Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Heimspeki

Sérstök og seiðandi er röddin hans Dalai Lama ...

Eiginlega er ekki hægt, að útskýra með orðum, hljóminn í orðunum og rödd hans. Og eitthvað einstakt er að loka augunum og hlusta hljómana óma. Líkt og þeir umvefji hverja frumu í líkamanum ... Að einhver samsvörun verði í sál manns ... sem erfitt er að útskýra.


" Þetta er græðandi og nærandi mantra – kjarninn í Veda. Sá græðandi kraftur sem þessi mantra vekur berst í bylgjum frá líkamanum til hugans og til sálarinnar. Hún styrkir mátt vilja, þekkingar og athafnar, losar um flæði eldmóðs, ...hugrekkis og einbeitni. Straumur þessarar möntru vekur græðandi öfl hið innra og laðar jafnframt að græðandi krafta náttúrunnar og skapar umhverfi þar sem kraftar beggja stefna saman. Þessi mantra er ómetanlegt hjálpargagn fyrir græðara og kennara. Hún tengir okkur við græðarann innra með okkur og auðveldar okkur að ná fullri næringu úr mat. "  (fengið af síðu Leifs)
Maha Mrityunjaya - mantran - Dalai Lama kyrjar forna möntru úr Rig Veda.
Eldri skrif mín um heimsókn Dalai Lama til Íslands.
josira

Hugarþankar,

að mér sækja ...

  

HeilraediHonnu2

HeilraediHonnu3

Heilræði Hönnu8

lifsvegurinn-josira


Snjókorn og vatnsins verðmæti ...

 

 

Mörgun finnast snjókorn öll vera eins, en þau eru það svo sannarlega ekki, heldur eru þau eins margbreytileg að útliti og lögun líkt og mannfólkið sjálf. Enginn er nákvæmlega eins að öllu leyti.

Hver er innri gerð snjókorna ? Eru engin tvö snjókorn eins ?

(af vísindavefnum)

 

bentleyx

Fyrstur manna til að festa snjókorn á filmu, sem var þann 15 janúar 1885 var ljósmyndarinn Wilson Bentley, sem hafði heillast af snjókornum frá barnæsku og er aðdáunarvert að fylgjast með aðferðum hans og elju, sem gaf okkur tækifæri á að sjá inn í heim þeirra og fá að kynnast þessari einstöku fegurð snjókornanna.

bent01

Hér má sjá ólíka gerð snjókorna-kristalla.

Landið okkar fallega, hefur nú hjúpast hvítri kápu snjóalaga síðustu daga og vikur, sem og hefur gert okkur erfitt fyrir og þá sérstaklega í samgöngum. Þó má segja að í allri þessari fannkomu geymist gjöf, sem síðar meir mun, að einhverju leyti samlagast þeirri auðlind okkar Íslendinga, sem þekkt er um víða veröld og er hið verðmæta vatn okkar.

imagesCASWFLZI 

Sem jafnvel kann að reynast enn verðmætara en við höfum gert okkur grein fyrir fram að þessu. Kannski eigum við eftir að flokka vatnið okkar og gefa því sérstaka eiginleika, eftir huglægum eða tónlistarlegum leiðum allt eftir því hver noktun vatnsins ætti að vera !

387190

imagesCAZ4BFVA

Með nútíma tækninýungum hefur komið í ljós að t.d. vatn hefur minni og einnig að hugsun og tónlist hefur áhrif á lögun og jafnvel lit vatnsdropa, sem frystur er.

 Hinn japanski Dr.Masaru Emoto hefur rannsakað vatn víða úr veröldinni og þá hvernig breytingar verða á t.d. á kristölluðum vatnsdropa, sem sýnir breytingar eftir hugsunabylgjur eða tónlist, annaðhvort jákvæðar eða neikvæðar.

Já, náttúran öll og sköpun hennar er heillandi heimur frá minnstu eind til stærstu stjarna. Líkt og sérhvert snjókorn, sérhver vatnsdropi og sérhver sál.

 

 5091383016_e472fdd059

Einstök er náttúran á Íslandi (við Jökulárlón)

6721767511_17a80838cd_m

Skaparans sköpunarverk (eldri færsla mín)

"Þar af leiðandi hlýtur hver hugsun, hvert orð og hver gjörð að hafa áhrif á himinn og jörð. Og þessvegna er í raun þau mannanna neikvæðu og jákvæðu verk og öfl, sem stjórna og stýra hér á móðir jörð því lífi og þeim aðstæðum, sem við mannkyn búum við hverju sinni því við erum öll sköpunin, samtengd í samvitundinni."

josira


Regnboginn ... og lífsins verkefni

Nú í hádeginu var ég stödd úti og sá líka þennan fallega regnboga yfir borginni og augnablik sást hann tvöfaldur. Ekki var ég með myndavél við hönd til að fanga þessa fegurð fasta.

Regnbogar hafa alla tíð heillað mig og stórkostlegt litróf þeirra.

Litir eru í öllu í kringum okkur. Og tengjast daglegu lífi okkar.

imagesCA8NPLYA

Hvaða liti veljum við á veggi og á húsgögn á heimilum okkar...

Hvaða liti viljum hafa í fatnaði okkar dag frá degi...

Heilla okkur einhver litasamsetning fæðunnar, sem við snæðum...

Eru einhverjir litir sem við þolum bara alls ekki...

picture_10

Gaman er að fræðast um eitt og annað tengt regnboganum og litum hans.

Hvernig myndast regnboginn ?

Sumir sjá og skynja orð og hluti í litum

sbr. systurnar Ingibjörg og Ásdís ásamt Bubba, sem semur lögin sín í litum.

og litir regnbogans tengjast orkustöðvum mannsins.

Jógasetrið - meira um litina

chakra1w

Hvað getum við lært af líkama okkar

Orkulind og orkustöðvarnar 

Rainbow Healing Meditation By Paolo

 

 Somewhere Over The Rainbow - Ray Charles 

Regnbogafæða

regnbogabordi2_medium

Regnbogafáninn og hinsegin dagar

flag

 Regnbogafáninn er eign allra sem berjast fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum.

Ljósberi

Regnbogabörn eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál.

Markmið samtakanna er meðal annars að gera börnum kleift

 að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis frá jafningjum sínum. 

 

Maðurinn sem orkukerfi

Gott getur verið að nota steina eða ilmolíunudd til heilunar,

sem og áhrif hafa á orkustövarnar

1288424858UREI88

Ára mannsins séð með nýustu tækni

Litadýrð sem lýsir innri manni - litameðferð

Og að síðustu, það sem dregur mig að sér nú, gagnvart orkustöðvunum

er þetta myndband, sem ég reyndar var að finna nú í þessum rituðu orðum !

Sem og leiðir mann til Egyptalands, sem löngum hefur heillað mig.

pyramids2

Your Glands are the Chakras

 

" Allt er gott í hófi " 

 

" Að læra að þekkja sjálfan sig og takast á við kosti og galla sjálf síns,

í gleði og sorg lífssins er eitt mesta verkefni sérhvers manns."

 

En nú er nóg komið að sinni og viða búið að fara undir

áhrifum regnbogans. Samspil hans og mannsins víða liggja.

Af nógu er af að taka, því regnboginn er t.d. einnig víða að finna

sem tákn í draumum og mörgum helstu trúarbrögðum heims.

 

rainbow_907198

 

Hljómkviða alheims í öllu er,

litirnir líka tengjast hér.

Átakalaust fuglinn flýgur,

frjókorn upp úr jörðu smýgur.

Hlutverkin eru, að snúa lífshjólin

lífsorku í té lætur, sjálf sólin.

Sálarljós í kjarna alls býr

og kærleiksaflið öllu snýr.

josira

 

(ps. smá lagfæringar og ákvað í leiðinni að bæta við tenglum)


Heillandi og leyndardómsfullir fornir menningaheimar ....

Magnað að horfa á þessi myndbönd. Sem sýna og segja frá fornum leyndardómsfullum borgum, sem fundist hafa, ofanjarðar, neðanjarðar og í sjó.

Og vekur upp spurningar um, að mannkynssagan sé í raun ekki alveg eins og hún er sögð (talin) vera.

