing kassi m olíum

Laugardaginn 4. des. kl. 13 - 16 í GERÐUBERGI (stóra sal)

heldur Selma Júlíusdóttir ilmolíufræðingur ATFÍ og skólastjóri Lífsskólans ehf. erindi um Aromatherapy olíur og vörur framleiddar úr þeim.

Einnig verður kynning og sala á hágæðavörum unnum úr íslenskum jurtum og Aromatherapy olíum.

Um er að ræða náttúrulegar hársápur, húðsmyrsl og hágæðailmolíur.

Sérstök barnalína : Bað/hárlína fyrir ungabörn og frábært græðandi krem ásamt bossakremi.

Hársápa sem vinnur á lús.

Fullorðinslína : Hársápa fyrir allar gerðir af hári.

Vorur Selma

Ég sjálf hef heillast af ilmkjarnaolíunum og krafti þeirra á síðustu árum og er að verða æ sannfærðari um að, þær eigi eftir að skipa verðugan sess hér á landi til heilunar og lækninga í komandi framtíð.

Ginseng norðursins ... Angelica – Hvönn ... margra meina bót...  ein af eldri blogggreinum mínum, þar sem koma fram ýmsar hugmyndir mínar um nýtingu þess þjóðarauðs, sem ég tel að við eigum í mörgum af okkar íslensku plöntum.

Sjáumst hress og kát

josira

Fróðlegt er að fræðast um tengsl olíanna við líffærafræðina og áhrif þeirra á varnarkerfi líkamans Og um kraft íslenskra plantna.

 


Hinar ýmsu raddir fólkssins í bloggheimum ...

Langaði að deila með ykkur röddum í bloggheimum, sem til mín bárust er ég vafraði um heima þá. Þar liggur ýmislegt á hjörtum manna og tjáning margvísleg, sem og tengjast hinum ýmsu sviðum og hliðum samfélagssins  ... Raddir fólkssins í landinu, sem ráðamenn þjóðarinnar ættu að hlusta betur eftir ...

p_geese_inside 

Samráð og ekkert annað (allir sem einn) – um olíufélögin  - Reynir Lord

Hjálp til sjálfshjálpar - félagsmálastjóri kveður sér hljóðs- Sigurbjörn Sveinsson

Það getur ekki verið hagkvæmt að reka allan þennan fjölda af lífeyrirsjóðum hér á landi -Sigurður Grétar Guðmundsson  

Þörf á opinberri rannsókn  - sala á opinberum  fyrirtækjum -Guðjón Sigþór Jensson

  

Vilja sem fyrr ekki Icesave fyrir dómstóla - Hjörtur J. Guðmundsson

  

Kannast ekki við Icesave-samkomulag/svona er þetta allt uppá borði ???? - Haraldur Haraldsson

Alveg dæmalaus vinnubrögð !   - skuldavandi þjóðarinnar - Vilborg G Hansen

  

Pappírshagnaður og gjöf Seðlabankans til Magma Energy - Lúðvík Júlíusson

  

Rannsaka galla þess að afnema verðtryggingu er þess þörf? - Tryggvi Þórarinsson

Og borga svo ... - að bankarnir hafi fengið 420 milljarða afslátt af lánum heimilanna - Eyjólfur Sturlaugsson

 

1600 milljarða afföll /svo geta þeir ekki leiðrétt skuldir íbúðarlána !!!!! - Haraldur Haraldsson

  

Ekki farin almenn leið, það á eftir að verða okkur dýrt.  - Leiðrétting skulda - Tryggvi Þórarinsson

  

Vinsamleg tilmæli til allra launþega og vinnuveitanda  -  vegna komandi jóla - Kjartan Pálmarsson

  

Reiði veldur sjúkdómum sé hún ekki losuð út - Sigurður Jón Einarsson

  

Ég á mér draum  - virkt frelsi, alvöru jafnrétti og kærleiksríkan heim. - Valdimar H Jóhannesson

 

Hvað táknar að vera sannkristinn  - Mannkynið er á sameiginlegri vegferð til aukins þroska - Sigurður Alfreð Herlufsen

Einstaklingsfrelsi? Já takk!  -  Frjálslyndir Demókratar - Sævar Már Gústavsson FD

Ályktun Öryrkjabandalags Íslands 23. október 2010  - Ekkert um okkur án okkar! - Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.

                                                                          

Oftast  elska ég tímann mest þegar hann er liðinn - Steinunn Helga Sigurðardóttir

Það er verið að tala um 5000 - 6000 þúsund manns í biðröðum fyrir jólin! - Guðmundur Óli Scheving

HVAR ERU GLEÐIFRÉTTIRNAR ???  - Sólveig Austfjörð 

Hneyksli  -  Lágmarkslaunin      - Pétur H

Niðurskurður og sparnaður er afstætt, og oft eru menn á villigötum ! – Anna Ola

Fréttir vikunnar: Skemmtilegar,jákvæðar og kynæsandi. –  Erling Ólafsson

null

p.s. var að taka eftir því að flestir, sem hér eru að tjá sig eru karlkyns, bæti úr því síðar með röddum knárra kvenna ...

josira


Tími til kominn - þjóðstjórn núna ...

null
 

Tími til kominn að einhverjar umbreytingar eigi sér stað hér í þessu blessaða þjóðfélagi. Þar sem kyrrstaða ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og afkomu fjölskyldna og fyrirtækja hefur ríkt allt of lengi og í raun löngu komið út fyrir öll velsæmismörk hve lágt ríkisstjórnin hefur beygt almúgann.

Það er ekki annað að sjá, en að útreikningar hinna ýmsu talna í hagkerfinu “ góða” stjórni í raun enn og stýri ákvarðantökum ráðamanna á þingi og má þá nefna hér t.d. fjármálafyrirtækin, sem dafna á kostnað lántakandanna, sem er verið að mergsjúga. 

Hættum að týnast í orðaskrúði ólgandi hafi, talna og orða, sem öllu virðast stjórna.

too_bad_so_sad_tshirt-p235325576082829783q08p_400

nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda  ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...og mætti áfram telja...

 moneypensiondrawou2 shake-down-money

Þetta eru allt mannanna verk, við hljótum að geta leitað ráða hjá þjóðum sem öðruvísa vinna að uppbyggingu og jafnvægi og breytt áherslum til bjargræðis. Því ekki virðist ráðamönnum hérlendis geta ráðið við loforð sín um afkomu fjölskyldnanna í landinu. Umburðarlyndi þjóðarinnar, sem beðið hefur álengdar eftir úrlausnum mála sinna á hinum ýmsu sviðum hefur í raun verið með ólíkindum.

Tími finnst mér vera kominn til, að forseti vor taki nú af skarið strax og komi á  þjóðstjórn, þó með breyttum formerkjum þannig, að ekki einhver skilgreindur meirihluti hafi valdið. 

Heldur verði skipað og valið af kostgæfni, burtséð frá hvaða flokkum hverjir tilheyra. Í hvert sæti yrði valið af yfirvegun og útsjónarsemi um hverjir væru hæfastir í hvert verkefni fyrir sig. Og unnið yrði dag og nótt, þess vegna á vöktum ef þyrfti. Engan tíma má orðið missa. Einn sem allir og allir sem einn, til bjargræðis þjóöar og lands. 

Og þess vegna mætti kalla til fólk úr röðum hinna ýmsu starfstétta og jafnvel erlendis frá ( tengsla- og venslalausa) Eitthvað verður að fara að gerast !!!

Þannig er nú mín sýn á málið. 

Reyndar er nú komin hópur frambjóðenda, áhugasamra manna og kvenna, sem fylkja vilja liði til stjórnlagaþings. Og er það vel.  

Einnig verður spennandi að fylgjast með framgangi mála á þingi Norðurlandaráðs, sem hefst í dag. Kannski verður einhverja úrlausn þar að finna.

p.s. Og enn og aftur langar mig að segja frá hinni stjórnslyngu 89 ára Hazel McCallion, sem heldur um stjórnvölinn í Mississauga, sjöttu stærstu borg Kanada, en þar hefur hún verðið borgarstjóri í 31 ár.

Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada til fyrirmyndar ...

Hennar mottó hefur alltaf verið að halda fólki í vinnu og sköttunum lágum.

Það er eitthvað annað, en stefnan hérlendis !

josira   
mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð rödd - magnaður texti - Hver á hvað og hvað er hvurs ? - Maggi þeysari

 

 

Segir allt sem segja þarf ... um þjóðarástandið ... Meiriháttar að hlusta á þennan mann, sem kallaður er Maggi þeysari - Magnús Guðmundsson. sem eitt sinn var söngvari hljómsveitarinnar Þeyr og hefur enn skarpar skoðanir á stjórnmálum. 

 

josira


Afdrif gömlu þjóðarskútunnar ...

shipofdreams

" Þó löskuð sé hún blessuð þjóðarskútan er í höfn kemur, munum við samhent lagfæra hana á ný og endurbygging hennar mun hefjast með breyttu hugarfari, áherslum og nýjungum. Brydda hana síðan andlegum auðæfum okkar, sem finnast munu í gömlum földum kistlum, lengst ofan í lestum hennar, sem opnast hafa í öllu öldurótinu."

Þegar að verður gáð verða þessi andlegu verðmæti það leiðarljós, sem lýsa mun hverjum og einum og þeim er það sjá og finna eða eftir leita, frá myrkri og vonleysi gamla farvegarins og inná nýjar brautir, sem gefa von í hjarta.

Því þegar þjóðin mun uppgvöta sinn innri styrk, hinn andlega auð, mun hún sameinast, sem einn maður með nýjum formerkjum, breyttum áherslum til lífviðhorfa, lífshátta og sterkari, en nokkru sinni fyrr. Og verður sú fyrirmynd, sem önnur ríki munu leita til og hafa að leiðarljósi.

Til

friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika og framfara til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum ... Þannig sjónum sé ég nýja Ísland fyrir mér.

( ofnan sögð orð eru að finna í einni af eldri færslum mínum )

http://www.josira.blog.is/blog/josira/entry/1044459/

dnaearthwoman
 

P.S.

var að velta vöngum yfir þjóðarástandinu svona almennt þessa dagana og hvaða breytingar megi merkja á liðnum mánuðum á hinum ýmsu sviðum þess. Mér finnst einfaldlega að góðir hlutir og breytingar gerast heldur hægt, þó sjá megi fólk nú bjartsýnni í sumarblíðunni, þá er ég farin að finna fyrir örlitlum kvíða, þegar húma mun að kveldi og haustnætur heilsa.

Því enn og aftur hugsa ég til þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, hafa brotnað undan oki fjármála, eiga við atvinnuleysi að stríða, ásamt öldruðum og öryrkjum. Þar sem fjárhagsstaðan er einna verst. Og finnst mér, að stjórnvöld hafi ekki staðið sig nógu vel og sómasamlega að úrlausnum þar.

Segja má, að stóri Lottóvinningurinn sé hjá þeim, er halda vinnu og ná að halda sér á floti í hafi talnanna og útreikningum þeirra, sem öllu stjórna, stýra og eru upphugsuð örfárra mannanna verk. Lífsafkoman er enn afleit hjá allt of mörgum á Íslandi í dag.

Ætlaði að skrifa um eitthvað skemmtilegt og jákvætt eftir þetta bloggfrí mitt, en varð að hleypa þessum hugsunum og orðum frá mér að sinni ...

Sendi mínar bestu sumarkveðjur með von og ósk i hjarta um að ástandið almennt batnandi fari.  

josira

( enn og aftur ekki tekst mér að ráða hér línubilum ! þannig að hér er allt í belg og biðu ;-(  


Krafturinn undir kraumar og mallar ...

 

eldingar_eyjafjoll

Sjónarsviðið sjóðheitt brennur

bylgjast áfram, hraunið rennur.

Reykjabólstar til himins berast,

brak og brestir, mikið að gerast.

Heilu og hálfu dagana hylur náttúran á Eyjafjallajökli, sig með gufuhulu og vill ekki láta fylgjast með sér opinberlega. En suma daga fáum við að sjá lítillega til hennar. Trúlega þurfum við enn um sinn að bíða eftir að, afkvæmið sjáanlegt verði og að fullu fætt. (Hið nýja land hennar-okkar) 

Ég held að móðir náttúra sé í þessum fæðingarátökum (hríðum) sínum, á jöklinum, að hjálpa til um losun neikvæðrar orku, sem ríkt hefur í þjóðfélagi okkar um jafnvel miklu lengri tíma, en við gerum okkur enn grein fyrir. Sem og nær bæði yfir haf og heiðar.

Í myndlíkingu mætti segja að;

Á meðan þessari úrvinnslu og umbreytingum stendur í þjóðfélaginu, heldur hún áfram hjálp sinni, með því að bylgast um og hreyfast í takt við að koma ósómanum, sem þrýstist orðið upp á yfirborðið (reykjabólstrar hennar, sem og berast erlendis) nánast á hverjum degi, hjá mönnum, stofnunum og fyrirtækjum í hinum hlykkjótta dansi hinna spilltu talna (tölur peninga á blöðum), sem stjórnað hafa og stýrt þjóðfélaginu á svo margan máta. 

Við viljum fá að sjá nýtt Ísland, byggt á góðum mannlegum grunni, þar sem réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja.

 

Þannig að enn um stund þarf orka jarðar að halda áfram með losun sína. Því hún er að létta um hjá sér og með okkur. Athugum að neikvæð orka (hugsun) mannanna sýjast einnig til náttúrunnar og geymist þar. Og ekki annað hægt að segja en, að hún gefi sig af miklum eldmóði og með valkyrjuhætti í þetta veigamikla verkefni, með þeim þrumum, drunum og öðrum hljóðum, sem frá henni berast.

Léttasótt hennar var af öðrum toga í hinu fallega Fimmvörðuhálsa - eldgosi heldur en í elds um-brotum og breytingum, sem nú eru í gangi. Hér má sjá nokkur ljóðaspor mín úr fyrri bloggum;

Nýlegar myndir og lítið ljóð ... á fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökull sjálfur; Sem melta mun forynjur og fépúka ... 

En að öðru, sem tengist þó; Hvað með hugsanlegar (ósýnilegar) eiturgufur, sem gætu komið frá eldstöðvunum? Og borist frá þeim. Hefur t.d. andrúmsloftið verið mælt í 50-100 km. radíus frá jöklinum? 

Ég get ekki neitað því að ég hef orðið áhyggjur af mönnum og skepnum þarna fyrir austan. Í dag (gær) sá ég úr Kópavoginum gulleita slæðu ligga um Bláfjöll, undir skýjabakka til suðurs. Nema að hafi einungis verið aska, svona gullituð.

Við verðum að vona það besta og að allri þessari ólgu fari að linna og að öll mál fari að komast upp á yfirborðið, svo hægt sé að koma öllum hjólum atvinnulífs af stað, sem er grunnur og uppistaða þjóðfélagssins í heild sinni og áfram skulum að biðja máttarvöld og verndarvætti um vernd og blessun, landi og þjóð til handa.

josira

( ps. ArrGG...eina ferðina enn hvarf allt, sem ég var áður búin að skrifa hér og ég lagði upp með...Gleymdi mér í skrifgleði minni að vista og þegar síðasta setningin var að fæðast ...Púuff allt fór. Annað hvort var að sleppa færslunni alveg eða draga fram þolgæðið og byrja að nýju, sem og ég gerði ... er orðin andvaka hvort eð var, vaknaði aftur. (Búin að sofa sem blíðasta barn undanfarnar nætur) 

 

En áfram heldur vitleysan. Nú á í miklu basli og veseni með stafa- og línubil nú, get ekki lagað sem skyldi, hætt að sinni...er einhver sem lendir í þessu þarna úti ?

 

 


mbl.is Gosmökkur í 31 þúsund feta hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er gott sem endar vel ... Kúm bjargað úr haughúsi

 

Hjálpar-og björgunarsveitirnar okkar hugum djörfu, eru ætíð tilbúnir hvar og hvenær sem er um land allt, sé hjálpar þörf. Og skiptir þá ekki máli hvort sé um menn eða skepnur um að ráða.

Ég get svo sannarlega sett mig í spor blessaðra kúnna, sem sátu fastar þarna, því einu sinni  hlunkaðist ég niður um flórhlera niður í haughús í fjósi og það var afar óþægileg lífsreynsla, svo ekki sé meira sagt. En ég komst nú af sjálfsdáðum út um fjóshaugargatið eftir mikið puð og andþrengsli. Og var lánsöm líkt og kýrnar, að nýbúið var að moka að hluta til úr haughúsinu og fagnaði ég frelsinu er komst ég út.

cow-dolphin

Björgunarsveitarmenn frá Blönduósi og Hvammstanga voru kallaðir til í gær þegar þrjár kýr á bænum Litlu-Ásgeirsá í Víðidal lentu ofan í haughúsi. Hausinn á kúnum stóð einn upp úr haugnum að sögn Sigtryggs Sigurvaldasonar bónda. Björgunarmenn urðu haugskítugir við björgunina - í orðsins fyllstu merkingu.

„Það var bara rétt hausinn uppúr,“ sagði Sigurgeir um aðkomuna að kúnum. „Þær gátu lítið hreyft sig í þessu.“ Hann sagði að draga hafi þurft kýrnar á spili eftir endilöngu haughúsinu, um 15 metra vegalengd, að gati á húsinu.

 

josira

 

 


mbl.is Kúm bjargað úr haughúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri byggð um land allt - Landsbyggðin lifi ...

island 

Má til með að benda á þessa áhugaverðu vefsíðu um störf og hugsjónir manna landshornanna á milli.

 " Meginmarkmið og framtíðarsýn Landsbyggðin lifi er að stuðla að myndun samstöðuhópa, þ.e. framfara-, velferðar- eða þróunarfélaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins, og jafnframt að miðla og dreifa upplýsingum og mynda góð tengsl þeirra á milli þeim til uppörvunar og leiðbeiningar og góðum málum til framdráttar.

Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega "

josira

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband