Færsluflokkur: Vefurinn
Sé það nú, að sennilega hefur það verið þetta mikla hlaup, sem ég skynjaði í markarfljótinu, en ekki hraunstraumur. Læt fylgja hér úr sýninni, því sem ég sá við seinna gosið á fimmvörðuhálsi og gleymdi. Mér sýndist opnast lýkt og hellir eða göng á bakvið hraunfossanna úr öðruhvöru gilinu inn í jökulinn og að þar kæmi hraun út. Þetta tengist kannski því, að gosið í jöklinum nú, hófst neðanjarðar og virðist halda sér þar allavega enn sem komið er.
Nú verðum við að biðja máttarvöldin um enn nýjan farveg, fyrir þennan ógnarkraft, sem greinilega kraumar þarna undir jöklum og víðar og leitar að heppilegum útrásarstað ... Sem erfitt er að hugsa til, ef opnast við topp jökulssins. Og biðjum sérstaklega fyrir bæjunum undir Eyjafjöllum og að flóðin í markarfljóði nái ekki að breiða úr sér.
Mikið yrði ég máttarvöldum þakklát fyrir ef krafturinn finndi sér farveg langt undir jökul í átt til sjávar og næði að létta á sér þar um sjávarbotninn og upp kæmi lítil eyja eða hólmar milli land og eyja. Enginn eyðilegging af leir, vatns - eða hraunburði upp á landi, heldur einungis eignarauknig í formi nýs lands og náttúrulegir brúarstólpar yrðu til staðar síðar, fyrir brúar- eða lestamannvirkjagerð milli lands og eyja. Það er mín von og ósk.
Hér má sjá nýustu myndir af Eyjafjallajöklasvæðinu ... úr aukafréttum RÚV.
http://www.ruv.is/beint og fréttavef RÚV.
p.s. átti ekki von á því að umræður og fréttamennska af Rannsóknarskýrslunni stóru, fellu svo fljótt í skuggann og reyndar hversu hún, nú er svo agnarsmá og nær ekki umfjöllun og athygli í þeim stórbrotu fréttum, sem umbrot í Eyjafjallajökli valda. Þeð er líkt og sé verið að sýna okkur hve smá og vanmáttug við getum verið og að veraldlegir hlutir virðast fjarlægjast og geta orðið hismi eitt.
josira
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
að nýjar gossprungur opnist aftur á Eyjafjallajökli eða jafnvel annars staðar ! ...
Get ekki neitað því þegar ég var að skrifa um hugsanleg goslok í gærkveldi, þá leið mér þannig að þetta væri, sem lognið á undan storminum, ef hægt er að segja svo. Vona að það reynist ekki rétt.
Það hefur eitthvað innra með mér verið á varðbergi, síðan eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi þann 20 mars s.l. Og með hverjum degi, sem við höfum fengið að njóta þessa fallega og nokkuð örugga goss í hæfilegri fjarlægð frá byggðum bólum hefur maður þakkað máttarvöldum fyrir. Og beðið um vernd fyrir land og þjóð daglega.
Hér fyrir neðan má lesa úr fyrstu færslu minni um eldgosið;
P.S. var búin að sitja hér og tjá mig um eitt og annað ( þar á meðal, tengt fyrirboðum og sýnum ) í nokkuð langri grein, þegar allt fraus og hvarf á svipstundu.
Og eina ferðina enn gleymdi ég að vista reglulega !!! Þegar hugurinn er á fleygiferð og margt þarf að rita, er athyglin ekki alveg á þeim takkanum. Manni finnst að þetta blessaða blogg umhverfi eigi að vera í lagi ... ( p.s. Kannski ég hafi bara ekkert átt að skrifa um það sem ég ætlaði mér. Best að hugsa það þannig, þá er ég sáttari ...)
Svo mörg voru þau orð þá ...
Ég er að hugsa um nú, að segja frá þeirri sýn minni, sem flaug um hugskot mín þegar sagt var frá í fréttum, að eldgos væri hafið í Eyjafjallajökli um miðnættið þann 20-21 mars s.l. og ekkert nákvæmlega var vitað um staðsetnigu þá.