Gobekli Tepe, eru um það bil 12.000 ára gamlar óútskýranlegar byggingar, sem grafnar voru upp í Tyrklandi.

gobekli-full_35417_600x450

Derinkuyu, er ótrúleg neðanjarðarborg í Tyrklandi þar sem talið er að um 20.000 þús manna hafa búið.

derinkuyu

Yonaguni er talin vera um 8000 - til 10.000 þúsund ára gömul neðansjávarborg, sem fannst við Japansstrendur og er byggð úr gríðarlega stórum steinblokkum, sem minna á pýramita

yonaguni-jima-japan_thumb2 yonaguni-jima-japan_ 

Og hér er fræðandi síða um 10 leyndardómsfyllstu staði jarðarinnar, sem fundist hafa og vitað er um. 

Já það er margt óvænt, áhugavert, sumt óútskýranlegt og eða hulið leyndardómum, sem hægt er að rekast á, þegar er verið vafra um í hinum stóru netheimum.

Og ætíð er gaman að fá að fræðast bæði um gamla og nýja hluti.

josira

(ps. er að lenda í því, að bloggsíðueiningarnar mínar virðast vera stundum með sjálfsstæðan vilja, t.d. er hægri einingin að hverfa úr sínum stað í tíma og ótíma og yfir hinum megin. Kannast einhver við svona síðueiningaflakk ? )


Náttúruvísindi, stjörnuspeki og náttúruhamfarir ...

 

natural-disasters-list 

Afstaða stjarnanna fyrir og eftir t.d. stóra jarðskjálfta, flóð og eldgos eru verðug verkefni að skoða, spá og spegluera í. Við gætum eflaust lært enn meir af náttúrinni og skilaboðum hennar til okkar á svo margvíslegan máta og jafnvel til viðvörunar í tíma áður en slík vá gerast.

naturalScience mynd12

Þessi fræði ættu auðvitað að skarast saman í námi. Eins og t.d. í Náttúruvísundum ætti að bætast við undirflokka hennar, stjörnuspeki og hafa saman með; jarðeðlisfræði og stjörnufræði.

cosmos astrology-nd-belief

Þá myndu jarðeðlisfræðingar, stjarnvísindamenn og stjörnuspekingar vinna saman og gætu borið bækur sínar og vitneskju saman, jöfnum höndum og þá í samvinnu og sameiningu komið fram áríðandi viðvörum til þeirra staða eða landa, sem hætta væri á að eitthvað færi að gerast.

Einnig væri athugandi að hin vestrænu læknavísindi tækju upp stjörnuspeki í sínu námi, því vitað er frá fornu fari, að afstaða stjarnanna hverju sinni hafa áhrif á hegðun og líðan mannanna jafnt, sem og annara lífvera hér á móðir jörð.

440 árum fyrir krist, mælti Hippocrates, “ Læknir á vitneskju um stjörnuspeki hefur ekki rétt á að kalla sig lækni “   Hippócrates var forngrískur læknir, oft kallaður faðir læknisfræðinnar og er Hippókratesareiðurinn (lækniseiðurinn) kenndur við hann.

Allt um Hippokrates (bjöguð þyðing af google) og síðan ákaflega stutt á íslensku.

 

josira

 


Draumsýn ...

edmund_dulac_princess_and_pea

Vaknaði í fyrrinótt við draum, sem situr í mér. Man ég þó einungis bláendann á honum, sem er á þessa leið;

Mannmergð er að berjast fyrir lífi sínu í ölduróti vatns eða sjó, Birtist þá stærðarinnar blóm yfir höfði þeirra, sem geislaði ljósi-ljóma frá sér. Fannst mér í augnablik svona í fjarlægð séð, að þetta væri rós, en samstundis breyttist hún í Lótusblóm. Vatn streymdi undan Lótusblóminu niður yfir fólkið. Og reyndi fólkið, sem lengst var frá, að synda að því.

Það einkennilega var, að ég sá gleði og bros færast yfir andlit fólkssins, við þetta. Líkt og óttinn, sem áður hafði heltekið þau, hefði verið svipt í burtu.

Og þarna vakna ég.

shining_lotus_jpg_w180h175

Þegar ég fer að hugsa um hvaða merking gæti legið í draumnum þá finnst mér, að sýnin hljóti að tengdist til austurlanda. Því lótusblóm eru mikil tákn (symbol) og samofin menningum landanna í austri.

Það leiddi huga mínum að hvort flóðalda-bylgja væri að fara að skella á eða yfir svæði þar, en að allflestu fólkinu yrði bjargað.

Samt finnst mér jafnvel önnur merking liggja að baki draumnum. Gæti aukin vitundarvakning verið á leiðinni til vestus frá austri, sem ljósi lýsir á lífssins veg í ölduróti hugans. ! (sem stillir strengi, gleði gefur og veitir von hið innra) 

Á vissan hátt má segja, að í hinum vestræna heimi, sé undirliggjandi bylgja til breyttra lífshátta og lífsviðhorfa nú þegar hafin, sem leitt hefur til hollari og heilbrigðari lífsstíls á marga vegu.

image_035

Sem og tel ég, að megi rekja til aldagamalla austrænna hefða, sem þekking liggur í til jafnvægis hugar, sálar og líkama, sem og leiðir til vitneskju og vitundar manna um sjálfa sig og tilgang lifs síns, hverju sinni. 

MillenniumTree

Að læra að þekkja sjálfan sig og takast á við kosti og galla sjálfs síns í gleði og sorg lífssins er mesta verkefni, sérhvers manns tel ég vera.

flower_of_life

Hér má lesa um merkingu rósar, lilju og lótusblóma; (enska) Bjöguð ís. þýðing frá google;

josira


Náttúruöfl íss og elda ...

 

Á laugardaginn s.l. var ég óvænt, áhorfandi að kraftmiklu sjónarspili katalónska fjöllistahópssins La Fura dels Baus á Austurvelli á opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur. Var það áhrifamikið að heyra tónlistina og sjá listafólkið tjá sig upp í háloftunum. Þarna voru einnig með íslenskir ofurhugar.

ImageHandler 

 

 

En þegar ég kom síðan heim, byrjaði ég reyndar á því að fara á vedur.is og ath. með jarðskjálftavirki og hvort eitthvað væri í aðsigi. Því mér leið bara þannig einhvern vegin og kom mér ekki á óvart að sjá hvernig kortið leit út.

110521_1850  

110521_18500

Hófst síðan eldgos í Grímsvötnum um það leyti eða stuttu síðar. Og hefur hugur minn verið hjá fólki og skepnum fyrir austan síðan gosið hófst í, líkt og hjá öllum öðrum. Við mannfólkið erum svo varnarlaus og smá í nágvígi við náttúruöflin. Og nú er þörf fyrir að biðja máttarvöld og verndarvætti að vaka yfir og vernda land og þjóð á þessum umbrota og breytingatímum. Gildi lífssins breytast í návígi náttúruhamfara.

Um tíma hef ég fundið fyrir þyngslum í líkamanum og kuldahrolli af og til og einhvern vegin haft þá tilfinningu að stutt væri í náttúruhamfarir-eldgos. Og hafði reyndar sagt við eldri dóttir mína á fimmtudag að sennilega myndi byrja eldgos nú um helgina, sem og reyndist vera. Samt hef ég ekki fundið fyrir sterkum beyg gagnvart gosinu, sem nú er, þó aðstæður séu nöturlegar í sveitunum undir jöklinum. Einhvernvegin leitar hugur minn þá frekar í átt að Öskjusvæðinu. 

Það eina sem við getum gert er, að vona það besta hverju sinni og að biðja þess í hjörtum okkar að mönnum og skepnum verði ætíð borgið, þegar jörðin byltist svona um og er með hugsanlegar fæðingahríðir. Við erum jú einu sinni fædd hér á þessu magnaða landi, elds, íss og vatns og höfum lært að lifa með því gegnum aldirnar.

(úr fyrri skrifum um gosið í Eyjafjallajökli) 

Ætíð er óvíst hvort hún léttir á sér á yfirborðinu eða hulin undir jökli eða annars staðar djúpt undir niðri. Og eins má minna á, að ekkert er fyrirsjáanlegt 100%, hvort, hvernig eða hvar eldgos hefst í kjölfar jarðhræringana, mælitækin mæla margt, en jörðin sjálf ákveður stund og stað, hverju sinni. 

Ég er nú bara þessa dagana að hugleiða, hvað í raun og veru á svo marga vegu það er, sem náttúran með ýmsum táknum og sagan er ætíð að tala til okkar. Samspil ólíkra þátta, tengjast svo oft finnst mér.

Og nú ætla ég að snúa mér að skrifunum, sem ég byrjaði á. Því mér fannst listaatriðið á Austurvelli hafa jafnvel eitthvað táknrænt að segja til okkar. (vissi ekki þá um hvað það var og sá lítið nema fólkið í háloftagrindinni).

Langaði mig að forvitnast um hvort eitthvað væri um túlkun listaverkssins á netinu. Og reyndist það vera um fæðingu Venusar; ( Magnað myndband af sýningunni ) og var flugumferð bönnuð á meðan.

venus

Las áðan að í kringum 20. maí myndi Venus tengjast Mars í Nautinu. ! ( í stjörnuspeki-týndi linknum) Er ekki einhver þarna úti, sem er fróður í stjörnuspeki og afstöðu stjarnanna svona almennt um þessar mundir og á komandi vikum. ?

imagesCAASXQCZ

En allavega, leiddu þessar hugleiðingar huga mínum að stjörnunni  – gyðjunni - Venus. Reynist hún einnig tengjast til stjörnunnar –eld -og herguðssins – Mars . Þetta getur verið umhugsunarvert sýnist mér, sem vísar á þegar jafnvægi skapast á milli andstæðra afla (orku) t.d. kvenorkan-karlorkan-yan-yang-eldur-vatn-ljós-myrkur og s.fr.

Hér eru fleiri tenglar um þau á ísl;

http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/venus/ 

http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/mars

LovesWings

Ég skrifaði svo margt um hugar- og tilfinningaþanka mína um náttúruna og öfl þeirra í mars-apríl og maí 2010, sem og má finna hér til hliðar. Margt af því finnst mér eiga einnig við hér þessa dagana og þá er ég að vísa í þjóðfélagsmál okkar og ástand, sem mér finnst almennt ekki komin i þann farveg, sem þau ættu að vera.

Magician

Læt fylgja með nokkur eldri orð úr skrifum mínum þegar Eyjafjallajökull gaus;

Ég held að móðir náttúra sé í þessum fæðingarátökum (hríðum) sínum, á jöklinum, að hjálpa til um losun neikvæðrar orku, sem ríkt hefur í þjóðfélagi okkar um jafnvel miklu lengri tíma, en við gerum okkur enn grein fyrir. Sem og nær bæði yfir haf og heiðar.

Í myndlíkingu mætti segja að;

í þjóðfélaginu, heldur hún áfram hjálp sinni, með því að bylgast um og hreyfast í takt við að koma ósómanum, sem þrýstist orðið upp á yfirborðið (reykjabólstrar hennar, sem og berast erlendis) nánast á hverjum degi, hjá mönnum, stofnunum og fyrirtækjum í hinum hlykkjótta dansi hinna spilltu talna (tölur peninga á blöðum), sem stjórnað hafa og stýrt þjóðfélaginu á svo margan máta, um allt of langan tíma.

Við viljum fá að sjá nýtt Ísland, byggt á góðum mannlegum grunni, þar sem réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja. Þannig að enn um stund þarf orka jarðar að halda áfram með losun sína. Því hún er að létta um hjá sér og með okkur. Athugum að neikvæð orka (hugsun) mannanna síast einnig til náttúrunnar og geymist þar.

Og nú held ég að Venus og Mars séu að sameinast í dansi náttúrunnar hjá okkur og hjálpa til að sameina það neikvæða og jákvæða til jafnvægis. Og vona ég að þessi samsvörun, sem ég sé í þeim verði til þess að allt fari vel fyrir austan og að þetta karp og þras taki enda hjá stjórnmálamönnum okkar og við tökum höndum saman við að skapa hér manneskjulegra þjóðfélag. Gildi lífssins breytast í návígi náttúruhamfara.

Þökkum fyrir alla þá guðdómlegu ljóssins vernd, sem við höfum fengið hér á Íslandinu og höldum áfram að biðja fyrir landi og þjóð, sem og öðrum löndum og þjóðum og að alheimskærleikur og heilunarorka umvefji móðir jörð og allt hennar lífríki á þessum umbreytingartímum, sem við mannkyn erum að ganga í gegn um.

Í átt að nýjum og manneskjulegri þjóðfélögum, með auknu réttlæti, samkennd og raunsærri stjórnun, sem stuðlar einnig að mannfrelsi og friði.

josira

(p.s. búin að vera hér allt of lengi að bagsa við að laga línubil og fl. er hætt og vona að þetta sé læsilegt, þó þétt sé ...) er enn að reyna aðlaga þetta

  


Haförn - ernir og tákn þeirra ... er verið að færa okkur skilaboð ! ...

 

“Örninn táknar andlega vernd, flytur bænir, og færir styrk, hugrekki, visku, lýsingu í anda, lækningu, sköpun og þekkingu á leyndardóma “ 

(The Eagle represents spiritual protection, carries prayers, and brings strength, courage, wisdom, illumination of spirit, healing, creation, and a knowledge of magic. The eagle has an ability to see hidden spiritual truths, rising above the material to see the spiritual. The eagle represents great power and balance, dignity with grace, a connection with higher truths, intuition and a creative spirit grace achieved through knowledge and hard work.) 

Eru þeir ekki að hjálpa okkur að takast á við þær breytingar, sem eru að gerast í þjóðarvitundunni og lýsa okkur leiðina til hins nýja Íslands, að því þjóðfélagi, sem við viljum skapa og búa í. Táknmynd þeirra er slík.

Er einnig að hugsa nú hvort þeir séu að koma með einhverja vernd norður, sem þörf er fyrir.

Því til Ólafsfjarðar kom í heimsókn ungur Haförn í morgun; 

Þá kom hann fljúgandi inn yfir bæinn og settist síðan á flugvöllinn - rétt framan við vinnubúðirnar við munna Héðinsfjarðarganganna “ sagði Gísli Kristinsson.

Einnig sást til Hafarnar í Skagafirði og nágrenni nú um miðja mánuðin.

Ég er þess fullviss að læra má margt af veru þeirra hér og hef ég áður skrifað þessa mögnuðu fugla og hvaða orku, styrk eða lærdóm þeir færa okkur ... Haförn í Hvalfjarðarsveit 5 nóvember... ásamt öðrum fuglum ;

skjaldarmerki

Munum að hann telst einn af landsvættunum okkar ... 

Og í sambandi við fugls-landvættinn okkar ... Er Gammurinn ekki einnig sam - táknberi; fyrir Örn ... Griffin ...  og  Fönix.... ! sem og fyrir finnast í hinum ýmsu menningarsamfélögum um allan heim.

1241166504

Ríki Seifs og guðanna var á Ólympsfjalli, hæsta tindi Grikklands. Seifur var talin almáttugur og alsjáandi. Seifur var giftur gyðjunni Heru og tákn hans var Örn og þrumufleygur.

Hliðstæða Júpíters í norrænni goðafræði er þrumuguðinn Þór og í mörgum tungumálum er fimmtudagur dagur Þórs, samanber Torsdag í dönsku og Thursday í ensku.

Og hér má til gamans fylgjast með vefmyndavél við arnarhreiðrið í ónefndum breiðfirskum hólma, sem þau Bergsveinn G. Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum í Reykhólahreppi standa að (Arnarsetur Íslands)

Tökum á móti með þakklæti í hug og hjarta veru þeirra hér, skilaboð og vernd.

josira

 


mbl.is Haförn á flugi í Ólafsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóssins ljómi...

 
spiritual

Innsigluð í vitund okkar er þráin, í leit að sannleika lífssins...

Vegur sannleikans leiðir okkur, að uppruna okkar..

Vitund vaknar, á þeim degi er ljósið þú finnur, á lífsins vegi...  

Ljóssins ljómi, frelsi gefur, góðvild í hjarta, og veginn vefur...

MillenniumTree

josira

 

Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 123254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband