11.5.2011
Er að koma úr vetrarhýðinu ...
eftir frekar erfiðar vetrarvikur ... En nú kallar vorið á mann enn á ný með fuglasöngi og hækkandi sól.
Vorið
Eftir vetur vaknar vor
vængjast af lífssins mætti.
Magnast bæði þrek og þor
þroskast af Skaparans þætti.
Var að glugga í bloggið mitt hér áðan og kom mér á óvart að sjá og lesa hversu mörg þau eru orðin, orðin mín hér og hvernig þeim ægir saman út og suður.
Og hvernig þau fara um víðan völl í allsskonar óskyldum skrifum. Hef ekki hugsað út í það áður í raun og veru fyrr, en nú, hvernig ég er út um allt í hugsun og hef stundum þörf fyrir ólíka tjáningu í gegnum skrif. Það er líka bara allt í lagi, þetta samsull og stundum blessað bull er nú meira til að fá útrás fyrir allsskonar allavega hugarþanka mína.
Orðin lenda á blaði, sem fá að geymast eða þá gleymast (er hent). Sum geyma gullkorn og önnur ekki. Og einstaka sinnum koma til mín orð, sem geyma skilaboð, sem þurfa að berast áfram. (í dag er ég hætt að henda þeim heldur geymi)
Eins og t.d. 16 september 2009:
Mannkyn stendur á þröskuldi nýrra tíma, sem birtast sem ný lífsgildi, er standa þó á fornum meiði. Dyrnar standa opnar þeim er tilbúnir eru að stíga skrefin til fulls til vitneskju sannrar tilveru þeirra, í alheimslífi. Að uppgvöta og upplifa sitt innra líf. Skuggi ytra lífs mun víkja. Hulunni verður svipt af innri sýn. Og stöðvar í heilanum verða virkjaðar að nýju Og óvirkir lyklar í DNA erfðarkeðjunni verða virkir. Og opinberast þá sannleikur týndra kynslóða, sem reynt hefur verið að dylja. Og kærleiksljósið tendrast á ný. Og í loga þess er ekkert myrkur eða skuggar ótta, sem viðhalda hinum andlegu fjötrum mannsins. Kærleikurinn er aflið, orkan, krafturinn og ljósið, sem sameinar og upplýsir tilveru og markmið Almættisins, sem öllu snýr í óendanleikanum, því hann er í okkur og við í honum.Hvaðan skilaboða orðin koma, veit ég ei, nákvæmlega að öðru leiti en því, að mín skynjun og skilningur er að þau berast til mín á innri sviðum, frá æðri leiðbeinendum á andlegu sviðunum.
Hversu skrítin, asnaleg, fáranleg eða einstaklega viturleg, sem fólki finnst þau vera, þá er þau hingað komin þeim til lestrar.
Um þessar mundir ber huga minn að blessuðu lífinu og tilgangi þess í tilverunni svona almennt. Og fór ég að leita í eldri skrif mín um þanka mína í þá veru. Ákvað allavega fyrir mig að setja bloggslóðirnar mínar hér fram, sem ég datt niður á, svo ég þyrfti ekki að vera vafra um og leita að einhverju, sem ég var ekki viss hvað væri. Því ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef skrifað kannski fyrir margt löngu síðan.
Það verður bara forvitnilegt fyrir mig að spá og spegulera um hvað orðin hafa að segja mér. Og ef einhverjum langar að glugga einnig í þau, sem hér á leið um, er það þeim velkomið.
Andardráttur jarðarinar ... og hljóð hennar í geimnum;
Í bæn felst fegurð hugar og hjarta;Blogghugleiðingar mínar undir flokknum trúmál og siðferði :
Orð í draumi;Hver dagur;Lífsspekin mín;Og svona að lokum að sinni, læt ég fljóta með úr eldri bloggorðum mínum um hvernig ég sé hið nýja Ísland.;
18.4.2010 Minnir eftirminnilega á sig, Litla Stórasta land í heimi ...
Og örlítið meir um umrót og breytingar og er ég þá að meina um afdrif gömlu þjóðarskútunnar;
Þó löskuð sé hún blessuð þjóðarskútan er í höfn kemur, munum við samhent lagfæra hana á ný og endurbygging hennar mun hefjast með breyttu hugarfari, áherslum og nýjungum. Brydda hana síðan andlegum auðæfum okkar, sem finnast munu í gömlum földum kistlum, lengst ofan í lestum hennar, sem opnast hafa í öllu öldurótinu. Þegar að verður gáð verða þessi andlegu verðmæti það leiðarljós, sem lýsa mun hverjum og einum og þeim er það sjá og finna eða eftir leita, frá myrkri og vonleysi gamla farvegarins og inná nýjar brautir, sem gefa von í hjarta.Við munum öðlast virðingu annara úti í hinum stóra heimi fyrir samheldnina innbyrðis og skilningur á öllu óréttlætinu sem við höfum upplifað mun aukast og hjálp mun berast til okkar.
Sendi mínar bestu óskir um að sumarið verði okkur öllum heilaríkt og heilsugott
Sæl að sinni
josira
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.