Mér fannst að hraun rynni eftir Markarfljótinu, niður til sjávar, en að bæjum og búaliði í nágrenninu stafaði ekki beint hættu af því. En hafnarmannvirkin fyrir Herjólf niður í Landeyjarsandi yrðu fyrir skemmdum og þar afleiðandi seinkun yrði á opnun hafnarinnar. (en landslagsbreytingarnar þar yrðu til bóta, þegar upp væri staðið) Og Þórsmörkin væri breytt ásýndum, þó ekki eins mikið og ætla mátti.
Síðan um morgunin þegar vitað var um staðsetningu, létti mér, að þessi tilfinning mín og sýn hafði ekki við rök að styðjast og að eldstöðvarnar reyndunst, vera svo sérlega vel staðsettar, sem þær voru. Þegar ég leit sjónum fyrstu gosmyndirnar, þá sá ég þar myndast stóra bjarta veru, fyrir ofan eldstöðvarnar líkt og einhverja gyðju. Og innra með mér fann ég létti fara um mig og ég varð fullviss um að staðurinn væri undir vernd og allt færi vel, sem og reyndist vera.
Síðar, þegar seinni sprungan opnaðist fannst mér, dökkar verur stíga þar upp með gosreyknum. Einhver uggur kom þá í mig og varð mér hugsað um, hvort nú yrði einhver breyting á hegðun gossins og endir væri á þessui ljúfa og fallega sjónarspili náttúrunnar og eitthvað miður gott mundi gerast.
En svo fannst mér það meira þó þannig, að þarna væri að losna um einhverja neikvæða orku okkar mannanna, sem samanþjappast hafði og safnast þarna undir niðri og náttúran var að hjálpa til með að koma upp á yfirborðið. Taka þátt í þeirri hreinsun og umbreytingu, sem þjóðfélagið okkar er að takast á við. ( Og á ég þá við, að samvitund okkar mannanna tengist einnig náttúrunni, sem og öllu sem lifir.)
En síðar hugsaði ég um, að kannski birtust mér þessir skuggar í reyknum, sem fyrirboði þess hörmulega slyss, sem átti sér stað á Fjallabaksleið. Ég veit það ekki.
Reynum öll sem eitt, að fara ætíð varlega og gæta fyllstu aðgátar í samvistum við náttúruöflin. Og eins má minna á, að ekkert er fyrirsjáanlegt 100%, hvort, hvernig eða hvar eldgos hefst í kjölfar slíkra jarðhræringana, mælitækin mæla margt, en jörðin sjálf ákveður stund og stað, hverju sinni.
Það eina sem við getum gert er, að vona það besta hverju sinni og að biðja þess í hjörtum okkar að mönnum og skepnum verði ætíð borgið, þegar jörðin byltist svona um og er með hugsanlegar fæðingahríðir. Og óvíst er hvort hún léttir á sér á yfirborðinu eða hulin´undir jökli eða annars staðar djúpt undir niðri ...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir þennan frábæra kraft sköpunar og fegurðar móður náttúru í stórkostlegu sjónarspili hennar á Fimmvörðuhálsi...
og þessa gjöf hennar til okkur á réttum tíma og réttum stað. Sem segja má, að hafi orðið þjóðinni heilmikið til heilla á mörgum sviðum.
Og um stund, færðu augu heimssins og okkar frá icesave og ýmsu öðru. Meira að segja, brúaði bilið og biðina eftir Rannsóknarskýrslunni stóru.
Sem nú er búið að birta og við tekur hjá okkur á ný, veraldlegar áhyggur og væntanlega verða skoðanir og umsagnir manna á Rannsóknarskýrslunni margumtöluðu, aðalumræðuefni og fréttaefni hjá fjölmiðlum og vinnustöðum á næstunni.
josira
Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2010
Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada til fyrirmyndar ...
Og kynna sér hvernig hin 89 ára Hazel McCallion heldur um stjórnvölinn í Mississauga, sjöttu stærstu borg Kanada, en þar hefur hún verðið borgarstjóri í 31 ár.
Hennar mottó hefur alltaf verið að halda fólki í vinnu og sköttunum lágum.
Það er eitthvað annað, en stefnan hérlendis !
Það væri kannski þjóðráð, að bjóða hinni stjórnslyngu Hazel hingað, til skrafs og ráðagerða með stjórnvöldum hér. Hún kæmi eflaust með einhver snjöll úrræði með í farteskinu okkur til handa, svona reynd og ráðgóð kona ...
Betur sjá augu, en auga ...
En um daginn rakst ég á þessa skemmtilegu frétt í pressunni um hana.
McCallion hefur staðið af sér 11 kosningar frá því hún varð fyrst kjörin borgarstjóri árið 1978 og er ekkert á þeim buxunum að hætta. Enda engin ástæða til, því Mississauga borg skuldar ekkert og hefur hún náð að byggja upp 700 milljóna dollara varasjóð. Á sama tíma hefur hún byggt upp blómlega borg og atvinnuástandið er með besta móti.
Meira um hana hér; The Mayor of Mississauga (Canada)
Locally revered and internationally honoured
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er í Kópavoginum.
Vona að stillt veður og fallegt gos, séu ekki að fara að breytast.
josira
Jarðskjálfti við gosstöðvarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Og villimannalegum vinnubrögðum bandarískra hermannanna ... Hversu lengi á að líða þeim þetta ... ásamt öllum öðrum, sem að stríðum stuðla ...
Og heldur nöturlegt finnst mér, að ráðamenn íslensku þjóðarinnar á sínum tíma, hafi lýst stuðningi við innrás Bandaríkjahers í Írak, þeir Davíð og Halldór, í óþökk nánast heillrar þjóðar, sem er þekkt fyrir friðarbaráttu á alheimsvísu.
Hvað er hægt að gera til að stöðva þessi hryllilegu stríð, sem gengdarlaust ganga víðsvegar um veröldina ... Vegna valda- og peningagræðgi ásamt margra kynslóða hefnda ... Allt eru þetta mannanna verk oftast í nafni trúarinnar ... sem bitna mest og sárast á saklausu fólki ...
Munum við mannkyn mögulega ná því þroskastigi, að vaxa frá því dýrslega eðli, sem býr innra með okkur ... Áður en allt verður um seinan. Jörðin okkar byltir sér aldrei meir en nú. Er að reyna að losa um þessa neikvæðu orkustrauma, sem um hana liggja, sem skapast hafa, að einhverju leyti frá okkur mannkyni í gegn um hugsanir og gjörðir ...
Declan - Tell Me Why - a children's tribute
We Are The World - Michael Jackson Lionel Richie Cindy Lauper Steve Wonder Bruce Springsteen...
Michael Jackson - The Earth Song
Hjálpum þeim (Help them) Yndislegur samsöngur og samhugur íslenskra sönngvara til hjálpar okkar minnstu bræðrum og systrum ...
John Lennon - Imagine ( þarf að tvíklikka á myndbandið svo það komi )
Dag einn fyrir mörum árum síðan varð ég fyrir sterkri upplifun eða uppljómun um lífið og tilveruna, á nokkuð hverstaklegum stað...við eldhúsborðið heima hjá mér á miðjum degi...
Og því fylgdi samsvörun í minni sál eða samhljómun...Langaði bara að deila þessari reynslu minni, hér með þér ...
josira
Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langaði til gamans að benda fólki á að skoða þessi myndbönd af eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og kíkja eftir einhverju óvanalegu !
Við vitum að það eru óteljandi flugvélar af öllum stærðum og gerðum ásamt öllum þyrlunum, búnar að vera þarna á ferð og flugi á hinum ýmsu tímum sólarhringssins, en sumt sem glampar á þarna fer einnig ansi hratt, hverfur og birtist á víxl uppúr þurru ? þyrlurnar þekkjast reyndar vel þarna ...
Það væri áhugavert að fleiri skoðuðu og gæfu álit sitt um hvort hugsanlega eitthvað annað, en bara flugvélar eða þyrlur séu á sveimi þarna ?
( Um að gera að stækka videoið með því að klikka á ferningin niðri í horniu til hægri )
Ultimate UFO Collection-Iceland Volcano March 2010
Iceland Volcano cam ufo Captured 2 april 2010 ( hér fyrir neðan )
Boomerang UFO and PROBES in Volcano Smoke Iceland 2010 ( hér fyrir neðan )
Um leið og ég sá þennan boomerang líkan hlut, datt mér í hug ljósið sem ég sá frá Kópavogi séð í átt að Keilir - Keflavík, þann 4 feb. sl. á blá heiðskýrum himni http://josira.blog.is/blog/josira/entry/1028527/ ( hann var þó ekki alveg þannig í laginu ) en svo bjartur að sjá, sem glóandi gullinn ...
Ég hef nú ekkert sérstaklega verið mikið að spá og spegluera í þessum hlutum, UFO svona almennt séð, og að einhverjar litlar gráar verur fylgi þar með, en loka þó aldrei á neitt ...það er svo margt sem við vitum ei ...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mátti til með að deila með ykkur, þessu yndislega ljóði, sem fangaði augu mín, en höfundur þess er Hulda skáldkona ... ( Unnur Benetiktsdóttir Bjarklind )
Manni hlýnar nú bara um hjartarætur ...
Hver á sér fegra föðurland
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.
Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
Höf: Hulda skáldkona ( Unnur Benetiktsdóttir Bjarklind )
Eigið góðan dag, sem og alla aðra ... josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fæðing nýs lands ...
20 mars tvöþúsund og tíu
í titrandi tjáningu hóf að nýju
Eyjafjallajökull, að spúa eldi.
endurvakinn, síðla að kveldi.Kvöldroði hins nýlega mána
minnkaði, er loft fór að grána.
Gosmökkurinn á vorjafndægri,
vöðlast um til vinstri og hægri.
Krafturinn undir kraumar og mallar
máttugur mjakast, á logann kallar.
Klofnar þá jörðin við jöklana rönd
rösklega rifna bergssins bönd.Brátt ber við himinn bjartan bjarma
breyting er á staðhættis sjarma.
Snarbrattir klettar, klungur og gil
glóa við eldgossins sjónarspil.Snævi þakta jöklanna jörð
jarðeldar breyta í svartan svörð.
Sökkla nýsköpunar, þó má sjá
snarplega stækka, Fimmvörðu á.Ásýnd átthaga, eldstöðva verk
vísindamönnum þykja merk.
Mörgum öðrum einnig líkar
loga leiftra og hamfarir slíkar.Sjónarsviðið sjóðheitt brennur
bylgjast áfram, hraunið rennur.
Reykjabólstar til himins berast,
brak og brestir, mikið að gerast.Gætilega gestir, vanda skulu spor
stafað getur hættu, ef heillar þor.
Þroska skal sýna og virða ráð
rými víðu, vel sé að gáð.
josira
Frábært yfirlit ásamt mögnuðum myndum frá
fréttavef ruv. af eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi;
Og ekki gleyma að skoða nýju gossprunguna, sem sjá hér fyrir neðan;
Nýtt mynband mbl. af gosstöðvunum.
sæl að sinni
josira
Vefurinn | Breytt 14.4.2010 kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á Fimmvörðuhálsi.
Var að vafra um á youtube og er þar að finna fjölmörg myndbönd - video af eldgosinu í Eyjafjallajökli ... Ekki er hægt að neita því, að magnað er að sjá mörg þeirra.
Heillandi, en hættulegur kraftur og er sem segull á sjón ...
Spennandi sköpun, sem skelfir þó ...
josira
Vefurinn | Breytt 2.4.2010 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði