Færsluflokkur: Ferðalög
en hann uppgötvaði þessa áhugaverðu hleðsluveggi, sem víða liggja um landið, sem og er verið að rannsaka af fornleifafræðingum.
Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort saga þessa fornu veggja verður einhvern tíma upplýst. Ég hafði aldrei heyrt um þessa merkilegu veggi fyrr en nú og er ég viss um að það á einnig við marga.
Fornleifafræðingar rannsaka nú fornar íslenskar garðhleðslur en þær voru mörg hundruð kílómetrar að lengd, að meðaltali 150 sentimetra háar og allt að fimm metra breiðar. Kínamúrar Íslands hafa þær verið kallaðar en fæstir átta sig á þeim.
Þegar flogið er yfir Ísland má sjá skemmtileg mynstur á nokkrum stöðum. Mynstur sem forfeðurnir bera ábyrgð á og minna oft á völundarhús. Hvað eru þessi mynstur í raun og veru og hver var tilgangur þeirra?
Það var í raun Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður sem vakti fyrstur athygli á rannsókn þessara garða í Stikluþætti en hann tók viðtal við einn rannsakanda, auk þess sem hann tók myndir af görðunum úr lofti. Ómar gaf görðunum nafnið Kínamúrar slands og hafa rannsakendur gjarnan notað það nafn.
T.d eru garðhleðslurnar í S-Þingeyjasýslu eru samtals um 400 kílómetra langar." (fengið af síðu Pressunar) http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/kinamurar-islands-rannsaka-morg-hundrud-kilometra-langa-allt-ad-150-sm-haa-og-5-metra-breida-garda?Pressandate=200904251%2525252527%2525252bor%2525252b1%252525253d%2525252540%2525252540version%252525252fleggjumst-oll-a-eitt
Óhætt er að segja að mörg eru þau leyndarmálin, sem leynast í náttúru þessa dásamlega lands, sem við búum í. Og vafalaust verður Ómars Ragnarssonar, sérstakalega minnst síðar meir í sögunni, fyrir framtak hans og einstaka sýn, sem hannn veitir okkur hlutdeild í úr gluggum Frúarinnar, ásamt merku mannfólki og sögu staða á jörðu niðri og vakningu hans um að standa vörð um verndun náttúru landssins í gegn um áratugina.
Skemmtilega hlaðinn veggur, eftir handlagna konu, sem ég veit ekki nein deili á eða hvar veggurinn er staðsettur, en setti þessa mynd inn til gamans (fann á netinu) Gaman væri ef einhver gæti komið með nánari upplýsingar um þennan vegg og listakonuna, sem byggði hann.
josira
p.s. enn gengur ekki að setja slóðir inn hér...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012
Það snjóar ... og snjóar
Mikil og langvarandi fannkoma hefur hjúpað landið hvítum vetrarfeldi undanfarnar vikur og ekki er enn vitað fyrir víst, hversu lengi það mun vara.
Hér er að sjá uppl. um veður og færð um landið ;
Sjálfvirkar veðurstöðvar Vegagerðarinnar
Ýtrustu aðgát þarf að sýna víða nú um landið vegna aðstæðna.
Biðjum máttarvöld og landsins verndarvætti um vernd fyrir byggðir þær og íbúa, sem eru á hættusvæðum snjóflóða, sem og annars staðar.
Óvissustig vegna snjóflóða - Norðanverðir Vestfirðir, Norðurland.
Hættustig vegna snjóflóða - Ísafjörður.
Viðvörun - Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á NV-verðu landinu. Gildir til 26.01.2012 18:00 Meira
Búum okkur vel og förum eins gætilega og unnt er á ferðum okkar á þessum erfiðu vetrarfærðar dögum.
Nokkrar glugga myndir mínar er hér að sjá, en þær tók ég nú um hádegisbil í Kópavoginum.
Öll él styttir upp um síðir.
josira
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnað að horfa á þessi myndbönd. Sem sýna og segja frá fornum leyndardómsfullum borgum, sem fundist hafa, ofanjarðar, neðanjarðar og í sjó.
Og vekur upp spurningar um, að mannkynssagan sé í raun ekki alveg eins og hún er sögð (talin) vera.
Gobekli Tepe, eru um það bil 12.000 ára gamlar óútskýranlegar byggingar, sem grafnar voru upp í Tyrklandi.
Derinkuyu, er ótrúleg neðanjarðarborg í Tyrklandi þar sem talið er að um 20.000 þús manna hafa búið.
Yonaguni er talin vera um 8000 - til 10.000 þúsund ára gömul neðansjávarborg, sem fannst við Japansstrendur og er byggð úr gríðarlega stórum steinblokkum, sem minna á pýramita
Og hér er fræðandi síða um 10 leyndardómsfyllstu staði jarðarinnar, sem fundist hafa og vitað er um.
Já það er margt óvænt, áhugavert, sumt óútskýranlegt og eða hulið leyndardómum, sem hægt er að rekast á, þegar er verið vafra um í hinum stóru netheimum.
Og ætíð er gaman að fá að fræðast bæði um gamla og nýja hluti.
josira
(ps. er að lenda í því, að bloggsíðueiningarnar mínar virðast vera stundum með sjálfsstæðan vilja, t.d. er hægri einingin að hverfa úr sínum stað í tíma og ótíma og yfir hinum megin. Kannast einhver við svona síðueiningaflakk ? )
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
vitað er um hvernig líkaminn svona almennt bregst t.d. við hræðslu, ótta eða kvíða.
Var að reyna að blogga við þessa frétt í gær, en ekki gekk að tengjast við hana þá.
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/1192427/
josira
Flugfarþegar fengu áfallahjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2011
Óttaviðbrögð líkamans ...
eru ótrúlega marvísleg og mikið ferli, sem fer í gang í líkamanum t.d. þegar fólk upplifir ótta, hræðslu eða kvíða, sem geta komið fram við alls konar aðstæður og kringumstæður, ásamt því að vera af ólíkum toga og uppruna.
Og ekki skal gera lítið úr því. Það verða raunverulegar breytingar á líkamsstarfseminni, sem vert er að vita aðeins um.
Fengið af Vísindavefnum ;Þegar fólk verður óttaslegið fara ákveðin líffræðileg ferli af stað í líkamanum sem oft eru kölluð "flótta- eða árásarviðbragð" eða "fight or flight response". Líkaminn seytir þá hormónunum adrenalín, noradrenalín og kortisól sem koma líkamanum í viðbragðsstöðu og búa hann undir átök.
Þessi hormón hafa áhrif á efnaskipti líkamans með því að losa næringarefni úr vöðvum og hækka þannig blóðsykurinn. Þau örva einnig hjartsláttinn og víkka æðar sem liggja til vöðva, hjarta, lungna og heila. Á sama tíma valda þau samdrætti í æðum til innyfla og húðar til að draga úr blóðflæði til þeirra. Þetta hækkar blóðþrýstinginn og eykur blóðflæði til líkamshluta sem eru mikilvægir fyrir átaksviðbrögðin. Öndun verður jafnframt hraðari, loftvegurinn víkkar og það dregur úr starfsemi ónæmiskerfisins.
Noradrenalín hefur einnig áhrif á heilasvæði sem stýra hvatvísi og einbeitingu. Nánar má lesa um adrenalín og áhrif þess í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum? og um kortisól í svari hennar við spurningunni Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?
Það er því ljóst að hræðsluviðbrögð valda talsverðu álagi á líkamann. Þetta getur verið mjög hættulegt fyrir fólk sem þjáist af háþrýstingi eða hjartasjúkdómum. Verði slíkir einstaklingar mjög hræddir getur álagið á hjarta- og æðakerfið valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli.
Þegar fólk veit þetta,
þá er t.d. vel skiljanlegt hversvegna var óskað eftir áfallahjálp fyrir flugfarþegana, sem voru að koma frá Kaupmanahöfn, sem og lentu í þessum erfiðum veðuraðstæðum í gær þar, sem allt skalf og hristist í vindkviðunum svo ekki var einu sinni hægt að lenda og varð að auki fljúga til Akureyrar eftir meira eldsneyti.
josira
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
verslunarmannahelgin, fari sem best fram allstaðar.
Dagskrá víða um land um verslunarmannahelgina 2014
... að hún verði slysalaus og að fólk hagi akstri eftir aðstæðum og sýni þar bæði kurteisi og tillitsemi, sem og hvort við annað allstaðar.
... að fólk fari vel um náttúru landssins.
... að fólk gangi frá rusli sínu hvort, sem í óbyggðum það sé eða á tjaldsvæðum og útihátíðunum.
... að náttúran sjálf verði róleg um helgina.
Hér má sjá vefmyndavélar um land allt til að ath. með færð og veður:
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
Eigum góða helgi, öllsömul
josira
Ferðalög | Breytt 1.8.2014 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2011
Sigla fley um fagurt land ...
" Við skulum fylgjast með í rólegheitum hvað gerist með hækkandi sól og vita hvort ferðamannastraumurinn muni ekki liggja hingað sem endranær. Spurning hvort við þurfum ekki að koma sem flestum skemmtiferðaskipum hingað og helst stefna að því að eignast sjálf 1-2 eða taka á leigu með einhverjum fjárfestum. Þeir ku finnast bæði hér á landi og erlendis. "
Tekið úr bloggfærslu minni fyrir rúmu ári, 27/4 2010, er mikillar bölsýni gætti í umræðum um ferðamanntraum til landssins eftir eldgosið í Eyjafjallajökli og sumir titruðu eftir ummæli Ólafs forseta.´
Ég er enn sama sinnis, gerum út strandferðaskip/skemmtiferðskip hér á Íslandi. Þannig að hægt væri að velja t.d. að fara hringferð um landið, eða sigla milli landshluta og njóta alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Frábær viðbót, bæði fyrir íslenska og erlenda ferðamenn.
josira
Fljótandi lúxus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og heldur finnst mér tekið djúft tekið á lýsingarorðum morgunblaðsmanna í inngangi greinarinnar um ummæli Ólafs.
" Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda "
(átti þetta að vera frekar last en lof ...eða hvað)
Hálf fáránlegt er einnig að halda því fram að þessi orð Ólafs forseta kunni að hafa kostað þjóðarbúið milljarða króna.
Varðandi þessa viðvörun forsetans, sé ég ekki betur en þetta séu lýsingar á því, sem við Íslendingar erum að heyra þessa dagana, sem og aðra frá vísindamönnum. Og þarf ekkert að fela það. Gott er að geta verið viðbúin(n) því sem þarf að takast á við hverju sinni.
Og höfum við nú Íslendingar reyndar alist upp við frá fornu fari að lifa í nágvígi náttúrunnar hér í blíðu og stríðu.
Og síðustu árin meðal annars fengið að heyra að hugsanlegt Kötlugos gæti fylgt á eftir eldgosi í Eyjafjallajökli. (sem ekkert er víst að hún fylgi endilega eftir) Hún hefur bara sína hentisemi á því. Við búum í okkar sérstaka landi elds, íss og vatns. Þannig er nú það. Kæmi mér ekkert á óvart þó annars staðar, þyrfti landsins orka að losa sig á undan.
Munurinn nú og áður fyrr er að tækni og vísindi nútímans geta séð á nokkuð öruggan máta, sé eitthvað í uppsiglingu með jarðskjálfta, eldgos eða ofan-flóð eða hlaup í ám eða jöklum.
Þar að auki eru mælitæki og myndavélar á helstu stöðum, þar sem sjást og finnast hin ýmsu merki um hvað sé í gangi hverju sinni hjá náttúruöflunum okkar. Það eitt eru breyttir tímar.
Og við skulum fylgjast bara með í rólegheitum hvað gerist með hækkandi sól og vita hvort ferðamannastraumurinn muni ekki liggja hingað sem endranær. Spurning hvort við þurfum ekki að koma sem flestum skemmtiferðaskipum hingað og helst stefna að því að eignast sjálf 1-2 eða taka á leigu með einhverjum fjárfestum. Þeir ku finnast bæði hér á landi og erlendis.
Og hvað varðar ferðalangana, sem hingað munu koma er gott fyrir þá að kynna sér sögu landssins og vita að heimsóknin er enn eftirtektarverðari fyrir það eitt, að hér er lifandi land, sem er enn í vexti og mótun.
josira
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010
Jákvæðar fréttir af gosinu eða hvað ?
Fyrst hraun er farið að renna, er þá ekki breytinga von með eldgosið svona almennt ?
Minnkar þetta svakalega öskufall þá ekki einnig í kjölfarið, sem eldstöðvarnar hafa spúð frá sér og ferðast hefur um víðan völl.
Og valdið hefur gríðarlegum áhrifum á ferðalög um nánast allan heim á liðnum dögum.
En má þó til sanns vegar segja, að hafi slegið öllum landkynningum Íslands við.
Ætlar hinn fallegi Eyjafjallajökull kannski, að snúa vörn í sókn með okkur og létta á sér með liðlegum túrista hraunstraumi til að laða fólk að nýju til landssins !
Það yrði frábær gjöf hans til okkar og myndi það reka á brott þessar neikvæðu umræður um fyrirfram ákveðið tap ferðamála hér á landi á komandi sumri.
Svo er annað sem ég hef verið að velta vöngum yfir. Hvernig stendur á því að sífellt er verið að hamra á tapi t.d. flugfélaganna víðsvegar um lönd. Voru þeir ekki einnig að spara sér eldneytiskosnað, ásamt því að hafa allavega á fyrstu dögum flugbannsins verið búnir að fá greiddan stóran hluta farseðlana.
Því er það ekki þannig, að flestir ferðalangar borga sína flugmiða fyrirfram. Tíðgast það ekki að öllu jöfnu þannig í dag. Þá er það væntanlega þeir sem lenda í meira tapi - vandræðum, en ekki flugfélögin.
Og ekki fer mörgum sögum af öllum þeim fyrirtækjum erlendis, sem þessar tafir hafa sett í jákvæðara horf. Sbr. Lestir, rútur, leigubílar, hótel, gististaðir, veitingastaðirt, verslun og annað tengt ferðamönnum. Eitthvað hefur peningurinn ratað í þeirra vasa hlýtur að vera.
Ég spyr bara fávís konan ...
josira
Hraun komið um 1 km frá gígnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var að hugsa um þetta magnaða og einstaka land okkar og hve mikinn fjársjóð það hefur að geyma. Hér er allt til alls ef að er gáð...
Náttúra Íslands... Falleg myndbönd frá youtube...
http://www.youtube.com/watch?v=S0KuZS9JzOU&feature=related
Pálmi Gunnarson syngur Ísland er land þitt...
josira
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 123251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði